Morgunblaðið - 15.03.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.03.1990, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLÁÐÍÐ FIMMTUDAGU'r 15". MARZ Í99Ö Um orsakir krabbameina éftirHrafn Tulinius Krabbamein er samheiti yfír flokk fjölbreyttra sjúkdóma, sem heija á mannkynið og hafa senni- lega gert frá upphafi. Krabbamein finnast í flestum ef ekki öllum dýra- tegundum og eru þannig samgróin sögu og þróun dýralífs á jörðinni. Þrátt fyrir að er hægt að búast við stórstígum framförum í baráttunni gegn þessum sjúkdómum en til þess þurfum við að bæta mjög þekkingu okkar á hegðun þeirra, finna hvað orsakar þá og hvernig. Til þess að auðvelda rannsóknir og auka þekkingu, gefum við okkur tvær forsendur. Sú fyrri er að dreif- ing krabbameina meðal manna sé ekki tilviljunarkennd og hin að hægt sé að rannsaka með skipuleg- um hætti þá þætti, sem hafa áhrif á dreifínguna. Faraldsfræðin fæst einmitt við að rannsaka orsakir sjúkdóma og beitir aðferðum sem þessum. Þessar rannsóknir verða að haldast í hendur við rannsóknir á líffræði sjúkdómanna. Nauðsynlegt er að gera allt sem hægt er til að minnka þjáningar sjúklinga. Þá er ekki síður nauðsyn- legt að fínna forstig sjúkdómanna eða byrjunarstig meðan breyting- arnar eru enn það litlar, að lækning sé auðveld. I þessu hefur starf Krabbameinsfélaganna verið fólgið frá upphafi. En til þess að komast lengra á leiðinni „til sigurs" þurfum við að bæta aðferðir til að leita að orsakaþáttum krabbameina og að því hvemig þeir þættir framkalla krabbamein. Sú þekking er grund- völlur þess að hægt sé að koma í veg fyrir krabbamein. Jafnóðum og framfarir verða og vitneskja eykst er nauðsynlegt að koma henni á framfæri til almennings, en að fræðslu hafa krabbameinsfélögin unnið ötullega alla tíð. Forgöngu- mönnum krabbameinsfélaganna hefur ,yerið þetta ljóst og því var það eitt af fyrstu verkum þeirra eftir stofnun krabbameinsfélag- anna að koma á fót krabbameins- TILSÍGVRS kJÓÐARÁTAK GEGN KRABBAMEINI 31. mars -1. apríl 1990 skrá Krabbameinsfélags íslands. Skráning krabbameina er forsenda þess að skilja dreifíngu sjúkdóm- anna og hafa Norðurlandaþjóðirnar staðið þar framarlega. Fyrsta krabbameinsskrá, sem tekur til heillar þjóðar, _var stofnuð í Dan- mörku 1943. íslenska skráin var stofnuð 1954 og árið 1958 höfðu slíkar skrár verið settar á stofn á öllum Norðurlöndunum. Við höfum því nákvæma þekkingu á dreifingu þessara sjúkdóma á öllum Norður- löndum í yfir 30 ár. Þess má geta að aðrar þjóðir vinna ötullega að því að koma slíkri skráningu á og til dæmis hafa Bandaríkjamenn skráð krabbamein á ákveðnum svæðum með samtals um 20 millj- ónir íbúa sem er einmitt mjög ná- lægt íbúafjölda allra Norðurlanda. Eftir því sem við vitum meira um orsakir krabbameina því auð- veldara verður að fækka tilfellum. Ef við eflum rannsóknir á líffræði sjúkdómanna og öðlumst þannig skilning á hvernig orsakirnar breyta heilbrigðri frumu í frumu sem skipt- ir sér stjórnlaust og vex inn í heil- brigða vefí líkamans og berst um líkamann, þ.e. breytir heilbrigðum líkama í sjúkan, þá munu vísindin finna aðferðir til að grípa inn í ferl- ið og koma í veg fyrir sjúkdómana. Þess eru mörg dæmi að þekking á líffræði sjúkdóma hafi gert kleift, að koma