Morgunblaðið - 15.03.1990, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 15.03.1990, Qupperneq 51
51 MORGUNBLAÐIÐ IÞRÓTTIR FIMMTUDAGUR 15. MARZ 1990 HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ II Þorbergi Aðalsteinssyni boðið að taka við starfi Bogdans: Erfitt að skorast undan“ - sagði ÞorbergurAðalsteinsson íviðtali við Morgunblaðið. Þorbergur segist gera miklar breytingar á vinnubrögðum í sambandi við landsliðið, ef hann tekur við liðinu ÞORBERGl Aðalsteinssyni hef- ur verið boðið að taka við starfi Bogdans, sem þjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik. „Það kom mér mjög á óvart þegar Jón Hjaltalín Magnússon hringdi í mig í kvoldi [í gær- kvöldi] og bauð mér starfið. Þetta er mikill heiður fyrir mig og er erfitt skorast undan þeg- ar kallið kemur," sagði Þor- bergur Aðalsteinsson, fyrrum landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður með Saab í við- tali við Morgunblaðið í gær- kvöldi. ÆT Eg mun nú leggjast undir feld og íhuga boðið. Ég mun hitta Jón Hjaltalín í Osló 24. mars og þá munum við bera saman bækur okkar. Þá kemur í ljós hver framtí- ðarstefna HSÍ er og hvort hún sé svipuð og hugmyndum mínum. Ef við náum saman og möguleikar eru fyrir samstarfi. _Þá mun ég ekki skorast undan. Ég er tilbúinn að veita íslenskum handknattleik krafta mína,“ sagði Þorbergur, sem er við nám í viðskiptafræði og stjórnmálafræði, jafnframt því að stunda nám í íþróttafræðum, með handknattleik sem sérsvið. „Ég lýk námi mínu í nóvember. Ef endar ná saman mun ég koma heim í sumar og stjórna landsliðinu á Frið- arleikunum í Seattle í júlí, þar sem Bandaríkjamenn, Sovétmenn, Júgó- slavar, Islendingar, Tékkar, S- Kóreumenn, Spánveijar og Japanir keppa. Eftir það færi ég aftur til Svíþjóðar, kæmi heim í haust og síðan alkominn í nóvember." „Miklar breytingar framundan" -Mun Þorbergur gera miklar breytingar á landsliði Islands? „Já, ég sé fyrir mér miklar breyt- ingar. Ég geri mér fyllilega grein fyrir að margir leikmenn eru á leið- inni út og ungir menn taka við stöð- um þeirra. Stóri punkturinn verður heimsmeistarakeppnin á Islandi 1995. Þangað til er langur vegur og aðaltakmarkið er að tryggja Is- faém FOLK ■ MAGNUS Wislander, leik- stjórnandi sænsku heimsmeistar- anna í handknattleik, sem átti frá- bæran leik gegn Sovétmönnum, verður ekki lengi í FráJóni Svíþjóð. Félög í V- Halldóri Þýskalandi og á Garöarssyni Spáni hafa auga- i V-Þyskalandi , , - , stað a þessum 26 ára leikmanni. ■ STEFAN Hacker, markvörður Essen og v-þýska landsliðsins, mun ekki leika með V-Þjóðveijum í C-keppninni í handknattleik, sem fer fram í Finnlandi í lok mars. Hann var skorinn upp fyrir meiðsl- um á hné í gær og verður frá í sex vikur. ■ HORST Bredemeier, lands- liðsþjálfari V-Þýskalands, hafði strax samband við Andreas Thiel, markvörð Gummersbach, og ósk- aði eftir að hann léki á ný með landsliðinu. Thiel svaraði því með því að segja: „Nei.“ ■ MICHAEL Gross frá V-Þýska- landi, er byijaður að keppa á fullum krafti á ný í sundi. Hann setti Evrópumet í 100 m flugsundi um sl. helgi, 52,51 sek. landi farseðilinn til Svíþjóðar 1993 í B-keppninni í Austurríki 1992. Eldri leikmennirnir verða að veita okkur aðstoð í baráttunni um far- seðilinn til Svíþjóðar, en síðan hefst lokauppbyggingin á íslenska HM’- 95-liðinu,“ sagði Þorbergur, sem sagðist leggja mikla áherslu á að Kristján Arason verði með í hans púsluspili. „Kristján er ungur og á mikið eftir. íslenska landsliðið getur ekki verið án hans.