Morgunblaðið - 13.04.1989, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.04.1989, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1989 TE Á HÓTEL Tónleikalíf í Reykjavík hefur verið með daufasta móti ■ Reykjavík liðinn vetur, þó stund- um séu fjörkippir, eins og þessa viku, þegar tónleikar eru á hverju kvöldi. Ástæðan er trauðla skortur á hljómsveitum; líklega frekar skortur á framtaki þeirra hljómsveita sem starf- andi °ru. Þar á eru undantekn- ingar og á fimmtudagskvöld heldur hljómsveitin Te sína fyrstu tónleika í Hótel Borg. Te skipa þeir Kolbeinn Einars- son gítarleikari og söngvari, Gunnlaugur Guðmundsson bas- saleikari og söngvari, og Einar Valur Scheving trommuleikari. Rokksíðan hitti sveitarmeðlimi í Te á kaffihúsi. Hljómsveitin er ný, en á hún sér ekki töluverðan aðdrag- anda? Jú, við höfum allir verið að ein- hverju dútli síðan við hættum að spila með öðrum sveitum, Kol- beinn með Rauðum flötum og Gunnlaugur með Blátt áfram, en trommuleikarinn, Einar Valur Scheving, hefur ekki áður leikið með rokksveit. Þegar Te tekur til starfa má segja að tónleikalíf í Reykjavík BORG sé með daufasta móti. Það er nóg til af hljómsveitum en þær vantar duginn til að gera eitthvað annað en hanga inni í bílskúr og bíða þess að einhver geri allt fyrir þær. Aðalatriðið er að vera stöðugt að semja ný og ný lög og vera duglegir við að leyfa fólki að heyra það sem maður er að gera. Það þýðir ekki að vera eins og plötuspilari. Eru einhverjar upptökur f að- sigi? Við förum í hljóðver í næstu viku og tökum þá upp nóg á eina plötu. Þegar því er lokið reynum við að finna okkur útgefanda. Verður þetta 2—300 upp- tökutíma plata? Við vinnum tónlistina í æfinga- húsnæðinu, enda er það til þess, en ekki þegar komið er í hljóðve- rið. Þegar við byrjum að taka upp verður þetta bara spurning um að stilla upp hljóðfærunum og spila. Ætlunin er líka sú að koma okkur á plast eins og hljómsveit- in er en ekki eins og hún gæti verið. Eitthvað að lokum? Við viljum bara hvetja alla þá sem nenntu að lesa þetta langt að koma og sjá okkur á tónleik- um. RAÐ AUGL YSINGAR ÉSií; 5JÁLFSTÆÐI5FLOKKURINN FÉLAGSSTARF Austurland Stjórn kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins boðar til fundar með stjórnarmönnum fé- laga og fulltrúaráða, bæjar- og sveitar- stjórnamönnum og öðrum trúnaðarmönn- um Sjálfstæðisflokksins I Austurlandskjör- dæmi. Fundurinn verður haldin laugardag- inn 15. apríl kl. 12.30 í Hótel Valaskjálf, Égilsstöðum. Dagskrá: 1. Kynning á nýju styrkarmannakerfi Sjálf- stæðisflokksins: Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, og Ólafur Hauksson. 2. Framkvæmd styrktarmannakerfisins í Austurlandskjördæmi: Einar Rafn Haraldsson, umsjónarmaður styrktarmannakerfisins á Austurlandi. 3. Kynning og undirbúningur fyrirhugaðrar dagskrár í Austur- landskjördæmi vegna 60 ára afmælis Sjálfstæðisflokksins í vor: Garðar Rúnar Sigurgeirsson, formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins á Austurlandi. 