Morgunblaðið - 15.03.1990, Page 27

Morgunblaðið - 15.03.1990, Page 27
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARZ 1990 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, simi 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Signr Vöku Yaka, félag lýðræðissinn- aðra stúdenta, vann glæsilegan sigur í kosningun- um, sem fram fóru í háskól- anum í fyrradag. Framboðs- listi félagsins til stúdentaráðs og háskólaráðs .fékk um 57% greiddra atkvæða og er þetta talinn stærsti sigur Vöku frá því, að félagið var stofnað árið 1935. Þegar Vaka hóf starf sitt voru öfgahreyfingar til hægri og vinstri fyrirferðarmiklar í Háskóla íslands eins og víða annars staðar. Þar voru á ferðinni kommúnistar og naz- istar , sem þá héldu uppitölu- verðri starfsemi hér á landi, meðal annars í háskólanum. Vaka var stofnuð til þess að berjast gegn þessum öfgaöfl- um til hægri og vinstri. Fé- lagið hefur sinnt því hlutverki með glæsibrag. Starfsemi hinna svonefndu þjóðernissinna lagðist fljót- lega niður hér á íslandi en hins vegar hafa Vökumenn í áratugi barizt harðri baráttu gegn kommúnistum. Sú bar- átta var mjög hörð á árum áður, þegar kalda stríðið var í hámarki. Fyrir tveimur ára- tugum tók við annað erfitt tímabil í starfi Vöku, þegar vinstri bylgja gekk yfir há- skóla um allan hinn vestræna heim og þ.á m. hér á landi. Nú er svo komið, að þær hugsjónir, sem Vökumenn hafa barizt fyrir í meira en hálfa öld, hafa sigrað. Komm- únisminn er hruninn í Aust- ur-Evrópu og að falli kominn í sjálfum Sovétríkjunum. Sama dag og Vökumenn unnu mesta sigur sögu sinnar heyrði valdaeinokun Komm- únistaflokks Sovétríkjanna fortíðinni til. Vinstri bylgjan sem gekk yfir meðal æsku- fólks fyrir tveimur áratugum og lengi eftir það er líka runn- in út í sandinn. Eftir standa grundvallarhugsjónir lýðræð- issinnaðs ungs fólks. Öfgahreyfingar koma og fara og koma aftur. Þess vegna verða Vökumenn á hveijum tíma að standa dyggan vörð um þær hug- sjónir, sem félag þeirra var stofnað til að veija og beijast fyrir. En jafnframt fá þeir ef til vill meira svigrúm til þess að vinna að öðrum hugsjóna- málum ungs fólks, sem hljóta að vera þau að skapa hér betra þjóðfélag. - Unga fólkið, sem nú stund- ar langskólanám, bæði heima og erlendis, er miklum hæfi- leikum búið. Það á kost á betri og fjölbreyttari mennt- un en nokkru sinni fyrr. Það hefur alla burði til að vísa þjóðinni veginn inn í nýja öld. Framundan eru örlagaríkar ákvarðanir, sem varða miklu um framtíð þjóðarinnar. Við hljótum að halda fast við sjálfstæði okkar og veija auð- lindir okkar gegn ásókn ann- arra. En um leið verðum við að laga okkur að breyttum aðstæðum og taka virkan þátt í nánara samstarfi þjóða í milli, okkur og öðrum til hagsbóta. Sú skylda að leiða íslenzku þjóðina af farsæld þennan veg hvílir ekki sízt á því unga fólki, sem nú býr sig undir lífið með langskólanámi. Það verður ekki auðvelt verk. Við íslendingar verðum að vera opnir fyrir nýjum straumum m.a. frá öðrum þjóðum — en ekki of opnir. Við eigum skyldum að gegna við sögu okkar og menningu og landið sjálft. Því mega hvorki Vöku- menn né aðrir íslenzkir æsku- menn nokkru sinni gleyma. Baráttan við öfgaöflin, þar sem Vökumenn hafa verið í fararþroddi meðal ungs fólks, hefur verið lærdómsrík og er jafnframt töluvert umhugs- unarefni. Hvað veldur því, að hvað eftir annað tekst stjórn- málahreyfingum, sem byggja á ofstæki og einræði að blekkja milljónir manna ára- tugum