Morgunblaðið - 15.03.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.03.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARZ 1990 19 Múlinn eftir Halldór Blöndal í dag verður Múlinn unninn. Klukkan þijú síðdegis verður straumur settur á síðustu sprengju- hleðsluna og göngin opnast, ná- kvæmlega 3.130 metra löng. Næsta haust, sennilega í nóvember, verða göngin síðan opnuð fyrir allri um- ferð. Það verður mikill dýrðardagur í sögu Olafsfjarðar og raunar í sögu byggðar við Eyjafjörð. Það er um þennan sigur eins og um flesta aðra, að þeir eru margir, sem fyrir honum hafa barist, Ólafs- firðingar eins og þeir leggja sig með bæjarstjórnina í broddi fylkingar og svo auðvitað Skúli Pálsson. Ég nefni auk þess þijá til sögunnar: Asgrím Hartmannsson, Lárus Jónsson og Matthías Bjarnason. Að síðustu voru öll ljónin unnin og Matthías Mathi- esen var í sæti samgönguráðherra, þegar framkvæmdirnar voru ákveðnar. Þær hafa síðan gengið unninn eins og í sögu og nú Jiykjumst við vita það fyrir víst, að Ólafsfirðingar þurfa ekki að klifra fyrir Múlann einn vetur í viðbót. Það er ekki úr vegi að- rilja það upp, hvers vegna göngin gegnum Múlann voru látin sitja fyrir öðrum slíkum hér á landi: 1. Enginn vegur er eins hættuleg- ur og Múlavegur. Snjóflóð eru svo mörg, að engri tölu verður á þau komið, gijótflug og aurskriður. 2. Jarðgöngin eru ekki lengri en svo, að fjárhagsleg hagkvæmni þeirra er veruleg, þegar höfð er hlið- sjón af þeirri þýðingu, sem það hef- ur í bráð og lengd að tengja saman byggðir Eyjaflarðar. Samvinna milli þeirra er vaxandi og nær til æ fleiri þátta mannlegra samskipta. Ég nefni margvíslega samvinnu á sviði heilbrigðis- og menningarmála. Við sjáum fyrir okkur fiskmarkað við Eyjaljörð, meiri hagkvæmni við nýt- ingu sjávarafla og vaxandi verka- skiptingu milli fiskvinnslustöðva. Nú síðast hefur það komið upp, að álver við Eyjafjörð er í sjónmáli. Þar munu vinna um 600 manns og fimmfalt fleiri sækja þangað lífsvið- urværi með einum eða öðrum hætti. Það er einmitt vegna styrkleika „Ég færi Ólafsfirðing- um árnaðaróskir með orðunum, sem svo lengi hafa brurtnið á vörum þeirra en þeir hafa ekki getað sagt fyrr en í dag: Múlinn er unninn!“ byggðanna við Eyjafjörð, sem já- kvæð áhrif álversins verða svo mik- il. Einmitt nú, þegar sjávarútvegur- inn getur ekki tekið við meiri mann- afla, er þýðingarmikið, að tengja byggðir Eyjaijarðar, þannig að þær verði samfellt þjónustusvæði. Þar skipta Múlagöngin höfuðmáli. Næsta skref er að byggja upp veg- inn yfir Lágheiði og færa sam- göngumál Siglfirðinga þannig í við- unandi horf. í dag er hátíðisdagur á Ólafsfirði. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins fyrir Norðurlandskjördæmi eystra. H AUK hf., Auglýsingastofa Kristínar, á engan þátt í gerð þeirr- ar sjónvarpsauglýsingar fyrir Toy- ota sem fjallað var um í Kastljósi Sjónvarpsins síðastliðið sunnu- dagskvöld. Að undanförnu hefur stofan einungis hannað og dreift blaðaauglýsingum fyrir Toyotabif- reiðar, segir í fréttatilkynningu frá Auk hf. ■ III. ráð ITC heldur kynningar- fund í kvöld, fimmtudagskvöld í húsi SPRON, sal sjálfstæðisfélags- ins Austurbrún 3, Selljarnarnesi. Markmiðið með þessum kynning- arfrundi er stofnun nýrrar ITC deildar fyrir Seltjarnarnes og vest- urbæ. Fjölbreytt dagskrá verður á fundinum og verður leitast við að kynna starf og hlutverk ITC sam- takanna sem best, bæði í deildum, í'áðum og á