Morgunblaðið - 09.12.1989, Page 41

Morgunblaðið - 09.12.1989, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUOARDAGUR <9. > DESEMBER 1989 Q1 41 Stjórnarfrumvörp um virðisauka-, tekju- og eignarskatt: Sjö þúsund kr. skatthækkun á mánuði fyrir meðalfjölskyldu - segir Friðrik Sophusson FRUMVARP ríkisstjórnarinnar um breytingu á lögum tekju- og eign- arskatt mun að sögn fjármálaráðherra leiða til lækkunar skattbyrði hjá lágtekjufólki. í framsöguræðu sinni boðaði ráðherra lækkun stimpilgjalda á hlutabréfum. Ólafur Ragnar Grimsson Ijár- málaráðherra mælti í neðri deild í gær fyrir frumvarpi ríkisstjórnar- innar um tekju- og eignarskatt. Ráðherra dró saman helstu efnisat- riði frumvarpsins: Heildaráhrif þeirra breytinga sem komi fram í þessu frumvarpi og frumvarpi um virðisaukaskatt séu þríþætt: í fyrsta lagi leiði lægra hlutfall í virðisaukaskatti en sölu- skatti til allt að 1% lækkunar á framfærslukostnáði heimilanna. Matvæli lækki meira, eða um 2% að jafnaði og einstakar tegundir um 8-9%. í öðru lagi veruleg lækk- un eignarskatta sem snerti fyrst og fremst fólk með lágar tekjur, þar sem það verði undanþegið hærra þrepinu. í þriðja lagi breyt- ingar á tekjusköttum sem hafi í för með sér léttari skattbyrði hjá barna- fjölskyldum með lágar tekjur, eink- um einstæðum foreldrum, en nokkra þyngingu hjá hátekjufólki. Um tekjuskattana segir ráðherra að þeir lækki að meðaltali hjá tekju- lágum barnafjölskyldum milli ár- anna 1989 og 1990. „Þetta kemur þannig út, að endurgreiðsla ríkisins til einstæðra foreldra og tekjulágra hjóna með börn hækkar í krónu- tölu, þar sem þessir aðilar greiða almennt ekki tekjuskatt. Hjá hjón- um munar þetta upp undir 1% af tekjum, sem skattbyrðin lækkar, en hjá einstæðum foreld.rum allt upp í 2% af tekjum og rúmlega það.“ Lækkun eignarskatts Um eignarskatta einstaklinga MMflCI segir ráðherra að þeir lækki veru- lega á næsta ári. Annars vegar lækki háþrepið um helming, úr 1,5% eins og það er í dag niður í 0,75%. Jafnframt verði það tengt tekjum viðkomandi, þannig að háþrepið falli alveg niður hjá einstaklingum með 70.000 krónur eða minna í skattskyldar tekjur á mánuði. Með þessum breytingum fækki þeim ein- hleypingum, sem lentu í háþrepinu í ár, um helming, úr 1.600 í 700-800. Á bilinu 70.000 til 140.000 króna mánaðarlauna fer að sögn ráðherra háþrepið smám saman að virka og kemur að fullu inn hjá einstaklingum með meira en 140.000 króna mánaðarlaun. Hjón teljast sem tveir einstaklingar. Nokkrar breytingar eru gerðar á gildandi lögum um vaxtabætur vegna íbúðarkaupa, sem sett voru síðastliðið vor í tengslum við upp- töku húsbréfakerfisins. Þær miða að sögn ráðherra einkum að því að rýmka rétt þeirra einstaklinga, sem hafa lágar tekjur, á kostnað hinna tekjuhærri. Heimildarákvæði um frádrátt vegna fjárfestinga einstaklinga í atvinnurekstri eru rýmkuð, meðal annars til þess að stuðla að aukinni eiginfjármyndun fyrirtækja með sölu hlutabréfa. „Jafnframt er gert ráð fyrir að skoða þennan þátt enn frekar í tengslum við samræmda skattlagningu fjármagnstekna og almenna endurskoðun á skattlagn- ingu fyrirtækja." Enn fremur eru lagðar til breyt- ingar varðandi skattfrelsi húsbréfa, þannig að þau fái sömu skattalegu meðferð og spariskírteini ríkissjóðs. „Með þessu er bæði stuðlað að lægri vöxtum á húsbréfum en ella og lægra útborgunarhlutfalli við íbúð- arkaup í húsbréfakerfinu.