Morgunblaðið - 19.04.1990, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 19.04.1990, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 1990 • • Orkin hans Nóa skiptir um eigendur JÚLÍUS Snorrason hefur keypt verslunina Orkin hans Nóa af hjónunum Jóhanni Ingimarssyni og Guðrúnu Helgadóttur. Þau Jóhann og Guðrún hafa rek- ið húsgagnaverslunina Orkin hans Nóa í tuttugu ár, en hún er staðsett í miðbæ Akureyrar. í tuttugu ár þar á undan rak Jóhann fyrirtækið Valbjörk, en það annaðist smíði húsgagna. Júlíus var í sextán ár fram- kvæmdastjóri hjá Kristjánsbakaríi. Júlíus tók við rekstri húsgagna- verslunarinnar í gær. Hann sagði að reksturinn yrði i svipuðu formi áfram, aðal áherslan yrði lögð á nútíma húsgögn, en vissulega mætti búast við nýjum straumum með nýjum eigendum. „Það er ákveðin töfraljómi yfir húsgagnabransanum og ég hef haft gaman af því að starfa við þetta,“ sagði Jóhann sem hætti að versla með húsgögn í gær eftir fjörtíu ár. „Mig langar tii að þakka þeim fjöl- mörgu viðskiptavinum mínum, stór- um og smáum fyrir ánægjuleg við- skipti á þessu tímabili." Morgunblaðið/Rúnar Þór Bráðin ogbeitan Grímseyingar kunna vel að bjarga sér. Fyrir nokkru notar af honum kjötið í hákarlabeitu. Ekki ber á , fundu þeir búrhval á reki vestur af eynni. öli B. öðru en hákarlinum líki hvalurinn því Óli hefur þeg- Ólason á Bjargey II náði hvalnum inn í höfnina og ar náð tveimur ókindum. Úthlutun lána frá Húsnæðisstofiiun til Ólafsfírðinga: Fengu úthlutun fyrir tveimur íbúðum, en sóttu um Qórtán Mjög óhress með þessa afgreiðslu, segir tæknifræðingur Olafsflarðarbæjar Dalvík: Frímerkja- sýning haldin í íþróttahúsinu Landsþing frímerkjasaíhara haldið á laugardag FELAG frímerkjasafnara á Dalvík og nágrenni heldur frímerkjasýningu í íþróttahúsinu á Dalvík dagana 20.-22. apríl. Landsþing frímerkjasafnarar verður haldið næsta laugardag og efnt verður til spurninga- keppni meðal unglinga um frímerkjaútgáfur á Norðurlönd- um. Frímerkjasýningin í íþróttahúsi Dalvíkur verður opnuð á föstudag- inn, 21. apríl kl. 20 og verður opin til kl. 22. Á laugardag verður opið frá kl. 13-22 og á sunnudag frá kl. 13-20. Sýningin skiptist í heið- ursdeild, kynningardeild og sam- keppnisdeild, sýnendur eru á milli 40 og 50 og rammafjöldi um 180. Til sýnis eru mörg unglingasöfn frá mörgum löndum. í tilefni af sýning- unni verður sérstimpill í gangi og pósthúsið verður opið alla dagana. Landsþing frímerkjasafnara verður haldið á laugardag, 21. apríl, sama dag flytur John Sören- sen fyrirlestur og sýnir og fræðir áheyrendur um uppsetningu átt- hagasafna. Efnt verður til spurningakepnni á meðal unglinga um frímerkjaút- gáfur á Norðurlöndum, tengdar íþróttum. Þá verður ýmislegt gert fyrir yngri kynslóðina. Á laugar- dagskvöld verður kvöldvaka fyrir sýnendur, dómara og félaga sem sjá um framkvæmdina sýningar- dagana. c> ALLS heftir verið úthlutað lánum til byggingar sjötíu og sex íbúða á Akureyri á þessu ári, á vegum Búseta, Verkamannabústaða og leiguíbúða á vegum bæjarins. Dalvíkingar fengu úthlutað lánum til byggingar á Ijórtán ibúðum, en sóttu um tuttugu alls. Ólafsíírðingar eru ekki ánægðir með úthlutun Húsnæðisstofnunar á lánum fyrir þetta ár, en þeir fengu lán til að byggja tvær íbúðir, en sóttu sam- tals um lán til að