í veg fyrir alvarlegar af- leiðingar þeirra. Þess eru einnig mörg dæmi að rannsóknir á faralds- fræði sjúkdóma hafi leitt í ljós or- sakir sem hægt er að beijast við. Eitt þekktasta dæmið um faralds- fræðirannsóknir eru þær rannsókn- ir sem grundvalla þekkingu okkar á að sígarettureykingar valdi lungnakrabbameinum, en sú þekk- ing varð til á sjötta og sjöunda tug þessarar aldar. Við vitum um nokkrar orsakir krabbameina svo sem krabbameins- valdandi efni og geislun og við vit- um einnig að einstaka krabbamein eru arfgeng. Hvað efnin varðar þá hefur alþjóða krabbameinsrann- sóknastofnun Sameinuðu þjóðanna, IARC, í Lyon í Frakklandi unnið að því að meta einstök efni. í nýj- asta yfírlitinu frá þeim eru talin upp 50 efni sem hægt- er að fullyrða að valdi krabbameinum í mönnum. Þessar - niðurstöður byggjast að miklu leyti á rannsóknum sem farið hafa fram á ýmsum rannsóknar- stofum með tilraunum til að fram- kalla krabbamein, bæði í frumu- gróðri og í tilraunadýrum. Að öðru leyti byggjast þær á faraldsfræði- legum rannsóknum. Það má segja að fyrr en slíkar rannsóknir liggi fyrir sé ekki hægt að fullyrða að efni sé krabbameinsvaldandi í mönnum. Þessi efni hafa verið í umhverfi okkar, t.d. litarefni sem hafa verið notuð í matvæli, en hafa verið fjarlægð. Ekki gengur alltaf jafn vel að útrýma þessum efnum og má þar benda á tóbaksreyk, sem illa hefur gengið að venja fólk af þó verulega hafi dregið úr reyking- um . á Vesturlöndum. A síðustu árum hefur nýgengi (fjöldi ný- greindra tilfella) krabbameina í lungum lækkað hjá þeim þjóðum, sem hæst nýgengið höfðu. Þekkt er að veirur geta valdið krabbameinum, bæði hjá dýrum en einnig hjá mönnum. Þar er mest vitað um lifrarbólguveiru af B-flokki, en þeir sem smitast af veirunni við fæðingu eru í mjög aukinni hættu á að fá lifrarfrumu- krabbamein þegar kemur fram á fullorðinsár. Þetta krabbamein er eitt af algengari krabbameinum í Suðaustur-Asíu og á svæðum í Afríku. Þessi þekking hefur leitt til Hrafii Tulinius „Möguleikar okkar til að hafa áhrif í þá átt að fækka krabba- meinstilfellum o g gera þau viðráðanlegri eru miklir og eiga væntan- lega eftir að aukast.“ þess að byijað hefur verið að bólu- setja, ennþá í tilraunaskyni, en með því að bólusetja börnin við fæðingu þá er búist við að hægt sé að eyða þessum áhrifum veirusýkingarinn- ar. Þannig verða faraldsfræðilegar og líffræðilegar niðurstöður að haldast í hendur til þess að árangur geti náðst. Faraldsfræðingarnir Sir Richard Doll og Richard Peto könnuðu or- sakir dauðsfalla úr krabbameinum í Bandaríkjunum. Meðfylgjandi tafla er unnin upp úr grein þeirra, sem kom út árið 1981. Þeir telja að reykingar valdi um 30 af hveij- um 100 krabbameinsdauðsföllum. Þá álíta þeir að 35 af hveijum 100 megi rekja til matvæla og rökstyðja það með hversu dreifing krabba- meina sé breytileg frá einni þjóð til annarrar og frá einum tíma til ann- ars. Af þessu má draga þá ályktun að það séu umhverfisáhrif sem eru aðal orsakirnar. Þar við bætist að líkur fólks, sem hefur flutt frá einu landi til annars, á að fá krabba- mein, færast nær þeim líkum sem fólkið í nýja landinu hefur. Loks eru þau almennu rök að engin efni komist í eins nána snertingu við Mat á dreifingu orsaka á dauðsfoll af völdum krabbameina í Bandaríkjum N-Ameríku Hundraðshluti dauðsfalla Orsakir Líklegasta mat Áætluð vikmörk Reykingar 30 25-40 Áfengi 3 2-4 Matur 35 10-70 Aukaefni í mat <1 -5-2' Fæðingas.