Morgunblaðið - 15.03.1990, Síða 34

Morgunblaðið - 15.03.1990, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARZ 1990 Kirkjubæjarklaustur: Óánægja með snjóniðning' Kirkjubæjarklaustri. OPINN fimdur með íbúum Kirkjubæjarklausturs og nágrennis og fúll- trúum frá Vegagerð ríkisins var haldinn nýlega. Tilefiii fimdarins var mikil og vaxandi óánægja með samgöngumál héraðsins, ekki síst snjó- mokstur á svæðinu. Morgunblaðið/Hanna Hjartardóttir Frá opnum fúndi með íbúum Kirkjubæjarklausturs og nágrennis um snjómokstur á svæðinu. Kom meðal annars fram á fundin- um að snjómokstursreglur höfðu ekkert breyst í héraðinu frá því að slíkar reglur voru settar 1968 og voru íbúar sammála um að við slíkt yrði ekki búið lengur. Mokað er tvisvar í viku, þriðjudaga og föstu- daga. I máli manna komu fram ýmis rök með því að mokað verði alla virka daga. Bent var t.d. á að vegurinn er eina samgönguleið svæðisins, Stykkishólmur: Húsfyllir á árshátlð grunnskólans Stykkishólmi. ÁRSHÁTÍÐ grunnskólans í Stykkishólmi var haldin nýlega með pomp og prakt. Henni var eins og áður skipt í tvennt, þannig að árshátíð 6. bekkjar var haldin kl. hátíð kl. 20 og dansað á eftir. Þetta er viðburður í Hólminum sem flestir sækja og fólk bíður eft- "il' og verður sannarlega ekki fyrir vonbrigðum. Yngstu nemendur í 0 bekk byijuðu og svo var haldið áfram og endað á framhaldsdeild- inni. Hver bekkur kom með sitt atriði og var gaman að horfa á og hlusta á yngstu nemendur hvað þau lögðu sig fram og hvað þeim tókst 16 en eldri bekkirnir héldu sína vel upp. Kennarar fyigdu svo hver sínum bekk. Hver kórinn kom af öðrum og dagskráin var þannig sniðin að eitthvað var fyrir alla og fylgdust menn vel með hverju atriði. Það er ekki oft að félagsheimilið okkar fyllist þannig af gestum og nemendum eins og á þessari hátíð og það fór ekki á milli mála að allt gekk þetta eins og í sögu. Bílaröðin fyrir utan félagsheimilið var slík að menn muna ekki eftir öðru eins. Hljómsveitin Busarnir, sem víða hafa getið sér hinn besta orðstír, léku fyrir dansi og var mikið Ijör. En Busarnir hafa víða farið og leik- ið fyrir fólkið og fengið ágætar undirtektir. Skólastjóri grunnskólans er Lúðvíg Halldórsson sem hefir starf- að við skólann bæði sem kennari og skólastjóri í 35 ár í haust. Yfir- kennari er Gunnar Svanlaugsson. - Árni hvorki er um hafnir né flugsamgöng- ur að ræða og taka beri tillit til þess þegar reglur eru settar um mokstur. Þá var bent á að þegar þessar reglur voru settar var ekki búið að leggja hringveginn svokallaða en nú er vegurinn um svæðið samgönguæð til Austurlands. Samgönguleysið stendur byggð- inni fyrir þrifum í eðlilegri þróun atvinnu, t.d. í ferðaþjónustu, skóla- málum, landbúnaði o.fl. ' Þá var það krafa fundarmanna að snjóruðningstæki yrðu staðsett á Kirkjubæjarklaustri, en nú eru þau eingöngu í Vík í Mýrdal í 80 km fjarlægð og á ruðningsdögum er byijað á því að fara í vestur frá Vík og opnað þar, síðan í austurátt og er stundum komið fram á kvöld þeg- ar búið er að opna í nágrenni Kirkju- bæjarklausturs. Ibúar héraðsins eiga því erfitt með að taka þátt í ýmsum sameigin- legum málefnum hinna ýmsu sam- taka á Suðurlandi. Þeim er ekki gert kleift að komast leiðar sinnar t.d. á fundi o.