Morgunblaðið - 20.06.1989, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.06.1989, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1989 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1989 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, BjörnJóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ÁgústlngiJónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 80 kr. eintakið. A Utboð rekstrar- verkefna Rétt fyrir lyktir þingsins sam- þykkti það svohljóðandi fyrir- mæli til fjármálaráðherra í formi þingsályktunar: „Alþingi ályktar að fela fjár- málaráðherra í samráði við aðra ráðherra að láta kanna tilhögun á útboðum rekstrarverkefna sem hér segir: • 1) Á hvaða sviðum og í hve miklum mæli slíkum útboðum hafi verið beitt hjá ríkinu og stofnunum þess á næstliðnum áratug. • 2) Hvaða reynsla hefur feng- ist af slíkum útboðum, m.a. með tilliti til kostnaðar miðað við sam- bærileg verkefni sem unnin hafa verið án útboðs. • 3) Á hvaða sviðum ríkisrekstr- ar rétt þyki og hagkvæmt að efna til slíkra útboða og hvaða sjónar- miða skuli gæta við val slíkra út- boðsverkefna. Niðurstöður könnunarinnar skulu lagðar fyrir Alþingi sem skýrsla.“ Forsaga samþykktarinnar er sú að Friðrik Sophusson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, flutti snemma þings tillögu til þingsályktunar um athugun á útboðum opinberra rekstrarverkefna. Efnisatriði hennar hlutu samþykki í því formi sem að framan greinir. Könnun af þessu tagi er fagnað- arefni. Útboð á opinberum rekstr- arverkefnum hafa að vísu verið fá, enn sem komið er, og máske frem- ur háð tilviljunum en markvissri leit að leiðum til að nýta skatt- peninga fólks betur. Tiltæk reynsla er því takmörkuð og vart afgerandi, ein út af fyrir sig, um stefnumörkun til framtíðar. Sjálf- gefið er að huga jafnframt að til- tækri reynslu grannþjóða í þessu efni, en þar hafa rekstrarverkefni verið boðin út í vaxandi mæli til einkaaðila, m.a. á sviði ýmiss kon- ar þjónustu. Úm margra ára skeið hafa opin- berar framkvæmdir verið boðnar út að allnokkrum hluta, m.a. fram- kvæmdir við ýmiss konar bygging- ar, vegi og hafnir. Þetta þótti ekki sjálfgefið þá í var ráðist. Það hef- ur hinsvegar gefið góða raun, sparað umtalsvert fjármagn — og fært skattborgurum meira fyrir minna. Málrækt- arátak * Iávarpi forseta Islands, frú Vigdísar Finnbogadóttur, til þjóðarinnar, í tilefni á málræktar- átaki 1989, segir: „Einmitt rækt við móðurmálið, samþættingu tungu og menning- ar, hefur styrkur íslenzkrar þjóðar jafnan legið þegar mest reið á. Það er von mín og ósk að málrækt- arátakið verði að þeirri þjóðmenn- ingarvakningu sem okkur er ævin- lega þörf á svo að þeir sem landið erfa geti glaðir sagt: Þetta er okk- ar mál.“ Ástæða er til þess að taka und- ir þessa hvatningu forsetans. Eðli- legt er að menntamálaráðuneytið og fræðslukerfið sem og fjölmiðl- ar, sem greiðastan aðgang hafa að almenningi í landinu, leiði þetta mikilvæga átak. Reyndar gaf Al- þingi menntamálaráðherra fyrir- mæli í formi þingsályktunar 5. maí sl., sem málið varðar, svo- hljóðandi: „Alþingi ályktar að fela menntamálaráðherra að leita eftir því við sjónvarpsstöðvarnar að þær flytji reglulega þætti um íslenzkt mál og hafi um gerð þeirra sam- ráð við íslenzka málnefnd og Fræðsluvarp." Tillaga um þetta efni var upp- haflega flutt af þingmönnum Borgaraflokks og Sjálfstæðis- flokks og samþykkt, lítið eitt breytt, sem að framan greinir. Morgunblaðið og hljóðvarp RÚV hafa fasta þætti um