saman? Hvað veldur því, að milljónir hafa látið blekkjast af kommúnisman- um mestan hluta þessarar aldar, þótt vísbendingar um ofbeldi og ódæði hafi blasað við, hvar sem var? Við þess- um spurningum eru engin einföld svör. En það verður eitt af helztu hlutverkum Vöku í framtíðinni að minna nýjar kynslóðir á þetta tíma- bil og þessa sögu í von um, að þær geti eitthvað af þess- um hörmungum lært. Staðsetning næsta stóriðjuvers eftirFriðrik Sophusson Að undanförnu hafa orðið nokkr- ar umræður um staðsetningu næsta álvers hér á landi. Slíkar umræður eru eðlilegar, en mega ekki leiða til þess að frekari tafir verði á ákvörðun um byggingu nýs álvers. Staðsetning stóriðjuvera í e.igu út- lendinga er ekki eingöngu ákvörð- unaratriði íslenskra stjórnvalda. Vilji erlendu aðilanna hlýtur að ráða mestu um það hver þeirra staða, sem íslensk stjórnvöld benda á, verður fyrir valinu. Mikilvægast er að ná samstarfi við álfyrirtækin um byggingu álvers s.em fyrst. Takist það vel getur það opnað dyr til frek- ara samstarfs um orkufrekan iðnað, iðnað tengdan þeirri framleiðslu, sem hér verður stofnað til og jafn- vel á öðrum sviðum. Aðdragandinn í umræðunum um staðarvalið á undanförnum vikum hefur gætt nokkurs misskilnings um aðdrag- anda þess samstarfs,. sem hófst á miðju ári 1988 með stofnun svokall- aðs Atlantal-hóps. Virðast sumir álíta að staðarvalið hafi verið pólitísk ákvörðun, sem tekin hafi verið til að draga taum Straumsvík- ur á kostnað annarra staða á landinu. Mér þykir rétt að rekja í stórum dráttum sögu málsins frá árinu 1983, þegar stefnubreyting varð í stóriðjumálum. Haustið 1983 var gerður bráða- birgðasamningur milli ríkisstjórnar- innar og Alusuisse. í þeim samningi var lagður grunnur að viðræðum um málefni álversins í Straumsvík m.a. um orkuverð, skattamál og möguleika á stækkun álversins. Gerðir voru viðaukasamningar og haustið 1984 voru gerðar breyting- ar á aðalsamningum til að greiða fyrir stækkun álversins. Þá var Alusuisse veitt heimild til að selja 50% hlut í ÍSAL í því skyni að auð- velda samstarf við nýja aðila í tengslum við stækkun álversins. Viðræður við Alusuisse um stækkun álversins hófust á árinu 1986, eftir að lokið var endurskoðun rafmagnssamnings og skatta- ákvæða í aðalsamningi, og var m.a. rætt við kínverska og japanska að- ila. Vegna rekstrarerfiðleika Alu- suisse reyndust ekki forsendur fyrir samstarfi um stækkun ÍSAL og var það endanlega staðfest í febrúar 1987. í beinu framhaldi af þvi skip- aði iðnaðarráðherra starfshóp til að undirbúa viðræður við aðra aðila um nýtt álver við Straumsvík. Ný ríkisstjórn staðfesti þetta fyrir- komulag og í árslok 1987 lauk hóp- urinn gerð forathugana á hag- kvæmni nýs álvers við Straumsvík og verkefnið fékk nafnið Atlantal- verkefnið. Staðarvalið byggðist á því að álitið var að fjárfesting spar- aðist í aðstöðu sem þegar var fyrir hendi. I því sambandi var nefnt til sögunnar t.d. hafnaraðstaða, súr- álsuppskipunartæki og geymslu- tankar, rannsóknaraðstaða, við- haldsaðstaða, hluti af steypuskála o.fl. Þess ber að geta, að forráða- menn Alusuisse buðu upp á þessa samnýtingarmöguleika. A þessum tíma ríkti mjög hörð samkeppni milli landa um uppbyggingu áliðn- aðar. Sérstaklega bar á Venesúela, sem síðan hefur helst úr lestinni, og Kanada, þar sem nú þegar hafa tekist samningar um tvö ný álver og tvöföldun á framleiðslu tveggja annarra. Ný vinnubrögð Með Atlantal-verkefninu verða þáttaskil í málinu. Notuð