“ „Spennandi verkefni" Þorbergur sagði að hann myndi gera miklar breytingar á öllum vinnubrögðum í kringum landsliðið. „Landsliðsþjálfarastarfið er meira en fullt starf og það starf verður ekki mitt einkamál. Ég kem til með að leita til flestra þjálfara á íslandi og fá þá til að taka þátt í upp- byggingu landsiiðsins. Fá þá til að vinna sameiginlega að því markmiði að rífa íslenskan handknattleik upp úr þeirri lægð sem hann er í og koma landsliðinu aftur beint upp í sjötta til áttunda sæti á heimslistan- um. Landsliðið kemur til að leika jafn marga landsleiki og það hefur gert undanfarin ár, ef ekki fleiri. Leik- irnir verða dreifðari en þeir hafa verið og æfingar standa ekki eins lengi yfir og þær hafa gert. Vinnu- brögð í kringum landsliðið verða öll að vera miklu léttari en þau hafa verið og allir þeir sem koma til með að starfa í kringum liðið fá að hafa sínar skoðanir á málunum. Ég er opinn fyrir öllum ábendingum og andinn á að vara þannig að þau skapi ánægju og gleði,“ sagði Þor- bergur og hann bætti við. „Þetta verður spennandi verkefni.“ Framkvæmdastjórn HSÍ hefur leitað til Einars Þorvarðarsonar, landsliðsmarkvarðar, að hann þjálfí markverði landsliðsins og verði Þor- bergi til aðstoðar. Sambandsstjóm HSÍ kemur sam- an til fundar á sunnudag og mun þá'fjalla um þessar tillögur fram- kvæmdastjórnar og landsliðsnefnd- ar HSÍ. Þorbergur Aðalsteinsson hefur verið lykilmaður Saab-liðsins undanfarin ár. Hann boðar miklar breytingar taki hann við íslenska landsliðinu. SKIÐI Kristinn í 15. sæti - á sterku móti í Chamonix í Frakklandi V Kristinn Björnsson frá Olafsfirði hafnaði í 15. sæti á sterku fis-móti í svigi, sem fram fór í Chamonix í Frakklandi í gær. Kristinn var ljórum sek. á eftir sigurvegaranum og fékk 67 fis-stig fýrir árangur sinn og er það besti árangur hans til þessa. Alls voru 140 keppendur sem tóku þátt í mótinu og komust 54 þeirra í mark. Arnór Gunnarsson fór út úr í fyrri umferð og Haukur Arnórsson og Vilhelm Þorsteinsson í síðari umferð. SUND / LANDSLIÐIÐ Sautján keppa í Betfast Conrad Cawley, landsliðsþjálf- ari í sundi, valdi sautján sundmenn til að keppa á Ulster- leikunum, sem hefjas í Belfast á N-írlandi í dag. Þar keppa einnig sundmenn frá Sovétríkjunum, Wales og írlandi. Sundmennirnir sem keppa fyrir hönd íslands eru: Elín Sigurðar- dóttir, Pálína Björnsdóttir, Halld- óra Sveinbjörnsdóttir, Birna Bjömsdóttir, Arna Sveinbjörns- dóttir, Hildur Einarsdóttir, Ingi- björn Árnadóttir, Eygló Trausta- dóttir, Auður Ásgeirsdóttir, Magnús Ólafsson, Gunnar Ár- sælsson, Óskar Guðbrandsson, Eðvarð Þ. Eðvarðsson, Arnþór Ragnarsson, Logi Kristjánsson, Birgir Birgirsson og Ævar Jóns- son. SKIÐI / HEIMSBIKARINN Petra Kronberger færist nær heimsbikartitlinum PETRA Kronberger frá Aust- urríki færist nær heimsbikar- titlinum. Á þriðjudag sigraði hún í svigi í Vemdalen í Svíþjóð og í gær var keppt í stórsvigi og þá hafnaði hún í 9. sæti. Hún hefur nú 32 stiga forskot á landa sinn, Anitu Wachter, í stigakeppninni þegar aðeins þrjúmóteru eftir. Austurrískar stúlkur voru í fjór- um efstu sætunum í svig- keppninni á þriðjudag. Kronberger sigraði, Ida Ladstaetter varð önnur, Claudia Stroll í þriðja sæti og Kar- in Buder í fjórða sæti. Vreni Schneiderfrá Sviss, heims- bikarhafi frá í fyrra, hafði lang besta brautartímann í fyrri umferð, en keyrði út úr brautinni í síðari umferð eftir aðeins 20 sekúndur. Hún hefur verið mjög óheppinn í síðustu mótum og misti nú af efsta sætinu um svigtitilinn til Stroll þeg- ar aðeins eitt svigmót er