íslenzkt mál sem hafa verið og eru mikils virði. Reglulegir þættir um íslenzkt mál í sjónvarpsstöðvunum gætu og lyft grettistökum, ef rétt yrði að þeim staðið. Þess vegna eru fyrirmæli Alþingis, sem að framan greinir, fagnaðarefni. Og málræktarávarp forsetans finnur örugglega hljómgrunn í brjóstum landsmanna. Samskiptin við varnar- liðið Samskipti okkar íslendinga við vamarliðið á Keflavíkurflug- velli hafa yfirleitt verið góð. Árekstrar á milli landsmanna og vamarliðsmanna hafa verið fátíð- ir. Ein meginástæðan fyrir því, að þessi samskipti hafa ekki valdið umtalsverðum óþægindum er sú staðreynd, að strangar reglur gilda um ferðir vamarliðsmanna utan flugvallarsvæðisins. Stundum hafa Bandaríkjamenn kvartað undan þessum hörðu regl- um. Á þjóðhátíðardag okkar Is- lendinga sýndu nokkrir varnarliðs- menn fána okkar og nokkurra annarra þjóða lítilsvirðingu. Bandaríkjamenn hafa beðizt af- sökunar á þessari framkomu. Þessi atburður ætti að sýna Bandaríkjamönnum fram á nauð- syn þess að halda fast við þær reglur, sem takmarka ferðir vam- arliðsmanna utan vamarsvæðis- ins. Lögreglan telur að milli 35 og 40 þúsund manns hafi tekið þátt í hátíðarhöldunum í miðbæ Reykjavíkur. Hátíðarhöldin 17. júní: Morgxinblaðið/Charles Egill Hirt Hátt í fjöratíu þúsund manns í míðbæ Reykjavíkur MIKIÐ fjölmenni tók þátt í hátiðarhöldunum 17. júni í Reykjavík. Að sögn lögreglunn- ar voru á að giska 35 til 40 þús- und manns í miðbænum þegar mest var og mun það vera ívið meira en verið hefiir á undan- fömum ámm. Hátíðarhöldin tókust hið besta og var veður betra en útlit var fyrir. Sam- kvæmt þeim fréttum, sem Morg- unblaðið hefur af hátíðarhöldun- um annars staðar, þá tókust þau vel og gengu slysalaust fyrir sig. Að sögn Jónasar Hallssonar hjá lögreglunni í Reykjavík gekk um- ferðin á þjóðhátíðardaginn vel mið- að við hversu mikil hún var og sýndu ökumenn stillingu. Jónas segir að hátíðarhöldin hafi gengið friðsamlega fyrir sig um daginn, þótt örlað hafi á ölvun síðdegis, en hún jókst, þegar á kvöldið leið og fylltust fangageymslur lögregl- unnar. Allt gekk þó stórslysalaust fyrir sig. Morgunblaðið/Bjami Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, og nýstúdentar lögðu blómsveig frá íslensku þjóðinni að minn- isvarða Jóns Sigurðssonar á Austurvelli. María Sigurðardóttir, leikkona, flutti ávarp fjallkonunnar. í Hljómskálagarðinum var ungum Reykvíkingum gefinn kostur á að spreyta sig á ýmsum þrautum. Magnús L. Sveinsson, forseti borgarstjórnar og nýstúdentar lögðu blóinsveig frá Reykvíkingum að leiði Jóns Sigurðssonar. Eignarskatturinn f framhaldi af Borgarafundi að Hótel Borg 13. júní 1989 Sérstakur eignarskattur „Þjóðarbókhlöðuskattur" Álagning 1989 - 0,25% Skuldlaus eig-n Álagning á einstakling Álagning á hjón Mismunur 4.250.000 0 0 0 5.000.000 1.875 0 1.875 6.000.000 4.375 0 4.375 7.000.000 6.875 0 6.875 8.000.000 9.375 0 9.375 8.500.000 10.625 0 10.625 9.000.000 11.875 1.250 10.625 10.000.000 14.375 3.750 10.625 11.000.000 16.875 6.250 10.625 12.000.000 19.375 8.750 10.625 13.000.000 21.875 11.250 10.625 14.000.000 24.375 13.750 10.625 15.000.000 26.875 16.250 10.625 16.000.000 29.375 18.750 10.625 17.000.000 31.875 21.250 10.625 18.000.000 34.375 23.750 10.625 19.000.000 36.875 26.250 10.625 20.000.000 39.375 28.750 10.625 Breyting á lögum um tekju- og eignarskatt í desember 1988 að því er varðar álagningu eignarskatts, hefur að undanförnu orðið tilefni fundarhalda og skoðanaskipta milli hóps okkar og