Morgunblaðið - 19.04.1990, Page 22

Morgunblaðið - 19.04.1990, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 1990 Af málþingi um skáldskap, sannleika og siðferði: hitt lýgurðu, ann- ars trúir þér enginn!“ „RÓMEÓ og Júlía eru ekki dæmi gerðir elskendur, sem betur fer. Það eru engin almenn sannindi i íslandsklukkunni.“ Með þessuin orðum gaf Þorsteinn Gylfason tóninn á málþingi um skáldskap, sannleika og siðferði sem haldið var I Odda í Háskóla íslands á skírdag. Að þinginu stóð Félag áhugamanna um bókmenntir og Félag áhugamanna um heim- speki. Þar fluttu skáld og fræði- menn erindi og skapaðist fjörug umræða og oft hvöss um gildi skáldskapar. Oft er talað um sönn listaverk. Heimspekingar hafa sínar hug- myndir um hvað sé satt og hvað logið. Ein kenning þeirra er sú að staðhæfíng verði að eiga sér sam- svörun í raunveruleikanum til að vera sönn. Nú er skáldskapur eigin- lega lygi samkvæmt skilgreiningu og hvemig getur þá nokkurn sann- leika verið þar að finna? Þetta má segja að hafi verið annað meginvið- fangsefni málþingsins. Hitt var gagnrýni heimspekinga með Platón í fararbroddi á skáldin fyrir skaðleg áhrif þeirra á sálarlíf fólks. „Sannleikurinn er einn og hann er sá sem við kennum börnum," sagði Þorsteinn og bætti við að skáldskapur væri hvorki verri né betri þótt þar væri logið. Hann fór með vísu Steins Steinars: „Að sigra heiminn er eins og að spila á spil...“ og spurði hvort þetta væri satt eða logið. Hann svaraði sjálfur með því að segja að sennilega væri dálítið til í því sem þarna væri sagt. Hending sem ætti við á íslandi eins og „Blessuð sólin elskar allt“ gæti verið út í hött annars staðar þar sem nær væri að segja: „Bölvuð sólin brennir allt.“ Hversu marga Parísa þekJcir þú? Nokkrar umræður spunnust um erindi Þorsteins. Kristján Ámason dró í efa þá fullyrðingu hans að persónur í Hómerskviðum væru ekki manngerðir. „Hversu marga Parísa og Hektora þekkir þú?“ spurði þá Þorsteinn. Kristján svar- aði því til að hann gæti séð Hektor í mörgum metnaðargjörnum góð- borgurum samtímans. Sigurður A. Magnússon taldi skáldverk vissu- lega segja almennan sannleika og skáldskapar í framtíðinni að kynda undir fjölbreytni í menn- ingu.“ vitnaði til orða Milans Kundera er hann sagði skáldskap vera land- nám. „Skáldskapur skapar nýja vitneskju," sagði Sigurður. Páll Skúlason benti á það í um- ræðunum að til væri sú kenning að sönn setning væri sú sem ekki væri í mótsögn við aðrar sannar setningar. Skáldverk líkt og trú gætu talist sönn að þessu leyti. Það kom fram hjá Þorsteini að hann taldi fólk geta lært mannskilning af skáldskap. Sa.nnleikurinn væri augljós og einn og hann væri ekki að finna í skáldskap nema af tilvilj- un, skilningurinn væri flóknari og tengsl hans við sannleikann. Módernisminn siðlaus? Keld Gall Jörgensen snerist til varnar skáldskapnum og taldi frá- sögnina grundvöll flestra hluta þar á meðal siðferðisins. Sögur væru bindiefni lífsins, fólk nærðist á þeim og þær gerðu okkur kleift að lifa með sæmd. Siðferði sem heimspek- ingar eru svo duglegir að halda á loft væri í eðli sínu síendurtekin frásögn. Eyjólfur Kjalar Emilsson maldaði í móinn og spurði hvort sæmd væri ekki siðferðilegt hugtak sem benti til þess að siðferðið grundvallaðist ekki á frásögn held- ur öfugt. Keld svaraði því til að frásagnir gerðu lífið betra. Torfi Túliníus spurði hvort módernískar „Sannleikurinn er einn og hann er sá sem við kennum börnum." „Úrkynjun menningarsvæða felst í því meðal annars að kenningun- um fjölgar en tilfinningarnar eða reynslan verður lítilvægari." sögur væru siðlausar fyrst þær rifu niður frásögnina, grundvöll siðferð- isins. Keld sagði að áhrifaríkasta meðal höfunda til að leggja áherslu á eitthvert eitt atriði væri að fela það. Vildu módernistar segja hvað lífið væri þá tækju þeir það úr frá- sögninni! Þannig gaf hann'til kynna að með því að rífa frásögnina niður „Ef Platón hefði fengið að ráða hefðum við misst merkilegasta þáttinn í menningu Vestur- landa.