Morgunblaðið - 20.06.1989, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.06.1989, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1989 Hver á að biðja hvem afsökunar? eftir Margréti Sigurðardóttur Ekki get ég lengur orða bundist vegna þess fjaðrafoks, sem orðið hefur vegna þess neyðarúrræðis er stjómendur Tjamarskóia urðu að viðhafa við skólaslit. Hæstvirtur ráð- herra menntamála hefur með yfirlýs- ingum sínum um þetta mál sýnt okk- ur svo ekki verður um villst hve djúpt við erum sokkin því nú skal óskilvísi í hávegum höfð. Það er enginn neyddur til þess að senda börn sín í umræddan skóla, en þeir sem eru svo lánsamir að fá inngöngu þar fyrir börn sín gangast undir það að greiða viðbótargjald og telja það góða fjárfestingu í menntun bama sinna. Gjald þetta, sem var í vetur kr. 9.700, er lægra en gjald á dagvistarstofnunum Reykjavíkur- borgar sem er kr. 11.200. Skóli þessi, sem rekinn er sem einkaskóli, er kærkomin lausn á óvið- unandi -menntakerfi sem við búum við. Menntakerfi þar sem foreldrar og böm eru vamarlaus gagnvart þeirri þjónustu sem þeir fá. Mennta- kerfi þar sem allir nemendur eiga að vera steyptir í sama mót, t.d. átti 6 ára allæs nemandi að æfa sig í að stafa þar sem hin bömin voru ólæs. Menntakerfi sem býður upp á að nemandi í 1. bekk menntaskóla standi frammi fyrir þeirri staðreynd að það hafí farið framhjá kennurum hans að kunnátta hans í stærðfræði sé engin, þannig að möguleikar á framhaldsnámi séu þar með úr sög- unni. í slíku menntakerfi er nemand- inn vamarlaus. Hvernig kennslu börnin okkar fá er „happa-glappa aðferðin“. Sum fá góða kennslu, önnur sæmilega og enn önnur svo lélega að hún getur orðið til þess að eyðileggja námsmöguleika nemand- ans. Viðkomandi einstaklingur fyllist minnimáttarkennd og telur sig ekki geta lært. Foreldrar fá ekkert að gert, þar sem allir kennarar eru tald- ir sitja við sama borð. Eiga að fá sama kaup og eru jafnvel æviráðnir hvort sem þeir geta kennt eða ekki og geta þannig komið í veg fyrir möguleika til náms. Þessa annmarka sáu þær ágætu konur er af mikilli bjartsýni tóku á sig rögg að beijast við kerfið og stofna eigin skóla. At- hyglisvert er að í Tjarnarskóla eru kennarar ráðnir til eins árs í senn svo að þeir standa og falla með sinni frammistöðu. T'ircstonc Lyftaradekk fyrir allar stœrðir lyftara, venjuleg og massíf. Lðj U JÖFUR HF Nýbýlavegi 2, Kópavogi Sími 42600 Hingað til höfum við foreldrar engum vörnum við komið. Margra vikna verkfall kennara hefur undir- strikað umhyggju kennara fyrir nem- endum sínu. Umhyggjan í Tjarnar- skóla var á þann veg að þar var ekkert verkfall. í verkfallinu var hamrað á að með hærri launum feng- just hæfari kennarar. Hver ætlar að tryggja okkur að aðeins þeir sem geta kennt verði kyrrir í starfi en að hinir lélegu fari? Gæti það ekki alveg eins orðið öfugt? Hvaða trygg- ing er háskólapróf fyrir því að kenn- ari geti kennt? Lélegur kennari verð- ur ekki betri þrátt fyrir langskóla- nám. Hann tekur ekki eftir því að hann talar yfír höfuð nemanda, eða hann hirðir ekki um þá sem einstakl- inga með mismunandi þarfír. Sem foreldri bams sem lokið hefur þriggja ára námi í Tjarnarskóla er ég full þakklætis þeim góðu konum sem með dugnaði, móðurlegri um- hyggju og áhuga hafa byggt upp góðan skóla. Ég er full þakklætis fyrir góða samvinnu, góða kennslu og góða stjóm á þeim hópi unglinga sem þama sótti nám. Árangurinn var ánægður nemandi í skóla þar sem honum leið vel. í skóla þar sem ekki er lokað augunum fyrir þörfum hvers og eins eða á hvern máta megi verða hverjum nemanda að liði í námi sem einstaklingi. I skóla þar sem að lok- inni kennslu dag hvem er boðið upp á þriggja tíma heimanám þar sem kennari er til aðstoðar hveijum og einum þegar á þarf að halda við þau verkefni sem hann ræður ekki við hjálparlaust. Próf með skömmu milli- bili sýna kennara hvemig nemanda hefur gengið að tileinka sér námsef- nið þannig að strax er hægt að bæta úr ef skilning skortir á námsefninu., Heimaverkefni eru unnin, þeim skil- að og þau leiðrétt. Þar gildir ekki afsökunin sem margir foreldrar þekkja; það breytir engu hvort ég geri þetta eða ekki, það er hvort sem er ekki leiðrétt. Fyrir þetta hefur faðir, sem hingað til hefur þó ekki kynnt