eftir. Carole Merle frá Frakklandi sigr 'aði í stórsviginu, sem fram fór Klovsjo í Svíþjóð í gær. Hún var 0,35 sek á undan norsku stúlk- unni, Juliu Lunde Hansen, sem náði besta tímanum í síðari umferð Mateja Svet frá Júgóslavíu varð þriðja. Anita Wachter varð í sjöunda sæti og nægði það henni til að vinna stórsvigstitilinn. Einar stjómar í Einar Þorvarðai-son, iands- liðsmarkvörður, mun stjórna landsliðinu í tveimur landsleikjum : Noregi, '25. og 26. mars. Það ver búið að semja um þessa tvo tandsleiki fyrir iöngu, en þeir eru liður undirbúningi Norðmanna fyrir C-keppnina sem hefst í Finnlandi í iok inars. Þó svo að HSÍ hafi viljað sleppa við að fara til Noregs er það ekki hægt. Staðið verður við gerða samninga við Norðmenn. Þeir landsliðsmenn sem leika á Spáni, geta ekki tekið þátt í þessum leikjum, en Einari hefur i f verið falið það verkefni að fá Sigurð Sveinsson og Júlíus Jón- asson til að leika. Fararstjórar með iandsliðinu til Noregs verða Jón H. Magnús- son, Gunnar Þór Jónsson og Arnþrúður Kárlsdóttir. URSLIT Blak Bikarkeppni undanúrslit: ÍS-KA........................... .2:3 11:16, 15:8, 13:15, 17:16, 11:15. Þróttur N - Þróttur R............ 1:3 Úrslitakeppni karla HK-KA..............................2:3 15:17, 16:14, 15:5, 12:15, 12:15. ÍS - Þróttur.......................2:3 15:6, 7:15, 15:12, 8:15, 13:15. Úrslitakeppni kvenna: UBK-KA.............................3:0 15:7, 15:5, 15:11. ÍS - Víkingur.................. 3:0 17:15, 15:11, 15:10. Staðan í úrslitakeppni kvenna ÍS........................5 4 1 13:9 8 UBK.......................4 3 1 11:6 6 Víkingur..................4 13 7:9 2 KA........................3 0 3 2:9 0 Staðan i úrslitakeppni karla Þróttur R.................5 4 1 12: S^- ÍS........................5 3 2 11: 9 6 KA........................4 2 2 9: 8 4 HK........................4 0 4 5:12 0 Knattspyrna ■ENGLAND: Enska bikarkeppnin, 6. umferð: Oldham — Aston Villa...............3:0 Rick Holden (37.), Chris Priee (50. - sjálfsm.), Neil Redfem (68.) 19.490. • Oldham mætir Manchester United Maine Road í Manchester í undanúrslitum 8. apríl. Livcrpool — QPR...................1:0 Peter Beardsley (4.) 38.090. • Liverpool leikur gegn Crystal Palace í und- anúrslitum á Villa Park í Birmingham 8. apríl. 1. DEILD: Manchester IJnited - Everton......0:0 37.398. Norwich - Coventry................0:0 13.673. 2. DEILD: Brighton - Sheffield United.......2:?J'_ WBA-Bradford......................2:0 ■HOLLAND: Undanúrslit í hollensku bikarkeppninni: Vitesse — WiIIem II................3:0 John van den Brom 3. PSV Eindhoven — Ajax...............2:2 Chovanec, Jerry de Jong - John van’t Schip, Dennis Bergkamp • Eftir framlengingu 2:2, PSV sigraði síðan í vitaspymukeppni, 4:2, og fer áfram og leik- ur gegn Vitesse til úrslita 25. apríl. ■ FRAKKLAND: Leikir í frönsku 1. deildarkeppninni: Sochaux - Marseille................0:2 - Jean-Pierre Papin 2. Lyon - Nantes......................0:0 ■BELGÍA: 8-liða úrslit i bikarkeppninni, samanlögð úrslit innan sviga: Ekeren - St Truiden6:0 (9:0) Standard Liege - Diest......7:0 (10:2) Anderlecht - FC Liege.......2:2 (3:2) Lokeren-Genk................0:1 (1:1) •Lokeren vann, 5:4, í vítaspyrnukeppni. •Arnór Guðjohnsen kom inná sem vara- maður í liði Anderlecht þegar 15 mínútur voru til leiksloka og staðan þá orðin 2:2. Hann náði þó að skora mark með hendi 9" síðustu mínútu leiksins og fékk að sjá gula spjaldið hjá dómaranum fyrir vikið. I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.