Morgunblaðið - 20.06.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.06.1989, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JUNI 1989 KOSNINGARI EVROPU: Grískir sósialistar biðu ósigur: Papandreou vill slj ómarsamstarf við kommúnista Aþenu. Reuter. Frá Ásgeiri Friðgeirssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. HELLENSKI sósíalistaflokkurinn (PASOK), sem farið hefur með völd í Grikklandi undanfarin átta ár undir forsæti Andreas Pap- andreous forsætisráðherra, beið lægri hlut fyrir hægriflokknum, Nýja lýðræðisflokknum, í þingkosningum á sunnudag. Nýi lýðræðis- flokkurinn undir forustu Konstantíns Mitsotakis náði þó ekki meiri- hluta á þingi, hafði hlotið 44,6% atkvæða eða 145 þingsæti, þegar 85% atkvæða höfðu verið talin. PASOK hafði hlotið 39% atkvæða eða 129 þingsæti. Talið er að sósíalistar muni reyna að mynda sam- steypustjóm með Kosningabandalagi vinstrisósíalista og kommún- ista, sem að hluta til er klofiiingshópur út úr PASOK; bandalagið hafði hlotið 12,8% eða 29 þingsæti. Aðrir flokkar hlutu 3,6% at- kvæða og 2 þingsæti. Reuter Konstantín Mitsotakis, leiðtogi Nýja lýðræðisflokksins, veifar til stuðningsmanna sinna skömmu áður en hann greiddi atkvæði í grísku þingkosningunum á sunnudag. Andreas Papandreou viður- kenndi að PASOK, sem hefur verið viðriðinn hvert hneykslið á fætur öðru, væri ekki lengur stærsti flokkurinn í Grikklandi. Flokkur hans tapaði um 7% atkvæða, 36 þingmönnum og þar með þing- meirihluta. Varðandi hugsanlega samvinnu við Kosningabandalag vinstri sósí- alista og kommúnista sagði Pap- andreou: „Við höfum lýðræðislegan og starfhæfan meirihluta á þingi. Græningjahópar og vinstri- flokkar bættu við sig fylgi Stórsigur Verkamannaflokksins í Bretlandi og stjórnarflokkur sósíalista á Spáni hélt velli Brussel, London, Bonn, París. Reuter. Daily Telegraph. GRÆNINGJUM óx fiskur um hrygg í flestum ríkjum Evrópubanda- lagsins er kosið var til þings bandalagsins á fimmtudag og sunnu- dag. í Vestur-Þýskalandi og Belgiu sóttu þjóðemissinnaðir hægri- flokkar á en kristilegir demókratar Helmuts Kohls kanslara töp- uðu. Sósialistar unnu víða á eða héldu sínum hlut frá kosningunum 1984 og breski Verkamannaflokkurinn vann stórsigur. Ljóst þykir að léleg kjörsókn í flestum löndunum geri erfitt að draga víðtækar ályktanir af úrslitunum. Kjörsókn var víðast hvar með minnsta móti, um 56% að jafnaði í ríkjunum 12. í Bretlandi neyttu aðeins 36% kjósenda atkvæðisrétt- ar síns, í Frakklandi 49%, en í Vestur-Þýskalandi og á Spáni var kjörsókn öllu skárri og á Ítalíu yfir 80 af hundraði. Þingmenn á Evrópuþinginu eru 518 og fer fjöldi þeirra frá hveiju landi nokkum veginn eftir íbúa- fjölda. Fyrir tveim ámm vom völd þinsins, er situr í Strassborg í Frakklandi, aukin vemlega; það getur nú stöðvað eða breytt laga- setningu varðandi innri markað EB-landanna sem á að verða að vemleika 1992. Græningjar verða nú samtals 38 á Evrópuþinginu en vom 20. Milljónir kjósenda hlýddu kalli þeirra um betri umgengni við nátt- úmna og gáfu gaum að vamaðar- orðum þar sem stundum er spáð dómsdegi vegna umhverfisspjalla. Stjómmálaskýrendur telja nú að græningjar muni reyna