Morgunblaðið - 15.03.1990, Síða 21

Morgunblaðið - 15.03.1990, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARZ 1990 21 Nýr bátur í Exjaflotann ð/Sigurgeir Jónasson Ófeigur VE 325 á leið til hafnar í Vestmannaeyjum. Frá vinstri: Guðmann Magnús- son, skipstjóri, Viktor Helga- son, útgerðarmaður, og Ólafúr Friðriksson, skipatæknifræð- ingur. Vestmannaeyjum. ÓFEIGUR VE 325, nýtt stálskip bættist í flota Eyjamanna fyrir skömmu.Ófeigur var smíðaður í Svíþjóð og eigandi hans er Vikt- or Helgason og Qölskylda. Samið var um smíði bátsins í júní 1988. Smíði hófst þá fljótlega og átti skipið að afhendast í maí á síðasta ári. Dráttur varð á því og var ráðgert að skipið yrði af- hent í október sl. Skipasmíðastöð- in varð þá gjaldþrota og um tíma var ekki ljóst hvað yrði um bátinn en að lokum tókust samningar við þrotabúið og var þá hafist handa við^að ljúka smíði bátsins. Ófeigur kemur í stað Ófeigs III sem strandaði við Þorlákshöfn fyrir tveimur árum. Útgerðin átti einnig Ófeig VE 324 sem nú hef- ur verið seldur. Báturinn er 249,6 brúttótonn að stærð, 25,95 metrar á lengd og 7,3 metrar að breidd. Báturinn er sérstaklega útbúinn til togveiða og byggður sem skut- togari. Aðalvélin er 732 kw frá Man B og W Alpha og Ijósavél af Caterp- illar gerð, 161 kw. í bátnum eru öll nýjustu siglinga og fiskleitar- tæki. Eftir að báturinn kom til Eyja var hafist handa við að koma fyrir í honum aðgerðarkerfi á millidekki sem Vélaverkstæðið Þór í Vestmannaeyjum hefur hannað. Ófeigur hlaut eldskírn á heim- leiðinni frá Svíþjóð því alla leiðina var vitlaust veður. Guðmann Magnússon, skipstjóri, sagði að báturinn hefði reynst vel á heim- leiðinni. „Við fengum snarvitlaust veður alla leiðina og ferðin sem átti að taka ijóra og hálfan sólar- hring tók átta sólarhringa," sagði Guðmann. Ófeigur hefur um 1.000 tonna aflakvóta og sagði Viktor Helga- son, útgerðarmaður, að þeir myndu eflaust bæði senda aflann út í gámum og landa heima. „Við ætlum að selja aflann þar sem við fáum hæst verð fyrir hann hveiju sinni,“ sagði hann. Ólafur Friðriksson, skipatækni- fræðingur, og JEA Marinecon- sulting í Svíþjóð hönnuðu skipið og sá Ólafur um eftirlit með smíðinni. Níu manna áhöfn verður á Ófeigi. Skipstjóri er Guðmann Magnússon, 1. stýrimaður Ægir Ármannsson og yfirvélstjóri Kristján Guðmundsson. Grímur Eskifjörður: Hrafiikell í 3. sæti sjálfstæðismanna HRAFNKELL A. Jónsson, forseti bæjarstjórnar EskiQarðar, sem kosinn var í bæjarstjórnina af E-lista Samtaka óháðra við síðustu kosningar, verður í þriðja sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í vor. Fleiri stuðningsmenn E-listans eru á D-listanum, sem nýlega var ákveðinn, en Hrafnkell segir hugsanlegt að aðrir stuðnings- menn Samtaka óháðra bjóði fram í vor. I fyrsta sæti D-listans verður Skúli Sigurðsson bæjarfulltrúi flokksins og Hansína Hall- dórsdóttir í öðru sæti. Tveir bæjarfulltrúar óháðra og fulltrúar sjálfstæðismanna og al- þýðuflokksmanna hafa myndað meirihluta í bæjarstjórninni á yfir- standandi kjörtímabili. Tveir bæj- arfulltrúar framsóknarmanna og fulltrúi Alþýðubandalags eru í minnihluta. „Það er gott samstarf á milli manna i meirihluta núver- andi bæjarstjórnar. Ég lít