“ Hækkun persónuafsláttar og barnabóta Um tekjuskattshlutfallið sagði ráðherrann að með því að skatthlut- fall virðisaukaskatts væri lægra en söluskatts breyttust forsendur. Til að fjármagna þá lækkun hefði ver- ið ákveðið að hækka tekjuskatts- hlutfall um 2%, eða úr 30,8% í 32,8%. Að sögn ráðherra gæti þessi hækkun ein sér skilað um 2.800 milljónum króna á næsta ári í ríkis- sjóð, ef ekki kæmi til hækkun per- sónuafsláttar og barnabóta. „Til að vega upp á móti þessari þyngingu á skattbyrði er gert ráð fyrir að veija um það bil helmingi tekjuauk- ans, það er um 1.400 milljónum króna til þess að hækka persónuaf- slátt og barnabætur. Þannig er miðað við að persónuafsláttur og barnabætur hækki um tæplega 7,5% um áramótin í stað 3,5% eins og gert er ráð fyrir í fjárlagafrum- varpi. Þar með hækka skattleysis- mörkin um rúmlega 1.000 krónur á mánuði, úr 51.455 krónum í 52.466 krónur.“ Ráðherrann tók síðan dæmi um einstætt tveggja barna foreldri með 80.00 króna mánaðartekjur. Skattbyrði lækkaði þar um 0,5%. Hann tók síðan til ýmis önnur dæmi til styrktar þeirri fullyrðingu sinni að skattbyrðin lækkaði hjá lágtekjufólki, einnig með tilliti til lækkaðs virðisauka- skatts. „Skattbyrðin hefur beinlínis lækkað um 1,2% af tekjum, þrátt fyrir að skatthlutfallið hafi verið hækkað um 4,3%,“ sagði ráðherra og bætti við:„Þetta er það sem ég kalla hreinræktaða jöfnunarað- gerð.“ Lækkun stimpilgjalds Um skattalega meðferð hluta- bréfa sagði ráðherrann að ríkis- stjórnin myndi leggja það til við Alþingi, að stimpilgjald af útgáfu hlutabréfa verði lækkað, þannig að það væri að minnsta kosti helmingi lægra en af skuldabréfum og að ákvæðum í lögum um tekjustofna sveitarfélaga verði breytt á þann veg að kostnaður við verðbréfakaup viðskiptavaka myndi ekki stofn við útreikning aðstöðugjalds. Gííurlegar skattahækkanir Friðrik Sophusson (S/Rv) fagn- aði því í upphafi ræðu sinnar að ríkisstjórnin hefði ákveðið að lækka stimpilgjöld af hlutabrefum í sam- ræmi við tiilögur sjálfstæðismanna. Fátt anna$ taldi hann fagnaðarefni í frumvarpinu. Hann sagði í ræðu sinni að yrði af samþykkt þessa frumvarps kæmi það til með að hafa í för með sér skatthækkun á meðalfjölskyldu sem næmi 5.000 krónum á mánuði. Og ef virðisauka- skattsfrumvarpið væri tekið með inn í myndina væri skatthækkun á meðalfjölskyldu 7.000. Friðrik benti á það að á síðasta ári hefði Ólafur Ragnar boðað stór- felldar skattahækkanir að eigin sögn til þess að stoppa upp í fjár- lagagatið. Þrátt fyrir gífurlegar hækkanir hefði samt orðið 5 millj- arða halli. Minntist Friðrik í þessu samhengi orða Ólafs áður en hann varð fjármálaráðherra, þar sem hann hefði sakað fyrirrennara sinn í starfi um „milljarðamistök" vegna mikils fjárlagahalla. „Ég hef ekki heyrt ráðherrann tala um milljarða- mistök sín og ég hef ekki heyrt hann tala um nauðsyn þess að þessi ríkisstjóm færi frá eins og hann gerði kröfu um áður!