byggja fjórtán íbúðir. Þorsteinn Björnsson tæknifræð- ingur hjá Ólafsfjarðarbæ sagði að almenn óánægja ríkti með úthlutun lána Húsnæðisstofnunar á meðal Ólafsfirðinga. Sótt hefði verið um lán til byggingar fjórtán íbúða, bæði innan Verkamannaíbúðakerfísins og leiguíbúða, en í hlut bæjarins hefðu einungis komið lán til byggingar tveggja almennra kaupleiguíbúða. „Við erum verulega óhress hér í Ólafsfirði með þessa afgreiðslu. Það hefur verið fólksfjölgun hér á milli ára, sem er sjálfgæft orðið í dreif- býli. Hér er næg atvinna og ekkert bendir til annars en svo verði áfram, en skortur er á húsnæði og mikil vandræði að fá húsnæði á leigu. Húsnæðisskorturinn stendur bæjar- félaginu fyrir þrifum, en það virðist sem stjórn Húsnæðisstofnunar taki ekkert tillit til þessara þátta,“ sagði Þorsteinn. í bréfi sem Ólafsfjarðarbær sendi Húsnæðisstofnun í árslok 1988 var gerð grein fyrir áætlaðri bygginga- þörf í bænum og talið að æskilegt væri að byggja tíu íbúðir á ári. Fyr- ir árið 1989 fengu Ólafsfirðingar úthlutað lánum til að byggja tvær íbúðir í verkamannabústöðum og fyrir þetta ár fá Ólafsfirðingar einn- TISSOT GÆÐI0G GLÆSILEIKI •15 S. 96-24175 ig lán til að byggja tvær íbúðir. Þorsteinn benti einnig á að einungis einn aðili í bænum fengi lán frá Húsnæðisstofnun til íbúðabygginga á þessu ári. „Þannig að við eru allt annað en ánægðir með afgreiðslu þessara mála,“ sagði Þorsteinn. Dalvíkurbær sótti um lán til að byggja átta kaupleiguíbúðir og fékk það, en einnig var sótt um lán til „Útgerð og fiskvinnsla á vegum Kaupfélags Eyfirðinga verði rekin sem ein heild. Hráefnisöflun fyrir fiskvinnslu félagsins verði tryggð með því að togarar á vegum þess landi afla sínum að lang mestu íeyti til eigin vinnslustöðva. Kostnaður við hráefnisöflun verði lækkaður með því að færa saman aflakvóta af skip- um og leggja þau eða selja þau skip sem kvóti verður færður af. Sjómenn á þeim skipum sem gerð verða út fá aukin laun með auknum afla, en byggingar tólf íbúða í verkamanna- bústöðum og var úthlutað lánum fyrir sex slíkum. „Við erum tiltölu- lega ánægð með okkar hlut, en auð- vitað vilja menn gjarnan meira. Við sættum okkur hins vegar vel við það sem okkur var úthlutað," sagði Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á Dalvík. Húsnæðissamvinnufélagið Búseti fékk úthlutað láni til byggingar tíu íbúða, fjögurra almennra og sex fé- lagslegra. Búseti sótti um lán til að byggja tuttugu íbúðir. „Við erum ánægðir með þessa úthlutun og hún lofar góður á öðru starfsári félags- ins,“ sagði Heimir Ingimarsson for- ekki með því að selja aflann erlendis eða á mörkuðum innanlands. Stefnt verði að því að skip félagsins verði mönnuð heimamönnum. Verði það gert þannig: að öði'u jöfnu gangi heimamenn fyrir um þau skipspláss sem losna kunna í framtíðinni," seg- ir í bókum um stefnu stjórnar KEA varðandi útgerð og fiskvinnslu á veg- um félagsins. í fréttatilkynningu frá KEA kemur fram að horfur í rekstri ÚD og Sf.D miðað við óbreyttar forsendur hafi maður Búseta. A stjórnarfundi á morgun verður rætt um áframhaldið í kjölfar úthlutunarinnar. Á vegum Akureyrarbæjar og stjórnar Verkamannabústaða á Ak- ureyri var sótt um lán til byggingar sjötíu íbúða, en þessum aðilum var úthlutað lánum til að byggja sextíu og sex íbúðir. Erlingur