Morgunblaðið - 19.04.1990, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 19.04.1990, Qupperneq 48
48 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 1990 Vilhjálmur Svan Jóhannsson fv. prent- smiðjustjóri - Minning Fæddur 3. október 1907 Dáinn 9. apríl 1990 Vinur minn og samstarfsmaður í mörg ár er fallinn frá; 82 ára gamall. Hann fæddist í Hlíð í Mjóa- firði 3. október 1907. Foreldrar hans voru Jóhann vélstjóri á Norð- firði, f. 28. apríl 1876, drukknaði með Rigmor árið 1919, Jóhannsson, Jóhannessonar á Krossi Jónssonar, og kona hans Róshildur, f. 2. ágúst 1877, d. 30. september 1968, Jóns- dóttir frá Mosakoti á Síðu, Þórar- inssonar. Vilhjálmur hóf prentnám í prent- smiðju Odds Björnssonar á Akur- eyri 15. október 1923, en fluttist til Reykjavíkur 1928 og vann í ísa- foldarprentsmiðju til 1. mars 1942. Þar prentaði hann meðal annars Morgunblaðið í mörg ár og á næt- umar. Hann setti á stofn prent- smiðju í Skeijafírði 1942, en seldi hana sama ár Prentverki Akraness og var þar meðeigandi og prent- smiðjustjóri fram í október 1945. Síðan var hann forstjóri í Hrapps- eyjarprenti í Reykjavík og síðar í Prentfelli, sem stofnað var upp úr Hrappseyjarprenti, og rak þá prent- smiðju til 26. september 1965 er hann seldi hana Prentsmiðju Jóns Helgasonar. Vilhjálmur stofnaði ásamt öðrum bókaútgáfuna Heim- dall í Reykjavík 1938, og seinna íslendingaútgáfuna hf. Hann tók vélstjórapróf áður en hann hóf prentnám og kom það honum að góðum notum á starfsferli hans, bæði við prentvélamar og ekki síður setjaravélarnar, en jafnvígur var hann á hvorar tveggju. Vilhjálmur kvæntist 18. maí 1929, Ólöfu, f. 27. maí 1905, d. 8. janúar 1989, Þórðardóttur bónda á Héðinshöfða og síðar í Héðinsvík á Tjörnesi, Egilssonar. Móðir henn- ar var Guðbjörg Sigurðardóttir. Vilhjálmur og Ólöf áttu einn son Jóhann Vilhjálmsson prentara, er alla tíð var augasteinn þeirra. Jó- hann er kvæntur Margréti Ólafs- dóttur og eiga þau 5 börn: Vilhjálm Svan, Valgerði, Ólaf, Laufeyju og Þráinn. Langafabömin eru orðin 11 og langalangafabam átti hann eitt. Lengst af bjuggu Vilhjálmur og Ólöf á Hörpugötu 14 hér í Reykjavík og þar rak hann prent- smiðjuna í kjallaranum. Þau hjón voru sérlega samrýnd og miklir öðlingar heim að sækja. Mörg seinni árin hugsaði Vilhjálmur um konu sína sjúka á heimili þeirra og fórst það einstaklega vel úr hendi og gerði það samviskusamlega. Vil- hjálmur hóf störf í prentsmiðjunni Hólum vorið 1966. Skömmu áður höfðu orðið forstjóraskipti hjá fyrir- tækinu og undirritaður tekið við verkstjóm í setjarasal. I maí var mér tjáð að vélsetjari byðist yfir sumartímann a.m.k. Ég varð því harla feginn því nóg var fyrir hann að gera, en þegar ég heyrði hver maðurinn var stóð mér ekki á sama. Ekki var það að þersónulegum kynnum eða afspurn af þessum manni, þar sem ég þekkti hann ekki einu sinni í sjón þótt við hefð- um verið nágrannar í 24 ár. Annað var það, að þar sem ég var nýtek- inn við þessu starfi mínu og lítt skólaður í því, kveið ég því að þurfa að fara að segja þessum manni fyr- ir verkum, margreyndum af því að hafa haft mannaforráð og stjórnun