að beija í gegn lagasetningu á þinginu þar sem kveðið verði á um harkalegar ráðstafanir gegn mengunarvöld- um. Fyrir skömmu samþykkti Evr- ópuþingið lög um mengunarvamir í bílum. Umskipti í Bretlandi Kosningaúrslitin vom mesta áfall sem breski íhaldsflokkurinn hefur orðið fyrir í tíu ár. Hann hafði 45 þingsæti en fær 32; þingsætatölur íhaldsmanna og Verkamanna- flokksins hafa snúist við. Græn- ingjar unnu gífurlega á og fengu yfir 15% en vegna einmennings- kjördæma í Bretlandi, þ.e. sá sigr- ar sem flest fær atkvæðin, hljóta þeir ekkert sæti. Breskir græningj- ar em taldir vinstra megin í pólitíska litrófinu og vilja að Bret- land segi sig úr Atlantshafsbanda- laginu. Margaret Thatcher forsætisráð- herra lýsti vonbrigðum sínum með úrslitin en hét því að betur tækist til næst. Edward Heath, fyrmm forsætisráðherra, réðst á Thatcher fyrir að reka hræðsluáróður gegn embættismönnum í aðalstöðvum EB Bmssel og nokkrir þingmenn tóku í sama streng. Stjómin á kosningabaráttunni sætir harðri gagnrýni og m.a. þykja auglýs- ingar hafa verið misheppnaðar. Verkamannaflokkurinn hafði fyrir kosningamar sagt að þær væm eins konar þjóðaratkvæðagreiðsla um stefnu Thatcer-stjórnarinnar og vom ráðamenn þar á bæ kampakátir yfir úrslitunum. Vestur-þýskir hægriöfgamenn vinna á Kristilegir demókratar undir forystu Helmuts Kohls kanslara töpuðu miklu fylgi í kosningunum, fengu að þessu sinni 37,7% en höfðu um 45% 1984. Það vom þó ekki aðalandstæðingarnir, jafnað- armenn, sem unnu á heldur hinn hægrisinnaði flokkur repúblikana, sem m.a. fékk um 15 af hundraði atkvæða í Bæjaralandi. Leiðtogi repúblikana, Franz Schönhuber, er fyrmm foringi í SS-sveitum Hitlers en hann hefur vísað á bug öllum ásökunum um nasisma. Flokkurinn höfðar mjög til þjóð- emistilfinninga, berst gegn inn- flutningi fólks frá öðmm löndum og er andvígur innri markaði EB- landanna. Schönhuber segir að verði landamæri aflögð muni mafíuforingjar og eiturlyfjasalar vaða inn í landið. Græningjar bættu lítillega við sig, fengu 8,4%. Græningjar sigra í Frakklandi Kosningaþátttaka var lélegri í Frakklandi en verið hefur í kosn- ingum á landsvísu áratugum sam- an og olli það ráðamönnum miklum vonbrigðum. Græningjar fengu 10,6% atkvæða en þeir hafa lýst andstöðu við sameiningaráform EB og telja að ekki sé nægilegt tillit tekið til umhverfíssjónarmiða í áætlunum bandalagsins. Francois Mitterrand forseti og Michel Rocard forsætisráðherra njóta mikilla vinsælda í skoðana- könnunum en það virtist ekki duga oddvita sósíalista í EB-kosningun- um, Laurent Fabius, fyrmm for- sætisráðherra. Sigurvegari kosn- inganna varð Valery Giscard d’Estaing, fyrmm forseti, en hann var forystumaður miðflokkabanda- lags sem fékk um 29% atkvæða, sósíalistar fengu um 23,7%. Þjóð- fylking hægriöfgamannsins Jean Marie le Pens fékk um 11,7% en flokkurinn berst gegn sameining- arhugmyndum EB og varar við flóði innflytjenda. Skoðanakönnun dagblaðsins Le Figaro gefur til kynna að nær helmingur Frakka hafi áhyggjur vegna stofnunar innri markaðar EB 1992. Bílaiðn- aður og ýmis önnur starfsemi hafa lengi notið ríkisstyrkja og innflutn- ingshafta í Frakklandi. Við munum beijast