sig með nafni á prenti þakkað á eftirminnilegan hátt, sem aldrei gleymist þeim er til þekkja. Menntamálaráðherra ætti frekar að taka Tjamarskóla sem fyrirmynd en að vera með í að taka undir órétt- mæta ásökun, sem virðist aðeins notuð til sjálfsréttlætingar hjá þeim sem kýs á svo eftirminnilegan máta að bera sín persónulegu mái á torg. Ráðherra gæti margt af því lært að kynna sér í Tjarnarskóla hvernig eigi að byggja upp nám í 7., 8. og 9. bekk grunnskóla. Auk hefðbundins náms fá nemendur t.d. góða æfingu í ritgerðasmíð, tölvufræðslu, atvinn- ulífsfræðslu með því að vera á ákveðnum vinnustað um tíma og kynna sér starfíð og skrifa síðan skýrslu um reynslu sína auk þess sem þau fá þjálfun í að standa upp og koma fyrir sig orði. Ef háttvirtur ráðherra hefur einhvern áhuga á að byggja upp góða menntun fyrir æsku þessa lands þá ætti hann að skoða námsárangur skólans nema pólití- skar skoðanir hans banni honum að viðurkenna að einkarekinn skóli beri af. Eða er honum eins umhugað um hag nemenda og hann vill vera láta? Það er ekki aðeins hvað náms- árangur varðar sem nemendur Tjarn- arskóla hafa fengið á sig gott örð. Þeir hafa séð um að halda umhverfi sínu hreinu í' kringum skólann. Skálavörður hjá Ferðafélagi íslands í Þórsmörk segir þau bera af þeim skólahópum sem þar hafí dvalið. Að þau séu prúðmenni sem beri virðingu fyrir náttúru landsins og auðvitað er skólinn reyklaus skóli. Sá háttur er viðhafður í skólum hins opinbera að séu félags- eða skólagjöld ekki greidd fæst einkunn ekki afhent. Undirrituð varð t.d. fyr- ir því í öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð að fá ekki einkunnir þar sem skólagjald væri ekki greitt, BOSCH DIESELÞJÓNUSTA bræðurnir ©ORMSSONHF Lágmúla 9, sími: 38820 <? o PUSTKERFIN FRA FJ0ÐRINNI o 0 Gæðavara úr álseruðu efni sem gefur 70-80% betri endingu gegn ryði. KYNNTU ÞÉR OKKAR VERÐ ÁÐUR EN ÞÚ LEITAR ANNAÐ 0 FJODRIN Skeifunni 2 82944 Póstsendum um allt land Margrét Sigurðardóttir „Menntamálaráðherra ætti frekar að taka Tjarnarskóla sem fyrir- mynd en að vera með í að taka undir órétt- mæta ásökun, sem virð- ist aðeins notuð til sjálfsréttlætingar hjá þeim sem kýs á svo eft- irminnilegan máta að bera sín persónulegu mál á torg. Ráðherra gæti margt af því lært að kynna sér í Tjarnar- skóla hvernig eigi að byggja upp nám í 7., 8. og 9. bekk grunnskóla.“ en skuldin reyndist tilheyra nemanda með sama nafni. Spurningin er: Eiga þeir sem standa í skilum að greiða fyrir óskila- fólkið? Maður sá sem kom af stað umræðu til þess að sverta skólastýr- ur Tjarnarskóla er viðskiptafræðing- ur. Honum ætti því að vera manna best kunnugt um að séu skuldbind- ingar ekki greiddar falla á þær drátt- arvextir. I þeirri verðbólgu sem stjórnvöld sjá okkur fyrir af örlæti sínu væri annað ekki veijandi gagn- vart þeim aðilum sem standa í skil- um. Einnig er honum kunnugt um að þegar greitt er af skuld verður fyrst að greiða dráttarvextina, sem hann vissi að hann skuldaði þó svo hann lýsi öðru yfír í blöðum, þannig að sú skuld sem eftir stóð var hluti skólagjalds, sem honum var boðið að semja um greiðslu á þrátt fyrir yfirlýsingar hans um annað en hann hafnaði. Viðskipti hans við skólann voru þannig að strax á öðru ári neitaði sá aðili sem sér um skrifstofuhald að reyna frekar hjá honum inn- heimtu. Þetta hefði auðvitað átt að leiða til þess að öðrum nemanda væri veitt tækifæri til þess að sækja skólann en vegna umhyggju for- svarsmanna skólans fyrir nemandan- um var þetta ekki gert. Það að faðir- inn leyndi bæði móður og barn því hvernig har.n hefði staðið að viðskipt- um sínum við skólann, sem varð til þess að hann niðurlægði barn sitt á auvirðilegan hátt, er öðrum foreldr- um óskiljanlegt. Við útskriftina var hann þó fjarverandi sjálfur. Það fer ekki á milli mála að umræddur faðir hefur í sjálfsréttlætingu sinni reynt að koma sök sinni á þá er síst skyldi. Hann ætti því að biðjast opinberlega afsökunar á framferði sínu við skóla- stýrur Tjamarskóla sem greinilega hafa í gegnum árin sýnt barni hans meiri tillitsemi en hann sjálfur. Höfímdur er húsmóðir og viðskiptafræðinemi. STÓRÚTSALA í JMIVSINIM. H» OPIÐ FRÁ KL.12-18.30. LAUGARD. FRÁ KL.10-14. S:11981.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.