Morgunblaðið - 19.04.1990, Page 25

Morgunblaðið - 19.04.1990, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRIL 1990 25 að horfa á barnaefni og sjónvarps- kvöld af og til með íjölskyldunni eru ágæt og oft á tíðum geta þau verið nijög gefandi. En þegar börn eru farin að veija stórum hluta frítíma síns fyrir framan skjáinn í stað þess að hafast eitthvað annað að hlýtur það að hafa áhrif. Með tiikomu myndbandamiðilsins hefur valfrelsi aukist aðeins hvað varðar hvað á að horfa á og hve- nær. Rannsóknir benda á að fullorðn- ir nota þennan miðil meira til að koma tii móts við þarfir þeirra varð- andi hvenær á að horfa á ákveðið efni. Börn aftur á móti nota þennan miðil mest til að horfa á ævintýra- og ofbeldismyndir. Það sem hefur svo verið í boði á þessum markaði hefur ekki aukið á valfrelsið. Möguleg áhrif ofbeldis á skjánum Rannsóknir og athuganir á áhrif- um ofbeldis í sjónvarpi á börn byggj- ast eiginlega á fjórum spurningum: 1. Herma böm eftir því ofbeldi sem þau upplifa á sjónvarpsskjánum? 2. Verða börn ofbeldishneigðari af því að horfa á ofbeldi í sjónvarpi? 3. Venjast börn ofbeldi af því að upplifa reglulegt ofbeldi á skjánum og verða þar með sljórri gagnvart notkun ofbeldis? 4. Hvers konar mynd af raunveru- leikanum fá þau börn sem upplifa mikið ofbeldi í sjónvarpi? Rannsóknir síðustu 15 til 20 ára sýna fram á að ákveðin börn geta orðið ofbeldishneigðari af því að horfa upp á of mikið ofbeldi í sjón- varpi. Bent er á að þau börn sem verða þar fyrir hvað mestum áhrifum séu börn sem eru ofbeldishneigð fyr- ir, börn sem búa við öryggisleysi heima fyrir og börn sem ekki eru í góðu sambandi við foreldra sína eða félaga. En um leið eru það oft þessi, börn sem hvað mestan áhuga hafa á ofbeldi í sjónvarpi. Hvort börn venj- ast því ofbeldi sem borið er á borð fyrir þau og verði þar með sljó gagn- vart því hefur verið kannað og talið líklegt. Það er ekki síst þetta atriði sem margir telja nauðsynlegt að staldra við og líta alvarlegum augum. í fjórða lagi er spurt um hvers konar mynd af raunveruleikanum þau börn fá sem upplifa mikið ofbeldi í sjón- varpi. Hér eru til haldbærar rann- sóknir sem benda á að ákveðin börn trúa því að þegar þau yfírgefa nán- asta umhverfi sitt eða heimilið verði þau fyrir ofbeldi. Þau yfirfæra sjón- varpsofbeldið yfir á þjóðfélagið. Þetta sjónvarpsofbeldi getur svo ver- ið margs konar. Hér getur verið um að ræða ofbeldi meðal ósköp venju- legs fólks eða ofbeldi þar sem ofbeld- ið er borið á borð sem röð af óskiljan- legum ofbeldisatriðum. Börn og unglingar á íslandi í dag eru myndbandakynslóð. Það þýðir ekki lengur að líta fram hjá þeirri staðreynd að hópur barna og ungl- inga hér á landi notar tímann eftir að skóla lýkur til að horfa á kvik- myndir í myndbandstækjum heimil- anna, og sú horfun bætist oftast ofan á það efni sem þessi hópur fær úr dagskrá sjónvarpsrásanna. Þessi miðill þarf ekki að vera ógnun sem jafnvel stendur í vegi fyrir því að börn og unglingar taki þátt í skap- andi menningu — en eins og flestir þeir sem fjalla um þessi mál benda á þá er nauðsynlegt að fylgjast með, vera á verði, kynna sér það sem þessi hópur er að horfa á og fara eftir reglum þar sem þær er að finna. Brímborg býður til sumarveislu á sumardaginn fyrsta Við bjóðum allri fjölskyldunni að þiggja hressandi veitingar í opnu húsi hjó okkur í tilefni dagsins. Við efnum einnig til bílaveislu þar sem við sýnum rjómann í bílakaupum sumarsins. Veisluseðill: Veitingar Bílar • eflfméss' • Daihatsu .rjómaís - Curoe MS skafís - rjóminn í ísnum - Charade [slýr - Charade Sedan • - að sjálfsögðu - Applause — Feroza - frískandi sumardrykkir — Rocky • Frá Berqdal hf. • Volvo - Hob nobs skúkkulaðikex - 240 GL frá McVITIE'S - 440 GLT - Frazermint konfekt |s|ýr — 740 GLTi - KP salthnetur - 760 GLE Veislutilboð: Veittur verður 20% afsláttur af V IRELLÍ fólksbíladekkjum meðan birgðir endast. Verið velkomin í veisluna hjá okkur frá kl. 10:00-16:00 volvo Brimborg hf. daihatsu - bifreið sem þú getur treyst Faxafeni 8 — draumur að aka Höfundur er tjölmiðhifræðingur og skoðunnrmaður hj;í Kvikmyndaeftirliti ríkisins. REYNSLA - RÁÐGJÖF - ÞJÓNUSTA iteiai BJÓÐUM ÚRVALS ÚTSÆÐI - GULLAUGA, RAUÐAR ÍSLENSKAR, PREMIER, ÁBURÐ, KALK, YFIRBREIÐSLUR OG ÖLL VERKFÆRI SEM TIL ÞARF BINTJE OG HELGA SÖLUFÉLAG GARDYRKJUMANNA SMIÐJUVEGI 5. 200 KÓPAVOGUR. SlMI 43211

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.