Morgunblaðið - 20.06.1989, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 20.06.1989, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JUNI 1989 45 k Höfiium herflugvelli eftir Hálfdán Örnólfsson Undanfarnar vikur hefur verið Qallað nokkuð í fjölmiðlum um þá sérstæðu hugmynd að byggja flug- völl til hemaðamota í Aðaldalshrauni og það nánast á bökkum Laxár. Aðstandendur þessarar hugmynd- ar, en þar verður að skipa utanríkis- ráðherra í fremstu sóknarsveit sök- um ákefðar, hafa reyndar ekki getað gert almenningi neina samhangandi grein fyrir henni ennþá. í hvert skipti sem einhver áhugamaðurinn um nefndan flugvöll hefur látið ljós sitt skína skjóta nýjar þversagnir upp kollinum. Völlurinn er einn daginn sauðmeinlaus „varaflugvöllur", en þann næsta herflugvöllur með til- heyrandi viðbúnaði og umferð her- flugvéla. Allar upplýsingar sem kom- ið hafa fram í málinu benda til þess síðamefnda þó að vissir aðilar hafi rekið mikinn áróður fyrir vellinum og reynt að klæða úlfinn í sauðarg- æm. Dollaradúsan Athyglisvert er að þeir vallarliðar hafa lítið minnst á varnarhagsmuni íslendinga í málflutningi sínum, heldur hefur einkum verið hamrað á efnahagslegu hliðinni. Upphæðinni, ellefu milljörðum, hefur verið veifað og framkvæmdin kynnt sem hin ágætasta lyftistöng fyrir byggðarlagið og ómissandi þáttur í því að tryggja öryggi í flugsamgöngum. Þessi aðferð er íslendingum ekki ókunn. Hernaðarframkvæmdir hér á landi og ekki síst sú vígbúnaðar- hryðja sem gengið hefur yfir á síðustu ámm hafa yfirleitt átt svip- aðan aðdraganda. Dollaradúsan hefur iðulega verið notuð til að slæva eðlilega tortryggni íslensku þjóðarinnar gagnvart hernaðar- brölti enda hafa tilburðir til réttlæt- ingar þess að öðm leyti falist í af- dönkuðu slagorðaglamri í anda kalda stríðsins. Það sem er nýjung nú er hversu hroðvirknislegur og mótsagna- kenndur áróðurinn er og mætti halda að áhugamenn um vígbúnað á íslandi telji nú garðinn svo lágan að nóg sé að veifa dollumm til að agnið sé gleypt. Þessi hroðvirkni birtist m.a. í því að ummæli embættismanna og sér- fræðinga sem tengjast þessu máli eða hafa látið í ljós álit sitt em mjög á skjön við þann vaðal sem komið hefur frá helstu hvatamönn- um og flytjendum málsins. Þannig virðist enginn vita hvaðan talan ellefu milljarðar sé fengin og ekki hafa sérfræðingar um flugmál fengrist til að staðfesta þörf íslend- inga fyrir svo stóran varaflugvöll að nýtist NATÓ. Kostulegast hefur þó verið að fylgjast með því hvem- ig utanríkisráðherra og fleiri hafa reynt að draga úr eða leyna þeirri staðreynd að um hernaðarmann- virki er að ræða. Það er afar sorg- legt að horfa upp á hvernig stjórn- málamenn og fleiri kynda undir draumóra um bættan efnahag landshlutans í kjölfar flugvallar- byggingar. Menn keppast við að skrá í skýin alls konar fyrirheit um breiðþotur fullar af ferðamönnum, nýja möguleika í fiskútflutningi að ógleymdu öllu því flóði gulls og gnóttar sem myndi fylgja fram- kvæmdunum sjálfum. Hér er náttúrulega komið við mjög viðkvæman streng þar sem atvinnuástand hefur verið ótryggt í seinni tíð og ýmsar blikur á lofti. Það er því mjög eðlilegt að menn leiti ýmissa lausna þar á og flugvall- arbygging sýnist girnilegur kostur. En hér leynast ef til vill meiri hætt- ur en svo að tímabundin uppsveifla vegna