Morgunblaðið - 15.03.1990, Page 42

Morgunblaðið - 15.03.1990, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARZ 1990 Oddný Einars- dóttir - Kveðjuorð Fædd 22. apríl 1921 Dáin 23. desember 1989 „Um miðjan dag á síðastliðinni Þorláksmessu losnaði andi hennar frá lasburða líkama, sem átti sér enga framtíð." Eitthvað á þessa leið mælti sr. Einar Jónsson er hann . jarðsöng Oddnýju Einarsdóttur, skjólstæðing minn og kæra vinkonu, sem mig langar til að minnast nokkrum fá- tæklegum og síðbúnum orðum. Við hittumst fyrst fyrir u.þ.b. 6 árum á Vífilsstaðaspítala, þar sem hún þurfti að dvelja oft og lengi vegna langvinns og erfiðs sjúkdóms, sem bættist við sífellda vanheilsu frá því hún var um tvítugt. Útlit hennar vakti athygli. Augun, sem voru svo dökk og talandi að það snart við fyrstu sýn. í mörgum, löngum og ströngum sjúkrahúslegum hennar átti ég þó eftir að kynnast máli og tjáningu þessara augna svo miklu betur. Þeirri tjáningu hugans, sem andnauð og kvöl hindraði hana svo oft í að birta með orðum. Hugrenn- ingum sem hana langaði svo innilega að geta deilt með sínum nánustu. Hún var athygli verð fyrir fleira en dökku svipföstu augun. Hun var smá vexti og áberandi grönn, eiginlega lftil, en úthald hennar, ótæmandi þrek, andleg reisn og kjarkur, sem bar yfir flest, vakti undrun, aðdáun og virðingu okkar sem umgengumst hana á ótal erfiðum stundum. Á stundum þegar harðast var að henni sorfið átti hún til að segja: „Þau vilja koma og vera miklu meira krakkarnir, en það er bara svo er- t Móðir okkar, KATRÍN MAGNÚSDÓTTIR frá ísafirði, andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli 14. mars. Margrét Kristjánsdóttir, Jónína Kristjánsdóttir, Rebekka Kristjánsdóttir. t Tengdamóðir mín, GUÐRÚN VALDIMARSDÓTTIR fyrrv. Ijósmóðir, Dalbraut 27, lést í Vífilsstaðaspítala 13. mars. Fyrir hönd barnabarna hennar, fjölskyldna þeirra og annarra ættingja, Christina Kjartansson. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐJÓN ÁRNASON vélstjóri, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Ölduslóð 6, lést að kvöldi 13. mars. Árni Guðjónsson, Lilja Guðjónsdóttir, Auður Guðjónsdóttir, Guðbjartur Þormóðsson, Sigriður Alexanders, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær faðir minn og bróðir okkar, ÆVAR HUGASON rafvirki, sem lést í Svíþjóð 24. f.m. verður jarðsunginn frá Kotstrandar- kirkju, Ölfushreppi, laugardaginn 17. mars nk. kl. 14.00. Sætaferðir frá BSÍ sama dag kl. 12.45. Katrín Lilja Ævarsdóttir og systkini hins látna. t Frændi okkar, KRISTLAUGUR BJARNASON, Grund, Eyrarsveit, sem lést í Sjúkrahúsi Stykkishólms 9. þ.m. verður jarðsunginn frá Grundarfjarðarkirkju laugardaginn 17. mars kl. 14.00. Systkinabörn. t Jarðarför eiginkonu minnar og móður, ELÍNAR GUÐMUNDSDÓTTUR frá Ásvelli í Fljótshh'ð, til heimilis í Grænumörk 1, Selfossi, verður gerð frá Selfosskirkju laugardaginn 17. mars kl. 13.30. Guðni Þorgeirsson, Þórhallur Guðnason. fitt þegar mæðin er svona mikil og ég get svo lítið talað við þau, mann langar til að geta talað við þá sem koma í heimsókn." Við ræddum oft saman, aldrei lengi í einu, en margt bar á góma. Þótt henni þætti sumt fara miður hallaði hún þó aldrei á nokkurn mann svo að ég vissi og lá ævinlega gott orð til fólks. Hversu illa sem henni leið og hversu veik sem hún var bar hún velferð og líðan sam- sjúklinga sinna sífellt fyrir bijósti. Sumum stofufélögum sínum, sem einnig áttu við langvinn veikindi að stríða, fylgdist hún með og sendi kveðjur þau tímabil sem hún gat sjálf dvalið heima. Þegar verst gegndi og henni voru Iíkamlegar þjáningar og andlegt álag nánast óbærilegt varð hún að fara á ókunnugar deildir um tíma. Eftir að hún kom