Morgunblaðið - 13.04.1989, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 13.04.1989, Qupperneq 39
MÖRGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR' 13.' APRlL 1989 39 Allra meina bót Hug-leiðing1 um leiksýningu (Leikfélag Sauðárkróks - Sæluvika 1989) eftir Steingrím St. Th. Signrðsson Sæluvika Skagfirðinganna hófst með dansiballi síðastliðinn föstu- dag. Svo kom laugardagurinn með málverkasýningu Elíasar austfirzka í Safnahúsinu. Daginn eftir, um kvöldið, var sýndur gaman- og söngleikurinn „Allra meina bót“ eftir Patrek og Pál — alias Jónas Árnason rithöfund og Stefán Jóns- son, sem báðir eru gæddir húmor. En tónlistin er eftir Jón Múla Árna- son, bróður Jónasar. Hvernig sem á því stendur hafði greinarhöf. hlakkað til þessarar sæluvika — einkum vegna leiksýningarinnar í gamla leikhúsinu Bifröst — og ekki hvað sízt af því, að leikstjórinn Sig- urgeir Scheving er undirskráðum að góðu kunnur úr Vestmannaeyj- um (í tvígang), en Scheving er ein- mitt þaðan, ef nokkur er dæmigerð- ur. Nærvera hans er mótuð af þessu andrúmslofti, er fýlgir lífs- og lista- manninum Palla Steingríms, sem er einn listrænasti kvikmyndamað- ur á íslandi í dag, og Stebba heitn- um pól leikara, sem eru báðir ein- hvem veginn tákn þess bezta, er Vestmannaeyjar hafa upp á að bjóða — en það er svo margt. Leikfólkið á Krónum hafði æft stykkið þindarlaust undanfamar sex vikur og hert róðurinn undir lokin undir leiðsögn þessa lifandi Vestmannaeyings Schevings — en þetta er í þriðja sinn í röð, sem hann stjómar hjá þessu fólki, fyrst „Rjúkandi ráð“ og þá „Okkar maður" og nú „Allra meina bót“. Á sunnudagsmorguninn var aðeins litið inn á lokaæfinguna í Bifröst. Þá var allt á fullu þrátt fyrir illyrm- islega flenzu, sem hafði heijað á leikendur og næstum kastað þeim nokkrum í rúmið. Nú var engan bilbug á þeim að finna — sagt var, að einn eða tveir þeirra, sem fara með aðalhlutverk, hefðu haft vit á því að Iækna sig með því að demba í sig vænum skömmtum af hvítlauk, sem hins vegar gerði eina kossasen- una erfiðari en skyldi. Og svo rann kvöldið upp og þetta gamla leikhús, sem er frá 1928 (að því er einhver sagði dró til sín gesti hvaðanæva úr sýslunni og víðar að. Nú var ekkert villt dansiball í norð- lenzkum kántrístíl, heldur þess í stað þessi músík-gaman og glens- leikur. Þegar ljósin höfðu verið slökkt og fýrsta lagið eftir Jón Múla ómaði hófst stemning, sem hélzt alla sýninguna, en salurinn var sneisafullur af fólki. Það vill svo til, að sá, er þetta skrifar, sótti farsa og söngleiki í London á árun- um 1946—48 (í námsfríum sínum í Nottingham og Leeds) — og það verður að segjast eins og er, að ekki er músíkin hans Jóns Múla síðri en sú er fýlgdi sýningunum, sem maður sá í Metropolitan Lond- on í gamla daga rétt eftir stríð — ef til vill er músík Múlans gædd þúsund sinnum meiri töfrum. Og alltaf hélt sama mýktin áfram alla sýninguna — þvílíkur sjarmi og þvílíkar melódíur, en þetta virð- ist því miður vera að hverfa úr léttri tónlist á íslandi. Hvemig stendur á því, að allt of fáir gera sér grein fyrir þessu? Melódían