Morgunblaðið - 20.06.1989, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.06.1989, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1.989 7 Borgarsjóður Reykjavíkur; Tekjur voru 924 millj- ónir umfram áætlun TEKJUR borgarsjóðs Reykjavíkur voru á árinu 1988 924 milljonum króna hærri en gert hafði verið ráð fyrir í fjárhagsáætlun borgarinn- ar. Þar munar mestu um útsvör, sem fóru 628.800.000 kr. fram úr áætlun. Rekstrargjöld borgarinnar árið 1988 voru 579.800.000 krón- um hærri heldur gert var ráð fyrir í fjárhagsáætluninni. I fjárhagsáætlun Reykjavíkur- borgar fyrir árið 1988 var gert ráð fyrir að tekjur yrðu 7.507,3 milljón- ir króna. Bókfærðar tekjur reyndust samkvæmt ársreikningi vera 8.431,4 milljónir króna, eða 924.100.000 kr. umfram áætlun. Þama munaði mest um útsvörin, sem skiluðu 628,8 milljónum meira en gert hafði verið ráð fyrir. Einnig skiluðu aðstöðugjöld 96,5 milljónum króna meira til borgarinnar en áætlað hafði verið, gatnagerðar- gjöld og bensínfé 77 milljónum, vaxta- og verðbótatekjur 71 milljón og dráttarvextir af opinbemm gjöldum um 50 milljónum króna. Rekstrargjöld borgarinnar árið 1988 vom einnig hærri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Þar var gert ráð fyrir að þau yrðu 5.546,9 milljónir króna, en þau urðu 6.225,7 milljónir, eða 579,8 milljónir um- fram áætlun. Hreinir launaliðir voru 170 milljónum króna hærri en gert var ráð fyrir, framlag til Sjúkra- samlags Reykjavíkur var 136 millj- ónir umfram áætlun, gatna- og holræsaframkvæmdir 121 milljón, framlög til fræðslumála 95,4 millj- ónir og vaxtagjöld og óviss útgjöld vom um 59 milljónir umfram áætl- un. Ráðgert var að veija 1.861,4 milljónum króna til eignabreytinga á árinu 1988. Sú fjárhæð varð 2.205,7 milljónir króna, eða 344,3 milljónir umfram áætlun. Arsreikningur Reykjavíkurborg- ar og stofnana hennar var lagður fram til fyrri umræðu í borgarstjórn á fundi hennar þann 15. júní síðast- liðinn. Síðari umræða fer fram 6. júlí næstkomandi. Spænsku konungs- hjónin fara til Eyja JUAN Carlos Spánarkonungur og Sofia Spánardrottning munu m.a. fara til Vestmannaeyja í þriggja daga opinberri heimsókn þeirra til Islands, sem hefst 5. juli nk. Að sögn Kornelíusar Sigmunds- sonar, forsetaritara, lendir flugvél konungshjónanna á Keflavíkurflug- velli kl. 11 fyrir hádegi miðvikudag- inn 5. júlí. Konungshjónin fara fyrst að Bessastöðum þar sem þau snæða hádegisverð með forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur. Eftir há- degi ræðir Jón Baldvin Hannibals- son, utanríkisráðherra, við utanrík- isráðherra Spánar, Francisco Fern- andez Ordonez. Að kvöldi fyrsta heimsóknardags býður forseti ís- lands til kvöldverðar til heiðurs spænsku konungshjónunum á Hótel Sögu. A öðrum degi heimsóknarinnar verður flogið til Vestmannaeyja. Farið verður í skoðunarferð um eyna og sjávarútvegsfyrirtæki skoðuð. Sama dag býður Davíð Oddsson, borgarstjóri, konungs- hjónunum til hádegisverðar á Kjarvalsstöðum. Að honum loknum skoða þau Stofnun Áma Magnús- sonar. Síðdegis taka konungshjónin á móti Spánveijum búsettum á ís- landi á Hótel Sögu og um kvöldið halda þau kvöldverðarboð til heið- urs forseta íslands á Hótel Loftleið- um. Síðasta dag heimsóknarinnar verður Juan Carlos og Sofiu boðið til Þingavalla og mun Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, halda hádegisverðarboð til heiðurs þeim á Hotel Valhöll. Frá Þingvöll- um verður ekið beint að Leifsstöð en konungshjónin halda af landi brott síðdegis þann 7. júlí. Hinar þekktu ítölsku Guzzini búsáhalda- og gjafavörur fást nú í miklu úrvali og fallegum sumarlitum. HAGKAUP — Skeifunni og Kringlunni. Rómuð ítölsk hönnun ^ guzzini Kannt þú nýja símanúmerlð? Steindór Sendibílar t SSSSSUr so I þar finna alhr, ungir ^jAsitt hsefi eitthvað við sn _ Brottför briði Austurstræti 17 - Sími 622200 Brottför þriðjudaga: Bókunaryfirlit 16. júní 20. júní-uppselt 27. júní-4sæti laus 4. og 11.júlí-uppselt 18. og 25. júlí- laus sæti 1.ágúst-8sætilaus 8. og 15. ágúst- uppselt Laust í aðrar brottfarir Gististaðir: Benal Beach, Castillo de Vigia, Timor Sol, Aloha Puerto Sol, Las Palomas Sol, SKILABOÐ FRÁ BEMMA Ég kem til Torremolinos frískur og fjörugur 4. júlí og í guðanna bænum verið þið þá komin á svæð- ið svo við getum byrjað strax á einhveiju skemmtilegu. Við verðum alltaf vakandi hjáVERÖLD. Hlakka tíl aó sjáykkur. Med ofboóslegri sólarkveóju,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.