Morgunblaðið - 09.12.1989, Page 53

Morgunblaðið - 09.12.1989, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1989 53 MARÍUKIRKJA Breiðholti: Há- messa kl. 11. Rúmhelga daga er lágmessa kl. 18. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli kl. 14. Hjálpræðissam- koma kl. 20.30. Flokkstjórarnirtala og stjórna. NÝJA postulukirkjan: Háaleitis- braut 56-58. Messa kl. 11 MOSFELLSPRESTAKALL: Barna- samkoma í safnaðarheimilinu kl. 11. Messa í Lágafellskirkju kl. 14. Guðný Hallgrímsdóttir prédikar. Sr. Birgir Ásgeirsson. GARÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Þröstur Eiríksson. Barnasamkoma í Krikjuhvoli kl. 13. Sr. Bragi Friðriksson. BESSASTAÐASÓKN: Barnasam- koma í Álftanesskóla í dag, laugar- dag kl. 11. KAPELLA St. Jósefssystra Garðabæ: Hámessa kl. 10. FRÍKIRKJAN Hafnarfirði: Barna- samkoma kl. 11. Aðventuhátíð kl. 20.30. Fjölbreytt dagskrá í tali og tónum. Kennarar og nemendur Tónlistarskólans ásamt kór kirkj- unnar flytja dagskrá. Organisti Kristjana Þórdís Asgeirsdóttir. Sr. Einar Eyjólfsson. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Ægir Sigurgeirsson. Tónleikar kl. 17. Sigurður Kr. Sig- urðsson og Kjartan Sigurjónsson flytja sönglög og orgelverk. Sr. Sigurður Helgi Guðmundsson. KAPELLAN St. Jósefsspítala: Há- messa kl. 10.30. Rúmhelga daga lágmessa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl. 8. KÁLFATJARNARKIRKJA: Að- ventusamkoma kl. 17. Barnakór syngur. Organisti Frank Herlufsen. I dag; laugardag, er barnasam- koma í Stóru-Vogaskóla kl. 11. Sóknarprestur. INNRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Að- ventustund í safnaðarheimilinu kl. 14. Barnakór og kirkjukórinn syngja aðventu- og jólalög undir stjórn organistans, Gróu Hreins- dóttur, og Steinars Guðmunds- sonar. Jólakaffi eftir samveru- stundina. Sr. Þorvaldur Karl Helga- son. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Barnastarf kl. 11. Aðventutónleik- ar kl. 16. Barnakór, kór fermingar- barna og kirkjukórinn syngja að- ventu- og jólalög undir stjórn Gróu Hreinsdóttur organista og hljóð- færaleikarar aðstoða. Bjöllukórinn úr Garðinum leikur nokkur lög. Sr. Þorvaldur Karl Helgason. KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnudaga- skóli kl. 11. Vænst að foreldrar komi með börnum sínum. Munið skólabílinn. Aðventutónleikar kl. 20.30. Þessir kórar taka þátt í fjöl- breyttri dagskrá: Suðurnesjakór- inn, blandaður kór Karlakórs Keflavíkur og kór Keflavíkurkirkju. Stjórnendur Sigvaldi Kaldalóns og Örn Falkner. Einsöngvarar Guð- mundur Ólafsson, María Guð- mundsdóttir, Sverrir Guðmunds- son og Steinn Erlingsson. Hallbera Pálsdóttir les jólasögu. Sóknar- prestur. KAÞÓLSKA kapellan Keflavík, Hafnargötu 71: Messað á sunnu- dögum kl. 16. GRINDAVÍKURKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Aðventusam- koma kl. 20.30. Kórar syngja. Sýndur helgileikur. Sóknarprestur flytur hugvekju. Bænasamkomur alla þriðjudaga kl. 20.30. Sr. Örn Bárður Jónsson. KIRKJUVOGSKIRKJA: Messa kl. 14. Altarisganga. Börn sýna helgi- leik. Tekinn verður í notkun han- dofinn aðventu- og föstuhökull, gefinn kirkjunni í minningu sr. Jóns Árna Sigurðssonar fyrrv. sóknar- prests. Messukaffi í skólanum eft- ir messu. Sr. Örn Bárður Jónsson. HVALSNESKIRKJA: Sunnudaga- skóli í grunnskólanum í Sandgerði kl. 11, hinn síðasti fyrir jól. Fjallað um jólin í söng, mynd- og talmáli. Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson. ÚTSKÁLAKIRKJA: Sunnudaga- skóli kl. 14, hinn síðasti fyrir jól. Fjallað um jólin í söng, mynd- og talmáli. Aðventukvöld kl. 20.30. Þorvaldur Halldórsson söngvari ásamt öðru tónlistarfólki annast dagskrána að mestu leyti. Að- ventusaga o.fl. Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson. EYRARBAKKAKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 10.30. Sóknar- prestur. STOKKSEYRARKIRKJA: Messa kl. 14. Sóknarprestur. BORGARPRESTAKALL: Barna- guðsþjónusta í Borgarneskirkju kl. 10. Aðventusamkoma með fjöl- breyttu efni í Borgarneskirkju kl. 17. Sóknarprestur. AKRANESKIRKJA: Kirkjuskóli yngstu barnanna í safnaðarheimil- inu Vinaminni í dag, laugardag, kl. 13. Sunnudag: Barnaguðsþjón- usta kl. 11 í kirkjunni. Aðventu- hátíð hefst í kirkjunni kl. 20.30 með helgistund, en síðan er fjölbreytt dagskrá flutt í safnaðarheimilinu. Fyrirbænaguðsþjónusta mánudag kl. 18.30. Organisti og söngstjóri Einar Örn Einarsson. Sr. Björn Jónsson. ■ JÓHANNES Páll II páfí kom hingað til lands snemma í júní síðastliðnum, eins og mönnum er enn í fersku minni. Nærri má geta að páfi hefur ekki lagt leioð sína svo langt norður á bóginn til þess eins að sýna sig og sjá aðra, heldur átti hann erindi við fólkið, flutti því boðskap og sá boðskapur hans til íslendinga er viðfangsefni séra Hjalta Þorkelssonar í erindi sem hann flytur á fundi Félags kaþól- skra leikmanna mánudaginn 11. desember kl. 20.30 í Safhaðar- heimili kaþólskra, Hávallagötu 16. Allir eru velkomnir að hlýða á erindi séra Hjalta. UAÐALFUNDUR Hins íslenskn bókmenntafélags verður haldinn í Iðnaðarmannahúsinu við Tjörnina í dag, 9. desember, kl. 14. Að loknum venjulegum aðalafundarstörfum flyt- ur Ólafur Davíðsson hagfræðingur, framkvæmdastjóri Félags íslenskra iðnrekenda, erindi sem nefnist Sam- eing Evrópu og framtíð þjóðríkja. í erindi sínu gerir fyrirlesari grein fyrir því hvað Evrópubandalagið er og þó öllu heldur hvað það er ekki. Hann leitast við að svara því hvað gerist næsta áratug á þeim vett- vangi. Síðan víkur hann að hlutverki Evrópu í menningarmálum, þar á meðal verkaskiptingu milli Evrópu- ráðs og Evrópubandalags. Þá víkur fýrirlesari að breytingum þeim sem eru að verða í heiminum, einkum áhrif tæknibyltingarinnar á þjóðríki og þjóðmenningu, en þessari þróun má ekki blanda saman við það sem er að gerast í Evrópu innan Evrópu- bandalagsins. Loks ræðir fyrirlesari hvort líkur eru á fjölbreyttara menn- ingarlífi með tilkomu Evrópubanda- lagsins. Bendir margt til að svo verði. Gagnkvæmur áhugi á menn- ingu ólíkra þjóða Evrópu fer nú vax- andi og það örvar menningarstarf. ■ ÞINGEYRINGAR eru lystugir á list og jafnt þótt stutt sé á milli listviðburða. Miðvikudaginn 15. nóvember síðastliðinn heimsóttu séra Gunnar Björnsson og frú grunnskólann á Þingeyri og lék Gunnar á selló fyrir nemendur og kennara þeim til óblandinnar ánægju. Síðar settist hann við píanó skólans og allir tóku lagið. Næsta dag fóru þau, prestshjónin í Holti, vestur í Arnarfjörð og sóttu skóla- böm í Auðkúluhreppi heim. Laug- ardaginn 18. nóvember síðastliðinn voru nemendur Tónlistarskólans með samleik í félagsheimilinu og fluttu ýmis tónverk á flygil. Líka léku þau á blokkflautu og gítar. Húsfyllir var og að loknum hljóm- leikum var boðið upp á kaffi og hlaðborð. Nemendur skólans færðu skólastjóranum, Guðbjörgu Leifs- dóttur, 34 rauðar rósir frá verð- andi barnfóstmm. Fullorðnu fólki hefur fjölgað í tónlistarskólanum í vetur. L/jks hefur aðstaðan til tón- listarkennslu verið löguð í hólf og gólf svo sómi er að. - Hulda Þ.ÞDRCBlMSSON &C0 mWABMA PLAST ÁRMÚLA 1 6 OG 29, S. 38640 Björnsson SANDGREIFARNIR eftir Björn Th. Björnsson. Heillandi og skemmtileg bók um uppvaxtarár höfundar í Vestmannaeyjum. Lesendur þekkja bragðmikinn stíl Björns Th. Björnssonar af verkum hans um listfræðileg efni og sögulegar skáldsögur. í þessari bók nýtur orðsnilld Björns sín frá nýrri og óvæntri hlið, aðdáendum hans til ósvikinnar ánægju. LANDHELGISMÁUÐ - það sem gerðist bak við tjöldin. Lúðvík Jósepsson var manna lengst í eldlínu landhelgisbaráttunnar. í þessari bók rekur hann sögu landhelgismálsins í 40 ár og segir frá þeim átökum sem þar urðu á bak við tjöldin heimafyrir og erlendis. Stórfróðleg bók um lífshagsmunamál þjóðarinnar skrifuð af einum baráttuglaðasta stjórnmálamanni hennar. I og menmng í PJÓÐBRAUT HEIMSBÓKMENNTA Síðumúla 7-9. Sími 688577. Laugavegi 18. Sími 15199-24240.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.