fyrirtækja. Ég hafði orð á því við forstjórann hvort ekki væri rétt að Vilhjálmur tæki við verkstjórninni og ég settist aftur við setjaravélina. Ekki var hlustað á það. Vilhjálmur starfaði í Hólum fram á árið 1980. Um starfsemi má segja að einhvern tímann hefur hann gefið sér tíma til að kynnast setjaravélinni. Henni virtist hann hafa kynnst flestum setjurum betur, lagt sig eftir bygg- ingu hennar, gangi og því verki sem henni var ætlað að skila. Margan eltingarleikinn við þann eina mann, Bjöm Magnússon (blessuð sé minn- ing hans), sem gerði við setjaravél- arnar, sparaði hann fyrirtækinu því Vilhjálmur var einstaklega laginn við þær ef eitthvað bar útaf. Iðni, samviskusemi og dugnaður var honum í blóð borinn. Ég mun sakna þessa vinar míns, sakna handtaka hans og ljúfmannlegs viðmóts. Ég þakka Vilhjálmi samstarfið í Hólum og aðra viðkynningu og votta syni hans og öðrum aðstandendum sam- úð mína. Blessuð sé minning hjón- anna Ólafar og Vilhjálms. Magnús Þorbjörnsson „Nei, er það bóndinn," hljómaði rödd Svans frænda í símanum þeg- ar ég hringdi í hann, nýkominn í bæinn, mánudaginn 9. apríl sl., en þannig ávarpaði hann mig ævin- lega, sinni léttglettnu og glaðværu rödd, allt frá því að hann skynjaði áhuga minn á þeim vettvangi þjóðlífsins strax í bernsku. Símtalið varð ekki langt í það sinnið, enda sagðist ég heimsækja hann meðan á dvöl syðra stæði. Þótt hann léti ekki sérlega vel af heilsufari sínu, datt mér þó ekki í hug að þetta símtal yrði síðasta samneyti mitt við föðurbróður minn hérna megin grafar, en hann varð bráðkvaddur á heimili sínu á Hörpu- götu 14 í Reykjavík, um það bil sólarhring síðar, án þess að mér auðnaðist að efna heit mitt um heimsókn áður. Vilhjálmur Svan Jóhannsson, prentsmiðjustjóri, fæddist í Hlíð í Mjóafirði í Suður-Múlasýslu 3. októ- ber 1907. Hann var þriðji elstur í sjö bama hópi hjónanna Jóhanns Johannssonar, vélstjóra og Róshild- ar Jónsdóttur og bjuggu að Hlíð og víðar í Mjóafirði, en hin voru þessi: Matthildur, fædd 1904, sem ung, eða 30 ára gömul, dó frá eigin- manni sínum, Sigurði Jónssyni og sonunum tveim, Birgi og Jóni Svan. Guðrún Sigríður Anna, f. 1905, Iif- ir mann sinn, Brynjólf Pálmason og soninn Pálma, sem lést á ferm- ingaraldri. Næstur í aldursröð á eftir Svan er svo faðir minn og okkar systkinanna, Gunnsteins, Halldórs og Jóhönnu, Lárus, f. 1909, en konu sína og móður okk- ar, Margréti Þórarinsdóttur, missti hann 1983. Yngstar voru svo syst- umar þijár, Guðlaug Sigurveig Jó- hanna, f. 1911, Sigurlaug, f. 1915, og Jóhanna, f. 1917. Guðlaug átti Stefán Einarsson, en hann fórst ásamt Atla, elsta syni þeirra hjóna, með togaranum Agli rauða 1955, en hin bömin eru Jóhanna, Ebba, Róshildur, Sigríður og Gautur. Sigurlaug átti Egil Sigurbjörns- son og með honum Geir (látinn) og Matthildi og síðar Vilmund Sigurð- arson og með honum Sigurð en Sigurlaug lést árið 1979. Jóhanna er gift Sigtryggi Júlíussyni, en börn þeirra urðu Róshildur, Margrét, Sigtryggur (lést í frumbemsku) og Sigríður. Sjálfur átti Svan sæmdarkonuna Ólöfu Þórðardóttur, fædd 27. maí. 1905, en lést eftir langt heilsustríð í janúar 1989. Þeim