þættir 7 1-13 Atvinnuumhverfí 4 2-8 Mengun 2 <1-5 Iðnaðarvörur <1 <1-2 Lyfoglækn.aðg. 1 0,5-3 Jarðeðlisfr. þættir 3 2-4 Smitsjúkdómar 10? 1-? Aðrar ? ? frumur líkamans eins og þau sem berast með fæðunni. Hins vegar meta þeir félagar það svo að lítið verði fullyrt um áhrif mataræðis, það geti verið allt frá 10 af hveijum 100 að 70 af 100. Þetta sýnir okk- ur tvennt, annars vegar að þekking okkar á þeim krabbameinsvaldandi efnum sem hugsanlega geta komið í gegn um matvæli er ailtof lítil og hins vegar að manneldisrannsóknir eru ákaflega erfiðar því mjög erfitt er að fylgjast með neysluvenjum einstaklinga yfir langan tíma eins og nauðsynlegt er til þess að leggja mat á hlutverk einstakra fæðuteg- unda eða efna í fæðunni í þessu sambandi. í niðurstöðum þeirra Doll og Peto eru aðrar áætlanir lægri. Möguleikar okkar til að hafa áhrif í þá átt að fækka krabba- meinstilfellum og gera þau viðráð- anlegri eru miklir og eiga væntan- lega eftir að aukast. I þessu sam- bandi má benda á „heilsuboðorðin“ sem Krabbameinsfélagið hefur nú kynnt og hafa áður verið kynnt í löndum Evrópubandalagsins og á Norðurlöndum. Boðorðin benda á að hver einstaklingur getur með heilbrigðu líferni stuðlað að betri heilsu. A hinn bóginn er þekkingin því miður það skammt á veg komin að brýnasta verkefnið er að stuðla að frekari rannsóknum bæði líffræðilegum og faraldsfræðileg- um. Á þann hátt einan getum við búist við stórstígum framförum í viðureign okkar við þennan fjöl- breytta flokk sjúkdóma. Höfundur er yfirlæknir Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags íslands og prófessor í heilbrigðisfræði við læknadeild Háskóla íslands. Hver er reynsla okkar af frjálsræði í útflutningi? Nú skal brjóta SÍ F niður eftir ÓlafBjörnsson Hart er nú sótt að Sölusambandi ísl. fiskframleiðenda, SÍF, sem stofnað var 1932 eftir að „fijáis- ræði“ í útflutningi hafði nær lagt í rúst alla saltfískframleiðslu hér á landi með undirboðum og braski. Síðan hefur SÍF séð um nær allan saltfískútflutning okkar með sóma og langsamlega flestir framleiðend- ur vilja að svo verði áfram. SÍF er stærsti og virtasti saltfiskútflytj- andi í heimi. Allt tal um að þessi samtök séu stöðnuð er hreint rugl, og rakalaus þvættingur. Þvert á móti hefír SÍF verið langt á undan keppinautunum varðandi framfarir og nýjungar. Hér skulu nefnd nokkur dæmi frá seinni árum. SÍF byijaði á und- an öðrum að flytja saltfisk á brett- um (1981) í stað 50 kg pakkninga í striga. SÍF var langt á undan öðrum til að pakka saltfiski í öskjur fyrir þá markaði sem án frekari vinnslu selja beint til neytenda. Fyrir nokkrum árum lét SIF gera myndband til þess að sýna í vinnslu- stöðunum með leiðbeiningum um rétta meðferð og góð vinnubrögð. SÍF hefír byggt upp öflugt eftir- lits- og leiðbeiningakerfi. Eftirlits- menn dru á stöðugu ferðalagi milli vinnslustöðva. Framleiðsla á „tand- urfiski" (léttsaltaður fiskur) var þróuð á vegum SÍF í samstarfí við kaupendur á Spáni (Jón Ármann Héðinsson kom þar hvergi nærri). SÍF hefir í mörg ár rekið tilrauna- starfsemi í verksmiðju sinni við Keilugranda í Reykjavík.