Morgunblaðið - 09.12.1989, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 09.12.1989, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1989 57 Fyrsta að- ventuhátíð Grafarvogs- safhaðar Biskup Islands flytur hátíðarræðu Nýtt kirkjuár hefur hafið göngu sína. Það eru merkileg tímamót í safnaðarstarfi kirkjunnar, ekki þó síst í söfnuði sem er að hefja starf sitt. Anægjulegt er, hve aðvent- utimabilið hefur tekið á sig nýja mynd, með síaukinni kirkjusókn á síðustu árum. Síðastliðinn sunnudag fjölmenntu fermingarbörn Grafar- vogssóknar og foreldrar þeirra til guðsþjónustu á fyrsta sunnudegi í aðventu. Þá voru tendruð ljós sem sannarlega lýsa upp allt myrkur sem og lýsa fram á veginn og benda fram til blómlegs starfs í nýstofnuðum söfnuði, Næstkomandi sunnudagskvöld mun söfnuðurinn efna til síns fyrsta aðventukvölds. Ræðumaður kvölds- ins verður biskup íslands, herra Ólaf- ur Skúlason. Fermingarböm munu flytja aðventutexta við kertaljós, nemendur úr fjórða bekk Foldaskóla flytja Luciuleik. Fluttur verður tákn- málsleikur. Nemandi úr 7. bekk leik- ur einleik á píanó. Einsöngvari kvöldsins verður Signý Sæmunds- dóttir óperusöngkona. Dagskráin mun heíjast með samleik trompet- leikara og organistans Sigríðar Jóns- dóttur. Kirkjukórinn, sem nú hefur hafið starf, mun flytja sálminn, Kom þú, kom vor Immanúel við texta Sig- urbjarnar Einarssonar. I lokið verður almennur söngur við kertaljós. Að- ventukaffi er í boði sóknarnefndar að lokinni dagskrá. _ Vigfús Þór Arnason, sóknarprestur. Aðventuhátíð í kirkju Óháða safhaðarins Á morgun, sunnudaginn 10. des- ember, verður aðventuhátíð í Kirkju Óháða safnaðarins, og hefst hún kl. 20.30. Góðir gestir koma í heimsókn og verður dagskráin eftirfarandi: — Ræðumaður kvöldsins verður Baldur Sveinsson, kennari. — Jóhanna Linnet syngur einsöng. — Homaflokkur úr Sinfóníuhljóm- sveit íslands leikur. — Sálmasöngur blandaðs kórs. — Ritningarlestur og bæn. — Ljósin tendruð. — Iættar veitingar í Kirkjubæ. Aldrei hafa jafn margir kvatt sér hljóðs hér á landi á aðventu og segja má að boðskapurinn sé mismunandi. Mjög þýðingarmikið er að kristnir menn átti sig vel á því hvað sé krist- indómur og hvað ekki. Aðventan er undirbúningstími fyrir komu Jesú Krísts, hann einn á að vera í miðdepli. Foreldrar em hvattir til að koma með börn sín, því jólin nálgast óðum og mikilvægt er að hefja réttan und- irbúning með hátíðarstund á aðven- tunni. , . _ Þorsteinn Ragnarsson, saínaðarprestur. Basar, kaffi- sala og happdrætti Basar, kaffisala og happdrætti verður í safnaðarheimili Maríukirkj- unnar Raufarseli 8, á morgun, sunnudag 10. desember, kl. 15.00. Á basarnum verða til sölu ýmsir jólamunir og í happdrættinu verða ýmsir góðir vinningar. Má þar m.a. nefna mat fyrir tvo á ýmsum veit- ingastöðum í borginni, námskeið í jassballett, fótsnyrtingu, hár- greiðslu og klippingu auk margra annarra góðra vinninga. Akranes: AÐVENTUHÁTÍÐ Það er orðin hefð í Akranessöfn- uði að halda aðventuhátíð á öðrum sunnudegi í aðventu. Svo verður og að þessu sinni, nk. sunnudag, 10. desember. Boðið verður upp á fjöl- breytta hátíð fyrir alla ijölskylduna. Kirkjuskóli yngstu barnanna og barnaguðsþjónusta verða á sínum venjulegu tímum, en hátíðin sjálf hefst með stuttri helgistund í kirkj- unni kl. 20.30. Að henni lokinni verð- ur gengið beint yfir í Safnaðar- heimilið Vinaminni, handan götunn- ar. Þar hefst hátíðarsamkoma með hljóðfæraleik nemenda úr Tónlistar- skóla Akraness. Ræðumaður kvölds- ins verður sr. Bragi Skúlason, sjúkra- húsprestur, én hann er borinn og bamfæddur Akumesingur. Inga Backmann, sem einnig er Akurnes- ingur að uppruna, syngur einsöng. Þrír kórar koma fram, barnakór, fermingarbarnakór og Kirkjukór Akraness. Söngstjóri og organisti er ungur Akurnesingur, Einar Örn Ein- arsson. Þá munu fermingarbörn flytja jólaefni í óbundnu máli. í lokin verð- ur helgistund í umsjá sóknarprests. Þá verður kveikt á kertaljósum og horft fram ti! heilagra jóla. Það er okkar einlæga von, að þessi aðventuhátíð verði fjölsótt svo sem verið hefír hingað til. Allir ættu að geta fundið' eitthvað við sitt hæfi og iifað ljúfa undirbún- ingsstund undir komu jólanna. Björn Jónsson, sóknarprestur. Maríukirkjan í Breiðholti. Kaffið og kökurnar standa vissu- lega fyrir sínu. \ Allir eru hjartanlega velkomnir. ATH: Messan á morgun, sunnu- dag 10. desember, verður kl. 2 e.h. Engin messa_verður kl. 11.00 f.h. Séra Ágúst K. Eyjólfsson sóknarprestur. Hafðu Braga í bollanum yfir hátíðarnar! Hátíðablandan frá Braga er jólakaffið í ár. Kaffibrennsla Akureyrar hf. - 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.