landssviði. Dagskrár- efni verða meðal annars erindi um deildastörf og uppbyggingu ITC, aðilar munu skýra frá reynslu sinni af þátttöku í samtökunum og íjallað verður um félagsmál. Ennfremur verða gefin sýnishorn af hefðbund- inni þjálfunardagskrá deilda. Kaffi- veitingar. Morgunblaðið/Karl Á. Sigurgeirsson Námskeið var haldið á Hólum í Hjaltadal um veiðar á silungi og meðferð aflans. Námskeiðið sóttu silungsveiðibændur og áhugamenn um nýtingu veiðivatna. Hvammstangi: Silungsveiðibænd- ur stofiia félasf Hvammstanga. SILUNGSVEIÐIBÆNDUR og áhugamenn um nýtingu veiðivatna voru saman á Hólum í Hjaltadal dagana 5.-7. mars á námskeiði um veiðar á silungi og meðferð aflans. Tumi Tómasson fiskifræðingur og Bjarni Egilsson bóndi á Hvalnesi á Skaga stóðu fyrir þessu námskeiði. Hópur- inn ákvað að gangast fyrir stofnun félags silungsveiðbænda. Námskeiðið samanstóð af bóklegu efni og verklegu. Farið var yfir grundvallaratriði í meðferð og nýt- ingu afla, til þess að gæði héldust sem best. Farið var út á Höfðavatn, ásamt nokkrum nemendum úr Hóla- skóla og bóndanum á Vatni, Valgeiri Þoi-valdssyni. Kennd var lögn neta undir ís með svokölluðum kafara og einnig var vitjað um net frá deginum áður. Nokkur afli fékkst og var þátt- takendum kennt hvernig einfaldar aðgerðir breyttu aflanum í girnilega markaðsvöru. Einnig var undirstrik- að, hvenær fiskurinn er kominn á mörk varðandi gæði, en slíkt má sjá á tálknum, auguin, roði o.fl. Væntanlegur kaupandi frá Svíþjóð kom á staðinn og ræddi um mark- aðs- og gæðamál. Sýndi hann áhuga á kaupum á frystri smábleikju og einnig öðrum silungi. Á námskeiðinu var stofnað undir- búningsfélag að stofnun félags sil- ungsveiðibænda, sem nái yfir landið allt, og er stofnfundur ákveðinn um mánaðamót ágúst/september næst- komandi. Meginmarkmið félagsins eru skil- greind þannig: Vinna að markaðsöfl- un fyrir vatnasilung, bæði erlendis og innanlands og stuðla þannig að skynsamlegri nýtingu silgungsveiði- svæða í atvinnuskyni. Stuðla að betri meðferð á silungi, þannig að sem markaðsvara sé hann ávallt í fyrsta flokki. Halda námskeið og gefa út fréttabréf. Stuðla að fræðslu um lífríki veiðivatna og áhrif veiða á þau. Vinna að sameiginlegum inn- kaupum á búnaði til silungsveiða í þeim tilgangi að ná sem hagkvæ- mustum innkaupum. Vernda hags- muni silungsveiðibænda. I undirbúningsstjórn eru: Bjarni Egilsson, Hvalnesi, formaður, Skúli Hauksson, Útey, Sigurður Helgason, Hraunhólum, Björn Pétursson, Stó- ruborg, og Karl Sigurgeirsson, Hvammstanga. - Karl BRÉFA- BINDIN frá Múlalundi... ... þar eru gögnin á góðum stað. NÁMSKEIÐ TIL AÐ YFIRVINNA FLUGHRÆDSLU Flugleiðir hafa ákveðið að efna til námskeiðs fyrir fólk, sem þjáist af flughræðslu. Námskeiðið hefst 20. mars nk., samtals 20 kennslustundir, og fer skráning fram í upplýsingadeild Flugleiða í síma 690-131 milli kl. 10-12 í dag, fimmtudag, og á morgun. Verðiðer kr. 20.000,- Námskeiðinu lýkur með flugferð til einhvers af áætlunarstöðum Flugleiða erlendis og er ferðin innifalin í námskeiðsgjaldinu. Flugleiðir I dag hef st RÝMINGARSALA í annað skipti á 12 árum. Nú vegna skipulagsbreytinga. Selt verður með góðum afslætti: Sígild húsgögn og lampar, sýningarhúsgögn, hlutir, sem hætt er að framleiða, gluggatjaldaefni, bútaro.fl. Rýmingarsalan stenduryfir dagana 15., 16. og 17. mars. Listi yfir vörurnar liggur frammi í versluninni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.