aftur til okkar, sem hún þekkti svo vel, sótti sú hugsun mjög á hana að hún hefði í vanlíðan sinni verið ónotaleg við starfsfólkið, sem ugglaust hefði lagt sig fram þótt það megnaði ekki bet- ur. Þetta þótti henni mjög miður og fannst hún hafa brugðist, því ekki bæri fólki annað en notalegt viðmót einkum og sér í lagi ef það væri að reyna að hjálpa. Það getur ekki verið heigluni hent að vera langvinnt veikur. Ég get stundum ekki látið vera að velta því fyrir mér hvort fólk sé valið til þess hlutskiptis eða hvort þeim sem slíkt ok er lagt á hlotnast einhver orka og styrkur, sem við hin skynjum ekki almennilega hvaðan eru fengin. Eitt sinn í fögru sumarveðri ókum við Oddný um nágrenni Vífilsstaða, Hafnarfjörð og Álftanes, röltum síðan um garðinn heima. Kom þá skýrt fram hve nákomin hún var náttúrunni. Það var með undarlegri tilfinningu að ég horfði á hana lúta niður að kúptum steini og lykja ástúðlega um hann báðum lófum. Vitandi það að hún var árum saman að mestu hindruð í því að njóta þess unaðar, sem fylgir því að vera í snertingu við þá náttúru sem hver einn ann. Þá sagði hún mér frá því að fyrir 40 árum hefði val hennar og Bene- dikts manns hennar staðið um að hann yrði bústjóri á Bessastöðum eða að þau flyttu norður í Árnes- hrepp, sem varð ofan á: „Þótt ýmis- legt hafí farið öðru vísi en maður hefði óskað sér þá hef ég aldrei séð eftir því vali,“ sagði hún og horfði á mig sínum einörðu augum. „Hann Benedikt er þaðan,“ bætti hún svo við. Mér auðnaðist að heimsækja hana á myndarheimilið Árnes 2, Árnes- hreppi. Þar sáust þess ekki merki að húsmóðirin hefði ekki haft heilsu til stórra verka árum saman. Hirðu- semin og natnin lýstu af öllu, utan húss og innan. Meðan ég stanzaði varð ég vitni að hve hún naut vin- áttu nágranna sinna sem litu inn ýmist vegna þess að þeir voru ný- komnir heim úr ferðalagi eða á för- um í burtu og þótti henni vænt um komur þeirra og alla viðkynningu. Þessi ferð að Árnesi mun verða minnisstæð fyrir margra hluta sakir, ekki sízt þeim barnabörnum mínum sem voru með mér og nutu stund- anna með sonardætrum Oddnýjar, sem sýndu slíka leikni í að sinna gestunum að sómt hefði hverjum heimsborgara. Sl. haust þegar Oddný kom suður varð fljótlega ljóst hve mjög kreppti að heilsu hennar, hvert reiðarslagið eftir annað dundi yfir hana og fannst okkur þó öllum nóg fyrir. Fjölskylda hennar öll stóð þá sem hnappur að henni og síðustu daga hennar hér skiptu þau því með sér að sitja við sjúkrabeð hennar hveija stund. Benedikt kom suður í blíð- skaparveðri kvöldið fyrir Þorláks- messu. Þau sögðu öll að veður hefðu skipast eins og Oddný hefði ávallt sagt: „Ég er alltaf svo lánsöm. Það hefur ævinlega verið hægt að fljúga þegar ég hef þurft að komast suður hversu brátt sem veikindin hefur borið að.“ Hún dvaldi heima meðan kleift var, enda umhverfíð heillandi fagurt og hún fann sitt gildi þar sem blómstra rósir sunnan undir húshlið meðan él bylur á norðurglugga síðasta dag ágústmánaðar. Bene- dikt, börnin og barnabörnin voru hennar dýrmæti, hennar lífshnoss. Þau virtust öll hafa sérstakt næmi til að bera, líkt og hún sjálf. Stund- um sagði hún svo giöð: „Þau komu að norðan í gær,“ eða að nettur hlut- ur prýddi gluggakistuna og hún nefndi barnabarn, sem hafði glatt hana með sínu smekklega vali og væntumþykju, sem einnig birtist svo vel í þeirra hinztu kveðju við val söngs við jarðarför hennar. Eitthvað gott frá öllum, til allra, um alla. Slík var öll hennar gerð og um- hverfi. „Ef þú lendir í vandræðum þá láttu okkur vita og þér verður fylgt," var sagt við mig er ég lagði upp í 30-40 km áfanga yfir örgustu vegleysur, rétt eins og þau þyrftu aðeins að skjótast yfir