Morgunblaðið - 15.03.1990, Side 17

Morgunblaðið - 15.03.1990, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARZ 1990 17 Þú ert náungi minn eftir Guðríði Margréti Jónsdóttur Það hefur greinilega lengi verið umhugsunarefni margra, hvað það er stór hópur fólks hér á landi sem hefur ekki nóg fyrir sig og sína og eru þá bara nauðþurftir hafðar í huga. Það sem ekki finnst Ár eftir ár eru gerðir kjarasamn- ingar og alltaf kveður við sama tón. Þeir láglaunuðu fá aldrei neitt. Verkalýðsforingjarnir gana fram og kveða sitt fólk í kútinn, því þetta sé nú bara svona. Ef það samþykki ekki núlllausnina í kjaramálum, þá sé ijandinn laus. Þetta segja þeir með svo miklum hallelújásvip að hægt væri að halda að þeir hefðu í leiðinni samið um Paradísamst fyrir sig og sína á góðum kjörum. Sá kraftur sem einkenndi verka- lýðsbaráttu fyrri ára virðist gjör- samlega horfinn, og verkalýðsfor- ingjarnir gengnir í lið með andstæð- ingunum. Þeir ganga frá núlllausn- arsamningum fyrir sitt fólk með bros á vör, vitandi það, að það þurfi nú ekki mikla krafta til að fá þá, sem mæta á verkalýðsfund, til að samþykkja það, sem búið er að sam- þykkja og ákveða fyrirfram. Svona hefur þetta gengið og lág- launastéttin stækkar, samhliða því sem hún verður fátækari og getu- minni og búin að missa baráttu- þrekið. Það að draga fram lífið ein- hvernveginn er það eina sem kemst að. Á meðan hækkar allt í þjóðfélag- inu nema launin. Ég er meira virði en Jón og Gunna Stór hluti þjóðarinnar hamast svo Guðríður Margrét Jónsdóttir „Hversu margir eru til- búnir til þess að stofiia samtökin „Þú ert ná- ungi minn“ sem síðar gætu orðið að nýju afli í íslenskum stjórnmál- um?“ við það að setja sem mest af sér þetta og hitt fyrir framan starfs- heiti sitt, því það hefur verið vísasta leiðin til að ná fram hærri launum. Og andlegur þroski þjóðarinnar er á stiginu: Mitt starf er meira virði en Jóns og Gunnu, mér ber að hafa hærri laun. Menn segja svo gjarnan með spekingssvip: „Þeir ríku verða ríkari og þeir fátæku fátækari." Hvað með að hugsa? Þetta minnir á söguna um ungu konuna, sem skipti kjötinu, sem hún ætlaði að sjóða, í tvo potta, þó allt kjötið kæmist í einn. Þegar hún var spurð af hveiju hún gerði þetta, þá svaraði hún: Mamma gerði það allt- af. Þessi unga koþa sleppti því að hugsa. Hvernig væri nú að breyta viðhorfum sínum og byrja að hugsa upp á nýtt. Hægt væri að spyrja: Get ég hugsað mér að fá jafnstóra sneið af kökunni og náungi minn? Ekki einu sinni pínulítið stærri. Frá stjórnvöldum kemur ekki við- horfsbreyting. Hún kemur heldur ekki frá þeim sem hafa sankað að sér auði og hafa alltof há laun. Þeirra höfuðverkur er að eignast nógu stórar ferðatöskur fyrir' auð- inn, þegar kemur að vistaskiptun- um. Og svo eru það gerviþarfirnar: Tveir til þrír bílar og farsími, tvö sumarhús ef íjölskyldan er stór. 3-400 fm einbýlishús. Það kostar nú ekki lítið að halda því við. Hægt væri að halda áfram, því gerviþarf- irnar vaxa eins og illgresi og þræl- ar þeirra telja sig ekki aflögufæra. Þú ert náungi minn Það sem kemur í hugann er að þeir, sem hafa aðeins meira en nóg, taki saman höndum og komi sér upp stuðningsfjölskyldum, sem þeir veita stuðning. Þá er ekki átt við með hugarfarinu: Þú ert aumari en ég, heldur með hugarfarinu: Þú ert náungi minn. Mér ber að hjálpa þér. Þannig gæti láglaunafólkinu vaxið aftur baráttuþrek og síðan boðið þeim birginn, sem skammta sér launin sjálfir. Og að lokum, í fullri hreinskilni. Hversu margir eru tilbúnir til þess að stofna samtökin „Þú ert náungi minn“ sem síðar gætu orðið að nýju afli í íslenskum stjórnmálum? Höfiindur er grunnskólnkermari. GEISLAHITARAR fyrir svalir, blómastofur o.fl. Vörumarkaðurinn h! Kringlunni - sími 685440. Sofline bleit*r 10-15 kg, 60 stk.... 969 T°r° mexikansk gryte..114 Ora grænar baunir _ _ 425 gr.............. 55 Green Giant aspas grænn, skorinn, 285 gr. 124 F.K.C. maískorn 1/2 dós........ 79 Skælskör appelsínu- marmelaði _ __ 750 gr............. 149 Vendelbo rifsberjahlaup 340 gr.......... Bugles snakk Frón matarkex... Kormo hafrakex Ajax rúðuúði.... 99 134 118 67 79 Ajax hreingerningalögur 1250 ml........... 179 Formula '77 WC steinar 2 fcg........ 89 Kellogg's kornflakes 750 gr............ Sun Maid rúsínur 500 gr............ 259 138 Sun Sweet steinlausar ^ior..........209 Konsum suðusúkkulaði 200 gr....... 168 Amo musli 6 teg. 300 gr. 157 Danish dressing 10teg. 250 ml......... Lambakjöt ú lúgmarksverði 0-1 1/2 skrokkur, - _ _ sagaður, snyrtur, pr. kg.. 4 1 7 D-l 1/2 skrokkur, úrvols, saqoður, snyrtur, ___ pr.kg..............:.437 Kjarna sveskjugrautur ... 1 Itr .............. IðO Pfanner eplasafi 1 Itr......... Maggí súpur 16 teg. Tuborg léttbjór 1/2 Itr.......... Etjils appelsínudjús Gevalía extrakaffi 250 gr. Hvítkúl pr. kg Kartöflur 5 kg Appelsínur (Kýpur) pr. kg................ 07 Grape hvítt (Kýpur) pr. kg diit í eí«u€c Tilboð vikunnar eru fimm:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.