“ Átaldi Frið- rik fjármálaráðherra fyrir það að sitja áfram í sínum stóli og þora ekki að horfast í augu við veruleik- ann og kjósendur. Friðrik gagnrýndi útreikninga fjármálaráðherra um lækkun skatt- byrði; útreikningar óvilhalls aðila, hagdeildar Alþýðusambands ís- lands staðfestu svo ekki væri um villst að svo væri ekki. Samsvar- andi dómur hefði komið frá BSRB. Landbúnaðarnefnd efri deild- ar hefúr náð samkomulagi um Neðri deild: Fundarfall vegna fjar- veru þingmanna BOÐUÐUM þingfundi í neðri deild var í gærkvöldi aflýst vegna slæ- legrar mætingar þingmanna. 13 stjórnarliðar mættu á fundinn og 7 stjórnarandstæðingar. 22 þingmenn þurfti til að samþykkja afbrigði vegna tveggja stjórnarmála. Arni Gunnarsson, forseti neðri deildar telur þetta mjög bagalegt fyrir störf þingsins framundan. Friðrik Sophusson telur þetta sýna algert áhugaleysi stjórnarliða á því að koma eigin málum fram. Þingfundir voru í báðum deildum Alþingis í gærdag. Fundi lauk í efri deild, en boðaður var kvöld- fundur í þeirri neðri. Fundur átti að hefjast kl. 20.30 og stóð til að hefja fundinn með því að sam- þykkja afbrigði og koma tveimur stjórnarfrumvörpum í þriðju um- ræðu og samþykkja þau síðan sem lög. Þetta er frumvarp um sér- stakan skatt á skrifstofu- og versl- unarhúsnæði og frumvarp til breyt- inga á lögum um námslán og náms- styrki. Einnig stóð til að halda áfram fyrstu umræðu um frumvarp ríkisstjórnarinnar um tekju- og eignarskatt. Þegar klukkan var fimm mínútur yfir boðaðan fundartíma voru að- eins 20 þingmenn í húsinu; 13 frá stjórn og 7 frá stjórnarandstöðu. í samtali við Morgunblaðið sagði Árni Gunnarsson, forseti neðri deildar, að þingmenn stjórnarinnar hefðu verið boðaðir' sérstaklega á fundinn, þar sem til hefði staðið atkvæðagreiðsla. „Þar sem það þarf 22 þingmenn til að samþykkja af- brigði og einnig þar sem ég þóttist vita að þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins myndu greiða atkvæði gegn frumvarpi um sérstakan skatt á skrifstofu- og verslunarhúsnæði, taldi ég þann kost vænstan að láta fund niður falla,“ sagði Árni og tók fram að fyrr um daginn hefði hann átt í mestum erfiðleikum með að afgreiða þessi tvö fi'umvörp til þriðju umræðu; það hefði aðeins tekist með því að stjórnarandstaðan Aðstoð við loðdýrabændur: Landbúnaðarnefiid nær sam- komulagi um aukna aðstoð Ríkisstjórnin breytir samþykkt sinni til samræmis það grundvallaratriði til þess að aðgerðir þessar nái tilgangi sínum. Nefndin beinir þeim tilmælum til ríkisstjórnarinnar að Framleiðni- sjóður annist þessa framkvæmd í stað Byggðastofnunar. Nefndin leggur áherzlu á að Framleiðni- sjóður mun halda áfram fjárhags- legri endurskipulagningu og skuld- breytingum með því fjármagni sem óráðstafað er af þeim 60 milljónum króna sem ákveðnar-voru til þess í febrúar sl. Til að sinna því verk- efni og vinnu við framkvæmd ákvæða 1. greinar frumvarpsins