Morgunblaðið - 09.12.1989, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 09.12.1989, Qupperneq 52
52 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1989 Gabriele 100 Rifrvélar í úrvcali Verð frá kr. 17.900,-stgr EinarJ. Skúlason hf. Grensásvegi 10, sími 686933 HITASTILLT MORATERM blöndunar- tæki með sjálfvirkri hita- stillingu og öryggis- hnapp, sem takmarkar hitastig við 38 C. Mora sænsk gæðavara fyrir íslenskar aðstæður. Fást í byggingavöruverslunum. nneiriánægja^ Revolit Revolit eldhúsáhöldin eru sterk, stílhrein og um- fram allt, endingargóð. Láttu plastvörurnar frá Revolit létta þér heimilis- störfin. HEILDSÖLUBIRGÐIR: BURSTAGERÐINf SMIÐSBÚÐ 10, GARÐABÆ SÍMI41630 & 41930 4 Guðsþjónustur í Reykjavikur- prófastsdæmi: ÆSKR: Guðsþjónústa á vegum Hjálparstofnunar kirkjunnar verður í Langholtskirkju sunnudag kl. 11. Kór Æskulýðssambands kirkjunn- ar í Reykjavíkurprófastsdæmi syngur söngva frá Suður-Afríku. Forsöngvarar Sigrún Hjálmtýs- dóttir og Egill Ólafsson. Prestur sr. Þórhallur Heimisson. ÁRBÆJARPRESTAKALL: Barna- samkoma kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Gideonfélagar kynna starf sitt í messunni. Guðsþjónusta í Safn- kirkjunni í Árbæ kl. 16. Sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson messar. Kirkju- kór Árbæjarsóknar syngur undir stjórn Jóns Mýrdal organista. — Aðventusamkoma í Árbæjarkirkju kl. 20.30. Ræðumaður kvöldsins: Ólafur Ragnar Grímsson fjármála- ráðherra. Flautuleikur Camilla Söderberg og Snorri Örn Snorra- son, Skagfirska söngsveitin, Barnakór Árbæjarskóla og Kirkju- kór Árbæjarsóknar syngja. Mið- vikudag: Fyrirbænastund kl. 16.30. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kaffi eftir messu. Sr. Árni Bergur Sigur- björnsson. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Messa kl. 14, altar- isganga. Prédikun flytur kínversk- bandarísk kona frá Hawaii, Ada Lum, starfsmaður alþjóðlegu kristilegu stúdentasamtakanna- sem dvelur hér á landi á vegum kristilegu skólahreyfingarinnar. Organisti Daníel Jónasson. Bæna- guðsþjónusta þriðjudag kl. 18.30, altarisganga. Sr. Gísli Jónasson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, sr. Pálmi Matthíasson. Guðsþjón- usta kl. 14. Einsöngur Ingveldur Ólafsdóttir. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Sr. Pálmi Matt- híasson. DIGRANESPRESTAKALL: Barna- samkoma í safnaðarheimilinu við Bjarnhólastíg kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 14. Sr. Þor- bergur Kristjánsson. DÓMKIRKJAN: í dag, laugardag: Barnasamkoma kl. 10.30. Egill Hallgrímsson. Sunnudag: kl. 11. messa með altarisgöngu. Sr. Jón Kr. ísfeld prédikar. Kirkjukaffi Bílddælinga á Hótel Borg eftir messu. Sr. Jakob Ágúst Hjálmars- son. — Kl. 14. Messa. KórTónlist- arskólans í Reykjavík syngur. Sr. Hjalti Guðmundsson. Daglegar kvöldbænireru íkirkjunni kl. 17.15. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Messa kl. 14. Sr. Stefán Lárusson. Organisti Kjartan Ólafsson. Félag fyrrver- andi sóknarpresta. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Barna- guðsþjónsta kl. 11 í umsjón Ragn- heiðar Sverrisdóttur. Guðsþjón- usta kl. 14, prestur sr. Hreinn Hjartarson. Einsöngur Ragnheiður Guðmundsdóttir. Organisti Guðný M. Magnúsdóttir. Stúdentar út- skrifaðir frá MR 1955 sérstaklega boðnir velkomnir. Nk. miðviku- dagskvöld er guðsþjónusta kl. 20. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Tónlist annast Þorvaldur Halldórs- son og félagar. Sóknarprestar. GRAFARVOGSPRESTAKALL: Barnamessa kl. 11 í Félagsmið- stöðinni Fjörgyn við Foldaskóla. Sunnudagspóstur — söngvar. Að- stoðarfólk Guðrún, Valgerður og Hjörtutr Skólabíll fer frá Hamra- hverfi kl. 10.45. Aðventuhátíð kl. 20.30 í Félagsmiðstöðinni. Hátíð- arræðu flytur biskup íslands herra Ólafur Skúlason. Einsöngur Signý Sæmundsdóttir. Kór Grafarvogs- sóknar syngur undir stjórn Sigríðar Jónsdóttur organista. Fermingar- börn flytja helgileik og börn úr Foldaskóla flytja Lúsíuleik. Að- ventukaffi. Sr. Vigfús Þór Árnason. GRENSÁSKIRKJA: Barnastarf kl. 11. Eldri börnin uppi og yngri börn- in niðri. Guðsþjónusta kl. 14. Fyrir- bænir eftir messu. Laugardag: Bænastund og biblíulestur kl. 10. Prestarnir. Guðspjall dagsins: Lúk. 21.: Teikn á sólu og tungli. HALLGRÍMSKIRKJA: í dag laugar- dag: Samvera fermingarbarna kl. 10. Sunnudag: Messa og barna- samkoma kl. 11. Sr. Karl Sigur- björnsson. Matur eftir messu. Kvöldmessa með altarisgöngu kl. 17. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Þeir sem vilja bílfar hringi í Hallgr- ímskirkju í síma 10745 eða 621475. Þriðjudag 12. des. Fyrir- bænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beð- ið fyrir sjúkum. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Jón Bjarman. HÁTEIGSKIRKJA: Morgunmessa kl. 10. Sr. Tómas Sveinsson. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Kirkjubíllinn fer um Hlíðarnar fyrir og eftir barnaguðsþjónustuna. Hámessa kl. 14. Sr. Arngrímur Jónsson. Aðventutónleikar kl. 21. Kolbeinn Bjarnason og Robyn Koh leika á flautu og sembal. Kvöld- bænir og fyrirbænir eru í kirkjunni á miðvikudögum kl. 18. Prestarnir. HJALLAPRESTAKALL: Messusal- ur Hjallasóknar Digranesskóla. Föndurstund kl. 10.30. Barna- messa kl. 11. Almenn guðsþjón- usta kl. 14. Sr. Kristján Einar Þor- varðarson. KÁRSNESPRESTAKALL: Fjöl- skylduguðsþjónusta í Kópavogs- kirkju kl. 11,'Litli kór Kársnesskóla syngur undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur. Aðventukvöld í Kópavogskirkju kl. 20.30. Hug- vekju flytur Signý Pálsdóttir leik- húsritari, Ragnhildur Ófeigsdóttir flytur frumsamin trúarljóð. Fjöl- breytt tónlist. Veitingar í safnaðar- heimilinu í lok samkomunnar. Sr. Árni Pálsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Útvarpsmessa kl. 11 á vegum Hjálparstofnunar kirkj- unnar í samvinnu við Langholts- söfnuð. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 14. Léttir söngvar. Sr. Þórhallur Heimisson. LAUGARNESKIRKJA: í dag, laug- ardag: Guðsþjónusta í Hátúni 10B, 9. hæð, kl. 11. Sunnudag: Guðs- þjónusta kl. 11. Börn úr barna- starfi kirkjunnar syngja. Lárus Sveinsson leikur einleik á trompet. Barnastarf á sama tíma. Kl. 17 hefst tónlistarvika Laugarneskirkju með tónleikum kórs Laugarnes- kirkju undir stjórn Ann Toril Lind- stad. Undirleik annast hljóðfæra- leikarar úr Sinfóníuhljómsveit ís- lands. Fjórir einsöngvarar syngja með kórnum. Biskup íslands herra Ólafur Skúlason setur tónlistarvik- una. HádegistónleÍKar alla vikuna kl. 12. Þriðjudag 12. des.: Helgi- stund kl. 22. Fimmtudag 14. des. Kyrrðarstund í hádeginu kl. 12. Orgelleikur, altarisganga og fyrir- bænir. Sóknarprestur. NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11. Munið kirkjubílinn. Messa kl. 14. Sr. Ólafur Jóhannsson. Orgel- og kórstjórn Reynir Jónasson. Mið- vikudag: Fyrirbænamessa kl. 18.20, sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Leikið verður á orgel í kirkjunni frá kl. 17.45. SEUAKIRKJA: Kirkjudagur Selja- kirkju sunnudag 10. des. Barna- guðsþjónusta kl. 11. Hátíðarguðs- þjónusta kl. 14. Eiríkur Pálsson leikur á trompet. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Kirkjukórinn syngur. Aðventukvöld kl. 20.30. Ræðu- maður Áslaug Friðriksdóttir fv. skólastjóri. Básúnukvartett leikur aðventulög undir stjórn Odds Björnssonar. Helgileikur í umsjón Æskulýðsfélagsins. Hugleiðing, Þröstur Einarsson formaður sókn- arnefndar. Kaffisala að loknu að- ventukvöldinu. Sóknarprestur. SELTJARNARNESKIRKJA: Fjöl- skyldumessa kl. 11. Organisti Gyða Halldórsdóttir. Prestur Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Börn úr Tónlistarskólanum koma í heimsókn. Barnastarf á sama tíma i í umsjón Öddu Steinu, Sigríðar og Hannesar. Mánudag: Fyrirbæna- stund í kirkjunni kl. 17. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Aðventu- hátíð kl. 20.30. Ræðumaður kvöldsins Baldur Sveinsson kenn- ari. Kirkjukórinn syngur, ritningar- lestrar, bænir. Kertin tendruð. Léttar veitingar í Kirkjubæ á eftir. Safnaðarprestur. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Guðs- þjónusta kl. 11.00 (athugið tímann). Einsöngur Guðlaugur Tryggvi Karlsson. Tónleikar kórs Kennaraháskóla íslands kl. 14.30. Helgistund með Skírn kl. 17.00. - Leikið á orgelið frá kl. 16.40. Mið- vikudagur kl. 7.30 morgunandakt. Orgelleikari Pavel Smid. Cecil Har- aldsson. J HVÍTASUNNUKIRKJAN Fílad- elfía: Almenn guðsþjónusta kl. 20. KRISTSKIRKJA Landakoti: Lág- messa kl. 8.30. Stundum lesin á ensku. Hámessa kl. 10.30. Lág- messa kl. 14. Rúmhelga daga er lágmessa kl. 18 nema á laugardög- um, þá kl. 14. Á laugardögum er! ensk messa kl. 20. MEÐFERÐ JÓLABLÓMANNA Blóm vikunnar Umsjón: Ágústa Björnsdóttir 151. þáttur Að prýða vistarverur blóma- skreytingum um jól og gefa lifandi blóm er löngu orðin algeng venja. Þörf fyrir blóm er ætíð fyrir hendi og á árlegum stórhátíðum nær þessi háttur jafnan hámarki. Margir eru vanafastir með val á jólablómum, enda hefur það leitt til þess að viss- ar tegundir eru þá öðrum fremur í uppáhaldi. Ilmandi hýasintur á lauk í laglegri skál með mosa, greni- sprotum, könglum og öðru skrauti eru mjög eftirsóttar og sennilega finnst flestum mest til siíkra jóla- skreytinga koma. Um jól er einnig um það að ræða að njóta afskorinna blóma í fallegum vasa. Margir halda sig þá við túlípana, riddarastjörnur eða hátíðarliljur. Ég tek t.d. lit- skæra túlípana fram yfir önnur blóm. Kannski er það vegna þess að þá eru fyrstu túlípanar vetrarins rétt að byija að sjást. Á þessum tíma eru þeir hvorki háir í lofti né blómstórir, en hvort tveggja tekur skjótum breytingum þegar þeir koma í stofuyl. Eftir 1-2 daga eru bæði blóm og blöð orðin fyrirferðar- mikil. Afskorin blóm lifa því aðeins vel og lengi að þeim sé sýnd nær- gætni og umhyggja, en allt of mörg- um hættir til að hugsa lítið út í þau atriði. Varðandi þetta þykir því rétt að draga fram eftirfarandi minnis- atriði: 1. Mikil ogjöfn hlýja allan sólar- hringinn gerir ætíð afskorin blóm og blómaskreytingar skammlífar. Geymið því ævinlega blómin á svöl- um stað á næturnar sé unnt að koma því við. Kjörhiti er 4-5° fyrir flest algeng blóm. 2. Fylgjast þarf l-2svar á dag með vatnsþörf blóma, en vatns- eyðslan er oft ótrúlega mikil í hlýj- um húsakynnum. Bætið vatni í ílát- in eftir þörfum ef verið er með blómafæðu í vatninu. Að öðrum kosti skyldi vatnið endurnýjað alveg daglega, ella fúlnar það fijótt og blómstilkarnir stíflast. Forðist að hafa mjög mikið vatn í blómavös- um sé verið með laukblóm. Helst aðeins 5-6 cm. 3. Gætið þess að láta blóm ekki standa þar sem dragsúgs eða hita- streymis kann að gæta. Reykjar- stybbu þola þau einnig illa. Sama gildir um nærveru ávaxta. 4. Haldið hyasintulaukum í skreytingum jafnrökum án þess þó að þeir standi að staðaldri í vatni því þá visna blómin fljótt. Geymíð hyasintur einnig í svala um nætur. 5. Notið ætíð yljað vatn. Þetta á ekki síst við um öll jólablóm sem standa í pottu'm á víð og dreif í vistarverunum. Gleðileg jól! Óli Valur Hansson "V:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.