Morgunblaðið - 09.12.1989, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 09.12.1989, Qupperneq 60
■MORGUNBLAÐIÐ LAUGARÐAGUR 91 DESBMBER 1989 Minning: Sveinn S. Stefáns- son, Ólafsfírði Fæddur 25. apríl 1940 Dáinn 29. nóvember 1989 Dáinn, horfínn - Harmafrep. Hvílíkt orð mig dynur yfir. En ég veit að látinn lifir. Það er huggun harmi gep. (Sálmur) á Akureyri, gift Guðmundi Ólafs- syni, Páll Gísli er dvelur á Reykja- lundi, Guðlaug Sigríður, býr á Ak- ureyri, gift Gunnlaugi Guðmunds- syni, Jóhanna Lovísa, býr í Kópa- vogi, gift Eyvindi Jóhannssyni, og Sigurrós Þórleif, býr á Sauðár- króki, gift Birni Sigurbjömssyni. Mér komu í hug þessar ljóðlínur Jónasar Hallgrímssonar er mér.var tilkynnt andlát uppeldisbróður míns og frænda, Sveins Siguijóns Stef- ánssonar vöruflutningabílstjóra frá Ólafsfirði. Við sem byggjum þetta land verðum oft að kljást við óblíða náttúru og taka áhættu til að sjá okkur farborða í lífínu. Lítið sam- félag norður við ysta haf þarf ekki síður en önnur samfélög sem betur eru í sveit sett á sínum nauðþurftum að halda. Sveinn var einmitt í þjón- ustu þess samfélags sem byggir Ólafsfjörð er kallið kom. Fyrir nokkrum ámm stofnaði hann fyrir- tæki með fjþlskyldu sinni sem sá um vömflutninga milli Ólafsfjarðar og Reykjavíkur og hafði afgreiðslu í Reykjavík hjá Landflutningum hf. Kona hans og dætur tóku af alhug virkan þátt í fyrirtækinu. Til marks um þann samhug fjölskyldunnar er það að elsta dóttir hans, Araa, afl- aði sér réttinda til að aka svo stóm farartæki sem vömflutningabifreið er. Hún fór stundum með föður sínum í þessar ferðir til að létta undir með honum við aksturinn á langri leið. Sveinn Siguijón Stefánsson fæddist á sumardaginn fýrsta, 25. apríl 1940, á Vatnsenda f Ólafs- firði. Foreldrar hans vom Anna Sveinsdóttir, en hennar foreldrar vom Guðlaug Bjarnadóttir og Sveinn Sigmundsson á Gmndar- landi í Unadal í Skagafirði, og Stef- án Stefánsson, en foreldrar Stefáns vom Stefanía Stefánsdóttir og Stef- án Björnsson er bjuggu í Vík í Héðinsfirði. Anna dvelur nú á Elii- og hjúkmnarheimilinu Hombrekku í Ólafsfirði, en Stefán lést 1974. Varla er hægt að hugsa sér betri sumargjöf en lítinn son sem auk þess er fmmburður ungra hjóna. Brátt stækkaði systkinahópurinn og auk mín og systur minnar, Emelíu, barna Oddnýjar föðursyst- ur Sveins og Bám Sæmundsdóttur uppeldisdóttur ömmu okkar var það fjölmennur bamahópur sem ólst upp við leiki og störf á Vatnsenda. Systkini Sveins em sex, þau: Stef- anía, sem býr í Reykjavík, gift Jó- hannesi Bjarnasyni, Anna Lilja, býr Þegar Sveinn var aðeins 10 ára gamall missti Anna, móðir hans, heilsuna og hefur dvalið langtímum saman á sjúkrahúsum síðan. Stefán faðir hans hélt áfram búskap með öll bömin ásamt aldraðri móður sinni og systmm. Það lá því beint við að Sveinn hjálpaði til við bú- skapinn enda var hann ekki nema um fermingu þegar hann vár farinn að vinna að öllum búskaparstörfum eins og fullorðinn maður. Þá var vélvæðingin, sem síðar átti eftir að breyta búskaparháttum til sveita, lítið sem ekkert komin í Ólafsfjörð og öll sveitastörf unnin með hestum. Honum fórst sú vinna svo vel úr hendi að fljótt var farið að ieita til hans af öðmm sem höfðu túnbletti og þurftu að fá þá slegna. Kappið og dugnaðurinn komu snemma fram í fari Sveins bæði við leik og nám. Ólafsfjörður er snjó- þung sveit svo að sjaldan verður þar snjóavant á veturna. I Ólafs- firði hafa löngum verið skíðamenn í fremstu röð. Það lá því í hlutarins eðli