götu. Minningin um þá stærð sem ekki verður greind með augunum mun lengi lifa og lýsa í tilfinningum þeirra sem þekktu hana. Fjölmyndrænt form rekaviðarins, rótarhnyðjanna, sem hrífa ímyndunaraflið með sér á flug og bera blæ hins óþekkta með sér eru verðugir minnisvarðar okkar kynna. Að annast hana og kynnast henni gat aðeins haft mannbætandi og þroskandi áhrif. Stundum gat leikið vafi á um hvor veitti þá meira, skjólstæðingurinn með sitt þrek, ein- stæðu lífssýn og þolgæði eða önnuð- urinn í viðjum vanmáttar, takmark- aðrar kunnáttu og vanmegnugur til lausna þegar mest á reyndi. Af henni mátti læra það sem ekki verður numið af bókum. Jóna V. Höskuldsdóttir Valgeir K. Hauks- son - Kveðjuorð Fréttin um lát Valgeirs Kristoff- ers Haukssonar kom sem þruma úr heiðskíru lofti. Ekki mörgum dögum fyrir andlátið hringdi hann til mín, hress og kátur eins og venjulega. Við töluðum um allt milli himins og jarðar, þ. á m. um mikinn áhuga hans á kanínurækt sem hann reyndi að framkvæma. En að biðja um hjálp og skilning var eins og að beija höfðinu í vegg. Hann varð fyrir miklum vonbrigð- um með hvað fáir höfðu áhuga á þessu á íslandi, því hann vissi að kanínukjöt er bæði hollt og gott. Ég kynntist Kristoffer á Hvann- eyri árin 1966-1968 þegar við vor- um saman í skóla þar. Við höfum reynt að halda sambandi öll þessi ár þó langt væri á milli okkar. Við áttum saman margar gleði- og ánægjustundir á hestbaki að ekki sé talað um stundimar sem við sungum saman, hann, ég og Sveinbjörn. Söngurinn var stór hluti af lífi hans eins og allir vita sem þekktu Kristoffer. Ég kem alltaf til með að muna vikuna sem Kristoffer og Sveinbjörn voru hjá okkur, mér og fjölskyldu minni í Noregi. Það var gott að hafa hann á heimili okkar. Hann var hjálp- samur og góður við börnin. Því miður leið sú vika allt of fljótt. Ég vil nota tækifærið og þakka fyrir hjartanlegar móttökur á síðasta sumri þegar við komum til íslands. Dísa og börn: Þið vissuð ekki hversu gott þið gerðuð okkur. Eitt veit ég að ef allir hefðu verið eins glaðir og góðir sem Kristoffer hefði ekkí verið erfitt að lifa í þess- um heimi. Ég óska ykkur, Dísa og börn, alls þess besta sem og foreldrum og systrum. Að lokum. Eitt eigum við sam- eiginlegt og enginn getur tekið frá okkur. Það eru þær ljúfu og góðu ánægjustundir sem við höfum átt með Kristófer. Ég kveð kæran vin. Megi hann hvíla í friði. Tryggvi Til greinahöfiinda Aldrei hefur meira aðsent. efni borizt Morgunblaðinu en nú og því eru það eindregin tiimæli ritstjóra blaðsins til þeirra, sem óska birtingar á greinum, að þeir stytti mál sitt mjög. Æskilegt, er, að greinar verði að jaftiaði ekki lengri en 2-3 blöð að stærð A4 í aðra hveija línu. Þeir, sem óska birtingar á lengri greinum, verða beðnir um að stytta þær. Ef greinahöf- undar telja það ekki hægt, geta þeir búizt við verulegum töfum á birtingu. Minningar- og afmælisgreinar Af sömu ástæðum eru það ein- dregin tilmæli ritstjóra Morgun- blaðsins til þeirra, sem rita minn- ingar- og afmælisgreinar í blaðið, að reynt verði að forðast endur- tekningar eins og kostur er, þegar tvær eða fleiri greinar eru skrifað- ar um sama einstakling. Þá verða aðeins leyfðar stuttar tilvitnanir í áður birt ljóð inni í textanum. Ef mikill fjöldi greina berst blaðinu um sama einstakling mega höf- undar og aðstandendur eiga von á því að greinar verði látnar bíða fram á næsta dag eða næstu daga. Ræður Töluvert er um það, að Morgun- blaðið sé beðið um að birta ræð- ur, sem haldnar eru á fundum, ráðstefnum eða öðrum manna- mótum. Morgunblaðið mun ekki geta orðið við slíkum óskum nema í undantekningartilvikum. Ritstj.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.