Morgunblaðið - 15.03.1990, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.03.1990, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLABIÐ FJMMTUDAGUR 15. MARZ 1990 Tælendingar flyija fióttafólk til Kambódíu Kambódísk böm að leik í flóttamannabúðum í Tælandi. Búðirnar eru skammt frá kambódísku landamærun- um og á vegum Rauðra hkmera, skæruliðasamtaka kommúnista sem beijast gegn leppstjórn Víetnama í Kambódíu. Um 20.000 flóttamenn hafa að undanförnu verið fluttir frá búðum Rauðu khmeranna í Tælandi til nokkurra sveitarfélaga innan landamæra Kambódíu, í norð-vesturhluta landsins þar sem Rauðu khmer- amir ráða ríkjum. Tælendingar hyggjast flytja það flóttafólk sem eftir er til hlutlausra búða í Kambódíu og sögðu í gær að þeir hefðu fengið samþykki Evrópubandalagsins og Sameinuðu þjóðanna fyrir þeirri ráðagerð. Blaðamaður dæmdur til dauða í Irak: Boða viðræður um brottflutn- Irakar vilja ekki taka á móti Douglas Hurd London. Reuter. IRAKAR höfnuðu í gær boði bresku ríkisstjórnarinnar um að Dou- glas Hurd, utanríkisráðherra, kæmi til Baghdad um helgina til við- ræðna um mál breska blaðamannsins, sem íraskur herdómstóll dæmdi til dauða fyrir njósnir um siðustu helgi. yfirvöld segja að engar sannanir um njósnir hafi verið lagðar fram við réttarhöld yfir honum. Sé dóm- urinn óréttlætanlegur jafnvel þó hann hafi farið inn á bannsvæði. Bresk hjúkmnarkona sem ók Baz- oft að herstöðinni var dæmd í 15 ára fangelsi. Samkvæmt íröskum lögum geta Bazoft og hjúkrunarkonan ekki áfrýjað dómnum en Saddam Hus- sein konungur gæti breytt honum. Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Breta, hefur ritað Hussein bréf og farið fram á mildun dóms- ins. Sömuleiðis hafa Javier Perez de Cuellar, framkvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna, Hussein Jórdaníu- konungur og Jasser Arafat, leiðtogi Frelsisfylkingar Palestínumanna (PLO), hvatt til þess að dómurinn verði endurskoðaður og dauðarefs- ing felld niður. Að sögn breska utanríkisráðu- neytisins sögðu yfirvöld í írak að heimsóknar Hurds væri ekki óskað þar sem hún væri ótímabær. Blaðamaðurinn Farzad Bazoft er fæddur í Iran en er breskur ríkis- borgari. Hann var tekinn fastur er hann kannaði sannleiksgildi fregna um mikia sprengingu í herstöð suð- ur af Baghdad í september sl. Bresk ing Rauða hersins fiá Póllandi Reuter Níu ára mamma Níu ára gömul tyrknesk stúlka ól bam í fyrradag. Er það frískur drengur sem tekinn var með keisaraskurði. Lögregla vinnur nú að rannsókn málsins til að kanna með hvaða hætti stúlkan varð ófrísk. Varsjá. Reuter. TALSMAÐUR pólsku ríkis- stjórnarinnar, Malgorzata Ni- ezabitowska, sagði á fundi með blaðamönnum í Varsjá í gær að brátt yrðu hafhar viðræður við Sovétstjórnina um brottflutning Rauða hersins frá Póllandi. Hún bætti við að gert væri ráð fyrir því að herliðið yrði kallað heim í áföngum. Talsmaðurinn gat þess sérstak- lega að þess yrði ekki krafist að hersveitir Sovétmanna yrðu kall- aðar heim þegar í stað. Ekkert ríki gæti fyllilega sætt sig við er- lent herlið á landi sínu en vera sovéska liðsaflans í Póllandi væri nauðsynleg í ljósi stöðu öryggis- mála í Evrópu. Talið er að um 40.000 sovéskir hermenn séu í Póllandi. Niezabit- owska sagði að sovésku hermenn- imir yrðu fluttir aftur til síns heima í áföngum. Hún gat þess að pólska ríkisstjórnin hygðist brátt kynna tillögu um gagn- kvæma fækkun í ^heijum Atlants- hafsbandalagsins (NATO) og Var- sjárbandalagsins 'í Evrópu og myndi tillaga sú einnig taka til .sovéskra hermanna í Póllandi. Brottflutningur hersveita Rauða hersins er þegar hafinn frá Tékkóslóvakíu og Ungveijalandi. Vitað er að sovéskir hermenn njóta lítilla vinsælda meðal alþýðu manna í Póllandi. Hins vegar sagði Tadeusz Mazowiecki, forsætisráðherra Pól- lands, fyrir skemmstu að ekki væri tímabært að ræða heimk- vaðningu heraflans frá Póllandi og vísaði til óvissu á vettvangi öryggismála. Voru ummæli hans rakin til óljósra yfirlýsinga Helmuts Kohls, kanslara Vestur-Þýskalands, varðandi vestur-Iandamæri Pól- lands en um þriðjungur landsins heyrði Þjóðveijum til allt til loka síðari heimsstyijaldarinnar. Óttast