4. Staða Sjálfstæðisflokksins í stjórnarandstöðu nú, og staða hans ef til Alþingiskosninga kæmi með stuttum fyrirvara: Frið- rik Sophusson alþm. og varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Einnig mæta á fundinn alþingismenn Sjálfstæöisflokksins í Austur- landskjördæmi þeir: Egill Jónsson, Kristinn Pétursson og varaþing- maðurinn Hrafnkell A. Jónsson og verða þeir með viðtalstima eftir fundinn. Stjórn kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins i Austurlandskjördæmi. Mýrasýsla Aðalfundur sjálfstæðisfélaga Mýrasýslu verður haldinn í Sjálfstæðis- húsinu, Borgarnesi, föstudaginn 21. apríl kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. önnur mál. Stjórnin. Fundur um æskulýðs- og íþróttamál í Njarðvík Fimmtudaginn 13. apríl kl. 20.30 verður haldinn fundur í Sjálfstæöishúsinu í Njarðvík. Umræðuefnið veröur æskulýðs- og íþróttamál hér í Njarövik i nútið og framtið. Gestur fundarins og frummælandi veröur Stefán Bjarkason, iþrótta- og æsku- lýðsfulltrúi. Umræðustjóri: Haraldur HelgaSon, formað- ur ungra sjálfstæðismanna í Njarðvík. Sjálfstæðisfélögin i Njarðvík. Styrktarmaður | sjAustæoisflokksins [ Norðurland vestra Kynning á styrktar- mannakerfinu sunnudag 16. apríl Trúnaðarmenn Sjálfstæðisflokksins á Noröurlandi vestra (núverandi og fyrrverandi stjórnarmenn, for- menn, landsfundar- fulltrúar o.fl.) eru boðaðir á stutta fundi til kynningar á hinu nýja styrktar- mannakerfi flokksins. Sunnudagur 16. apríl. Siglufjörður: Hótel Höfn kl. 11.30. Sauðárkrókur: Sæborg kl. 15.00. Blönduós: Sjálfstæðishúsið kl. 18.00. Alþingismennirnir Friðrik Sophusson og Pálmi Jónsson kynna styrkt- armannakerfið ásamt Sveini H. Skúlasyni. Nánari upplýsingar veita Júlíus G. Antonsson og Ólafur Hauksson í Valhöll, sími 91-82900. Framleiðslustjórnun í landbúnaði - framtíðarviðhorf Fundur í Valhöll laugardaginn 15. apríl kl. 14.00. Framsögumenn: Sigurgeir Þorgeirsson, formaður landbúnaðarnefndar, Guðmundur Sigþórsson, skrifstofustjóri í landbúnaðarráðuneytinu og Stefán A. Jónsson, bóndi, Kagaðarhóli. Fundarstjóri Ólafur Björnsson, lögfræð- ingur. Landbúnaðarnefndir Sjálfstæðisflokksins og SUS. Ráðstefna þann 13. apríl 1989 Landsmálafélagið Vörður mun halda ráðstefnu um málefnastöðu Sjálfstæðisflokksins undir heitinu „Er Sjálfstæðisflokkurinn miðstýr- ingarflokkur", fimmtudaginn 13. apríl nk. í Valhöll. Dagskrá: 1. Verkaskipting ríkis og sveitarfélaga. Árni Sigfússon, borgarfull- trúi. 2. Er hellbrigðiskerfið sniðið að þörfum einstaklingsins? Grímur Sæmundsen og Ingólfur Sveinsson, læknar. 3. Hvað kostar landbúnaðarkerfið? Markús Möller, hagfræðingur. 4. Atvinnulifið og Sjálfstæöisflokkurinn. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri. 5. Hver á að reka menntakerfið? Guðmundur Magnússon, ritstjóri. 6. Sjálfstæðisstefnan. Dr. Hannes H. Gissurarson, lektor. 