Morgunblaðið - 13.04.1989, Side 36

Morgunblaðið - 13.04.1989, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. APRIL 1989 4+ JAPAN - STÆRSTI FISKMARKAÐUR HEIMS Japanír með mestu fiskætum heimsins JAPANIR eru mesta fiskveiðiþjóð heims. Árið 1986 veiddu þeir um 12 milljónir tonna af fiski og er þá ótalið annað sjávarfang svo sem sjávargróður og sjávarspendýr. Voru Japanir þá með um 13% af heims- aflanum. Sama ár jókst framboð á fiskafurðum í Japan um 8% frá fyrra ári, í tæpar 15 miHjónir tonna. Framboð til neyzlu innan lands óx einnig. Miðað við fisk upp úr sjó er ársneyzla á mann í Japan um 75 kíló. Islendingar eru reyndar taldar mestu fiskætur í heimi með um 89 kíló á mann, Japanir í öðru sæti og Danir í því þriðja með tæp 52 kíló. Innan Evrópubandalagsins er fiskneyzia með sama hætti talin um 20 kíló á mann og svipuð innan Bandaríkjanna. Hækkun jensins á gjaldeyris- og rækju. Innflutningur af rækju mörkuðum frá haustmánuðum 1985 hafði í för með sér aukningu inn- flutnings og samdrátt útflutnings sjávarafurða frá Japan. Innflutning- ur á sjávarafurðum varð þá meiri en nokkru sinni fyrr eða nær tvær milljónir tonna og jókst um 18% milli ára. Útflutningur sjávarafurða dróst saman um 760.000 tonn. Árið eftir jókst innflutningur sjávaraf- urða svo í rúmar tvær milljónir tonna og útflutningur dróst enn saman. Verzlun Japana með sjávarafurðir hefur tekið miklum breytingum síðustu áratugina. Um skeið voru þeir meðal mestu útflytjenda og byggðist það aðallega á sölu á niður- soðnum Norður-Kyrrahafslaxi, krabba og túnfiski. Með vaxandi hagvexti breyttust neyzluvenjur Jap- ana og leiddi það til verulegs inn- flutnings á fiski, sérlega skelfiski nemur þriðjungi af sjávarafu.rðáinn- flutningum, um 55 milljörðum króna. Af öðrum tegundum má nefna lax, silung, túnfisk, lýsu, smokkfisk, kolkrabba, ál og síldar- hrogn. Innlend framleiðsla sjávarafurða að sjávargróðri meðtöldum jókst um 5% frá árinu 1985, í 12,7 milljónir tonna. Um það bil 65% af sjávaraf- urðunum fer beint í vinnslu. Margar gerðir af unnum sjávarafurðum er að finna í Japan. Sumar hafa notið vinsælda í margar kynslóðir og hafa öðlazt hefðbundinn sess í japönsku mataræði. Af slíkum réttum má nefna kamaboko (hnoðaðar afurðir), katsuo-bushi (þurrkaðan rákung), skiokara (geijuð innyfli úr fiski) og þurrkaða loðnu eða sardínu. Frystar afurðir hafa náð vaxandi hlutdeild, meðal annars vegna þess hve auð- velt er að geyma þær. Neyzla slíkra afurða varð 4,3 milljónir tonna árið 1984 og sala frystrar rækju og fisk- borgara hefur tvöfaldazt á síðustu 10 árum. Kamaboko með krabba- bragði eða krabbalíki, unnið úr su- rimi hefur náð miklum vinsældum og hefur framleiðslan 20 faldazt á 10 árum. Búizt er við því að sú fram- leiðsla eigi enn eftir að aukast. Framleiðsla á söituðum og þurrkuð- um afurðum var 870.000 tonn árið 1984 og niðurlagning nemur um 400.000 tonnum á ári. Heildarútgjöld einstaklinga til fæðukaupa hafa aukizt lítillega og fara um 15% í kaup á unnum sjávar- Túnfiskur er mikið borðaður í Japan og er hann seldur bæði fryst- ur og ferskur á Tsukiji-markaðnum. afurðum. Útgjöld vegna neyzlu utan heimils jukust hins vegar meira og urðu 1986 í fyrsta sinn meiri en útgjöld vegna neyzlu heima fyrir. Meðalfjölskylda í Japan neytir fy'öl- margara fisktegunda og skelfisks að