“ „Þarf skáld að ýkja til að miðla staðreynd?" væru módernistar í raun að gera hana ódauðlega. Menn trúa því sem þeir hafa margoft heyrt „Til er skáldskapur um sannleik- ann,“ sagði Þorgeir Þorgeirsson (og átti þar kannski við orð heimspek- inga), „en vonandi ekki sannleikur um skáldskapinn." Lygin er senni- leg, sannleikurinn lygilegur en „hvort tveggja hefur geðfelldan tón“. Þorgeir hélt því fram að ekki væru til nein ný sannindi heldur tryðu menn einungis því sem þeir hefðu heyrt margoft áður. Og klykkti út með því að segja: Sann- leikarnir eru jafnmargir einstakl- ingunum. Vissan um dauðann er hið eina sameiginlega. Skáldskapur er uppreisn gegn dauðanum. „Þetta er ekki kenning heldur tilfinning." Þorgeir var spurður hver væri mun- urinn á þessu tvennu. „Kenning er allt sem maður getur tileinkað sér án þess að það verði hluti af manni. Úrkynjun menningarsvæða felst í því meðal annars að kenningunum fjölgar en tilfinningarnar eða reynslan verður lítilvægari," svar- aði Þorgeir. Eiríkur Hreinn Finnbogason tók nú dæmi af ævintýrinu um nýju fötin keisarans. „Þar er ekkert sem gæti gerst í veruleikanum nema orð barnsins í lokin. Þó er sagan sönn.“ Keld lét þess þá getið að höfundur- inn, H.C. Andersen, hefði fyrst skrifað ævintýrið án þessara orða. Eins og hann var vanur las hann það fyrir börn áður en það var gef- ið út. Einn áheyrenda sagði þá strax að lestrinum loknum: „En hann er ekki í neinum fötum!“ Andersen þótti nauðsynlegt að bæta þessu við ævintýrið sem hann og gerði. Laxness hinn algeri stílisti Pétur Gunnarsson hugleiddi nú hvort skáld þyrfti að ýkja til að miðla staðreynd og ljúga til að segja sannleikann. Hann tók Halldór Lax- ness sem dæmi um stílista sem væri mjög annt um formið. Skömmu áður en Sjömeistarasagan kom út birtist kafli úr henni í Morg- unblaðinu. Þar segir Halldór frá því er hann sýndi föður sínum handrit- ið að Barm náttúrunnar. Guðjón sagði þá: „Ég vissi ekki þú værir svona hagmæltur Dóri minn.“ Þeg- ar Sjömeistarasagan kom svo út tveimur vikum síðar þá stendur þar: „Ég vissi alltaf þú værir dálít- ið hagmæltur Dóri minn.“ Pétur taldi að líklega hefði Halldóri þótt setningin hljóma betur þannig. „Þetta er hinn algeri stílisti," sagði Pétur og spurði hvernig hvemig á því stæði að svona nokkuð væri gott og gilt í skáldskap. Þorgeir sagðist sjálfur lenda í ógöngum vegná þessa en vitnaði í reglu sem Þórbergur Þórðarson lagði honum: „Allt sem lesandinn getur sann- reynt, það hefurðu rétt eftir. En um hitt lýgurðu, annars trúir þér enginn!“ Nokkrar umræður spunnust um aðferð skáldsins. Pétur vitnaði til Kundera sem sagði að í verkum sínum prófaði hann það sem hann hefði ekki gert í lífínu. Og væri reyndar umhugsunarefni að allar hans bækur fjölluðu um kvennafar. Thor Vilhjálmsson sagði að það Staðsetning álvers - orku verð - gæði vinnuafls eftir Kristján Tryggvason Eins og lýðum er ljóst hafa hlut- aðeigandi aðilar um byggingu ál- vers lýst yfir vilja sínum fyrir því, að_ byggja 200 þúsund tonna álver á Islandi. Það koma einkum 3 stað- ir til greina: Straumsvík, Dysnes og Reyðarfjörður. Ef við lítum fyrst á þjóðarviljann, þá virðist hann vera nokkuð eindreginn, eða tveir af hverjum þremur með byggingu ál- vers á landsbyggðinni^ skv. nýlegri skoðanakönnun SKÁÍS. Sé hins vegar litið á afstöðu hinna erlendu aðiia gagnvart staðsetningu álvers, kemur í ljós, að einungis Svíarnir (Gránges) eru mótfallnir staðsetn- ingu utan Stór-Reykjavíkursvæðis- ins. Gránges-menn álíta það vera eina svæðLð iiér. A .landi þar. sem. iðnaðarundur á borð við þetta muni ekki líða atgervisskort. Við skulum láta liggja milli hluta í bili gæði vinnuaflsins eftir landshlutum og snúa okkur að orkuverðinu. 