Morgunblaðið - 13.04.1989, Page 40

Morgunblaðið - 13.04.1989, Page 40
40 MORQUNBIíAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1989 i kvöld er annað tilraunakvöld hljóm- I vekur að tvaer sveitanna eru frá Akra- sveitakeppni Tónabæjar og Bylgjunnar nesi, en alls eru fjórar hljómsveitir frá sem kallast Músíktilraunir. Þetta kvöld, Akranesi sem þátt taka í tilraununum og líkt og fyrsta kvöldið, taka þátt sjö hljóm- hefur ein þegar komist í úrslit. Annað sveitir og keppa um að komast í úrslit sem vekur athygli er að þrjár söngkonur 21. aprfl nk. syngja með hljómsveitum sínum í kvöld, Hljómsveitirnar sem fram koma í kvöld en alla jafna hafa stúlkur verið sjaldséðar koma hver úr sinni áttinni, en athygli I i tilraununum. HESTALEIGAN AF AKRANESI Hestaleiguna reka þeir Jón Ingi Þorvaldsson bassaleikari, Þorbergur Viðarsson söngvari, Bjarni Þór Hjaltason trommuleikari, Þóroddur Bjarnason gítarleikari og Finn- ur Guðmundsson hljómborðsleikari. Talsmaður leigunnar sagði sveitina spila truntu- popp og vera undir áhrifum frá Snoddas og Bösse Parnevik. Hann tók það og fram að tónlistin væri full af gleði „effectum". Lalli er Lárus Halldórsson trommuleikari, en Sentimetrarnir eru Leifur Óskarsson gítarleikari, Þorþergur Viðarsson söngvari, Hrannar Örn Hauksson bassaleikari og Hjörleifur Halldórsson hljómborðsleikari. Lalli og Sentimetrarnir spila „bara" rokk og segjast vera undir áhrifum frá Bach og Beethoven. Neyðina skipa Guðrún Oddsdóttir söngkona, Stefán Henrysson hljómborðsleikari, Þórhallur G. Sigurðsson bassaleikari, Jón Þór Jónsson gítarleikari, Guðlaugur Þorleifs- son trommuleikari og Þórður Vagnsson saxófónleikari. Neyðin leikur rokk af léttari gerðinni. FOLI OG FLIPPARARNIR ÚR REYKJAVÍK Foli og Flippararnir eru Haraldur Leonhardsson trommuleikari, Árni Heiðar Pálma- son gítarleikari, Gunnar Freyr Jóhansson bassaleikari, Sigurður Sveinsson söngvari, Þorgerður Óskarsdóttir söngkona, og Guðni, sem leikur á hljómborð. Foli og félagar segjast hafa ólíkan tónlistarsmekk og ekki sé gott að lýsa tónlistinni nema þá kannski með því að þetta sé bara rokk með poppívafi. BRÚÐKAUP FÍGARÓS ÚR REYKJAVÍK Brúðkaup Fígarós eru Karl Olgeirsson sem leikur á hljómborð og raddar, Ásgeir Páll Ágústsson sem syngur, Hallur Guðmundsson sem leikur á bassa og raddar, Gísli Leifsson sem leikur á trommur og raddar og Trausti Örn Einarsson sem leikur á gítar. Brúðkaup Fígarós leikur fjölbreytta tónlist sem erfitt er að skilgreina, en spannar allt frá Pixies ýfir í klassíska tónlist með viðkomu í Billy Joel og ámóta léttmeti. SÉRSVEITIN ÚR REYKJAVÍK BOOTLEGS ÚR REYKJAVÍK í Sérsveitinni eru Axel Bragason bassaleikari, Heiðar Kristinsson trommuleikari, Gísli J. Sigurðsson hljómborðsleikari, Rósa Lind söngkona og Davíð Þór Hlynsson gítarleikari. Sérsveitin leikur hefðbundna íslenska tónlist sem stendur nær poppi en rokki. Uppáhaldssveit þess sem rætt var við var U2, en hann sagði það ekki gefa tæmandi mynd af tónlistarsmekk sveitarmeðlima. Bootlegs, sem nú taka þátt í Músíktilraununum í þriðja sinn, skipa þeir Ingimund- ur Þorkelsson bassaleikari, Kristján Ásvaldsson trommuleikari, Jón Ö. Sigurðsson gítarleikari og söngvari og Guðmundur, Hannes Hannesson gítarleikari. Boot legs leikur þungt, hratt og hrátt rokk, sem sumir kalla „speed metal". Ljósmynd/BS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.