á íslandi er að verða dauð — það er þyngra en tárum taki. Greinarhöf. minnist þess ekki að hafa notið létt-tónlistar jafn-inni- lega eins og á sýningunni þarna á Króknum. Er öfundarhyggjan slík meðal músíkfólks á Islandi eins og í öðrum listgreinum hérlendis að það er engu líkara en forðazt sé að halda á lofti nafni snillings á heimsmælikvarða eins og Jóns Múla — ennfremur er hann síðasti móhíkaninn, sem hefur fært smekk- legt fólk í snertingu við gamla góða jazzinn — heill sé honum fyrir slíkt og ýmislegt annað. Sýningin rann mjúklega af stað eins og músíkin. Það kviknaði strax á fyrsta kaflanum eins og gerist í góðri sögu — og það myndaðist atburðaspenna, sem hélt áhorfanda föstum og skapaði eftirvæntingu. Tilsvörin eru fyndin á köflum af hálfu höfundanna, sem dulnefna sig Patrek og Pál, en eru engir aðrir en sá hinn þekkti Jónas Ámason bróðir Múlans og Stefán Jónsson, sem lengi var fréttamaður hjá út- varpinu, en fór síðar út í pólitík og kennslu. Höfundunum hefur tekizt margt vel, einkum í fyrsta hluta verksins og undir lokin, en síður um miðbikið — hefði mátt stytta verkið allt að því um hálfa klukku- stund eða svipað og nauðsynlegt er að gera við ritsmíð á köflum, svo að hún njóti sín og skapi áhrif. En leikendurnir — hveijir em þeir — hvemig standa þeir sig? Það er að verða hvimleitt að nota hugtök eins og amatör um leikfólk úti á lands- byggðinni. Vom það ekki ítalskir leikstjórar, sem heldur vildu velja venjulegt fólk beint úr lífinu til að taka að sér hlutverk í kvikmyndum þeirra eftir stríð. Náðu þeir ekki undraverðum árangri? Leikfólkið í „Allra meina bót“ hefur leikið áður, sumt af því ámm saman og því talsvert þjálfað. Sumir hveijir með- al þessa leikfólks em eins og lífið sjálft — með lífsreynslu í blóðinu og mótað af umhverfinu og lífsbar- áttu og hversdagsstríði feðranna í þessu óvæmna umhverfi. Allt slíkt kemur í ljós í leik þeirra sumra. Og hvað getur góður næmur leik- stjóri gert eins og Sigurgeir Schev- ing úr Vestmannaeyjum, sem þegar er farinn að þekkja sitt fólk þama á Króknum þriðja árið í röð? Hann hlýtur að kunna á það út í hörgul. Fimm aðalpersónur koma við sögu, og þeir, sem fara með hlut- verk þeirra, gera það af náttúm- greind og skilningi, hvert þeirra á sinn hátt. Til að mynda leikur Við- ar Sverrisson fjárglæframanninn Pétur og gerir persónuna innilega kátbroslega — sambland af kjána og peningapúka. Viðar sýnir undra- vert öryggi í leik sínum. Helena Sigfiísdóttir virðist kona með kímni kennd. Hjúkkan Halla er í höndum hennar ósköp eðlileg hjúkka sem gæti unnið á hvaða ^HITACHI Sjónvarpstæki sem treystandi er á. 3já ára ábyrgð y^RÖNNING v/f/i heimilistæki KRINGLUNNI OG NjALSGÖTU 49 SlMI 685868/10259 Leynilögreglan Stórólfúr Stór- ólfsson (Guðni Friðriksson) í kvengervi beitir brögðum til þess að ná fram játningu hjá Pétri fjármálamanni. Morgunblaðið/Stefán Pedersen Atriði úr „Allra meina bót“, dr. Svendsen (Ólafur Antonsson) útskýr- ir meinsemd Péturs fjárgheframanns fyrir starfsliði sjúkrahússins (Viðar Sverriss). ■ Sigurgeir Scheving leikstjóri úr Vm. á fúllu á