Morgunblaðið - 13.04.1989, Side 35

Morgunblaðið - 13.04.1989, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1989 35 Systumar tvær! eftir Ki'islján Pálsson í ágætri grein sem Jón Sigurðs- son iðnaðar- og viðskiptaráðherra ritaði fyrir nokkru um deilur lands- byggðarinnar og höfuðborgar- svæðisins um lífskjörin líkti hann þessum tveim svæðum landsins við systur, sem yrðu að lifa í sátt og samlyndi. Mér finnst þessi samlík- ing eiga vel við, við búum fá í stóru landi þar sem uppgangur og vel- ferð þjóðarinnar byggist á góðri samvinnu allra. Uppbygging þessara svæða at- vinnulega er að mörgu leyti mjög ólík en þó samtvinnuð, landsbyggð- in byggir afkomu sína að mestu á sjávarútvegi og landbúnaði meðan höfuðborgarsvæðið byggir meira á þjónustu við landsbyggðina en skyldleikinn okkar er ótvíræður. Það er ein grundvallarregla sem verður að halda innan hverrar fyöl- skyldu, en það er jöfnuður, önnur systirin má ekki fá af auðlegð fjöl- skyldunnar á kostnað hinnar. Ef svo er verður ósætti á milli systr- anna, sem (lands)feðumir verða að leiðrétta til að teljast sanngjam- ir. Hver er þá þessi ójöfnuður? Áður en ég kem að því vil ég benda á dæmi, þar sem mikill jöfnuður ríkir eins og að landsmenn nýta allir fískimiðin og sitja jafnir að þeim, landsmenn nota allir stjóm- kerfíð og þjónustukerfið á höfuð- borgarsvæðinu, sem hefur átt sinn þátt í að tryggja uppgang höfuð- borgarinnar. A sama hátt tel ég að höfuðborgarsvæðið eigi að tryggja uppgang landsbyggðarinn- ar, sem forsendu velsældar í þessu landi. Hvernig er þetta á landsbyggðinni? — Fyrir íbúann á landsbyggð- inni er 250% dýrara að kynda hús- ið sitt en á höfuðborgarsvæðinu. — Fyrir íbúann á landsbyggð- inni er rafmagnið til heimilanna 33% dýrara en til heimilanna á höfuðborgarsvæðinu. - Fyrir íbúann á landsbyggðinni er verð á matvöm 3—7% dýrara en fyrir íbúann á höfuðborgar- svæðinu. — Munur á langlínutaxta og innansvæðataxta Pósts og síma er 800%, en símareikningur lands- byggðarmannsins er 30—40% vegna langlínusamtala meðan sambærilegt hlutfall er um 10% á höfuðborgarsvæðinu. Þessi munur þýðir um 50% hærri símareikning á landsbyggðinni en á höfuðborg- arsvæðinu, miðað við sömu notkun. Ef við lítum á hvemig þessi ójöfnuður er afkomulega fyrir vísi- tölufjölskylduna annarsvegar á landsbygginni og hinsvegar hjá systur hennar á höfuðborgarsvæð- inu, lítur dæmið út eins og fram kemur í samanburðartöflu. Samtals Samkvæmt þessum tölum er kr. 154.000 dýrara fyrir vísitölufjöl- skylduna að framfleyta sér á lands- byggðinni en á höfuðborgarsvæð- inu. Það er einmitt þessi munur ásamt ótta fólks við að fjárfesta í húsnæði á landsbyggðinni, sem hefur valdið hvað mestu um byggð- aröskun síðustu ára. Stjómvöld geta ef... Það gefur augaleið, að þó lands- byggðafólki þyki vænt um byggð- ina sína og kostir þess að búa úti á landi séu ótvíræðir, þá dregur þessi mikli mismunur smátt og smátt úr baráttuþrekinu. Það er ekki á annarra færi en Alþingis og ríkisstjómar að leið- rétta þennan ójöfnuð. Hvemig það verður gert er að sjálfsögðu þeirra að svara, en ég vil þó benda á leiðir: — Raforkuverð til húshitun- ar. Ég vil leggja til, að Landsvirlqun selji raforku til dreifistöðva á tveim töxtum, þ.e. á almennum taxta og húshitunartaxta. Húshitunartaxt- inn verði miðaður við það, að ekki sé kostnaðarmeira að kynda með rafmagni en heitu vatni frá Hita- veitu Reykjavíkur. Til að vega upp tekjutapið vegna lágra húshitunartaxta yrði að hækka almenna taxtann frá dreifí- stöðvunum en sú hækkun yrði ekki veruleg og dreifðist á alla orku- kaupendur landsins fyrir utan stór- iðjuna. Þessi eina aðgerð jafnaði út nálægt helminginn á mismuninum sem kemur fram í samanburðar- töflu. — Símakostnaður. Símakostnaður er einfaldast að jafna út með því að hafa landið eitt gjaldsvæði. Hvað varðar misjafnan dreifí- kostnað þá er hann fyrir hendi en áttfaldur munur á töxtum er út i hött. Ég tel að munurinn eigi eng- inn að vera enda nýtur þéttbýlið Kristján Pálsson „Önnur systirin má ekki fá af auðlegð jQöl- skyldunnar á kostnað hinnar. Ef svo er verð- ur ósætti á milli systr- anna, sem (lands)feð- urnir verða að leiðrétta til að teljast sanngjarn- ir.