200 þúsund tonna álver krefst um 350 mW afls. Til samanburðar má geta þess að virkjað vatnsafl á öllu landinu nemur um 750 mW, þar af nemur afkastageta stórvirkj- ananna á Suðurlandi um 660 mW eða 88% af heildinni (sjá t.d. skýrsl- ur frá ársfundi Landsvirkjunar 1989). Blönduvirkjun (150 mW) verður okkar fyrsta stórvirkjun ut- an jarðelda- og jarðskjálftasvæða. Á Fljótsdalssvæðinu er gífurlega mikið vatnsafl sem er tæknilega nýtanlegt og einnig talið hagkvæmt að virkja (sjá t.d. Orka á íslandi, 1980). Ef ráðist verður í byggingu Fljótsdalsvirkjunar er fyrirhugað að fyrsti. áfangi muni .geta .skilað. 252 mW. Það gæti orðið okkar „Það flokkast fremur undir raunsæi en svart- sýni að áætla, að næsta Suðurlandsskjálfta- hrina muni hefjast inn- an 20 ára.“ annað fjöregg utan jarðvirkni- svæða. Samanlagt afl frá Blöndu og Fljótsdal mun því geta fullnægt afiþörf fyrirhugaðs álvers og skilað út í kerfið sem svarar tvöfaldri af- kastagetu Laxárvirkjunar að auki. Ef Straumsvík verður fyrir valinu sem staður fyrir nýtt álver, er hætt við að menn freistist til stækkunar Búrfells (um 100 mW) og jafnvel stórvirkjun skammt norður af Sig- öldu hefur verið inni í myndinni. Það. er.athyglisvert, ,að þrátt íyrir kostnaðarsamar undirbúningsfram- kvæmdir fyrir stækkun Búrfells- virkjunar liggur ekki enn fyrir skýrsla um áhættumat fyrir svæðið. Slík skýrsla er nauðsynleg^ til ákvörðunar tryggingaiðgjalds. í því sambandi má geta þess, að Blöndu- virkjun mun hljóta lágt iðgjald vegna lágs áhættumats. En það eru reyndar ekki iðgjöldin sem skipta mestu máli, heldur sú áhætta sem þjóðin tekur með ákvörðunum um byggð og fjárfestingar í dýrum mannvirkjum. Nú í dag eigum við mikil verðmæti þar sem áhætta getur orðið veruleg. Það flokkast fremur undir raun- sæi en svartsýni að áætla, að næsta Suðurlandsskjálftahrina muni hefj- ast innan 20 ára. í versta falli gætu áhrifin við Búrfell orðið um eða yfir IX stig á Mercalli-kvarða (sem þýðir stórskemmdir á flest öllum mannvirkjum og breytingar í landslagi). Ef litið er á eldgosa- hættuna, þá hefur gosið hér á landi ca. 20 sinnum á öld síðustu 10 þúsund árin. Algengast er að gjósi á sprungu og yfirleitt ekki nema einu sinni á sömu sprungunni. Það væri eflaust tryggara að reisa dýr mannvirki á jarðeldasvæðum, ef 'hægt væri áð tréýstra þvíý að gos yrðu einungis innan megineldstöðv: anna, en ekki líka utan þeirra. í raun er enginn staður á sjálfum gosbeltunum óhultur fyrir gosi eða hraunrennsli — einungis spurning um tíma. Athuga verður að há tala verðmæta margfölduð með lítilli ' tölu um líkur á tjóni, getur orðið að umtalsverðri áhættu og efna- hagslegu áfalli, ef illa fer (sjá t.d. Mat á jarðskjálftahættu 1984). Ef nýtt álver kemur, mun það fyrst og fremst nýta rafafl frá Blönduvirkjun og Fljótsdalsvirkjun. Línulögnin frá Fljótsdalsvirkjun mun liggja um Akureyri og suður um Sprengisand og tengist kerfinu sunnan heiða, óháð því hvar álver verður staðsett. Það er því deginum ljósara, að ef álveri verður valinn staður í Straumsvík, verður um meiriháttar ferðalag á aflinu að ræða, áður en áfangastað er náð. Þegar bornir eru saman valkostirn- ir Dysnes og Straumsvík kemur í Ijós að 220-240 MW afl frá Fljóts- dalsvirkjun þarf að fara 300-350 km lengri leið til Straumsvíkur en til Dysness. Sömuleiðis þyrftu ein 120-130 MW frá Blönduvirkjun að fara um 100 km lengri leið til StraumsvíkUé' %ífí‘ tH 'Ðýiíifess.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.