þ.h. Þá var líka bent á, að í héraðinu eru engir flaligarðar eða miklir far- artálmar svo ekki er verið að tala um mikinn kostnað ef miðað er við t.d. Vestfirði og Austfirði. Mikil gagnrýni kom einnig á þjón- ustu Vegagerðar í sambandi við varnir gegn hálku. Sjaldan er gerð nein tilraun til að sandbera eða aðr- ar fyrirbyggjandi aðgerðir svo draga megi _úr slysahættu af þessum sök- um. Á fundinum var lesið upp bréf frá milli 20 og 30 vöru- og fólks- flutningabílstjórum frá Egilsstöðum til Víkur þar sem þessum þætti þjón- ustunnar er harkalega mótmælt. Samþykktar voru 2 tillögur, önnur um þá kröfu að mokað verði 5 daga vikunnar en hin um það að vegur -frá Skaftá að Eldhrauni verði endur- byggður og lagður slitlagi á tímabil- inu 1990-1992. Þá var að lokum kosin nefnd til að fylgja málinu eftir. - HSH ■ ELENA Lúkjanova, lögfræð- ingur frá Sovétríkjunum flytur fyrirlestur á vegum Lagadeildar Háskóla Islands og lögfræðinga- félags Islands, í dag, fimmtudag, kl. 17.15 í stofu 201 í Lögbergi húsi Lagadeildar. Fyrirlesturinn nefnist Peristrokja og mannrétt- indi. Fyrirlesarinn er formaður fé- lags ungra sovéskra lögfræðinga. Hún starfar sem sérfræðingur hjá æðsta ráði Sovétríkjanna og hefur tekið þátt í að semja frumvarp til laga á sviði mannréttinda. Fyrirlest- urinn verður fluttur á rússnesku, en túlkaður á íslensku. Er hann öllum opinn. Tertur í fermingnna p Fólk á mínum aldri man þá daga, þegar börn komust ekki upp með að vera matvönd. Ég reyndi það, en það gekk ekki. Þá þekktist heldur ekki að börn settust að matborðinu og segðu „oj, bara“. En nú er öldin önnur. í skólanum þar sem ég kenni börnum matreiðslu er eitt stranglega bannað, en það er að segja „oj, bara“, og börnin virða það; Fuglar hafa ekki mál, eða hafa þeir það kannski? Þeir geta samt leyft sér að vera matvandir og eru þar engir eftirbátar mannanna barna. Þeir komust ekki upp með það í mínu ungdæmi. Sl. sunnudagsmorgun tók ég daginn snemma og ákvað að taka til í stofunni og sópa í leiðinni snjóinn af svölunum svo að fulgarnir sem sátu á sjónvarpsloftnetum nágrannahúsa fengju^ nú góða sunnudagsmáltíð. Það hafði gleymst að kaupa fuglakorn, en brauðskúffan var full af alls kyns góm- sætum brauðmolum frá Bjömsbakaríi og Sveinsbakaríi og meira að segja með nokkrum heimabökuðum brauðmolum og nokkrum jólakökumolum. Ég lagði frá mér ryksuguna, hún átti ekki að trufla fuglana, ég fékk mér kaffibolla og harða jólakökusneið, ætlaði að „fíla fuglana í botn“. Fuglarnir létu ekki á sér standa, þeir komu fljótt á svalirnar, en sneru sér síðan fljótt undan án þess að borða molana og flugu upp. Þeir sögðu ekki „oj, bara“, en ég lagði frá mér jólakökuná og sagði upphátt: „Oj, bara“. Eftir hálftíma komu fuglarnir aftur, hefur skilist að matvendni er ekki liðin á þessum bæ. í þessum þætti er hvorki boðið upp á jólaköku né brauð, sem fuglarnir fúlsa við, heldur gómsætar tertur sem henta vel í fermingarveislur sem nú eru framundan. Marsipankaka með ávöxtum, súkkulaði og rjóma 500 g hreint