Morgunblaðið - 15.03.1990, Page 37

Morgunblaðið - 15.03.1990, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARZ 1990 37 Gróði af endurvinnslu á áli Þó endurvinnsla á pappír sé kom- n langt fer fram endurvinnsla á 5ðrum hráefnum eins og t.d. á áli. tíér á landi hefur verið komið upp índursölu á áldósum, en það þyrfti ið vera hægt að koma í vinnslu jðrum álumbúðum eins og álbökk- im, -þynnum, -brúsum ö.fl. sem skki eiga erindi í sorpílát. Fróðlegt verður að fylgjast með gangi endur- vinnslu áldósa í álverinu. Erlendis sr endui’vinnsla á áli sögð mjög ábatasöm og hún gefur álverum drjúgan skilding í aðra hönd. Mikil orka fer í álframleiðslu en við endur- vinnslu á áli minnkar orkuþörfin um 90% og mengun minnkar um 95%. Til gamans má benda á að jafn- mikla orku þarf til að endurvinna eina áldós og í að hafa sjónvarpið í gangi í þijár klukkustundir. Plast Plastið er yfirþyrmandi. Plastið er alls staðar, það fýkur yfir holt og hæðir, það er í umbúðum drykkj- arfanga, efnalauga, umbúðum mat- væla, áleggs, osta og feitmetis eins og smjörlíkis. En plast hefur einmitt verið umdeilt sem umbúðir fyrir feiti, þar sem feitin getur leyst upp plast úr umbúðunum. Nú er farið að nota fyrirferðarmikla plastbakka undir kjöt og fisk sem keypt er í verslunum. Bakkar þessir vega með loki 15 grömm og greiða neytendur oft sama verð fyrir plastið og þann mat sem er í bökkunum. Afgreiðslu- maður í einni verslun á höfuðborgar- svæðinu var spurður hvort ekki væri einfaldara að nota smjörpappír undir þessa matvöru „Okkur finnst þetta huggulegra," svaraði hann. Plast dauðagildra Plast er í öllum innkaupapokum. Plastið er unnið úr olíu og eyðist ekki, heldur brotnar niður í litla búta með tímanum. Plastpokar eru oft glæsilega skreyttir auglýsingum og myndum, en blekið sem notað er í skreytingarnar inniheldur kad- míum sem er eitraður þungmálmur. Þegar þessir áprentuðu plastpokar eru settir í brennslu, losnar þessi hættulegi málmur ffá plastinu og fer út í andrúmsloftið. Plastpokar eru einnig loftþéttir og þeir eru stórhættulegir börnum sem hafa tilhneigingu að setja alla hiuti yfir höfuðið á sér. Hið handhæga plastgrip sem held- ur kippu sex öldósa saman, hefur reynst hin mesta dauðagildra fyrir fugla. Plastgrip þetta fýkur í ár og vötn og fer á haf út. Gripið sést ekki í vatni og hafa fuglar fest sig í göt- um þess þegar þeir hafa stungið sér eftir fæðu, og ekki losnað frá því aftur. Annað efni sem varað er við er það sem við köllum frauðplast (styr- ofoam). Efni þetta er sagt unnið úr benzeni sem er umbreytt í stýren (styrene) með því að blása í það gastegund sem gerir það froðu- kennt. Frauðplast leysist ekki upp í umhverfinu, það brotnar niður í smáagnir og fýkur m.a. á haf út, þar sem það getur verið sjávardýrum lífshættulegt er þau gleypa það í mistökum fyrir fæðu. Endurvinnsla hér á landi Hér fellur talsvert til af-pappír ekki síður en annars staðar. Endur- unninn pappír er í eggjabökkum og mætti án efa endurvinna pappír í fleiri tegundir bakka. Auðvelt ætti að vera að hafa tvær gerðir af sorp- tunnum, aðra fyrir sorp og hina fyr- ir endurvinnanlegan úrgang eins og pappír, ál, gler, og svo plastið sem til fellur. Látum þennan neytendaréttardag verða upphaf að nýju átaki til stuðn- ings þeirri umhverfisvernd sem unn- ið er að í landinu. — M. Þorv. SPEKI DAGSINS Hálfu meir er að hirða en afla. M. Þorv. Lítil ferðasaga Salmson Miðstöðvardœlur eftir IngólfArnarson Mikið er gaman að koma til Is- lands, þegar maður hefur dvalið langtímum erlendis, bæði til að sjá og heyra um þær framfarir sem orðið hafa, en ekki síst til að halda tengslum við uppruna sinn. Börn okkar erlendra Islendinga þurfa einnig að okkar mati að öðlast inn- sýn í íslenskt samfélag og sjá það jákvæða við landið og baráttu fólks hér til að halda þessu samfélagi gangandi. Það er nefnilega oft svo, að þeir ferðamenn íslenskir sem inn á heimili okkar koma og börn okk- ar kynnast sem fulltrúum landsins, eru gjarnir á að segja sögur um það sem miður fer fremur en hitt sem vel er gert. Það er eins og þetta sé einhver fróun fyrit' land- ann, og dæma menn þá gjarnan eftir þessu. Okkur hér í Svíþjóð er kappsmál að börn okkar séu hreykin af að vera Islendingar, og leggjum kannski þessvegna oftar en elía á okkur dýrar ferðir til íslands. Einn- ig halda