varð ekki bama auðið, en tóku að sér kjörsoninn, Jóhann, f. 4. ágúst, 1927. Gagn- kvæmt ástríki var slíkt að erfitt er að hugsa sér að blóðbönd hefðu þar nokkm um breytt. Jóhann er giftur Margréti Ólafs- dóttur og ól þeim Svan og Ólu, afa og ömmubörnin, þau Vilhjálm Svan, Valgerði, Ólaf, Þráinn ogLaufeyju. Jóhann faðir Svans var einn fjög- uma systkin, þeirra Jóns, Sigurðar og Svanhildar er upp komust af 10 börnum þeirra Sigríðar Magnús- dóttur og fyrri manns hennar, Jó- hanns Jónssonar, en hann ólst að verulegu leyti upp á Brekku í Mjóa- firði hjá þeim Vilhjálmi Hjálmars- syni (afa Vilhjálms fyrrv. mennta- málaráðherra) og konu hans Svan- björgu Pálsdóttur. Vitnar nafnið Vilhjálmur Svan um þökk Jóhanns afa fyrirgott atlæti hans á Brekku. Móðir Svans, Róshildur, var V- Skaftfellskrar ættar, dóttir Jons Þórarinssonar af Síðu, síðar bónda á Steinum undir Eyjafjöllum og Sigríðar konu hans Lámsdóttur, en hún var móðursystir Lárusar á Klaustri Helgasonar. Þótt sú saga verði lítt rakin hér átti Róshildur svo sannarlega eftir að sýna hvað í henni bjó er hún stóð ein uppi með allan barnahópinn í ársbyijun 1919, er maður hennar fórst með flutningaskipinu Rigmor, sem týndist með allri áhöfn á sigl- ingu heim frá Spáni. Má láta þess getið hér að þetta skip mun hafa verið hið fyrsta sem dró íslenskan þjóðfána að hún í erlendri höfn. Haustið 1920 flyst Róshildur með börnin til Akureyrar og tveim árum síðar í Mjóadal í Laxárdal í Bólstað- arhlíðarhreppi og til Akureyrar aft- ur 1926. Svan fór ungur að nema prentiðn hjá Oddi Bjömssyni á Akureyri. Flyst síðan, eða 1927, til Reykjavík- ur og gerist pressumaður hjá ísa- fold og síðar setjari, þar til hann hóf sjálfur prentsmiðjurekstur, en árið 1943 stofnaði hann, ásamt Ólafi B. Bjarnasyni og Þorgeiri Jós- epssyni, Prentverk Akraness. Árið 1947 stofnaði hann, ásamt fleirum Hrappseyjarprent, sem síðar, í kjöl- far eignaskipta, hét Prentfell hf. og var til húsa á Hörpugötunni. Síðustu starfsár sín vann Svan i grentsmiðjunni Hólum eða þar til Olöf veiktist alvarlega, en Svan annaðist hana alveg og af aðdáan- legri umhyggju síðustu 8 æviár hennar, en hún lést í janúar 1989. Þótt af nógu sé að taka og hér hafi aðeins fáeinir hæstu öldutoppar verið Snertir í lífsins ólgusjó míns elskulega frænda, verður það haf- svæði ekki frekar kannað hér. Þessum fátæklegu orðum verður hins vegar ekki lokið án þess að dregnir verði fram nokkrir fágætir mannkostir Svans frænda, sem ég kynntist af eigin raun. Svan var gæddur mikilli höfðingslund og vel- vilji í garð þeirra, sem honum stóð nærri var við brugðið. Þessa naut ég og mitt fólk oft í ríkum mæli við ýmis tækifæri. Sérstaklega minnist ég þess að Svan gaf sér alltaf góðan tíma til að næra, hvort sem var, litla unga og viðkvæma sál sem oft kom í fyrirvaralausa heimsókn hér á fyrri árum, þegar mest var að gera í prentverkinu, eða þá sömu sál löngu síðar þegar á ævikvöldið leið hjá Svan. Alltaf sama góðglettna og hressi- lega viðmótið og virðingin fyrir gestinum í fyrirrúmi. „Vill ekki bóndinn fá sér sæti og segja frétt- ir.