Morgunblaðið - 20.06.1989, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 20.06.1989, Blaðsíða 66
66 * Heildarupphæð vinninga 17. júní 1989 var kr. 3.832.815,-. 1 hafði 5 rétta og fær hann kr. 1.766.282,-. Bónusvinninginn fengu 3 og fær hver kr. 102.231,-. Fyrir 4 tölur réttar fær hver kr. 4.372,- og fyrir 3 réttar tölur fær hver um sig kr. 327,-. Sölustaðir loka 15 mínút- um fyrir útdrátt í Sjón- varpinu. Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JUNI 1989 SVO virðist sem að laxveiðin sé að koma til eftir mjög rýra byrj- un, en árferði setti heldur betur strik í reikninginn að þessu sinni, ár voru kaldar, gruggugar og flæðandi yfir bakka sína í vertíðarbyrjun. Spáð hefur ver- ið mikilli veiði í sumar, en vegna þessa er enn allt á huldu hver framvinda mála verður. Morg- unblaðið aflaði upplýsinga úr flestum ánum sem veiði er hafin í. Fjöldi áa opna ekki fyrir veiði fyrr en í dag, 20. júní. Laxá í Kjós ber nokkuð af Ágæt veiði miðað við aðstæður hefur verið í Laxá í Kjós það sem af er og komnir rúmlega 80 laxar á land síðan 10. júní. Algeng dag- veiði hefur verið um 10 fiskar á jafn margar stangir, en áin hefur verið mjög vatnsmikil og köld, að sögn Árna Baldurssonar leigutaka og Ólafs H. Ólafssonar veiðivarð- ar. Aflinn til þessa hefur einkum verið tekinn í Laxfossi og Kvísla- fossi, en skot hafa einnig komið á pallinum fyrir ofan brúna að norð- anverðu, meðal annars veiddist sá stærsti í sumar þar, 17 punda hængur. Laxinn er nær allur stór enn sem komið er, 9 til 12 pund og svo fáeinir enn vænni. Laxá í Leir líka mjög góð Laxá í Leirársveit hefur einnig gefið vel, um 50 laxar voru komn- ir þar á land í gærdag að sögn Friðriks D. Stefánssonar fram- kvæmdastjóra Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Allt var það stórfisk- ur, 8 til 15 punda. Veiðin hófst þar 12. júní og er veitt á fimm stangir í fyrstu, en síðar fjölgar þeim í mest sjö. Þokkalegt í Elliðaám Veiðin í Elliðaánum hefur verið þokkaleg, um 30 fiskar voru komn- ir á land í gær, en veitt er á fjórar stangir. Nokkuð er gengið af laxi og milli 70 og 80 hafa farið upp fyrir teljarann hjá rafstöðinni. Talsvert er af fiski á neðstu veiði- stöðum, en það er talið með ólík- indum hversu illa laxinn tekur. • Stærsta laxinn til þessa veiddi Ólafur Jóhannsson sjónvarps- fréttamaður, tæplega 11 punda fisk á pallinum fyrir ofan Skáfoss. Athygli hefur vakið, að 1-2 punda eldisstubbar eru þegar farnir að veiðast og er það með fyrsta móti miðað við reynsluna í fyrra. Rólegt í Laxá í Þing. Veiðin hefur verið róleg í Laxá í Aðaldal eftir líflega byijun. Þar eru nú komnir 35 til 40 laxar á land, flestir veiddisr fyrir neðan Æðarfossa. Einstaka fiskar hafa þó veiðst ofar, t. d. við Eskey, í Mjósundi, á Stflunni og á Hól- matagli. Þetta eru mjög vænir lax- ar þótt toppana vanti enn. Meðal- vigt svona 12 pund og þeir stærstu 16 pund. Viðunandi byrjun í Grímsá Fyrsta hollið í Grímsá dróg 20 laxa á þurrt fyrstu tvo daganna og var það viðundandi byrjun mið- pað við að áin var og er afar mik- il. Hún er hins vegar að mestu hrein og nú eru komnir milli 30 og 40 fiskar á land. Þetta er allt að 13 punda lax, en flestir eru 8 til 10 pund. Bestu veiðistaðirnir hafa verið Þingnesstrengir og Lax- foss. Líf að færast í Þverá og Kjarrá Þverá og Kjarrá voru nærri óveiðandi vegna flóða og skollitar fram eftir júní. Það veiddist ekki lax fyrr en á fjórtánda veiðidegi og nú virðist þetta allt vera að koma, enda flóðin í rénum og vat- nið að hreinsast. Síðast er fréttist voru um 30 laxar komnir á land