með bjartsýni og vissu fyrir lokalyktunum, (vinstristjórn),“ sagði hann. Konstantín Mitsotakis hefur ver- ið falin stjórnarmyndun og á blaða- mannafundi í gærkvöldi biðlaði hann jafnt til einstakra þingmanna sem flokka. Hann hefur á brattann að sækja því samvinna ólíkra flokka er fátíð í Grikklandi. Ríkisstjórn sósíalista gekkst fyr- ir breytingum á kosningalöggjöf- inni í mars á þessu ári vegna þrýst- ings frá Nýja lýðræðisflokknum. Með breytingunum var vægi smá- flokka aukið í grískum stjóm- málum. Ef enginn stjórnmálaflokk- ur fær hreinan meirihluta í kosn- ingunum, samkvæmt nýju kosn- ingalöggjöfínni, fær sá flokkur sem flest atkvæði hlýtur þijá daga til stjórnarmyndunar. Ef þær stjóm- armyndunarviðræður fara út um þúfur tekur næststærsti flokkurinn við, í þessu tilfelli Hellenski sósíali- staflokkurinn. Takist samstarf ekki með flokkunum verður skipuð bráðabirgðaríkisstjóm og boðað tii nýrra kosninga innan sex mánaða. Talsmenn Kosningabandalags vinstri sósíalista og kommúnista hafa lýst því yfir að samstarf þeirra við sósíalista komi ekki til greina ef Papandreou og aðrir ráðherrar í ríkisstjóm hans er tengjast hneykslismálum sem skekið hafa grísku stjómina undanfarið, hverfí ekki úr valdastöðum. Slíðri kommúnistar sverðin og myndi ríkisstjóm með Helleníska sósíalistaflokknum yrði það í fyrsta sinn að kommúnistar kæmust til áhrifa innan grískrar ríkisstjórnar frá því að Þjóðeiningarstjórnin und- ir forsæti George Papandreous, föður Andreas, fór með völd árið 1944. Náist ekki samkomulag milli þessara aðila bendir flest til þess að stjórnarkreppa verði í landinu. Þingkosningarnar á írlandi: Flokkur Haugheys nær ekki meirihluta Staða hans mun veikarí en áður Dyflinni. Reuter. CHARLES Haughey, forsætisráðherra írlands, tókst ekki að tryggja flokki sínum meirihluta á írska þinginu í kosningunum í síðustu viku og á nú erfíðar samningaviðræður við stjórnarandstöðuna fyrir höndum. Staða Hugheys er almennt talin mun veikari en fyr- ir kosningarnar, en hann segist þó viss um að honum takist að mynda nýja stjórn. Flokkur Haugheys, Fianna Fail, fékk 77 þingsæti í kosningunum, sex sætum minna en hann þurfti til að tryggja sér meirihluta á þing- inu. Hægri- og miðflokkurinn Fine Gael fékk 55 þingsæti og vinstri- flokkamir Yerkalýðsflokkurinn og Verkamannaflokkurinn fengu 22 til samans. Framfarasinnaðir demókratar fengu sex þingsæti og óháðir fímm. Þetta er í fimmta sinn í röð sem Hughey tekst ekki að tryggja flokki sínum meirihluta á þinginu, en hann boðaði til kosninganna án þess að nauðsyn bæri til. Er úrslit- in voru ljós á laugardagskvöld við- urkenndi hann að honum hefði orðið á mistök, en hann kvaðst sannfærður um að honum tækist að mynda nýja stjórn. „Staða okk- ar er ekki verri en áður. Við vomm í minnihlutastjórn fyrir kosning- arnar og erum í minnihluta núna,“ sagði Hughey. Fine Gael studdi minnihluta- Charles Haughey Reuter stjóm Hugheys fyrir kosningarnar. Talið er að erfitt verði fyrir Haug- hey að tiyggja sér áframhaldandi stuðning flokksins og að hann þurfi jafnvel að bjóða flokknum ráðherraembætti í nýju stjórninni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.