svo á að það sé meðal annars því að þakka að menn hafi haft þroska til að jafna þann ágreining sem var til staðar,“ sagði Hrafnkell þegar hann var spurður um ástæð- ur þess að hann tekur nú sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Hrafn- kell er flokksbundinn sjálfstæðis- maður og var i bæjarstjórninni fyrir flokkinn 1982-1986, auk þess sem hann er varaþingmaður. Listi Sjálfstæðisflokksins er þannig skipaður: 1. Skúh Sigurðs- son verkstjóri, 2. Hansína Hall- dórsdóttir skrifstofumaður, 3. Hrafnkell A. Jónsson starfsmaður Verkamannafélagsins Árvakurs, 4. Andrés Elísson rafiðnfræðing- ur, 5. Úlfar Sigurðsson bifreiðar- stjóri, 6. Guðrún Karlsdóttir hús- móðir, 7. Svanur Pálsson krana- maður, 8. Sigríður Kr. Ingvars- dóttir nemi, 9. Snorri Jónsson verkamaður, 10. Vilhjálmur Björnsson vélstjóri, 11. Friðrik Þoi-valdsson kennari, 12. Ragn- hildur Kristjánsdóttir fram- kvæmdastjóri, 13. Gunnar Gunn- arsson gröfumaður og 14. Dagmar Óskarsdóttir framkvæmdastjóri. Sjálfstæðisflokkurinn á nú einn bæjarfulltrúa á Eskifirði, átti þijá á síðasta kjörtímabili og tvo þar á undan. Hrafnkell sagðist vonast eftir tveimur sætum nú og allt þar umfram yrði að teljast þokkalegt. Hann væri því alls ekki í öruggu sæti sem þriðji maður listans. „SENNILEGA SÚ BESTA Í BÆNUM" Bónusleikur Sólbaðsstofu Reykjavíkur, Pepsí Cola og Ferðamiðstöðvarinnar Veraldar/Pólaris er í fullum gangi. Þú mætir á Sólbaðsstofu Reykjavíkur, kaupir 11 tíma ljósakort á aðeins kr. 3.000 og færð heila 2 lítra afPepsíCola í kaupbæti. Síðan verður dregið úr 170 fyrstu kortunum og fær sá heppni ferð með hótelgistingu til Ibisa meö Veröld/Polaris. - Já, heila 2 lítra af Pepsí og kannski ferð til Ibiza fyrir það eitt að gera reyfarakaup á ljósakorti hjá sennilega bestu sólbaðsstofu bæjarins. Ath. Örfá kort eftir. Pantid tíma 626090 SÓLBAOSSTOFA fíEYKJA V/KUtf GRANDAVEGUR SIMI: 62 50 90 AUSTURSTRÆTI17.101 REYWAVtlLSÍMI: (91)622011 & 622200 „SENNILECA SÚ BESTA í BÆNUM" ■ 1 ] PHILCÖW í 1 OOOOO! •(£) © ■ PHHCOW135 KYINNTU ÞÉRKOSIINA Renndu augunum yfir atriðin sem myndirnar hérfyrir neðan minna á. Þau segja ekki allt, en gefa þó nokkra hugmynd um hvað er að gerast í heimi þvottavéla og talasínu máli um fjölhæfni, sparneytni og traustleika sem einkennir Philco W 135. Raðtengd straumrás gerir mótorinn þýðgengan, sparneytinn og endingargóðan. Aðalþvottakerfin eru 16 og vélin tekur 5 kg. PHILCO - FULL VÉL AF NÝJUNGUM ROFI SEM METUR TÍMAÞÖRF I RAÐTENGD STRAUMRÁS f I MÓTOR RAFEINDA- Jjl STÝRING I VINDIHRAÐI, ALLT | AÐ1300 SNUNINGAR I RAFEINDASTÝRÐ | HLEÐSLUJÖFNUN ÞRJÚ GRUNNKERFI SÉRSTAKT ULLAR- ÞVOTTAKERFI FJÖLÞÆTT HITASTILLING □SÉRSTÖK SPARNAÐAR- STILLING lífCg STILUNG FYRIR gjgg HÁLFA hleðslu ÁN VINDINGAR VALÁ VINDUHRAÐA |SHÖI STÖÐVAST MEÐVATNll vmSi - I HEITTOGKALT | VATN VÖKVA HÖGGDEYFIR pBK RYÐFRlTT STÁL $lsl i TROMLU OG YTRI öSSB BELG I GAUMUÓS ÖRYGGISHITASTILL- IR FYRIR ULLAR- ÞVOTT IgSSJ YRRHITUNAR- K2?; ÖRYGGI fSjSf, ÖRYGGISROFI m , FLÆÐIVARI HLEÐSLUÖRYGGI ■ Verð á Philco W 135: KR. 68.970 STGR. <8> Heimilistæki hf Sætúni 8 SÍMI 69 15 15 . Kringlunni SÍMI 69 15 20 {/ideAtítKSveúya.KÚegji C samnjt^tím, —

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.