að Sveinn fór mjög ungur að stunda skíði. Oft og tíðum þurfti að grípa til þeirra til að koma sér á milli staða. Sveinn fór margar ferðimar á skíðum að heiman og í skólann, leið sem er rúmlega einnar stundar gangur. Hann lét sér ekki nægja þessar gönguferðir, því fór hann að æfa skíðaíþróttina af kappi og náði að komast í fremstu raðir á skíðamótum íslands. Sveinn var ágætlega vel gefinn og fljótur að átta sig á hlutunum. Hann nýtti sér þá námsmöguleika sem buðust í Ólafsfirði á þeim tíma þegar hann var að vaxa úr grasi. Þá var starfandi í Ólafsfirði iðn- skóli sem nokkrir áhugasapiir menn höfðu komið á fót til að gera æsku- fólki staðarins kleift að afla sér þeirrar bóklegu menntunar sem þá tilheyrði iðnnámi. Sveinn stundaði þar nám og lauk þaðan prófí án þess að ætla sér frekar í iðnnám. Sjálfsbjargarviðleitnin var hon- um í blóð borin. Hann lærði fljótt að bjargast á eigin spýtur og vildi síst af öllu vera upp á aðra kom- inn. Greiðvikni og ósérhlífni voru svo stór þáttur í lífi Sveins að oft t Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, SALVÖR JÓNSDÓTTIR, áður á Skúlagötu 72, lést á Droplaugarstöðum aðfaranótt 8. desember. Jóna Pedersen, Haukur Jónsson, Nanna Pedersen, Olgeir Olgeirsson, Vilborg Pedersen, Jósef T ryggvason, Guðgeir Pedersen, Edda Finnbogadóttir, Auður Pedersen, Valdimar Jónsson, Karen Nielsen, Arnfinn Nielsen, Guðrún Sundet, Anna Ingebretsen. t Þökkum innilega öllum, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, FANNEYJAR GUNNLAUGSDÓTTUR, Hafnargötu 50, Bolungarvík. Sérstakar þakkir til hjúkrunar- og starfsfólks á sjúkrahúsi Bolung- arvíkur fyrir frábaera umönnun á undanförnum árum. Guðrún Benediktsdóttir, Kristrún Benediktsdóttir, Ásgeir Guðmundsson, Guðmundur Benediktsson, Ásgeir G. Benediktsson, Brynhildur Sæmundsdóttir, Ingibjörg Benediktsdóttir, Birgir Hallgrímsson, barnabörn og barnabarnabörn. og tíðum frestaði hann sínum eigin störfum til að liðsinna öðrum. Hann vildi láta hlutina ganga, kunni ekki að hlífa sjálfum sér og var lítt hrif- inn af seinagangi hjá öðrum. Hann var skilningsríkur faðir því alltaf var hann tilbúinn að hlusta á dætur sínar og stóð með þeim í blíðu og stríðu. Þá kom oft glettnin fram með góðlátlegum athugasemdum. Sveinn var mjög barngóður og börn hændust að honum. Hann kunni svo vel að skilja og tala þeirra mál að óðar en varði voru þau komin upp í fang hans. Hann kom oft á mitt heimili og gat gengið hér inn og út á nóttu sem degi. Þá var oft slegið á létta strengi með bömum mínum og vinum þeirra með góðlátlegu gríni og var það oft svo að þegar bíllinn var kominn að húsinu þá komu vinir barnanna í heimsókn til að hitta Svein. Hann unni byggðar- lagi sínu mjög og vildi að hagur þess væri sem bestur og taldi mikil- vægt að íbúunum fækkaði ekki því svo lítið byggðarlag mætti engan missa. Hann sagði stundum við mig að í hvert sinn sem hann flytti eina fjölskyldu í burtu frá Ólafsfírði þá þyrfti hann helst að flytja þangað tvær í staðinn. Þann 28. maí 1966 kvæntist Sveinn eftirlifandi konu sinni, Björk Amgrímsdóttur ættaðri frá Hólmavík. Hún er dóttir hjónanna Guðnýjar Bergsveinsdóttur og Amgríms Guðbjörnssonar. Arn- grímur lést 1983, en Guðný býr í Ölafsfirði. Sveinn og Björk hófu búskap fyrst á Vatnsenda með Stef- áni föður Sveins, en tóku við búinu 1967 þegar Stefán fluttist niður í kaupstaðinn. Þau bjuggu á Vatns- enda til ársins 1969 en þá seldu þau jörðina og fluttu sig um set til kaupstaðarins. Sveinn var virkur