jafnaði. Árið 1984 var mest keypt af vörum unnum úr smokkfiski, en síðan komu lax, túnfiskur, sardína, geirnefur, flatfiskur, rækja, makríll og gulstyrtla. Mikið er einnig keypt af skelfiski. Upplýsingar þessar eru að stofhi til feng^iar úr erindi Japanans Shiro Ebisawa sem rak- ið er í skýrslu Samtaka fiskvinnslustöðva eftir ferð til Japans síðastliðið haust. Helgi Þórhallsson: Markaðurinn í auknum mæli að færast yfir í fiillunnar vörur SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihúsanna hefur fyrir nokkru stofhað mark- aðsskrifstofu í Tókýó og veitir Helgi Þórhallsson henni forstöðu. Helgi þekkir þennan markað betur en flestir Islendingar, enda er hann mennt- aður eystra og hefur frá því hann lauk námi séð um útflutning til Jap- ans frá SH. Morgunblaðið ræddi við Helga í Tókýó fyrir skömmu um möguleika okkar á þessum stærsta fiskmarkaði heims, en þá voru íslenzkar sjávarafúrðir einmitt í sviðsljósinu I milljónaborginni. Stórfyr- irtækið Nicherei kynnti viðskiptavinum sínum tilbúna fiskrétti frá verk- smiðju SH í Grimsby með fegurðardrottninguna Lindu Pétursdóttur í fararbroddi og ferskar afurðir voru á uppboði á Tsukiji-markaðnum. Helgi var fyrst inntur álits á möguleikunum á sölu tilbúinna fiskrétta: „Mér sýnist við vera í mjög upprunalandinu og því eins ferskar traustu viðskiptasambandi við þá og frekast sé unnt. Þetta lofar góðu, Fiskvinnsla er á ýmsu stigi í Japan, bæði frillkomin og frumstæð. Hætt er við að að aðstæður sem þessar þættu ekki boðlegar hér. félaga hér í Japan, sem við höfum valið okkur, stórfyrirtækið Nicher- ei,“ sagði Helgi. „Þetta fyrirtæki hefur greinilega kannað markaðinn geysilega vel og veit nákvæmlega hvað það vill og þekkir til fullnustu þarfir markaðsins fyrir fullunnar vörur. I okkar tilfelli voru þeir búnir að finna markað, sem getur og vill borga hærra verð fyrir aukin gæði. Við markaðssetninguna leggja þeir áherzlu á að þessar vörur, fiskifing- ur og sérmótuð fiskstykki, séu frá en þar sem Japanir eru ekki vanir þorskbragði getur það tekið einhvern tíma að kenna fólki að borða þetta og heldur ekki víst að það takist. Hugmyndin og útfærslan er mjög góð og þetta fyrirtæki með sérstak- lega gott dreifingamet og sennilega hið stærsta sinnar tegundar á mark- aðnum. Það eitt að geta verið með vörumerki þeirra á pakkningunum er á við geysilegan auglýsingakostn- að fyrir nýjan aðila á markaðnum. Ég held líka að sú kynning, sem 1 i við fengum þarna hafi verið gjör- samlega ómetanleg. Þarna voru saman komnir um 1.400 manns, fulltrúar allra helztu viðskiptavina Nicherei, sem dreifa matvælunum áfram. Þarna var nafnið ísland kynnt svo rækilega að það var á við milljóna auglýsingakostnað. Þátt- taka Lindu var punkturinn yfir i-ið. Hún var gjörsamiega ómetanleg. Ég tel að Japansmarkaðurinn sé í auknum mæli að færast yfir í full- unnar vörur. Mikið af þeirri vinnslu fer fram í nágrannalöndunum, þar sem vinnuafl er ódýrara. Þessi vara verður að vera í samræmi við þarfir neytenda og smekk þeirra og þar verðum við að vinna með mönnum, sem hafa þessa þekkingu. Nú er nær allur íslenzkur fiskur, sem við seljum til Jápan, unninn frekar hér sam- kvæmt neyzluvenjum Japana. Það er spurning hvort við getum farið meira út í þess konar vinnslu sjálfir í samvinnu við Japani, eins og nú hefur gerzt hjá Icelandic