leikæfíngu á Króknum. spítala sem er og hvar sem er í heiminum. Andrés oftskomi er rosalega kómískur eins og Haf- steinn Hannesson túlkar hann, persónan verður svo innilega lifandi og eins og hún komi beint út úr lífinu. Það er karakter í leik Haf- steins. Hann lék þetta sama hlut- verk fyrir tuttugu árum — hann minnir á karaktera í sýslunni eins og Jón Hallsson hestamann á Silfra- stöðum, Sigga í Krossanesi og Reimar heitinn á Löngumýri (báðir hestamenn af guðsnáð — Reimar var jafnan meðreiðarsveinn síra Tryggva heitins Kvarans á Mæli- felli, sem var dýrkaður sem dýrling- ur í Skagafirði), Hafsteinn er eitt- hvað svo dæmigerður Skagfirðing- ur yzt sem innst. Það er handagangur í öskjunni hjá Guðna Friðrikssyni, sem leik- ur Stórólf leynilöggu. Það er erfitt hlutverk, sem krefst hreyfingar — en yfirleitt er tíðni í leikritinu. Og þegar á heild er litið, þá halda leik- endur þessu kreíjandi tempói eins og skagfirzkir góðhestar í átökum. Það væri athyglisvert að sjá Guðna í fleiri hlutverkum en þessu — hann virðist geta margt erfitt. Og þá er komið að dr. Svendsen, sem Ólafúr Antonsson leikur af lífsorku, svo að salurinn fýlltist af prana. Ólafur virðist skemmtilegur karakter — og mundi áreiðanlega hæfa í stórbrotin hlutverk í kvik- mynd — á því er ekki vafi. Hann er sterkur á sviðinu — stundum minnir hann á karla eins og Peter Ustinov og aðra slíka — og röddin gæti hæglega sprengt glös. Afi Ólafs er Gísli sálugi Ólafsson skáld frá Eiríksstöðum í A-Hún., ná- frændi Kristjáns heitins Gíslasonar kaupmanns á Króknum og Sigurðar heitins skólameistara á Ak. Þessi sýning Allra meina bót undir stjórn Sigurgeirs Schevings úr Vm., sem tekið hefur ástfóstri við skagfirzkt umhverfí, er listsig- ur og sýnir, svo að ekki verður um villzt, að fólk úti á landsbyggðinni er oft enginn eftirbátur leikfólks á höfuðborgarsvæðinu, stundum jafnvel langtum ferskara og nær lífinu. Leikhúsið á Króknum er 110 ára gamalt og er gætt hefð eins og leikhúsið á ísafirði og leikhúsið á Akureyri, svo að nokkuð sé nefnt, og byggir því á reynslu og kunn- áttu ekki síður en til að mynda Gamla Iðnó í Reylq'avík. Þetta verð- ur að vera fólki ljóst. Það var gaman að þessari sýn- ingu. Hún færir líf og gleði. Nú nálgast vorið. Þetta var einn af fýrirboðunum. p.t. Sauðárkróki. Höfundur er rithöfundur og list- málari. ALSJALFVIRKIR BLÓDÞRÝSITMÆLAR Hentugir til fjölskyldu- og heimilisnota, sem og fyrir lækna og sjúkrastofnanir. íslenskur leiðarvísir ásamt samandreginni umfjöllun um helstu orsakir háþrýstings. Gætið heilsunnar. Finnið sjálf ykkar rétta blóðþrýsting. Helstu sölustaðir: Lyfjabúðir. Heildsölubirgðir: LOGALAND heildverslun. Sími 12804. Windows 17. apríl KI.9-16 Farið er í helstu undirstöðuatriði gluggaforritsins Windows. Helstu fylgiforrit eru kynnt og gerðar æfingar. Allar nánari upplýsingar og bókanir hjá Ásrúnu Matthíasdóttur Einari J. Skúlasyni hf. Grensásvegi 10, sími 686933. ATH: VR og ileiri stéttarfélög styrkja félaga sina til þátttöku. Tölvuskóli Einars J. Skúlasonar hf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.