“ þeirra tekna, sem af þessari starf- semi kemur með sköttum og fleiru sem umfangsmikilli starfsemi Pósts og síma fylgir. — Matur. Að koma á jafnaðarverði á mat- vælum er einfalt mál með mismun- andi álagningu söluskatts eftir landshlutum. Sundraðir föllum vér Ákvarðanir um lausnir sem hér eru til umræðu eru ekki teknar nema á pólitískum vettvangi og tel ég löngu tímabært fyrir Alþingi og ríkisstjóm að taka með skipu- legri hætti á vanda dreifbýlisins. Stjómvöld þurfa meðal annars að ákveða hvort halda eigi núver- andi byggð í landinu eða ekki. Ég er þeirrar skoðunar að það eigi að halda núverandi byggð þó það sé talið af sumum reiknings- lega óhagkvæmt. Það geta verið uppi allt önnur sjónarmið um byggðina innan fárra ára, sem ættu ekki möguleika Á' vegna úrræðaleysis nútímans. Sú umræða sem landsbyggðarmenn hafa haldið uppi um ójöfnuðinn í landinu hefur af talsmönnum höf- uðborgarsvæðisins verið kölluð „landsbyggðarvæl“. Ég vil kalla okkar málflutning, okkar baráttu, baráttu fyrir sam- bærilegum lífslqörum í landinu öllu, baráttu fyrir að halda landinu okkar í byggð. Það má hverjum manni vera ljóst, sem vill sjá, að lífskjörin eru ósættanlega misjöfn eins og staðan er nú. Þegar þessi mismunur hefur . verið lagfærður, efast ég ekki um, að systumar tvær, landsbyggðin og höfuðborgarsvæðið, munu búa eftirleiðis í meiri sátt í þessu landi en hingað til. Höfundur er bæjarstjóri í filntsvík. ER ALLT Á FLOTI? RÆSI- RENNUR TILVALDAR FYRIR BÍLASTÆÐI, VINNUSALI, VÖRUSKEMMUR, GARÐA OG ALLSTAÐAR ÞAR SEM VATNSELGS ER VON. LEITIÐ UPPLÝSINGA ^ VATNSVIRKINN HF. ÁRMÚLA 21 SlMAR 686455 — 685966 BBB LYNQHÁLSI 3 StMAR 673415 - 673416 ELFA háfar úr stáli, kopar og í 5 litum Einar Farestveit&Co.hf. BORGARTÚN 28, SÍMAR: (91) 16995 OG 622900 - NÆG BÍLASTÆÐI RAÐSTEFNA Er Siðlfstæðísflakkarian aiöstýringirflokkur? Landsmálafélagið Vörður efnir til ráð- stefnu um málefnastöðu Sjálfstæðis- flokksins fimmtudaginn 13. apríl nk. í Val- höll, Háaleitisbraut 1. Dagskrá: Kl. 17.30 Verkaskipting ríkis og sveitarfélaga: Árni Sigfússon, borgarfulltrúi. Kl. 17.35 Er heilbrigðiskerfið snið:ð að þörfum einstakl- ingsins? Grímur Sæmundsen og Ingólfur Sveinsson, laeknar. Kl. 18.05 Hvað kostar landbúnaðarkerfið? Markús Möller, hagfræðingur. Kl. 18.20 Atvinnulífið og Sjálfstæðisflokkurinn, Brynjólfur Bjarnason, forstjóri. Kl. 18.35 Hverá að reka menntakerfið? Guðmundur Magnússon, ritstjóri. Kl. 18.50 Sjálfstæðisstefnan: Dr. Hannes H. Gissurarson, lektor. Kl. 19.05 Léttur kvöldverður. Kl. 19.35 Panelumræðurogfyrirspurnirtilfrummæl- enda. Kl. 20.30 Ráðstefnulok. Ráðstefnustjóri erGísli Blöndal, framkvæmdastjóri. Ráðstefnan er opin öllu sjálfstæðisfólki, sem hvatt er til þátttöku í opinskárri umræðu. LANDSMÁLAFÉLAGIÐ VÖRÐUR Gódcrn daginn! Samanburðartafla Kostn. vísitölu flölsk. á ári Á landsbyggð ikr. Á höfuðb.svæði fkr. Mismunur íkr. Hitakostnaður m/rafm. 77.000 m/hitav. 31.000 46.000 Rafmagn 35.000 23.000 12.000 Sími 40.000 20.000 20.000 Matur Skattur á mismun. 405.000 387.000 18.000 58.000 154.000

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.