Freezing 4 NU ÞARF GOH LYSI TIL AÐ STYRKJA VARNIR LIKAMANS Nú er sá árstími þegar mótstöðuafl líkamans gegn kvillum er í lágmarki. Fjörefnabirgðir hans frá sfðasta sumri eru á þrotum og því er fyllsta ástœða til að auka þœr. Gott lýsl er ómetanlegur heilsugjafi. Það er rfkt af A og D vítamínum, inniheldur fjölómettaðar fitusýrur og treystir varnir líkamans á margvíslegan hátt. Gott lýsl. Hrelnt og holtt! FISKAFURÐIR HF 17, 105 Reykjavfk, pöntunarsímar: 672280 og 26950 ; Afmæliskveðja: Sigurður Magnússon frá Þórarinsstöðum Ég hefði kosið að óska frænda mínum og vini með hlýju handtaki heilla á þessum degi, en vegna ald- urdóms foreldra minna á ég ekki kost á að komast. Sigurður er kominn af miklum og merkilegum ættum á Austfjörð- um Karlskálaætt í 28 liðs frá Har- aldi konungi hárfagra segir ætt- fræðingurinn Hjalti Pálsson í riti sínu um „Deildartunguætt", Sig- urður Magnússon er kominn af hin- um dætrum prúða klerki, séra Birni Jónssyni í Bólstaðarhlíð í Langa- dal. Sigurður er fæddur á Seyðis- firði, 13. apríl 1909, en þar bjuggu foreldrar hans þá, í hópi systkina er urðu alls 11, en 6. í röðinni. Foreldrar hans voru hjóni frú Hild- ur Ólafsdóttir og Magnús Jónsson formaður og kennari, síðar ritstjóri og útgerðarmaður á Sólvangi í Vestmannaeyjum. Atvikin urðu þess valdandi að Sigurður varð eftir er foreldrarnir fluttu til Eyja, ásamt bömum. Á Þórarinsstöðum á Seyðisfirði bjuggu á fyrri hluta þessarar aldar, einstök mannkostahjón, frú Þórunn Sigurðardóttir og Sigurður Jónsson hreppstjóri. Mikilsvirt hjón á hlýju og aðlaðandi bóndasetri, þekkt fyr- ir óeigingjarna velgerðasemi, hjálp- fýsi og bróðurhug. Sigurður á ótal hugljúfar endurminningar um hina göfugu fósturforeldra. Sigurður naut þess að nema við Eiðaskóla, þá göfugmennið og guð- spekingurinn séra Jakob Kristins- son stýrði staðnum, síðan lá leiðin til Askov í Danmörku. Sigurður snéri til Þórarinsstaða að giftu- dijúgu námi loknu, en aðalstarfs- vettvangur hans varð í Vestmanna- eyjum, verkstjóri, en síðustu árin hefir Sigurður búið á Seyðisfirði og unir sér við bóklestur og ritstörf, en hann hefir áhuga á að skyggn- ast djúpt í sögu Seyðisfjarðar, hefír skráð margar markverðar frásagn- ir. Sigurður Magnússon er minnis- stæður þeim er þekkja hann hversu góður maður hann er og óeigin- gjarn, það einkennir yfirleitt dul- rænt fólk, en frændi hefir athyglis- SJÓLASTÖÐIN HF. heftir selt togarann Karlsefiii til Chile fyrir um 80 miHjónir króna, að sögn Helga Kristjánssonar hjá Sjóla- stöðinni. Helgi sagði í samtali við Morgunblaðið að Karisefni færi til Chile í næstu viku og með skip- inu færu meðal annars net frá Hampiðjunni, bobbingar frá Odda, plastkör frá Sæplasti og höf- uðlínukúlur frá Iceplasti. verða skyggnigáfu. Sigurður er kvæntur mikilhæfri húsmóður Guðrúnu Jóhönnu Magn- úsdóttur frá Másseli í Jökulsárhlíð. Lifðu helzt í heila öld. Helgi Vigftisson „Karlsefni er þriðji togarinn með þessu nafni. Hann var smíðaður árið 1966 og keyptur notaður frá Vestur- Þýskalandi,“ sagði Helgi. Hann sagði að Sjólastöðin hefði keypt Karlsefni árið 1987 en það ár hefði togarinn veitt 4.700 tonn. „Karlsefni var seld- ur tii Chile í gegnum ráðgjafarfyrir- tækið Icecon," sagði Helgi Kristjáns- son. Karlsefhi seldur til Chile *

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.