samanlagt og voru heldur fleiri úr Þverá en Kjarrá. Allt vænn lax. Víðidalsá vaknar til Iífsins Veiðin hófst í Víðidalsá 15. júní og veiddist enginn lax þann dag og aðeins einn fiskur daginn eftir, að sögn Benedikts Grétarssonar matsveins í veiðihúsinu Tjarnar- brekku, enda var áin að sögn hans kakólituð og í beljandi stórflóði. Síðan hefur áin hjaðnað og á há- degi í gær voru komnir 16 laxar á land, 10 þeirra veiddir í sama veiðistaðnum, Kerinu. Nokkrir 13 punda fiskar eru stærstir enn sem komið er, en varla stendur það lengi í stórlaxaánni Víðidalsá. MiðQarðará vaknar líka Það var sama sagan í Miðfjarð- ará og Víðidalsá, ekkert veiddist fyrstu daganna vegna flóða og gruggs, þannig hætti fyrsti veiði- hópurinn í miðjum klíðum, veiði- menn töldu vonlaust að ná laxi. Síðan hefur veiðin verið að lagast og í gær voru komnir um 30 laxar á land. Lax hefur veiðst í öllum ám svæðisins, Vesturá, Austurá, Núpsá og Miðfjarðará og hefur maðkurinn verið aðalagnið, enda mest notaður þar sem vatnið er enn ekki orðið tært. Þeir stærstu úr Miðfjarðará til þessa vógu 14 pund. Norðurá erfið Norðurá hefur verið erfið lengst af, afar köld, langt yfir meðal- vatnshæð og oft gruggug í þokka- bót. Samt hefur verið reytingsveiði og um 50 laxar hafa veiðst, yfir- leitt 10 til 12 punda fiskar, geysi- fallegir. Mest hefur veiðst á maðk með þeim hætti að menn skára í vari, enda liggur enginn fiskur á hefðbundnum veiðstöðum þegar vatnshæðin er slík. Þrátt fyrir hin illu skilyrði hafa nokkrir fiskar veiðst á flugu. g.g. Menntaskólinn í Kópavogi: 36 stúdentar brautskráðir MENNTASKÓLANUM í Kópa- vogi var slitið í Kópavogskirkju fostudaginn 9. júní. Við athöfiiina voru brautskráðir 36 stúdentar, 16 stúlkur og 20 piltar. í haust munu 11 stúdentsefni til viðbótar taka próf. Við athöfnina í Kopavogskirkju flutti Ingólfur A. Þorkelsson skóla- meistari ávarp, þar sem hann fjall- aði um vinnudeilur í skólakerfinu á undanförnum árum og átökin, sem urðu í framhaldsskólunum að loknu verkfalli BHMR í vor. Þakkaði hann nemendum og kennurum fyrir á- gætt samstarf um lausn þeirra mála í skólanum. Nú í vor brautskráðust 36 stúd- entar frá skólanum; 12 af náttúru- fræðibraut, 5 af eðlisfræðibraut, 3 af tölvubraut, 7 af viðskiptabraut, 4 af félagsfræðibraut og 7 af mála- braut. Flest verðlaun fyrir námsár- angur hlutu að þessu sinni: Elín Eiríksdóttir, Magnús Haukur Rögn- valdsson og Þorbjörg Hróarsdóttir. Menntaskólinn í Kópavogi tók til starfa 1973 og brautskráðust fyrstu stúdentarnir 1976. Öðruvísi sumarfrí Námskeið undir Jökli 3.-8. og 24.-28. júlí. Alhliða sálar- og líkamsafslöppun. Jurtafæði. Hugleiðingar o.s.frv. Upplýsingasími 18128. Með ástarkveðju, Leifur Leopoldsson - Lone Svargo. Nýstúdentar úr Menntaskólanum í Kópavogi ásamt skólameistara sínum, Ingólfi A. Þorkelssyni. Metsölu hjól Glæsilegt úrval reiöhjóla fyrir alla fjölskylduna. M.a.: Fjallahjól frá kr. 16.4J9,- 10gírahjól frá kr. 11.816,- Sterkir kraftmiklir gæðagripir. Metsölu- vélar Fjöldi tegunda r mismunandi stærðir og gerðir garöa. M.a.: MURRAY 9-20201, 3,5 ha bensfnmótor, 7'' hjól, 51 sm sláttubreidd: Verð aðeins kr. 15.350,- Allt fyrir garðinn á einum stað: SLATTUVELAR fyrir allar stærðir garða. Vélorf ★ Raforf ★ Kantklippur ★ Hekkklippur ★ Traktorar ★ Einungis viðurkennd hágæðamerki: MURRAY, ECHO, AL-KO O.fI. VISA og EURO-þjónusta. Póstsendum um land allt. Góð varahluta- og viðgerðarþjónusta. Sláttuvéla- & Hvellur Hjólamarkaður Smiðjuvegi 30, Kópavogi Sími 689 699 og 688 658
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.