voru ný vinnubrögð til að afla samstarfsað- ila. Islensk stjórnvöld ákváðu við hvaða aðila yrði samið og hvers konar verksmiðju þau vildu. Kynn- ing á Atlantal-verkefninu fór fram á fyrri hluta ársins 1988 og í júlí var undirritaður samningur um hagkvæmnisathugun milli fjögurra álfyrirtækja í Evrópu og íslenskra stjómvalda. Iðnaðarráðuneytið og Landsvirkjun stofnuðu sérstaka markaðsskrifstofu til að tryggja sem best upplýsingastreymi til þeirra, sem sýna áhuga á orkukaup- um og samstarfi um orkufrekan iðnað. Auk þeirra fjögurra fyrirtækja, sem mynduðu Atlantal-hópinn, sýndu nokkur önnur áhuga, þ. á rrt. ALUMAX (Bandaríkjunum), Alum- inia Spa (Italíu) og Hydro Alum- inium (Noregi). Þá þegar var sú framtíðarstefna mörkuð að freista þess að mynda nýjan hóp þessara fyrirtækja og annarra, sem hefðu áhuga á byggingu annars álvers annars staðar á landinu og komu Eyjafjarðarsvæðið og Austurland einkum til álita og var það nefnt við einn þessara aðila. Á þessum tíma var talið, að for- senda þess, að af nýju fyrirtækja- samstarfi gæti orðið, væri að vel tækist til um fyrirhugaða álfram- leiðslu við Straumsvík. Hagkvæmnisathuganir Atlantal-hópurinn hóf störf síðari hluta árs 1988. Nokkur titringur Friðrik Sophusson „Möguleikar okkar til nýsköpunar á ýmsum sviðum — ekki ein- göngu í stóriðju — fel- ast m.a. í því að erlend- ir samstarfsaðilar finni að þeir geti átt árang- ursríka samvinnu við okkur. Innbyrðis tog- streita má ekki verða til þess að tafir verði á næsta áfanga.“ varð í samstarfinu vegna stjórnar- skiptanna í september, en í apríl 1989 lá fyrir hagkvæmnisathugun álit ráðgjafarfyrirtækisins Bechtel, sem hópurinn hafði ráðið til verks- ins. Niðurstöðurnar voru heldur lak- ari en vænst hafði verið og það varð til þess að stækkun ÍSAL komst aftur á dagskrá. Sænskt ráð- gjafarfyrirtæki (SIAB) athugaði þann kost. Sl. haust heltist AMAG (Austurríki) úr lestinni og seint á sl. ári var horfið frá stækkun vegna þess að ekki tókst samkpmulag milli þeirra sem eftir voru. í fram- haldi af því hætti Alusuisse þátt- töku í starfi hópsins. íslensk stjórnvöld hafa á undan- förnum árum átt viðtöl við fjölmörg Starfsfólk mótmælir 1 ág- um launum við ráðherra Tryggingastofiiun: STARFSFÓLK Tryggingastofnunar ríkisins íjölmennti í heilbrigð- is- og tryggingaráðuneytið og fjármálaráðuneytið í gærmorgun og afhenti viðkomandi ráðherrum ályktun um launamál sem það samþykkti á fundi fyrr í vikunni ásamt undirskriftalistum. Brynja Þorleifsdóttir trúnaðarmaður sagði í gær að 120-130 manns hefðu tekið þátt í þessum aðgerðum, en alls vinna rúmfega 130 manns hjá stofhuninni. Starfsemin var því lömuð í gærmorgun. Brynja sagði að ráðherrarnir, Guðmundur Bjarnason og Ófafur Ragnar Grímsson, hefðu tekið þeim vel 'og hún hefði skifið orð þeirra sem loforð um að kanna þessi mál. Ályktun starfsfólks Trygginga- stofnunar er í sjö liðum. Þar kem- ur fram að fólkið mótmælir harð- lega launakjörum sínum og þeim drætti sem orðið hefði á endur- skoðun þeirra í kjölfar breytinga á verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- ' laga. Brynja sagði að við þessar breytingar hefði komið í ljós að starfsfólk sjúkrasamlaganna hefði í mörgum tilvikum haft mun hærri laun en starfsfólk Tryggingastofn- unar. Afstöðu fjármálaráðuneytis til launakrafna starfsfólksins er mótmælt og vitnað í nýlegt bréf ráðuneytisins þar sem fram kemur að lægsti launaflokkur þess skuli vera 232 flokkur. „Með slíkri