Morgunblaðið - 13.04.1989, Síða 9

Morgunblaðið - 13.04.1989, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1989 9 UrcTA Pr ííTTnArrnTí/Mi'í tt*£TA uíTjTTTO^^M ‘^INNA OG FERMINGAR- GJÖFIN Þegar Tinna fermdist fékk hún margar skemmtilegar gjafir, sem henni þótti vœnt um. Það var bara gjöfin frá frœndunum t Hólagerðinu sem hún vissi ekki hvað hún átti að gera við. Auðvitað þakkaði hún mjög kurteislega fyrir og allt það. En samt. . . hvað á fjórtán ára stelpa að gera við Einingabréf upp á 15.000 kr.P Og einhvem veginn gleymdi hún bréfunum og rakst ekki á þau fyrren hún tók til í skúffunum sínum seint um haustið. Þá hringdi hún í Kaupþing, bara að gamni, til að vita hvað vœri nú sniðugast að gera við þessi bréf, en mest langaði hana bara til að fáþessar 15.000 kr. Það var samt ekki laust við að það rynnu á hana tvœr grtmur þegar henni var sagt að nú cetti hún ekki 15.000 kr. heldur 17.580 kr* Tinna hœtti við að taka peningana út. Síðan eru liðin 4 ár og hún hefur alltaf keypt Einingabréf fyrir hluta af sumarkaupinu. Eitt haustið keypti hún bréffyrir 25.000 kr., það næsta fyrir 27.000 kr.,þarnæstfyrir 18.000 kr. ogsíðastliðið haust keypti hún bréf fyrir 35.000 kr. Tinna útskrifastí vorogœtlaríferðalagmeð krökkunum. Hún er sú eina í hópnum sem þarf ekki að taka lán fyrir ferðinni. Það getur hún þakkað frændunum í Hólagerðinu. Glúmir karlarþað. *M. v. 20% verðbólgu og 12% raunvexti. SÖLUGENGI VERÐBHÉFA ÞANN 13. APRlL 1989 EININGABRÉF 1 3.723,- EININGABRÉF 2 2.079,- EININGABRÉF 3 2.434,- LlFEYRISBRÉF 1.872,- SKAMMTlMABRÉF 1.287,- KAUPÞING HF Húsi verslunarinnar, stmi 686988 Alþýðuflok Ráðherra á flótta GuðmundurÁrniStefúnsson: Trúiþvíekkiaðráðherrar Alþýðu- flokksins geri út á að tapa manni íkosningum. Jón Baldvin villsenda Kjartan Jóhannsson til Briissel. Jón Sigurðsson thugaraðflytja sig í Kærleiksheimilið í Morgunblaðinu í fyrradag lýsir Jón Bald- vin Hannibalsson utanríkisráðherra yfir því, að niðurstaðan á meðferð Svavars Gestssonar menntamálaráðherra á máli Sjafnar Sigurbjörnsdóttur, fráfarandi skólastjóra Ölduselsskóla, sé „nánast óhugnanleg". Slík orð nota menn helst ekki nema um einhver voðaverk. í Þjóð- viljanum í gær er vegið að ráðherrum Alþýðuflokksins og sagt að Jón Sigurðs- son viðskiptaráðherra vilji flýja sökkvandi skip og komast í framboð í Reykjanes- kjördæmi. í Alþýðublaðinu er Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, látinn svara spurningu um það, hvort nýgerður kjara- samningur hafi verið vinargreiði við Ólaf Ragnar Grímsson fjármálaráðherra. Astæður Svavars Jón Baldvin Hanni- balsson, formaður Al- þýðuflokksins, segir frá þvi í Morgunblaðsviðtali á mánudag, að hann og Sjöfii Sigurbjörnsdóttir hafi í raun fallist á það i samtali við Svavar Gestsson menntamála- ráðherra, að Sjöfii hætti sem skólastjóri við Öldu- selsskóla enda auglýsti Svavar ekki stöðuna fyrr en í sumar að loknu skólaári. Við þessari ósk varð Svavar hins vegar ekki og hafði raunar tek- ið ákvörðun um hið gagn- stæða áður en hann ræddi við Jón Baldvin og Sjöfii, þótt þau væru í góðri trú um að þau sætu á sáttafundi með Svav- ari. Um þetta atferli menntamálaráðherra hefur Jón Baldvin haft þau orð, að „samtalið allt hafði verið „blekkingar- leikur og sýndar- mennska. “ Formaður Alþýðu- flokksins svarar þvi ekki beinlínis hvað fyrir Svav- ari Gestssyni vaki í þessu máli en segist hafa sagt honum, að „hann [Svav- ar] væri af yfirveguðu ráði að spilla samstarfi okkar fiokka." Hér skal tekið undir þetta mat Jóns Baldvins Hannibalssonar. Svavar Gestsson kann til