kransakökumarsip- an 150 g flórsykur 3 eggjahvítur 1‘A pk. suðusúkkulaði, 150 g 5 dl ijómi 5 msk. kahlualíkjör eða annar líkjör 1 hálfdós niðursoðnar fíkjur, tæpl. 425 g 1 lítil dós niðursoðnar mandarín- ur, 330 g 1 lítil dós ananas í bitum, 330-340 g 1. Rífið marsípanið sundur og setjið í hrærivélarskál. Hrærið flórsykur og eggjahvítur út í. Setj- ið síðan í pott. 2. Setjið miðlungsstraum á eldavélarhellu og hitið marsipan- massann í 70-80°. Hrærið á með- an. 3. Smyijið botn af springmóti, u.þ.b. 24 sm í þvermál. Stráið síðan 'A msk. af hveiti yfir. 4. Takið 'A af massanum og smyijið yfir botninn, setjið síðan 'A í sprautupoka og sprautið fal- legan kant utan með botninum. Notið ekki hringinn á springmót- inu. 5. Setjið það sem eftir er af massanum aftgur í sprautupo- kann og sprautið toppa á bökunar- pappír. 6. Hitið bakaraofn í 210- 4 m Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON 215°C, blástursofn í 190-205°C, setjið í miðjan ofninn og bakið botninn í 10 mínútur en topana í 7-8 mínútur. Gætið þess að kant- urinn á botninum brenni ekki. Hægt er að 1 eggja hring af ál- pappír yfir hann. 7. Kælið síðan botninn og topp- ana. 8. Kælið bakaraofninn þar til hann er 70-80°C, setjið 1 pk. af súkkulaðið á eldfastan disk og bræðið í ofninum. Smyijið síðan yfir botninn, þó ekki á kantinn. (Nú má frysta botninn.) 9. Stífþeytið ijómann, setjið líkjörinn varlega út í. Setjið rjóm- ann inn í hringinn, þannig að hann sé hæstur í miðjunni. 10. Skerið fíkjurnar í tvennt eða þrennt. Stingið ananas, fíkjum, mandarínum og marsípan- mökum ofan í ijómann þannig að þetta þeki hann næstum alveg. Setjið kökuna í kæliskáp. 11. Bræðið það sem eftir er af súkkulaðinu. Kælið að mestu en þetta má ekki stirðna. Setjið í sprautupoka með mjóum stút og sprautið yfir kökuna. Næsta uppskrift er úr bók minni „220 gómstæir ávaxta- og berjaréttir“. Jarðarberja-marengsterta 125 g smjörlíki 120 g sykur (1 'A dl) 4 eggjarauður 1 tsk. vanillusykut' 3 msk. mjólk 150 g hveiti (2'A dl) 1 tsk. lyftiduft 4 eggjahvítur 120 g sykur saman við hvíturnar 1 'A dl möndlur 1 msk. kanil/sykur 1 heildós niðursoðin jarðarber 1 'A peli ijómi 100 g fersk jarðarber 1. Hrærið lint smjörlíki með sykri. 2. Hrærið eggjarauður og mjólk saman í bolla, setjið síðan smám saman út í hræruna og hrærið á milli. 3. Sigtið saman hveiti og lyfti- duft og setjið út í. 4. Smyijið 2 springmót, annað 25 sm en hitt 22-23 sm. Smyijið deiginu á botnana. 5. Þeytið eggjahvíturnar, setjið sykurinn smám saman út í. Setjið síðan yfir deigbotnana. 6. Saxið möndlurnar gróft, stráið yfir, setjið síðan kanil/sykur ofan á. 7. Hitið bakaraofn í 160°C, blástursofn í 140°C, setjið kök- urnar neðarlega í ofninn og bakið í 30 mínútur. Kælið örlítið en lo- sið síðan út mótunum. 8. Þeytið rjómann, takið ‘A frá, síið jarðarberin og meijið lauslega og setjið út í, setjið 'A dl af safan- um saman við. Setjið þetta á stærri botninn, setjið þann minni ofan á. Sprautið í kring með því sem það tókuð frá af ijómanum. Skerið fersku jarðarberin í tvennt og raðið í kring ofan á rjómann.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.