ákvörðun er verið að festa í sessi láglaunastefnu gagnvart starfs- fólki Tryggingasstofnunar ríkisins þar sem mánaðarlaun í 232 lfl. 4. þrepi er kr: 49.721, sem vægt til orða tekið geta ekki talist rnann- sæmandi laun. Hvað þá að hægt sé að ætlast til þess að fólk lifi á slíkum launum,“ segir í ályktun- inni. Starfsfólkið mótmælir skipu- MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARZ 1990 27 • erlend stóriðjufyrirtæki um bygg- ingu orkufrekra iðjuvera hér á landi. Eitt þeirra fyrirtækja er ALUMAX, sem nú hefur ákveðið að koma til samstarfs við Gránges og Hoogovens. Atlantal-samning- urinn um hagkvæmnisathugun rann út um síðustu áramót. Á grundvelli hans hafa farið fram verulegar athuganir á kostnaði við byggingu og rekstur álvers hér á landi. Jafnframt hafa fjölmargir möguleikar verið ræddir um skatta og önnur samskiptamál. Þessi vinna hefur skilað þeim árangri, að ákvörðunar um þyggingu nýs álvers má vænta á þessu ári, enda liggja ítarlegar kostnaðarupplýsingar fyr- ir. Landsmál eða byggðamál Atlantal-verkefnið miðaðist við starfrækslu nýs álvers við Straumsvík. Núverandi iðnaðarráð- herra óg aðrir ráðherrar hafa hins vegar opnað staðarvalið og ljóst er að ALUMAX vill skoða fleiri kosti en Straumsvík í fullri alvöru. Við- horf ALUMAX hlýtur að ráða mestu enda verður fyrirtækið stærsti samstarfsaðilinn og leiðandi í rekstrinum. Ávallt hefur verið litið á næsta álver sem landsmál en ekki byggða- mál. Staðarvalið við Straumsvík mótaðist af því hvaða staðsetning væri hagkvæmust og ódýrust fyrir þá sem hygðust reisa og reka iðju- verið, enda er þeim ætlað að greiða allan kostnað við mannvirkjagerð, sem beinlínis tengist því. Að und- anförnu hafa áhrifamenn í nokkrum byggðarlögum dregið fram kosti viðkomandi staða. Slíkt er eðlilegt framlag þeirra, sem skilja nauðsyn þess að styrkja atvinnustarfsemina heima fyrir. Það er einnig ánægju- legt að vaxandi skilningur virðist vera á því að koma orkunni í þann búning, sem hentar til útflutnings í samvinnu við útlendinga. Fleiri tækifæri Þótt bygging fyrirhugaðs álvers sé engan veginn eins stórt átak og bygging ÍSAL-versins var á sínum tíma er það þó mikilvægt til að auka hagvöxt og skapa jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Aðalatriðið er að íslendingar fái sem mest í sinn hlut í samstarfi við rekstraraðilana og áfram verði haldið á þeirri braut að bæta lífskjör þjóðarinnar með skynsamlegri nýtingu auðlinda landsins. Möguleikar okkar til ný- sköpunar á ýmsum sviðum — ekki eingöngu í stóriðju — felast m.a. í því að erlendir samstarfsaðilar finni að þeir geti átt árangursríka sam- vinnu við okkur. Innbyrðis tog- streita má ekki verða til þess að tafir verði á næsta áfanga. Fleiri tækifæri koma í kjölfarið, ef vel er að málum staðið. Höfundur er alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Iteykjavíkurkjördænii og fyrrverandi iðnaðarráðherra. Lítill hluti flárfestinga okkar til kaupa á hlut í öðrum fyrirtækjum - segir Hörður Sigurgestsson, forsljóri Eimskipafélags íslands HÖRÐUR Sigurgestsson, forsljóri Eimskipafélags íslands brást harka- Iega við Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins síðastliðinn sunnudag, sein m.a. fjallaði um Eimskipafélagið, hugsjón þá sem til grundvallar var lögð fyrir 76 árum, þegar félagið var stofnað, kaup félagsins á hlutum í öðrum fyrirtækjum og þróun í þá veru að örfáir einstaklingar ráði nú að verulegu leyti öllum samgöngum til og frá