Pólveijar mjög að ráða- menn í hinu nýja, sameinaða Þýskalandi geri tilkall til land- svæða þessara og hafa krafist þess að tryggt verði með samning- um að landamærin haldist óbreytt er þýsku ríkin renna saman í eitt. Fyrirvaralaust átti Mandela til að gera að gamni sínu - segir Jón Baldvin Hannibalsson „MÉR fannst að þarna væri maður sem hefði hugsað í þaula sína pólitík," sagði Jón Baldvin Hannibalsson í gær eftir að hafa ásamt öðrum utanríkisráðherrum Norðurlanda átt fúnd með Nelson Mandela sem sat 27 ár í fangelsi í Suður-Afríku en var látinn laus fyrir skemmstu. „Þegar hann er spurður um ástandið þá svarar hann alltaf hiklaust en mjög skýru og knöppu máli. Og eitt sem gladdi mann var að óvænt og fyrir- varalaust átti hann til að gera að gamni sínum með ósviknum húmor þannig að geislaði af honum. Ég var óneitanlega mjög hriflnn af þessum manni.“ Mandela er nú staddur í Svíþjóð í boði sænska utanríkis- ráðherrans Stens Anderssons. Mandela óskaði sérstaklega eftir því að fá að hitta utanríkisráð- herra Norðurlanda áður en geng- ið var til veislu í boði Anders- sons. „Við höfðum tæpan klukk- utíma til að tala saman," sagði Jón Baldvin. „Mandela mætti þar með nokkrum ráðgjöfum sínum en þó kom Oliver Tambo [forseti Afríska þjóðarráðsins] ekki vegna veikinda. Ég hafði hugsað það áður að það væri liðin tíð að vestur-evrópskir stjórnmála- menn hefðu þá lífsreynslu í far- angrinum að hafa setið í fangelsi fyrir pólitískar skoðanir sínar. Starfsbræður okkar í Austur- Evrópu hafa þá reynslu og marg- ir af leiðtogum þróunarríkjanna. Margir þessara urðu fyrir djúpum áhrifum af slíkri reynslu og hún hafði mikil áhrif á viðhorf þeirra og persónuleika. Svo ég hafði hugsað sem svo að það væri vel þess virði að byija á því að hlusta á þenn mann og reyna að nema það hvort hann hefði orðið vitur á 27 ára fangavist og einsemd. Og það var nákvæmlega sú svip- mynd sem ég fékk af honum um leið og hann gekk inn í herberg- ið. Mandela er fremur hávaxinn. Hann er frekar ljós á hörund. Hann er afar virðulegur, fámáll og það stafar af honum myndug- leik. Hann tekur Iítt eftir tildrinu í kring. Þegar hann hafði verið boðinn velkominn og kynntur fyrir þessum gestum þá sagði hann án málalenginga að kannski væri gagnlegast að nýta tímann með því að menn spyrðu hann. Það bar margt á góma. Danir og Svíar höfðu á utanríkisráð- herrafundi Norðurlanda hreyft Reuter Frá fúndi utanríkisráðherra Norðurlanda með Nelson Mandela í sænska utanríkisráðuneytinu í gær. tillögu um það að Norðurlöndin sendu háttsetta embættismenn til Suður-Afríku til að'afla upp- lýsinga. Það felur í sér að þeir ætluðu slíkri nefnd að hafa sam- band við sem flesta aðila, ekki bara Afríska þjóðarráðið heldur einnig stjórnvöld. Mandela leit á þá og svaraðí hægt en með mjög miklum þunga: Ef þið gerið þetta þá munum við vera neyddir til þess að snúa við ykkur bakinu. Við munum ekki taka við neinum sendinefndum sem koma til að hafa samskipti við kúgara okkar. Ykkur skortir ekki upplýsingar um kúgunarkerfið þannig að það getur ekki verið ástæðan og okk- ur þætti að sjálfsögðu mjög mið- ur að þurfa að snúa baki við mönnum sem hafa verið vinir okkar og stuðningsmenn. Hann sagði ekki meira en þar með var sú hugmynd úr sög- unni.“ Að sögn Jóns Baldvins hefur Mandela nefnt það í viðtölum við sænska fjölmiðla að Svíar slíti stjórnmálasambandi við Suður- Afríku en á það var ekki minnst í gær. „Hins vegar var spurt hvenær ANC gæti horfið frá valdbeitingu sem baráttuaðferð og þá svaraði hann að mínu mati ákaflega vel: Það er engin stjórnmálahreyfing í Suður- Afríku sem er jafn frábitin valdi og við og þarfnast ekki skýringa því valdið er ekki í okkar hönd- um. Stjórnvöld eru hlaðin vopna- búnaði, það erum við sem erum beittir ofbeldi. Okkur var meinað að tjá okkur og beijast fyrir mannréttindum með lýðræðisleg- um aðferðum. Það var þess vegna sem við vorum neyddir til að svara ofbeldinu og við föllum ekki frá réttinum til að beija frá okkur fyrr en apartheid hefur verið afnumið og samið um að koma á lýðræði." ERLENT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.