dæmis að vera að sýna sínum mönnum í Alþýðubanda- laginu það svart á hvítu, að hann þori sko að sýna Jóni Baldvini og krötum í tvo heimana, þótt þeir Ólafur Ragnar Grímsson og Jón Baldvin hafi farið um landið á rauðu ljósi. Það þurfi ekkert að vera að friðmælast við Al- þýðuflokkinn til að fá hann til samstarfs við sig. Kratar séu í svo veikri stöðu, að þeir kyngi öllu sem alþýðubandalags- menn reki ofan í þá. Pólitískir flóttamenn í síðustu þingkosning- um fékk Alþýðuflokkur- inn 16% atkvæða í Reykjavík og nú sitja þrír þingmenn flokksins af listanum í Reykjavík á Alþingi: Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra, Jó- hanna Sigurðardóttir fé- lagsmálaráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra. Þau skipuðu þtjú efstu sæti Reykjavikurlistans í framangreindri röð. Nú er Alþýðuflokknum ekki spáð nema 8% fylgi i kosningum. Á forsíðu Þjóðvi[jans er i gær er endurtekinn orðrómur um að Jón Baldvin ætli að skipa Kjartan Jóhannsson I sendiherra og síðan eigi Jón Sigurðsson að taka efeta sæti Kjartans á framboðslista Alþýðu- flokksins i Rcykjanes- kjördæmi. Ber Þjóðvi[j- inn þcnnan orðróm undir Guðmund Árna Stefáns- son, bæjarstjóra Alþýðu- flokksins í Hafnarfirði, sem segir meðal annars: „Mér finnst það mikið veikleikamerki hjá ráð- herrunum ef þeir ætla að gera út á Reykjanes- kjördæmi. Þeir ættu frekar að spyija sig þeirrar spumingar hvort það sé vegna ráðherr- anna að flokkurinn stendur svona illa í skoð- anakönnunum og taka þá sjálfum sér tak.“ Af þeim þremur þing- mönnum sem Alþýðu- flokkurinn á í Reylgavík og allir eru í ráðherra- stólum er þó Jón Sigurðs- son sá eini, sem er í ör- uggu sæti, efeta sætinu, að ætla má. Var honum tryggð seta í því með sérstökum hætti og at- beina Jóns Baldvins. Sé einhver topp-kratanna í Reykjavík i fallhættu er það enginn annar en formaðurinn sjálfur. Hvers vegna skyldi hann ekki fiira í framboð í Reykjaneskjördæmi? Dylgjað við Ögmund Ogmundur Jónasson, formaður BSRB, kippir sér ekki upp við það, þótt Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra telji gengisfellingu nauð- synlega. Eins og kunnugt er hafiiaði ríkLsstjómin þeirri kröfú BSRB að samið yrði um gengi krónunnar í samningun- um við BSRB, sem á einu stigi var þó „algjört" skil- yrði Ogmundar. Nú segir hann í Aiþýðublaðinu, á forsíðu í gær, „þá stund ekki komna [að gengið verði fellt] og sagði sam- tökin sallaróleg þrátt fyrir að menn blésu á þennan hátt, eins og hann orðaði það. Eftir þessi vinsamlegu umrnæli um ráðherra hvalamála og fleira stendur í Alþýðublaðinu: „Um orðróm þess efiiis að samningurinn [við ríkið] hefði gengið svo hratt sem raun bar vitni vegna sérstakrar vináttu eða samkomulags Qár- málaráðherra og for- manns BSRB sagði Ög- mundur-. „Mér þykir þetta afar undarieg söguskýring og eiginlega verið að vanmeta og van- virða allt það starf sem samninganefhdir unnu með því að eigna þetta allt einstökum mönnum. Þessi kenning er af ein- hverjum undarlegum toga spunninn." Hvers vegna ætli Al- þýðublaðið sjái ástæðu til 1 að dylgja um þessa „kenningu" á forsíðu I sinni? Merkingar á glös og postulín Borðbúnaður fyrir veitingahús. Allt á einum stað. Glös eða postulín. Merkt eða ómerkt. -^eitiúr- Bíldshöfða 18-sími 688838 Cterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! BOSCH borgar sig! BRÆÐURNIR (©) ORMSSON HF Lágmúla 9, sími: 38820 _ Notaðu það einstaka tækifæri sem þér býðst með áskrift að spariskírteimim ríkissjóðs. Hringdu í síma 91-699600 og pantaðu áskrift.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.