byggingarframkvæmda geti réttlætt þær. Hætt er við að slík þenslubóla leiði til þess að íbúar svæðisins ræki ekki nægilega að íhuga aðra kosti og hlúa að því sem fyrir er. Nú þegar fyrirsjáanlegar eru miklar uppstokkanir í grundvallaratvinnu- vegum, þar sem undirstaða búsetu á sumum svæðum er jafnvel í húfi, er ekki hollt að horfa um of til skammtímalausna. Flugvallarbygging myndi ekki breyta þeirri staðreynd að Þingey- ingar og og Húsvíkingar eiga að langmestu leyti sitt undir land- búnaði og fiskvinnslu. Truflanir á því atvinnusviði geta hæglega skað- að efnahag svæðisins meir en nokk- ur herflugvöllur getur bætt. Nema að Þingeyingar ætli að leggja fyrir sig hermennsku sem ég efast um að sé á dagskrá. Mörgum íslendingum finnst sjálfsagt að reynt sé að hafa sem mest upp úr hernum þar sem hann sé hér á annað borð og staðreyndin er sú að fjöldi íslendinga er í raun, í gegn um hermagnið, á framfæri bandarískra skattgreiðenda. Um siðferðilegar hliðar þessa máls hef- ur margt verið rætt og ritað, en minna hefur borið á því að menn velti fyrir sér langtímaafleiðingum slíkrar stefnu fyrir þróun íslenskra atvinnugreina og efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar. Maður getur rétt ímyndað sér harmakveinin er herinn færi að búa sig til brottfarar og skrúfað væri fyrir dollararennsl- ið. Sú framtíðarsýn að Þingeyingar muni eiga að einhveijum hluta af- komu sína undir nálægð hernaðar- „Hugmyndin að byggja herflugvöll í Aðaldals- hrauni er held ég í flestra augum svo frá- leit, að menn telja að hún muni rata í rusla- körfuna svona nokkurn veginn af sjálfii sér.“ mannvirlqa er ekki sérstaklega geðslegt að mínu mati, en þeirri skoðun hefur heyrst fleygt að Þing- eyingar hafí ekki efni á að sleppa þessu tækifæri. Mér var hugsað til þeirra byggða sem mannvirkjasjóður NATÓ hefur ekki sýnt áhuga á að skenkja hern- aðarmannvirki. Ætli þær fari nú endanlega á vonarvöl? Eða eru burðirnir til sjálfsbjargar ef til vill meiri þar en hjá Þingeyingum? Vanmáttarlágkúra af þessu tagi er auðvitað ekki samboðin sjálfstæðu fólki. Ógnunin Ég hef dvalið mest við efnahags- lega hlið flugvallarmálsins. Það stafar ekki af því að ég telji hana mikilvægasta heldur er ástæðan sú að fylgjendur vallarbyggingar hafa einkum otað fram efnahagslegum rökum, en ég tel að efnahagsleg rök dugi miklu fremur til að sýna fram á skaðsemi og fánýti slíkrar framkvæmdar. Það er svo önnur saga að til eru rök gegn herflugvell- inum sem eru þess eðlis og svo al- varleg að hagfræðilegar vangavelt- ur verða í raun að hreinu aukaat- riði. Hér á ég við ógnun sem hinu einstaka og viðkvæma lífríki svæð- isins er búin af hugsanlegum flug- velli og umferð honum tengdum og svo aðsjálfsögð sú mikla ógnun sem þjóðinni allri starfar af auknum nýlega frá sér bókina Kínversk matseld. Fjailar hún, eins og nafnið gefiir til kynna, um mat- seld að hætti Kínverja og gegnir Wok-potturinn, sem er hringlaga og með djúpar hallandi hliðar, mikilvægu hlutverki við matseld- ina. í hugum Kínveija er matur miklu meira en næringin ein fyrir lík- amann. Við samsetningu réttanna er gætt jafnvægis milli andstæðra lita, áferðar, bragðs og lögunar. Bókin hefst á inngangi þar sem hemaðarumsvifum. Sú mikla aukning í hernaðar- framkvæmdum sem hefur átt sér stað hér á landi tengist augljóslega þeim