7. Panelumræður. Ráðstefnustjóri: Gísli Blöndal, framkvæmdastjóri. Allt sjálfstæðisfólk hvatt til að koma og taka þátt í umræöum. Landsmátaféiagið Vörður. smá auglýsingor OSKAST KEYPT íssképur óskast Ung kona, sem er að hefja bú- skap, óskar eftir gömlum ísskáp á sanngjörnu verði. Hæð ca 1,25-1,38 m. Uppl. í síma 651196 eftir kl. 17. KfNNSLA Lærið vélritun Aprilnámskeið eru að hefjast. Vélritunarskólinn, s: 28040. Wélagslíf I.O.O.F. 5 = 170413872 Br. Hallv. Ungt fólk meðhlui YWAM - ísland Almenn samkoma Almenn samkoma verður í Grensáskirkju í kvöld kl. 20.30. Allir velkomnír. Ræðumaður Friðrik Schram. ;sá? fnmhjólp [ kvöld kl. 20.30 er almenn sam- koma í Þribúðum, Hverfisgötu 42. Mikill og fjölbreyttur söngur. Kórinn tekur lagiö. Samhjálpar- vinir gefa vitnisburði. Orð hafa Bára Friöriksdóttir og Ágúst Óla- son. Allir velkomnir. Samhjálp. iyj útivist 4 daga ferð 20.-23. apríl Sumri heiisað í Skaftafelli og Öræfum Brottför á sumardaginn fyrsta kl. 08.00. Hægt að velja milli göngu- og skoöunarferða um Skaftafell og Öræfasveit og gönguferðar á Öræfajökul, hæsta fjall landsins. Farið að Jökulsárlóni. Gist á Hofi. Uppl. og fram. á skrifst. Gróf- inni 1, símar: 14806 og 23732. Létt ganga um Álftanes kl. 13.00 á sunnud. 16. apríl. Sjáumst! Útivist, ferðafélag. Hvítasunnukirkjan Völvufelli Almennur bibliulestur í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Skipholti 50b 2. hæð Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. FERDAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR 11798 og 19533. Dagsferðir sunnudaginn 16. apríl. Kl. 10.30: Bláfjöll - Kistufell - Grindaskörð/skfðagönguferð. Ekið að þjónustumiðstöðinni í Bláfjöllum og gengiö þaðan á skíðum i Grindaskörö. Verð kr. 800,- Kl. 13. Gönguferð á Helgafell (338 m) sunnan Hafnarfjarðar: Ekið að Kaldárseli og gengið þaðan. Verð kr. 600,- Fimmtudaginn 20. april, sumar- daginn fyrsta kl. 10.30: Esja - Kerhólakambur. Heilsið sumri með Ferðafélaginu i gönguferð á Esju. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, austan- megin. Farmiðar við bíl. Fritt fyr- ir börn. 20.-23. april: Landmannalaug- ar/skfðagönguferð. Ekið að Sigöldu og gengiö þaðan á skíðum til Landmannalauga (25 km). Tveggja daga dvöl i Laugum. Gist í sæluhúsi F.í. Ferðafélagið sér um flutning á farangri til og frá Landmanna- laugum. Upplýsingar um búnaö og nánari feröatilhögun á skrif- stofunni, Öldugötu 3. Það er ævintýralegt að ferðast um óbyggðir á þessum árstima. Far- arstjórar: Magnús V. Guölaugs- son og Sigurjón Hjartarson. 28. aprfl-1. maf: Þórsmörk - Fimmvörðuháls. Gist i Skagfjörðsskála/Langadal. Gengið á skíðum yfir Fimm- vörðuháls. Gönguferðir um Mörkina. Fararstjóri: Jóns Guð- mundsson. Við minnum á gönguferðirnar um Noreg í sumar: Hardangervidda frá 8. júlí til 15. júli og Jotunheimen frá 12. ágúst til 19. ágúst. Gengið milli sælu- húsa í báðum feröum. Þægilegar gönguleiðir - mikil náttúrufeg- urð. Ferðafélag fslands. Ad KFUM Fundur í kvöld kl. 20.30 á Amt- mannsstig 2b. KFUM - Lifandi samfélag. Fundur í umsjá stjóm- ar. Umræður um trúarlífið og félagsstarfið. Kaffi eftir fund. Allir karlar velkomnir. Hjálpræðisherinn Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. tttc j ■ i TTTTTc jTTTTTmTrf »I í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.