“ Svo var spurt og spjallað um þau áhugamál sem aldri og ástæð- um hæfðu hveiju sinni og gesturinn fór ætíð ríkari af fundi en hann kom. Slíkar gjafir verða aldrei full- þakkaðar forsjóninni. Ekki spillti viðmót Ólu. Þau báru mikla virðingu hvort fyrir öðru og voru afar samhent, — ekki síst í því að gera gestum heimsóknir að þeim dýrmætu samverustundum, sem raun bar vitni og verða aldrei fullþakkaðar. Þau eru nú aftur saman og ekki ástæða til annars en gleðjast með þeim, þótt þeirra sé sárt saknað hérna megin grafar. Guð blessi minningu þeirra beggja og mildi sorg þeirra sem sárast sakna, en Svan verður til moldar borinn á morgun, föstudag- inn 20. apríl. Þórarinn Lárusson Elsku afi okkar, Vilhjálmur Svan Jóhannsson, er látinn. Hann lést 9. apríl síðastliðinn rúmlega 82 ára að aldri. Afi fæddist 3. október 1907 í Hlíð í Mjóafirði. Foreldrar hans voru Jóhann Jóhannsson, fæddur 28. apríl 1876, og Róshildur Jóns- dóttir, fædd 2. ágúst 1877, dáin 30. september 1968. Föður sinn missti afi aðeins 12 ára gamall, en Fædd 19. nóvember 1934 Dáin 8. apríl 1990 Þegar mér barst fregnin um lát Huldu vinkonu minnar setti mig hljóða, ekki fyrir það, að það væri svo óvænt, því auðvitað grunaði mig að hveiju stefndi, heldur voru það allir minningarnar sem hentust upp í huga minn, minningarnar um Huldu og Bubba frá því að við vor- um ung, og allar götur síðan. Muna þegar ég giftist Hreina mínum og Hulda giftist Bubba sínum, en á þeim árum voru Bubbi og Hreini í sama æskuvinahópnum. Muna þegar við fórum á böll í „Krossinum". Muna þegar börnin komu eitt og eitt og við vorum svo glöð. Muna þegar við áttum heima saman í Önnuhúsi. Muna hvað gott varð að eyða kvöldstund hjá Huldu og Bubba, því þá var glens og gam- an. Muna hvað Hulda og Bubbi hafa alla tíð verið okkur hjónunum trygg og góðir vinir. Muna hvað þau voru kát og glöð þegar við fór- um saman í „Paradís", sumarhúsið okkar. Muna hvað Hulda var mynd- arleg húsmóðir og hvað hún var iðin við hannyrðir. Muna hana hörkutól í vinnu, þó smá væri. Muna hvað hún vildi öllum vel gera og gerði mörgum gott. Muna líka þegar Hulda átti erfiðar stundir og vera þá svo vanmáttug til hjálpar. Þegar Hulda varð 50 ára bauð hún fjölskyldu sinni, vinnufélögum og vinafólki í kvöldkaffi. Það var rausnarlega veitt og gott að heim- sækja þau hjón að venju, yndislegt kvöld í faðmi vina. Daginn eftir urðu mikil þáttaskil í lífi Huldu, þegar hún varð fyrir miklu slysi á heimili sínu, brenndist svo illa að hún varð að vera lengi á sjúkrahúsi og þurfti að ganga í gegnum mikl- ar þolraunir. En að sjá þvílíkt þrek er meiriháttar. hann drukknaði þegar skútan Rig- mor fórst árið 1919. Afi var prentari að mennt og rak um árabil eigin prentsmiðju með syni sínum sem einnig er prentari. Ömmu okkar, Ólöfu Þórðardótt- ur, kvæntist afi 18. maí 1929. Amma fæddist 27. maí 1905 á Héðinshöfða, en hún lést 8. janúar 1989. Afi og amma komu suður til Reykjavíkur árið 1928. Lengst af bjuggu þau á Hörpugötu 14 í Skeijafirði þar sem afi og pabbi voru með sína prentsmiðju. Pabbi okkar, Johann Vilhjálms- son, var einkabarn ömmu og afa. Afi var einstaklega góður maður og mikill félagi okkar allra. Hann