Morgunblaðið - 13.04.1989, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 13.04.1989, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1989 49 VELVAKANDI SVARAR ( SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Þessir hringdu ... Vísan eftir Signrð BreiðQörð? Ragnar Halldórsson hringdi. Ýmsir hafa gaman af að spyij- ast fyrir um vísur í Velvakanda. Síðastliðinn sunnudag skrifar Árni Helgason pistil og vitnar í alkunna vísu og segir: „safni auð með augun rauð eins og Bólu Hjálmar orðaði það.“ Valdimar Ásmundsson, fræðimaður og rit- stjóri Fjallkonunnar, segir svo 1884: „Sigurður Breiðfjörð kvað við Stefán bróður sinn sem bjó í Ólafsvík og kallaður var efnaður en varð snemma rauðeygður: Það er dauði og djöfuls nauð er dyggðasnauðir fantar safna auði með augun rauð en aðra brauðið vantar. Vísa þessi er í Sunnanfara ranglega eignuð Mála Davíð.“ Fróðlegt væri að vita hvort aðrir kunna hér betri skil á. Grettir kominn heim Baldvin hringdi og þakkaði fyrir birtingu myndar af kettinum Gretti í Morgunblaðinu á sunnudaginn var. Svo vildi þó til að Grettir kom í leitimar á laugardaginn, þ.e. sama dag og sunnudagsblaðið kemur til stórs hluta lesenda. Grettir var magur að sjá enda búinn að vera viku að heiman, hann hvarf 1. apn'l. Eigandi Grettis lét sér detta í hug að hann hefði lokast inni í bflskúr sem opnaður væri vikulega. Hvar er númerið? J.G.hringdi. Númersplata af R-41786 hefur tapast. Er það bagalegt því ef hún finnst ekki þarf ég að fá mér númer skv. nýja kerfinu. Ef einhver hefur fundið plötuna er hann beðinn að hringja í síma 34593. Gleraugu týnd Þorgerður Elíasdóttir hringdi. Gleraugu týndust í janúar á leiðinni frá Glæsibæ og upp Gnoðarvog. Gleraugun eru gyllt með dökkum sjóngleijum. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 13805 eða 46038. Græn úlpa fannst Kristín Tómasdóttir hringdi. í Kyrruvikunni fannst græn úlpa á Melhaga. Upplýsingar í síma 17869. Dúllatýnd Sigþór Samúelsson hringdi. 134 árs læða, svört og brún en hvít á kvið, hvarf af Vesturgötunni fyrir 10 dögum. Kisa svarar nafninu Dúlla og er finnandi beðinn að hringja í síma 18357. Hefði ekki átt að sitja undir þvælunni í Stormsker Móðir fermingarbarns hringdi. Mig langar til að lýsa andúð minni á þætti sem var í ríkissjónvarpinu síðastliðið föstudagskvöld og heitir Tibba og Libba. Þama var unglingum sýnt mikið virðingarleysi. Þátturinn var til skammar og presturinn hefði átt að standa upp og fara út í stað þess að stija undir þvælunni sem kom upp úr Sverri Stormsker. Barnið mitt fermdist um páskana og ég fermdist fyrir 20 ámm sjálf og ég ber ekki saman hvað bamið og fleiri á hennar aldri em betur að sér um Krist og kristilega siðfræði en ég og mín fermingarsystkyni vom. Fermingarbömin núna gera sér mjög vel grein fyrir því að þau em að staðfesta skím sína og trú á Krist. Fermingarundirbúningurinn er miklu betri núna. Bömin fá svör við þeim spumingum sem þeim liggja á hjarta og við spurðum ekki einu sinni um. Því finnst mér að þessi gamla klisja um að börnin fermist til fjár hafi aldrei verið meiri fjarstæða en í dag. Rós í hnappagat Veraldar Elva Dís hringdi. Mig langar til að láta í ljós ánægju með Ferðamiðstöðina Veröld. Ég keypti hjá þeim ferð til Miami með Flugleiðum og Eastern Airlines. Þegar síðarnefnda flugfélagið fór á hausinn rétt áður en ég fór út fengu þeir hjá Veröld í hvelli fyrir mig ferð með Pan Am frá New York til Miami með sáralitlum aukakostnaði. Þó var ég á biðlista til baka þann dag sem ég vildi snúa heim. Þegar til átti að taka vom þeir hjá Pan Am mjög óliðlegir og þegar upp var staðið þurfti ég að kaupa nýjan flugmiða frá Miami til New York. Þegar ég kom heim og bar mig illa við starfsfólk ferðaskrifstofunnar Veraldar brást það ljúfmannlega við og tveimur dögum síðar fékk ég ávísun senda fyrir öllum þeim aukakostnaði sem ég hafði orðið fyrir. Þetta kallar maður þjónustu! Fróðleikur og skemmtun fyrir háa sem lága! Hjartans bestu þakkir til ykkar allra, er gerÖu mér 70 ára afmœlisdaginn minn, 20. mars 1989, að ógleymanlegum gleðidegi. Lifið heil, vinir mínir! Ásgerður Gísladóttir. Námskeið í keramik er að hefjast í Hulduhólum í Mosfellsbæ. Upplýsingar í síma 666194. Steinunn Marteinsdóttir. Vorönn, seinni hluti: Fbrvitnileg námskeið AÐ SKIPULEGG J A TÍMA SINN 10 st. Lau. 22. og 29. apríl kl. 13-17. Þú lærir að nota tímann betur, skilgreina forgangsverkefni og tímaþjófa, gera áætlanir og dreifa verkefnum. Leiðbeinandi: Þórður M. Þórðarson. ÁKVEÐNIÞJÁLFUN FYRIR KONUR 12 st. Þri. og mi. kl. 20-22:15 2vikurfrá25. apríl). Þú lærir að meta þínar jákvæðu og sterku hliðar og vinna bug á eða lifa með þeim veiku. Sjálfstraustið eykst og þú verður ákveðnari. Leiðbeinandi: Ingibjörg Guðmundsdóttir. HOLLUSTA, HREYFING OG HEILBRIGÐ112 st. Þri.kl. 18-20:15 (4 vikurfrá 25. aprll). Þú lærir að lifa heilbrigðara lífi án allra öfga. Kennt er inni og úti; um streitu, slökun og hreyfingu, tengsl andlegrarog líkamlegrar heilbrigði og hollt mataræði. Skokkað saman í lokin. Leiðbeinendur: Gígja Hermannsdóttir, Olga Lísa Garðarsdóttir, Ingólfur S. Sveinsson og Brynhildur Briem. REYKJAVÍKURRÖLT 8 st. Lau. 22. og 29. apríl, fi. 4. (uppstigningardag) og lau. 6. maí kl. 13-14:30. Þú skoðar bæinn á göngu og fræðist um sögu gömlu Reykjavíkur, íbúa hennar, götur og hús og færð yfirlit yfir stækkunina og nýju hverfin. Leiðbeinandi: Páll Líndal. KRYDDJURTIR 6 st. Fi. 25. apríl og 2. maí kl. 18-20:15. Þú lærir að rækta kryddjurtir heima á svölunum, I garðinum eða innanhúss og fræðist um notkun þeirra við matreiðslu og sem lyfja. Leiðbeinandi: Hafsteinn Hafliðason. 1ÓMSTUNDA SKOUNN Skólavörðustig 28 Sími 621488 ADAMS KJALLARINN sítni 29122 LAUGAVEGI 47 sími 17575 UTSALA Stakar buxur frá kr. 700,- - Stakir jakkar. - Jakkaföt. r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.