Islandi á sjó og í lofti. Gagnrýni Harðar á umfjöllunina í Reykjavíkurbréfinu hefúr þegar komið fram í Ríkissjónvarpinu og DV. Hér á eftir ræðir Hörður í samtali við blaðamann Morgunblaðsins m.a. ofangreind atriði, en aðalfundur Eimskipafélags Islands er haldinn í dag. — Er það þitt mat, Hörður, að baráttan fyrir auknum völdum, auð og áhrifum hafi tekið við af þeirri hugsjón sem var grundvöllurinn að stofnun félagsins fyrir 76 árum? Það er að stofnað var almenningshiutafé- lag í eigu íslensku þjóðarinnar um flutninga til og frá landinu. „Hugsjónin á bak við Eimskip var sú að tryggja Islendingum traustar og öruggar samgöngur og um leið hefur vafalaust blundað í mönnum að koma upp hér innanlands traustu, sterku og myndarlegu fyrirtæki. Þetta eru viðhorf sem eru ennþá í fullu gildi. Hitt er annað að við stöndum ekki lengur í þeirri sjálf- stæðisbaráttu sem við þá stóðum í og við lifum ekki í fortíðinni. Við lifum núna, en notum fortíðina og nútímann til þess að byggja upp fyrir framtíðina. Við teljum að það sem verið er að gera hér í þessu fyrirtæki í dag, endurspegli þessi gömlu viðhorf í nútímabúningi. Við vinnum mjög staðfastlega að því að reka hér traust og sterkt fyrirtæki sem gagnist íslendingum í framtí- ðinni. íslendingar eiga Eimskip enn- þá og íslendingar munu eiga Eim- skip lengi ef félagið fær að starfa án óeðlilegra utanaðkomandi af- skipta.“ Til þess að hafa forystu og ná árangri þarf völd — Er það ekki mat ykkar, sem við stjórnvölinn sitjið í þessu fyrir- tæki að auðurinn og valdið hafi safn- ast á örfáar hendur, og þar af leið- andi ákvarðanatakan? „Ég get bara svarað fyrir mig. Ég tel að svo sé ekki. Morgunblaðið hefur fullyrt að hér séu að safnast á færri hendur en áður völd. Það get ég með gögnum því miður ekki hrakið, en mér er mjög til efs að það hafi orðið mikil breyting á þessu. Eimskipafélagið hefur átt því láni að fagna, stundum eitt fárra fyrir- tækja á Islandi, að þar hefur staðið saman þéttur og traustur hópur, sem hefur veitt félaginu forystu og þann- ig er það enn að mínu mati. Til þess að hafa forystu og ná árangri, þarf völd. Mér finnst líka að í spurningu þinni blundi sá misskilningur að þetta sé einskonar málfundafélag þar sem allir hafa eitt atkvæði. Þeir sem eiga hlut í fyrirtækinu hafa völd í samræmi við það hlutafé sem þeir eiga. Þegar verið er að ræða' um almenningshlutafélag, þá er mér ekki alveg ljóst við hvað er átt. Ég hef ekki trú á fyrirtækjum, þar sem valdið er svo útþynnt og dreift, að það er enginn sem getur tekið þær ákvarðanir sem þarf að taka, eða veitt þá forystu sem nauðsynleg er. Menn kaupa í dag ekki endilega hlutabréf í fyrirtækjum til þess að safna völdum, heldur til þess að fá arð af sinni fjárfestingu. Allt okkar umtal um að leggja meiri áherslu á atvinnureksturinn, eigið fé fyrir- tækjanna og arðsemi byggir á þessu. Við búum í dag í allt öðru þjóðfélagi hvað þetta snertir en fyrir fimm árum, hvað þá fyrir 76 árum, þegar Eimskipafélagið var stofnað." Við höíum engin sérréttindi — Þú hefur sagt að Eimskip starfi á fijálsum og opnum mark- aði, sem allir geti komið inn á. Þið keyptuð upp þrotahú Hafskips á sínum tíma, þið keyptuð Bifröst þeg- ar hún rambaði á barmi gjaldþrots og svo framvegis. Er það ekki óum- deilanlegt að Eimskip hefur mikla tilhneigingu til þess að bijóta alla samkeppni á bak aftur? „Ég gæti spurt á móti: Heldur þú að Morgunblaðið hafi haft áhuga á því á sínum tíma að Dagblaðið Mynd