- Það er nú farið að framleiða salt- fisk í neytendaumbúðum, samhliða markaðsrannsóknum og árangur er farinn að skila sér og svo er komið að ekki ert hægt að anna eftirspurn af sumum tegundum. Það er því komið að því að nýta þessa reynslu SÍF af framleiðendum eftir því sem eftirspurn eykst. Starfsemi þessi er búin að kosta mikið, en það mun skila sér með hærra útflutningsverðmæti. Engir „Jónar“ hafa lagt fé sitt í starfsemi sem þessa. í stjórn SÍF eru 14 fram- leiðendur alls staðar af landinu. Fundir eru um það bil mánaðar- lega. Auk þess er starfandi í SÍF hagsmunanefnd sem fer ofan í af- komumál o.fl. skipuð 9 framleiðend- „Við þurfum ekki sam- keppni hér, hana höfiim við næga frá öðrum löndum og oft ósann- gjarna. Framleiðendur t.d. í Noregi öfimda okkur mikið af samtök- um eins og SÍF og Síldarútvegsnefhd.“ um. Ákvarðanir eru því teknar með víðtæku samráði framleiðenda. Fiskur saltaður í öðrum löndum SÍF hefir stokkað upp umboðs- mannakerfí sitt síðustu ár, meðal annars vegna breyttra aðstæðna. Þetta hefir ekki gengið átakalaust. Harkalegust urðu viðbrögðin á Spáni. Stærsti kaupandinn þar, sem nánast var farinn að ráða markaðn- um, vildi ekki fallast_ á þær breyt- ingar sem stjórn SIF samþykkti samhljóða að vel athuguðu máli. Hann sagðist bijóta SÍF niður með því að flytja inn flattan fisk Ólafur Björnsson „ósaltaðan". Ekki stóð á hjálpar- kokkunum. Svo fór að hann gafst upp á þessu og hætti síðastliðið haust vegna þess að gæðin stóðust ekki kröfur. Þeir sem hafa verið að selja flatt- an fisk „ósaltaðan" héðan halda því fram að þeir fái engar kvartanir. Sannleikurinn er sá að þótt einung- is úrvals fiskur sé notaður í þessa framleiðslu (SÍF á að selja hitt), þá eru sífelldar kvartanir og sjaldn- ast skilar sér hingað heim það verð sem þeir eru að guma af. Rétt get- ur þó verið að þeir nái eitthvað hærra verði en meðalverð SÍF fyrir takmarkað magn á vissum tímum, t.d. á páskaföstu þegar skortur er á saltfiski. Við höfum dæmi um fijálsræðið Verst allra hafa skreiðarfram- leiðendur látið „fijálsræði“ leika sig. Þar hafa hvers konar braskarar leikið lausum hála með þeim afleið- ingum að segja má að hvergi hefír verið hægt að byggja upp traust viðskiptasambönd. Þrátt fyrir tilburði stjórnvalda til að setja lágmarksverð hefir það verið svikið jafnharðan. Hver hefir boðið verð og skilmála niður fyrir annan. Heilu skipsfarmarnir hafa farið úr landi án minnstu greiðslu- trygginga og þannig mætti lengi telja. Tjón framleiðenda og þjóðarbús- ins er gífurlegt. Ekki eru allir bún- ir að gleyma því þegar Jörgensen var hleypt í saltfiskútflutninginn, sá þóttist nú geta gert betur en SÍF. Það tók Jörgensen innan við tvö ár að koma fjölda fyrirtækja á kné eða alveg yfirum. Ekki hefir fijálsræðið í rækjunni gefið góða raun og áfram mætti lengi telja. Við þurfum ekki samkeppni hér, hana höfum við næga frá öðrum löndum og oft ósanngjarna. Fram- leiðendur t.d. í Noregi öfunda okkur mikið af samtökum eins og SÍF og Síldarútvegsnefnd. Þau hafa tryggt okkur yfirburðastöðu á mörkuðum fyrir saltfisk og saltsíld. Það er staðreynd. Höfundur er formaður stjórnar Samlags skreiðarframleiðenda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.