flestir þeir sem hér búa ríkisfangi sínu, sem einskonar síðustu tengslum við Island, og þar af leiðandi eru börn okkar, þó sum séu fædd á erlendri grund, íslensk- ir ríkisborgarar, og því mun meiri líkur til að þau flytjist til landsins aftur. Ég var á ferð með fjölskyldu mína á íslandi uppúr miðjum sept- ember sl. Áttum við mjög skemmti- lega daga þar, og gaman fyrir syn- ina, sem eftir tíu ára dvöl erlendis koma nú sem fullorðnir menn í fyrsta sinn til landsing, en höfðu áður verið í stuttri heimsókn fyrir nokkrum árum. Við höguðum okkur náttúrulega svipað og aðrir ferða- menn, sem til landsins koma, skoð- uðum okkur um, keyptum ýmsan þann varning sem gaman er að sýna og kannski gefa erlendis s.s. ullarvörur og handunna leirmuni. Gerðum við eins og aðrir ferðamenn að kaupa vörurnar „Tax-Free“ eins og það heitir, en það er notað í mörgum löndum til að erlendir ferðamenn sleppi við að hluta að borga söluskatt. Er það meginregla að þeir sem búsettir eru í viðkom- andi landi fá ekki þessi fríðindi þegar þeir fara utan, vegna þess að þá er talið að varan sé nýtt í búsetulandi þeirra er þeir koma til baka. Einnig er hætta á því að kaupi maður vöru í einu landi til að nota í búsetulandi sínu verði menn við heimkomu að borga sölu- skatt af vörunni og er þá um tvísköttun að ræða. Er við komum á flugvöllinn í Keflavík á leið heim "aftur, spurð- umst við fyrir um endurgreiðslustað og var bent á að fara inn í ilmvatns- búðina í fríhöfninni. Berum við þar upp erindi okkar, þar sem við sáum að útlendingar úr sama ferðahópi voru að fá sína endurgreiðslu. Þeg- ar kona mín tekur upp pappíra sína og sitt íslenska vegabréf, sem gefið er út af sendiráði íslands í Stokk- hólmi og í það skrifað heimilisfang okkar í Svíþjóð, fór allt af stað inn- an við borðið og hreinlega litið á okkur sem glæpamenn, sem væru að reyna að svíkja út fé. Var okkur sagt að engir íslenskir ríkisborgarar fengju þetta. Við vildum ekki una þessu og sögðum dömunum sem stóðu innan við borðið, hvernig þetta væri er- lendis og nefndum þá auðvitað bú- setuland okkar, Svíþjóð. Þá virtust þessar dömur umturnast algerlega og sögðu mjög ókurteislega: „Það er nú svo margt skrítið í Svíþjóð." Við reyndum að fá að tala við yfir- mann stú'iknanna en hann vildi ekk- ert við okkur tala að sögn þeirra, sögðu hann vera sammála í þessum dómi. Þetta uppistand vakti dálitla at- hygli annarra ferðamanna, hjá því varð varla komist. Var auðsjáanlegt að dömunum var meinilla við allt sænskt. Ég spurði hvað þær hefðu „Berum við þar upp erindi okkar, þar sem við sáum að útlending- ar úr sama ferðahópi voru að fá sína endur- greiðslu.“ gert ef sonur minn 21 árs hefði komið fram með þetta og krafist borgunar, hann talar sænsku eins og innfæddur. Hann hefði ekki fengið þetta heldur, sögðu dömurn- ar, við hefðum séð á vegabréfinu að hann var íslenskur. Eg reyndi að útskýra fyrir þeim að passa- skylda væri ekki á milli Norðurland- anna. Þá myndum við sjá það á nafninu, var svarið. Margir á Norð- urlöndunum bera þó íslensk nöfn, þótt þeir séu ekki íslenskir ríkis- borgarar. Er við snerum frá borðinu og gengum út kallaði önnur daman á eftir okkur svo margir heyrðu: Þú verður bara að gerast sænskur ríkisborgari, ef þú ætlar að fá þetta endurgreitt. Ég svaraði henni því til hvort hún héldi að það væri lausn. Síðan fórum við. Mér finnst þetta mál allt mjög skrýtið og trúi því varla að ráða- menn þessa lands lagi þetta ekki, svo allir ferðamenn sem til landsins koma sitji við sama borð, hvort sem þeir eru af íslenskum uppruna eður ei. Einnig finnst mér alveg með eindæmum jiað Svíahatur sem ríður húsum á Islandi, Svíum að mér finnst að ósekju. í Svíþjóð er mjög gott að vera sem íslendingur, okkur tekið sem bræðrum og mikið sýnist mér Svíar leggja íslendingum lið í sambandi við skólagöngu. Eru allir þeirra skólar opnir fyrir Islendinga án nokkurrar þókunnar, og hlýtur það að kosta þá mikinn pening. Hér eru við nám eitt til tvö þúsund ís- lendingar ár hvert, og myndi það kosta íslenska ríkið nokkrar krónur ef allt þetta fólk væri í námi á Is- landi. Höfunduv er íslenskur ferðamaður búsettur í Svíþjóð. Þróuð pyo . framleiðsla. Hagslœtt verð. LANDSSMIÐJAN HF. Verslun: Sölvhólsgötu 13 SiMI (91)20680* FAX (91) 19199

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.