kæmist á legg, eða hefði Morgunblaðið áhuga á því að Tíminn, Þjóðviljinn eða Alþýðublaðið döfnuðu? Við erum bara í samkeppni í þessum rekstri. Við höfum engin sérréttindi. Þetta er fijáls og opinn markaður, flutningamarkaðurinn, en hins vegar keppum við við okkar umhverfí. Með því að keppa við okk- ar umhverfi, skapast möguleiki til þess að halda flutningsgjöldum hér í jafnvægi. Okkur þykir það til dæm- is mjög áhugavert að á síðastliðnum 10 árum hafa flutningsgjöld í flutn- ingum Eimskips lækkað urn 25% að raunvirði. Við teljum að með þessum hætti hafi viðskiptamenn félagsins notið í ríkum mæli aukinnar fram- leiðni sem orðið hefur í fyrirtækinu á undanförnum árum.“ Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskipafélags íslands. Viljum hafa samkeppni — Var það aldrei til í dæminu að nýta íjármuni þá sem þið hafið nýtt til hlutabréfakaupa í öðrurn fyrir- tækjum, til þess að lækka flutnings- gjöld enn frekar og styrkja markaðs- stöðu ykkar þannig enn meir? „Við höfum engan áhuga á að vera einir á þessum flutningamark- aði. Við teljum mjög eðlilegt að við njótum eðlilegrar samkeppni á hon- um. Hlutfall okkar á markaðnum er sjálfsagt liðlega 50%, ef frá eru taldir olíu- og súrálsflutningar, sem eru í höndum erlendra skipafélaga. Við höfum ekkert við það að athuga að keppa við aðra á þessum mark- aði, enda teljum við að við höfum gert það með virkum árangri. Tal- andi um samkeppni og fjölda aðila sem eru á markaði, þá er æskilegt að samkeppnin sé fyrir hendi, en það er ekki endilega ákjósanlegt að allt of margir aðilar séu í þessari sam- keppni. Of margir aðilar í sam- keppni um sömu flutningana, hefðu það einfaldlega í för með sér að kostnaðurinn fyrir þessa þjóðfélags- heild okkar yrði allt of mikill og út úr slíkri samkeppni fengist ekki endilega raunverulegur ávinningur." Menn stundum haldnir of mikilli rómantik — Er það stjórnendum Eimskips kappsmál að hér sé opinn hlutabréfa- markaður? „Ég tel það mjög jákvæða þróun sem hefur orðið hér á undanförnum árum, eða frá því seint á árinu 1985, að hér sé verslað með hlutabréf á tiltölulega opnum markaði. Þessi markaður er að vísu ennþá mjög ófullkominn en hann þróast í rétta átt og það er jákvætt. Mér fínnst það skipta miklu máli núna, þegar vaxandi áhugi manna er á því og menn hafa loksins áttað sig á því að það sé nauðsynlegt að áhættufé sé í fyrirtækjunum og þau hafi eigið fé. Því verði í framtíðinni horft til þessa markaðar til þess að fá inn aukið eigið fé í fyrirtækin. Hins veg- ar finnst mér sem menn séu stundum haldnir of mikilli rómantík, þegar þeir eru að ræða þetta. Ég held að þetta aukna eigið fé sem hægt er að fá inn í fyrirtækin, komi ekki að verulegu marki frá einstaklingunum, heldúr frá íjársterkum fyrirtækjum, tryggingafélögum, lífeyrissjóðum og ljárfestingasjóðum. Þanni hygg ég að þetta komi til með að verða í framtíðinni, en hinn almenni laun- þegi muni ekki fjárfesta í hlutafélög- um í ríkum mæli. Jafnframt tel ég líklegt að útlendingar verði í fram- tíðinni reiðubúnir til þess að leggja hér áhættufé í rekstur, þegar meira jafnvægi hefur náðst í ísiensku efna- hagslífi." Höfum keypt hlut í öðrum fyrirtækjum fyrir 650 milljónir króna sl. 5 ár — Hvað segir þú um gagnrýni á Eimskipafélagið, þess efnis að það sé að kaupa hlut í öðrum fyrirtækj- um og sölsa undir sig völd? Nú síðast jukuð þið hlut ykkar í Sjóvá-Almenn- um á yfirverði að því fullyrt er. „Nú ætla ég ekkert að segja þér um það