þátttakandi í ýmsum félögurri í Ólafsfirði. Fyrir utan félagsstörfin sem fylgdu skíða- íþróttinni tók hann þátt í leikstarf- semi Leikfélags Ólafsfjarðar, var um skeið formaður þess félags og sté stundum upp á fjalimar og tók þátt í leiksýningum. Hann söng um tíma með Karlakór Ólafsíjarðar og var einnig í stjórn hans. Kiwanis- klúbbur Ölafsíjarðar var stofnaður í mars 1976. Sveinn var fyrsti for- seti/ þess félagsskapar og gegndi þvi starfi í hálft annað ár. Eftir að akfært varð fyrir Ólafsfjarðarmúl- ann var fengin sjúkrabifreið til Ólafsfjarðar og nokkrir ungir menn tóku að sér að annast sjúkraflutn- inga í sjálfboðavinnu milli Ólafs- fjarðar og Akureyrar. Sveinn var einn af þeim sem tóku þátt.í því ábyrgðarmikla starfi og var alltaf reiðubúinn til þeirra ferða. Einnig var hann formaður í vömbílstjórafé- laginu Múla á Dalvík. Skömmu eftir að hann fluttist til kaupstaðarins fór hann að vinna með vömbíl og þungavinnuvélar. Þessi atvinna var fremur ótrygg og átti það illa við Svein að sitja að- gerðarlaus þegar lítið var að gera enda var honum mjög umhugað um að sjá vel fyrir fjölskyldu sinni. Til að tryggja sér ömggari atvinnu keypti hann vömflutningabifreið til flutninga á vömm milli Ölafsfjarðar og Reykjavíkur. Starfsemi þessi var ekki stór í sniðum í fyrstu en jókst brátt og var hann nú hin síðari ár með tvo bfla í föram. Sveinn var ömggur bflstjóri og kunni að bregð- ast rétt við ef eitthvað bar út af í akstrinum. En örlögin höguðu því svo að hann náði ekki heim úr sinni síðustu ferð. Það er sár söknuður hjá eigin- konu, dætmm, dótturdóttur, móður og systkinum er sjá nú á bak hraustum og góðum dreng á miðj- um aldri sem búinn var að afkasta miklu en átti þó svo margt ógert. Sveinn og Björk eignuðust fjórar dætur en þær em: Guðný Arna, fædd 9. febrúar 1966, stundar nám í viðskiptafræði við Háskóla ís- lands, dóttir hennar er Sveindís Ösp fædd 2. nóvember 1986. Anna, fædd 8. desember 1967,- stundar nám við Fósturskóla íslands. Sigríð- ur Guðrún, fædd 5. september 1971, hún er við nám í Menntaskól- anum á Akureyri, og Soffía Snædís fædd 24. september 1984. Útför Sveins fer fram frá Ólafs- fjarðarkirkju í dag. Kæra Björk og M'mning: Sigurður Stefáns- son, Grundarfírði Fæddur 19. janúar 1898 Dáinn 3. desember 1989 Við hver tímamót setjast menn niður og hugleiða fortíð og framtíð og jafnvel stöðu líðandi stundar. Þau em mörg tilefnin til þess hátt- ar hugsana á lífsins leið. En er göngu lífsins lýkur er oftast litið til baka. Ungur maður sem á þessari stundu situr með penna sinn og blokk í eldhúsinu sínu lítur til lið- inna ára. Hann rifjar upp 25 ára gamla sýn þegar hann sem strákl- ingur fylgist með aflabrögðum og vinnslu fisks í því litla sjávarþorpi sem Gmndarfjörður var þá. í fiskkösinni stendur þrekmennið við búkkann sinn og hausar af krafti, aleinn og hálfblindur. Hinu- megin við vegginn er verið að setja upp hausingavél sem leysa á af hausarann gamla. Þrekmennið fær þá hvíld. Hvíld frá því starfi sem hann hefur svo samviskulega leyst af hendi um áraraðir. Breytingin er að verða, tæknin er að hefja inn- reið sína. Brátt verður ekki þörf fyrir hraustmenni og kraftakarla. Dagar amlóðanna em að koma, loksins. Siggi sterki staldrar við, stálar sveðjuna og hefst svo handa við að hausa á ný, annað dugir ekki, hann verður að hafa undan heilu frystihúsi. Hvíld þarf hann enga. Það er kappsmál gamla manninum að hin nýja hausingavél þurfi að snúast svolítið til að gera betur en hann. „Það