fylgdist vel með öllu því sem við og fjölskyldur okkar tókum okkur fýrir hendur. Afi var hjálpsamur og fómfús og kom það allra best þegar amma okkar veiktist fyrir um 10 árum. Hún þurfti á mikilli umönnun að halda í sínum veikind- um og afi treysti sjálfum sér best til að hugsa um hana. Við erum þess öll fullviss að enginn hefði getað hjúkrað henni betur. Heitasta ósk afa var sú að fá að hugsa um ömmu allt til yfir lyki og þá ósk fékk hann uppfyllta. Afi var hraustur maður en síðustu árin var hann oft þreyttur þótt hann vildi ekki láta á því bera. Skömmu áður en hann lést talaði hann um það við okkur að nú vildi hann fá að fara til ömmu. Við og fjölskyldur okkar söknum afa mikið og á það ekki hvað síst við um bamabamabörn hans og barnabarnabarnabarn hans. Við höfum lært margt af afa sem á vafalaust eftir að koma okkur að góðu gagni í lífinu. Við hefðum öll viljað hafa afa lengur hjá okkur, því börnin okkar og barnabarn áttu svo margt ólært af honum. Vonandi getum við miðl- að öllu því sem hann kenndi okkur til okkar afkomenda. Hvíli hann í friði. Barnabörnin En annað slys henti Huldu og var það á sjúkrahúsinu. Við, sem þekkjum þá sögu alla, undrumst hversu Hulda var seig og dugleg. Hún var líka innilega þakklát öllum þeim sem réttu henni vinar- hönd og veittu henni styrk. Oft tal- aði hún um, hve læknar og hjúkr- unarfólk væri gott við sig. Nú hefur hún barist til enda þessa lífs, en hún var ekki ein, hún var svo hepp- in, að Bubbi var alltaf nálægur og reyndist henni vel. Síðustu vikumar var Bubbi með Huldu sína heima, helsjúka, og gerði allt sem í hans valdi stóð, til þess að henni liði sem bezt, og síðast þegar við hjónin komum til þeirra og Bubbi var að hressa Huldu upp, með sinni ein- lægu glettni, sá maður þetta sér: staka bros á vörum Huldu, þegar hún gat ekki annað en brosað, og þá var Bubbi glaður. Hulda fæddist í Ólafsfirði 19. nóvember 1934, dóttir hjónanna Þórönnu Guðmundsdóttur og Sig- urðar Sigurpálssonar, og var elzt 5 systkina. Fjölskyldan fluttist til Siglufjarðar 1941 og suður til Keflavíkur 1954. Þar kynntist Hulda eftirlifandi manni sínum, Guðbrandi Sörenssyni frá Keflavík. Þau giftu sig í september 1956 og varð 3ja barna auðið. Elstur er Sig- urður Sören, kvæntur Elínu Páls- dóttur, og búa í Innri-Njarðvík. Næstur er Jón sem býr nú í föður- húsum. Yngst er Vigdís og er hún gift Benedikt Hreinssyni. Þau búa í Kópavogi. Barnabörnin eru orðin 5. _ Ég og fjölskylda mín þökkum Huldu samfylgdina hér á þessari jörð og biðjum Guð að geyma hana. Bubbi, kæri vinur, Guð gefi þér og fjölskyldu þinni kraft og styrk, áfram sem hingað til. Guðrún Ásta Björnsdóttir t Hjartkær eiginmaður minn, sonur minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÞÓRARINN ANDREWSSON kennari, Miðvangi 37, Hafnarfirði, andaðist í Borgarspítalanum 15. apríl. Hulda Hjálmarsdóttir, Dagbjört Þórarinsdóttir, Andrew Þorvaldsson, Helga S. Þórarinsdóttir, Snorri Páll Snorrason, Andrés Þórarinsson, Margrét E. Harðardóttir, Kristín Þórarinsdóttir og barnabörn. Hulda Sigurðardóttir Keflavík - Minning
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.