nýju áherslum sem hafa kom- ið fram af hálfu Bandaríkjanna á síðustu árum varðandi vígbúnað í norðurhöfum. Byggingu herflugvallar í Aðal- dalshrauni er þannig nærtækast að tengja þeirri hernaðarstefnu sem kennd er við John Lehman, að auka sóknarmöguleika gegn kjamorku- kafbátum og öðmm vígtólum Sov- étmanna sem næst þeirra heima- stöðvum. Hvert barn áttar sig á því að slík vígvæðing kallar á viðbrögð mótaðilans og því bæm íslendingar með samþykkt herflugvallar ábyrgð á nýjum spretti í vígbúnaðarkapp- hlaupinu í norðurhöfum. Kapp- hlaupi sem fyrir áratugum vék af braut heilbrigðrar hugsunar og inn á götu bijálseminnar. Um það bera þau hundmð eða þær þúsundir kjarnaodda sem era á fartinni á þessu svæði óhugnanlegt vitni. Nú þegar viss slökun virðist kom- in á í samskiptum risaveldanna og ýmsir möguleikar uppi varðandi afvopnun hlýtur aukning hemaðar- umsvifa hér á landi að teljast mjög annarleg og mótsagnarkennt. Hugmyndin að byggja herflug- völl í Aðaldalshrauni er held ég í flestra augum svo fráleit, að menn telja að hún muni rata í ruslakörf- una svona nokkum veginn af sjálfu sér. Þessi afstaða er hættuleg að því leytinu að hún gefur vígvæðing- arsinnum ráðrúm til þess að ýta málinu áfram og flækja inn í það hagsmunaaðilum án þess að mikið á beri. Það er full ástæða til að halda hér vöku sinni og ég vona að við bemm gæfu til að reka þennan ófögnuð af höndum okkar. fjallað er um Wok-pottinn og önnur áhöld, eldunaraðferðir í Wok-potti, kínverskar skurðaðferðir og orða- safn yfir kínversk matarefni. Þá taka við kaflar er nefnast Dim Sum, Súpur, Kjöt, Kjúklingaréttir, Sjáv- arréttir, Egg og baunamauk, Græn- meti og Steikt hrísgijón í karrí. Aftast í bókinni er síðan orðaskrá. Kínversk matseld er þýdd af Ingva Karli Jóhannessyni. Kápuút- lit: Linda Shum. Setning og filmu- vinna: Prentsmiðjan Oddi hf. Bókin var prentuð í Júgóslavíu. Höfundur er búsettur á Akureyri. Bók nm kínverska matseld frá Almenna bókafélaginu ALMENNA bókafélagið sendi tónleikaferð unt landið 19. júní Höfn f Homafirði 20. júní Breiðdalsvík 21. júní Norðfjörður 22. júní Egilsstaðir 23. júní Reyðarfjörður 24. júní Seyðisfjörður 25. júní Vopnafjörður 26. júní Kópasker 27. júnf Húsavfk 28. júní Grenivík 29. og 30. júni Uppinn, Akureyri 2. júlf Skagaströnd 3. júlí Hvammstangi 4. júlí Ólafsvík 5. júfí Hellissandur t - Verndaðu sumarhúðina Á þessum árstíma vonast allir eftir að sumarið verði sólríkt. Og ef okkur verður að ósk okkar þurfum við einnig að hugsa vel um húðina. ACO hefur það sem þú þarfnast. ACO SOLLOTION VERNDAR HÚÐINA GEGN ÚTFJÓLUBLÁLIM GEISLUM Varnarstuðull 7 þýðir að hægt er að liggja 7 sinnum lengur í sólbaði en venjulega án þess að brenna. Ef þú færð snert af sólarexemi er vörn gegn útfjólubláum geislum mjög mikilvæg. Án ilmefna. Hrindir frá vatni. 200 ml ACO FUKTLOTION VIÐHELDUR HÚÐINNI RAKRl ACO Fuktlotion inniheldur tvö náttúruleg rakabindiefni sem húðin þarfnast. Hún er þægileg fyrir allan líkamann og undan henni hvorki klægjar né svíður. Auk þess ilmar ACO Fuktlotion þægilega. 200 ml BJARGVÆTTUR í NEYÐ! ACO Kylbalsam kælir og verndar sólbrennda húð. Hafðu ACO Kylbalsam alltaf við hendina til öryggis! 125 ml ACO Alltaf gott Aldrei dýrt Aðeins í apótekinu FYRIRTAK hf. sími 91-32070
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.