verður nógur tími til hvíldar í ellinni," tautar kappinn og brosir út í annað og þorskhausamir fjúka. Það kvöldar og með hvíldinni er rétt að hafa svolitla bijóstbirtu og blessaðir unglingarnir koma í heimsókn. Með þeim koma fréttir úr bæjarlífinu, gleði og hlátrasköll og gamli maður- inn fer með vísur. Þannig líður ellin í félagsskap æskunnar og gleðinnar og hraustmennið segir sögur. Dag- urinn er tekinn snemma. Þá er rölt niður í frystihús. Þar hittast gömlu kempurnar í verkstjórakompunni. Þar er spjallað um fiskirí, gamla daga og framtíðarhorfur sem sífellt fara versnandi, en í þessu ágæta athvarfi þynnist hópurinn smátt og smátt. Kraftakarlinn Siggi sterki stend- ur einn í stafni. Félagarnir em farn- ir í ferðina miklu. Hinn ákveðni dætur, ég og fjölskylda mín vottum ykkur dýpstu samúð. Minningin um góðan dreng mun fylgja okkur um aldur og ævi. Sveinbjöm Sigurðsson frá Vatnsenda Slysin gera ekki boð á undan sér. Maður er svo óviðbúinn slæmu fréttunum. Hörmulegar fréttir bár- ust mér miðvikudaginn 29. nóvem- ber, að Sveinn hefði lent í alvarlegu slysi sem leiddi til þess að hann er ekki lengur á meðal okkar. Það er hlutur sem erfítt er að sætta sig við. Hver er tilgangurinn? Það er ekki hægt að trúa að tæplega fimm- tugur maður sé hrifinn svo snögg- lega frá fjölskyldu og atvinnu- rekstri. Ég átti því láni að fagna að kynn- ast Sveini er hann réð mig í vinnu, ungan borgarstrákinn. Það var mjög gott að vinna hjá og með honum og mun ég sakna þess. Aldr- ei hafði ég kynnst ósérhlífnari manni, dugnaðurinn og harkan vom ótrúleg. Enda hefði ekki neinn aukvisi getað byggt upp flutninga- fyrirtæki, ásamt fjölskyldu sinni, hér í Ólafsfirði. Maður á erfitt með að ímynda sér svona rekstur án Sveins sem var potturinn og pannan í öllu og gat aldrei unað sér hvíldar. Sveinn var mjög góður bflstjóri. Ef eitthvað bar út af þá kunni hann ráð við öllu. Hann þekkti leiðina frá Ólafsfirði til Reykjavíkur eins og höndina á sér og kom það oft að góðum notum. Það var mjög gott að hafa hann við hliðina á sér þeg- ar maður var að keyra í þoku eða blindbyl, það var eins og hann hefði innbyggðan radar, svo vel þekkti hann leiðina. Oft gerði hann góðlátlegt grín að borgarstráknum er við þurftum að moka okkur í gegnum snjóflóð í Múlanum, sem oft kom fyrir, þá var það alltaf ég sem þurfti hvíldina en Sveinn blés ekki úr nös. Ég undraðist oft vinnuþrekið sem hann hafði, það var aldrei Sveini líkt að gefast upp. Núna verður erfitt að horfast í augu við að aldrei oftar er von á Sveini að sunnan og ekki hægt að sækja meiri lærdóm til hans. Minn- ingin um góðan mann mun lifa með mér. Ég er mjög þakklátur Sveini fyrir þá tilsögn sem ég fékk hjá honum og ftiun ég búa að því alla mma tíð. Að lokum vil ég og fjölskylda mín senda Björk, dætrum og öðrum aðstandendum innilegar samúðar- kveðjur. Ykkar missir er mikill. Vignir kappi er á leiðinni, alblindur og lé- legur í fótum. Samt eru þeir fáir sem leggja í krók við rúmlega nírætt gamalmennið. Vangaveltur um krafta og afrek verða minnis- stæðust hjá þessum aldurhnigna kappa. Skyldi Jón Páll vera nokkuð sterkur? Ætli hann hafi tekið Snorrahelluna? Skyldi þýða að bjóða honum út á Djúpalónssand par sem við gætum reynt með okkur? Kjark- urinn bilaði aldrei. Og nú er hann allur. Sigurður sterki Stefánsson er genginn til feðra sinna. Við ungir og gamlir sem gengum með honum á lífsins braut þökkum samfylgdina. Ingi Hans
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.