ráðamanna. Þessi hækkun eignarskatts hefur fengið viðumefnið „ekknaskattur“. Við gerum okkur fulla grein fyrir því að þessi hækkun kemur ekki einungis fram hjá ekkjum og ekkl- um. AUir eignarskattsgreiðendur eiga eftir að fmna fyrir þessum hækkunum. Hins vegar er það þann- ig að sá hópur sem viðumefni skatts- ins höfðar til er af ýmsum ástæðum viðkvæmari fyrir slíkum hækkunum sem eignarskattsbreytingarnar em. Þess vegna fögnum við frum- kvæði þeirra alþingismanna sem undir lok þings í maí komu því til leiðar að fyrstu 5 árin eftir fráfall maka mun eignarskattur ekki hækka jafnmikið og hin upphaflega lagabreyting gerði ráð fyrir hjá þeim sem eftir situr í óskiptu búi. Og það er rétt — hjá þeim sem misst hafa maka sinn 1984 eða síðar og sitja áfram í óskiptu búi mun eignarskatt- urinn í sumum tilvikum lækka miðað við álagningu 1988. Þessi breyting kom ekki að fmmkvæði fjármála- ráðuneytisins heldur var hér um að ræða framtak einstakra þingmanna sem gera sér grein fyrir þeim ótrú- legu hækkunum á eignarskatti sem breytingin hefur í för með sér. En þetta er einfaldlega ekki nóg. Eftirfarandi makar lifa lengur en 5 ár eftir fráfall maka síns. Og það eru aðrir einstaklingar í þjóðfélaginu en eftirlifandi makar sem sitja eftir í óskiptu búi. Öllu þessu fólki og hjónafólki líka verður gert að þola þær gífurlegu hækkanir á eignar- sköttum sem nýjar álagningarreglur segja til um. Gerðir hafa verið útreikningar sem sýna hver muni verða hin raun- vemlega álagning eignarskatts 1989 samanborið við álagninguna 1988 eins og hún var í raun á síðasta ári. í þessum dæmum er reiknað með 25% hækkun eignarskattsstofns sem samsvarar þeirri hækkun sem varð á fasteignamati milli áranna 1988 og 1989. Sannleikurinn er einfald- lega sá að langstærsti einstaki eignaliður í skattframtölum manna er íbúðarhúsæði. Það má því ætla að skattlaus eign manna hækki milli ára um upphæð sem samsvarar sem næst þessari hækkun. Þær 2 töflur sem við leggjum fram sýna annars vegar álagningu eignar- skatts á einstaklinga og hins vegar á hjón og sýna greinilega þá hækkun á eignarskatti sem mun verða við álagningu 1989. Þessar töflur sýna — eins og við höfum haidið fram — að hækkunin kemur miklu meir við einstaklinga en hjón. Sá mismunur eftir hjúskaparstöðu liggur alfarið í þeirri staðreynd að skattleysismörk einstaklinga eru helmingi lægri en skattleysismörk hjóna. Þess vegna nær einstaklingur hærra skattþrepi eignarskattsins fyrr en hjónafólk. Þessum skattleysismörkum viljum við breyta til hækkunar fyrir ein- staklinga. Þessu er unnt að breyta og við viljum að stjórnvöld skilji óréttmæti núgildandi reglna. Hækkun eignarskattsins er að sjálfsögðu ekki einkamál ekkna eða ekkla og annarra einstaklinga. Þær töflur sem við látum fylgja, sýna svo ekki verður um vyllst að þetta mun snerta langflesta þá tæplega 50 þúsund framteljendur sem greiða eignarskatt. Þessi staðreynd mun liggja fyrir í lok júlí þegar álagning- arseðlar verða sendir skattgreiðend- um. Á þeim töflum sem við látum fylgja getur hver og einn með sæmi- legri nákvæmni lesið úr hver álagn- ing eigin eignarskatts verður. Því skorum við á alla að kynna sér þessi mál af eigin raun. Við viljum vara við öllum útreikn- ingum á meðaltölum og hóptölum vegna eignarskattsins. Það eru ekki meðaltölin úr fréttatilkynningum fjármálaráðuneytisins sem verða á einstökum álagningarseðlum. Það sem kemur til með að skipta máli er hver hin endanlega álagning eign- arskatts verður á þig og