hvar við höfum verið að kaupa hlutabréf, né á hvaða verði. En almennt séð vil ég bara benda á að Sjóvá-Almennar er með 30% hlut- deild af tryggingamarkaðnum á ís- landi og hún fer stækkandi, þannig að ég fæ ekki séð hver getur nú staðhæft hvað er yfirverð og hvað er ekki yfirverð á hlutabréfum í Sjóvá-Almennum. Þetta er traust og vel rekið fyrirtæki. Það er mitt mat að þær fjárfest- ingar sem við höfum ráðist í í öðrum fyrirtækjum séu almennt öruggar og traustar, og við erum sannfærðir um að af þeim munum við bera góðan arð. Með því erum við nátt- úrulega að hugsa um framtíð fyrir- tækisins. Hins vegar hefur mjög lítill hluti af íjárfestingum Eimskipa- félagsins farið til kaupa á eignar- hluta í öðrum fyrirtækjum. Á síðast- liðnum fímm árum höfum við fjár- fest 3.750 milljónir, og af því höfum við notað um 650 milljónir króna til kaupa á eignahlut í öðrum fyrirtækj- um, eða liðlega 17% þess fjár sem nýtt hefur verið til fjárfestinga." Viðtal Agnes Bragadóttir % Morgunblaðið/J6n Stefánsson Arnór Pétursson starfsmaður Tryggingastofnunar afhendir Ólafi Ragnari Grímssyni fjármálaráðherra ályktun og undirskriftalista. lagstillögum sem samþykktar hafa verið af heilbrigðis- og trygginga- ráðuneytinu fyrir deildir stofnun- arinnar, sérstaklega mótmælir það því að starfsmenn deildanna og starfsmannafélagið skuli ekki hafa verið haft með í ráðum. Þá er vak- in athygli á þeim fjárupphæðum sem starfsmenn Tryggingastofn- unar sjá um að greiða. Starfsmennirnir krefjast þess að þegar í stað verði teknar upp við- ræður á milli fulltrúa félags þeirra og viðkomandi ráðuneyta um launakjörin og að koma á fót Tryggingaskóla. Krefjast þeir þess að viðræðunum verði lokið fyrir 1. apríl og að í þeim verði m.a. .. tekið mið af launum hjá ýmsum stofnunum ríkisins sem upp eru taldar. Guðmundur Bjarnason heil- brigðisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið að launamál Trygg- ingastofnunar heyrðu undir fjár- málaráðherra. „Hins vegar er á okkur sú ábyrgð að stofnanir sem heyra undir ráðuneytið sem fag- ráðuneyti starfi eðlilega. Þess vegna mun ég fylgjast með fram- gangi mála, en geri mér um leið grein fyrir því að aðstæður til að framkalla miklar breytingar er mjög þröng á sama tíma og kjara- samningar eru gerðir á lágu nótun- um. En auðvitað geta flestir verið sammála um að laun undir 50 þús. á mánuði eru ekki há laun, og ég skil mætavel að óánægja sé með slík kjör. Þar er hins vegar um lægstu launin að ræða, og ég veit ekki hversu margir starfs- manna stofnunarinnar eru á þeini launum,“ sagði Guðmundur. Eggert G. Þorsteinsson, forstjóri Tryggingastofnunar, sagði í gær að vel væri hægt að taka undir það að laun starfsfólks stofnunar- innar væru almennt mjög lág, sér- staklega væri áberandi hvað stór hópur væri í lægstu launaflokkun- um. „Við verðum mjög varir við ásókn annarra í besta starfsfólkið og að því séu boðin betri launa- kjör. Eðlilegt er að það falli fyrir slíkum boðum,“ sagði Eggert. Samningar bankamanna , naumlega samþykktir BANKAMENN samþykktu kjarasamninga þá sem undirrit- aðir voru með fyrirvara 18. febrúar. 51,8% þeirra bankamanna, sem greiddu atkvæði um samninginn, greiddu honum atkvæði sitt, en 42,3% voru honum andvígir. Auð og ógild atkvæði reyndust vera 5,3%. Kosið var um samninginn 7. og 8. mars síðastliðinn, og lauk taln- ingu í gær. Á kjörskrá voru 3.552, og greiddu 3.101 atkvæði, eða 87,3%.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.