þarf Framleiðnisjóður og land- búnaðarráðuneytið að veita bænd- um sérfræðilega þjónustu við samningagerð." Breytingartillaga nefndarinnar við seinni grein frumvarpsins gerir ráð fyrir að hún hljóði svo: „Þrátt fyrir ákvæði um tryggingar fyrir lánum o.fl. í lögum nr. 45/1971 um Stofnlánadeild landbúnaðarins, er Stofnlánadeild heimilt að fella niður verðtryggingu og vexti, og fresta greiðslu afborgana af lánum til bænda vegna loðdýrabúa á næstu fimm árum. Þá er Stofnl- ánadeild heimilt, þegar hagsmun- um hennar er betur borgið með þeim hættí, að fella niður hluta höfuðstóls annarra veðskulda loð- dýrabænda.“ Með breytingu nefndaririnar er fellt niður ákvæði um fóðurstöðvar, þar sem nefndin telur, eftir viðræður við forstjóra Byggðastofnunar, að stofnunin eigi að taka að sér aðstoð við fóður- stöðvarnar, sambærilega við þá, sem Stofnlánadeild veiti bændum. hefði tekið þátt í atkvæðagreiðsl- unni. Árni taldi þetta afskaplega baga- legt fyrir störf þingsins, þar sem álagið væri nú þegar mjög mikið. Ástæðuna taldi hann ef til vill vera þá að nú hefði ríkisstjórnin það öruggan meirihluta að stjórnar- þingmenn teldu það í lagi að láta sig vanta. Sagði Árni þetta mál myndu verða rætt á þingflokks- fundum á laugardag. Friðrik Sophusson (S/(Rv) kvað það vera mjög fátíðan atburð að fundur félli niður vegna lélegrar mætingar. „Þetta er yfirgengilegur aumingjaskapur í stjórnarliðum, sérstaklega þar sem sérstaklega var hringt í þá til þess að flýta fyrir málum stjórnarinnar. Áhuginn er greinilega ekki meiri en þetta.“ Ekki taldi Friðrik þetta auka líkur á því að unnt væri að ljúka þing- störfum fyrir jól. Fundir verða á Alþingi í dag og hefjast þeir kl. 14.00. að flytja breytingartillögur við frumvarp landbúnaðarráðherra um aðstoð við loðdýrabændur, sem fela í sér hækkun hámarks ríkisábyrgðar um 20 milljónir og að Stofnlánadeild landbúnað- arins verði heimilt að fella niður verðtryggingu og vexti og fresta greiðslu afborgana af lánum til bænda vegna loðdýrabúa á næstu fímm árum. Þá lagði nefndin til breytingu á sam- þykkt ríkisstjórnarinnar um að- stoð við loðdýrabændur, og var sú breyting samþykkt á ríkis- stjórnarfundi í gærmorgun. Fym breytingartillaga nefndar- innar gerir ráð fyrir að hámark ríkisábyrgðar á lánum loðdýra- bænda verði hækkað úr 280 millj- ónum króna í 300. „Sú breyting er gerð til þess að mæta því að þeim 20 milljónum króna, sem Framleiðnisjóði er samkvæmt bók- un ríkisstjórnarinnar frá 28. nóv- ember síðastliðnum ætlað að leggja fram til fjárhagslegrar endur- skipulagningar, verði varið til lækkunar fóðurverðs. Það framlag kemur til viðbótar þeim 25 milljón- um sem verða veittar samkvæmt bókun ríkisstjómarinnar og fyrir- heiti því sem þar er gefið um út- vegun viðbótarfjármagns, enda liggja fyrir upplýsingar um áhuga loðdýrabænda fyrir að halda.bú- stofni sínum,“ segir í áliti nefndar- innar. „Með þejrri breytingu vill nefndin tryggja að eftir áramót haldi jöfnunargjald á fóður verð- gildi þessa árs, enda telur nefndin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.