mig. Þú sjálfur, skattgreiðandi góður, verður að borga þinn eignarskatt — ekki með einhveijum meðaltalstölum heldur þínum eigin krónum. Auk þess sem við mótmælum eignarskattshækkunum, bendum við á það óréttlæti sem felst í álagningu svonefnds „Þjóðarbókhlöðuskatts". Sá skattui' kemur á alla eignar- skattsgreiðendur yfir vissum skatt- leysismörkum. En eins og með eign- arskattinn, þá eru það skattleysis- mörkin sem ráða þvi að hann kemur ver við einstaklinga en hjón eins og meðfylgjandi tafla sýnir. Við skiljum ekki lög um þjóðarátak sem mismun- ar á þennan hátt eftir hjúskapar- stöðu. Og þennan skatt á að framlengja um 10 ár sem áframhaldandi þjóðar- bókhlöðuskatt og endurbótaskatt menningarbygginga. Við viljum þennan skatt burt. Ekki vegna þeirra verkefna sem honum er ætlað að sinna, heldur vegna þeirra reglna sem eiga að gilda um álagningu hans. Ekkjur og ekklar og aðrir ein- staklingar hafa undanfarið staðið fyrir mótmælum gegn eignarskatts- hækkunum. En þetta ætti ekki að vera mál þeirra einna. Við vitum líka að þegar álagningarseðlarnir koma þá munu þessir hópar ekki standa einir að mótmælum. Um mánaða- mótin júlí—ágúst verður þetta orðið mál okkar allra. F.h. undirbúningsnefndar, sem stóð að borgarafundi á Hótel Borg 13. júní 1989, Þuríður Pálsdóttir. Álagning eignarskatts 1989 - einstaklingar Skuldlauseign Árslok 1987 Árslok 1988 Álagning esk. Var 1988 Verður 1989 Hækkun Álagningar í% Hækkun Sbr. ★ Skýringar 2.000.000 2.500.000 0 0 0,0% 0,0% 2.500.000 3.125.000 4.771 7.500 57,2% 32,8% 3.000.000 3.750.000 9.521 15.000 57,7% 32,9% 4.000.000 5.000.000 19.021' 30.000 57,8% 32,9% 5.000.000 6.250.000 28.521 45.000 57,8% 32,9% 6.000.000 7.500.000 38.021 67.500 77,5% 52,6% 7.000.000 8.750.000 47.521 101.250 113,1% 88,2% 8.000.000 10.000.000 57.021 135.000 136,8% 111,9% 9.000.000 11.250.000 66.521 168.750 153,7% 128,8% 10.000.000 12.500.000 76.021 202.500 166,4% 141,5% 11.000.000 13.750.000 85.521 236.250 176,2% 151,2% 12.000.000 15.000.000 95.021 270.000 184,1% 159,1% 13.000.000 16.250.000 104.521 303.750 190,6% 165,6% 14.000.000 17.500.000 114.021 337.500 196,0% 171,0% 15.000.000 18.750.000 123.521 371.250 200,6% 175,6% 16.000.000 20.000.000 133.021 405.000 204,5% 179,5% Álagning eignarskatts 1989 - hjón Skuldlauseign Álagning esk. Hækkun Álagn. Hækkun Sbr. * Árslok ’87 Árslok’88 Var’88 Verður’89 i% Skýr. 2.000.000 2.500.000 0 0 0,0% 0,0% 2.500.000 3.125.000 0 0 0,0% 0,0% 3.000.000 3.750.000 0 0 0,0% 0,0% 4.000.000 5.000.000 0 0 0,0% 0,0% 5.000.000 6.250.000 9.542 15.000 57,2% 32,8% 6.000.000 7.500.000 19.043 30.000 57,5% 32,9% 7.000.000 8.750.000 28.543 45.000 57,6% 32,9% 8.000.000 10.000.000 38.043 60.000 57,7% 32,9% 9.000.000 11.250.000 47.542 75.000 57,7% 32,9% 10.000.000 12.500.000 57.043 90.000 57,8% 32,9% 11.000.000 13.750.000 66.543 105.000 57,8% 32,9% 12.000.000 15.000.000 76.043 135.000 77,5% 52,5% 13.000.000 16.250.000 '85.543 168.750 97,3% 72,3% 14.000.000 17.500.000 95.043 202.500 113,1% 81,1% 15.000.000 18.750.000 104.543 236.250 126,0% 101,0% 16.000.000 20.000.000 114.043 270.000 136,8% 111,8% ★ ) Þessi dálkur sýnir þá hækkun álagningar eignarskatts sem eingöngu verður vegna skattstigabreytinganna. í töflunni er gert ráð fyrir 25% hækkun á skuldlausri eign milli ára sem samsvarar hækkun fastcignamats. Niðurstaðan sýnir hækkun á élögðum eignarskatti milli álagningaráranna 1988 og 1989. Sigurður Tómasson lögg. endurskoðandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.