Aðalsteinsson á skrifstofu Verkamannabústaða sagði að menn væri ánægðir með það sem fengist hefði að þessu sinni. Lán fékkst vegna byggingar á fjör- utíu íbúðum í verkamannabústöðum, tíu leiguíbúðum á vegum Akureyrar- bæjar, tíu félagslegum íbúðum og sex almennum kaupleiguíbúðum. verið þannig að einsýnt var að um áframhaldandi taprekstur á félaginu yrði að ræða á þessu ári og ljóst að fyrirtækin munu eiga í verulegum greiðsluerfiðleikum og mikil óvissa ríki um hvort hægt verði að halda þeim gangandi. Til að tryggja rekstur ÚD verður kvóti skipanna Sólfells og Baldurs færður yfir á togarana Björgvin og Björgúlf, en hvað Söltunarfélagið varðar þarf að auka magn innlagðrar rækju hjá félaginu úr u.þ.b. 680 tonnum árið 1989 í 1.500 tonn á ári. Einnig er nauðsynlegt að auka hlutafé til að greiða úr brýnum greiðsluvanda. Ohjákvæmilegt hafi verið að fá inn í Sf.D aðila sem réði yfir rækjukvóta og fjármagni og seg- ir í tilkynningu frá KEA að Sam- herjamenn hafi látið í ljós áhuga á að kaupa hlut kaupfélagsins í Söltun- arfélaginu. Á stjórnarfund sem hald- inn var í fyrrakvöld barst bréf frá Fyrirlestur í Háskólanum PÁLL Einarsson jarðeðlisfræðing- ur heldur fyrirlestur í Háskólan- um á Akureyri á laugardag kl. 14. Fyrirlesturinn nefnist Landreks- kenningin og verður hann fluttur í stofu 24 í húsnæði háskólans við Þingvallastræti. Páll Einarsson er jarðeðlisfræðingur við Raunvísinda- stofnun Háskóla íslands. Hann mun halda tvo fyrirlestra í maí, dagana 5. og 12., nefnist sá fyrri Jarðskjálft- ar og jarðskjálftaspár og hinn síðari Eldgos og eldgosaspár. tíu einstaklingum og fyrirtækjum á Dalvík þar sem óskað var eftir að þeim yrði gefinn kostur á að kaupa hlutafé KEA í Sf.D með þeim kjörum sem Samheija standa til boða. Til- boðið hafi verið gert til að tryggja rekstur félagsins með sameiginlegu átaki heimamanna. Bæjarstjórn Dalvíkur hefur samþykkt að falla frá forkaupsrétti að hlutabréfum KEA í Sf.D, en tillögu um að taka upp við- ræður um kaup aðilanna tíu á bréfun- um var hafnað. „Með vísan til þess að bæjarstjórn Dalvíkur hefur samþykkt að bjóða bréfriturum til viðræðna um atvinnu- uppbyggingu á Dalvík og mun vegna sölu á hlutabréfum sínum í ÚD hafa verulegt fjármagn til ráðstöfunar í því skyni, telur stjórn KEA rétt að selja Samheija hf. hlutabréf sín í Sf.D með tilliti til þess að sú ráðstöf- un ætti ennfremur að verða til efling- ar atvinnulífi á Dalvík," segir í smþykkt stjórnar KEA sem gerð var á stjórnarfundi. Stjórn Kaupfélags Eyfírðinga: Veiðar og vinnsla rekin í heild Samherja verða seld hlutabréf KEA í Söltunarfélaginu STJÓRN Kaupfélags Eyfírðinga hefur samþykkt bókun um stefhu fé- lagsins varðandi útgerð og fiskvinnslu í kjölfar kaupa á hlutabréfum Dalvíkurbæjar í Útgerðarfélagi Dalvíkinga þar sem fram kemur að útgerð og fiskvinnsla verði rekin sem ein heild og togarar félagsins muni landa afla sínum að mestu leyti til eigin vinnslustöðva. Þá telur stjórn KEA rétt að selja Samherja á Akureyri hlutabréf sín í Söltunar- félaginu með tilliti til þess að sú ráðstöfun ætti að verða atvinnulífi á staðnum til eflingar. Stjórn KEA hafði borist bréf frá tíu aðilum á Dalvík þar sem þeir fara fram á að ganga inn í kaup á hlutabréfum KEA í Sf.D.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.