Morgunblaðið - 19.04.1990, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 19.04.1990, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRIL 1990 SUMARKOMA Hér áður fyrr var sumardagurinn fyrsti einn mesti hátíðisdagur, sem haldinn var á Is- landi. Hann var ekki minni hátíð en jólin, og er það raunar ekkert undarlegt. íslending- ar hafa oft búið við harðan vetur og fagnað sumarkomu mjög. En þótt undarlegt sé, Hefúr þessi hátíðisdagur mikið til fallið í gleymsku. Hann er að vísu Iögboðinn frídagur, en fæstir halda hátíð. Þegar ég var lítil, hélt gamalt fólk mikið upp á sumardaginn fyrsta og gaf sumargjafir. Ég hefi alltaf gefið börnum minum og maka einhverja smásumargjöf. Við setjumst að morgunverðarborði kl. 10 og fógnum komu sumars með heitu súkkulaði og kleinum og þá eru þessar gjafir við hvern disk. Mér vitanlega eiga engar þjóðir aðrar en íslendingar sumardaginn fyrsta. Þetta er séríslenskur siður og við skulum halda í hann. Sumarið virðist ætla að láta standa á sér nú eins og svo oft áður. Á annan páskadag gengum við hjónin um Öskjuhlíðina. Þrestirnir sungu óð til sumarsins og einmana hrossagaukur flaug yfir. Þótt ýmsir farfúglar séu komnir til landsins, verða þeir líklega jafnt og mannanna börn að sætta sig við að seint sumri. í þessum þætti er að sjálfsögðu uppskrift af sumarkleinum mínum, en af því að við erum farin að fá fyrsta sumargræn- metið, þ.e.a.s. gúrkurnar og þær hafa meira að segja lækkað í verði, er við hæfi að gefa uppskrift að gúrkusalati og heitum gúrkurétti. Gleðilegt sumar. Kleinur 1 kg hveiti 200 g sykur 200 g smjörlíki 4 egg 3 tsk. lyftiduft 1 tsk. hjartasalt 5 dl súrmjólk matarolía og plöntufeiti til helminga. 1. Bræðið smjörlíkið, kælið örlítið, en hrærið þá með sykrin- um. 2. Setjið eitt egg í senn útí og hrærið á milli. 3. Setjið hveiti, lyftiduft og hjartasalt út í ásamt súrmjólk- inni. Hugsanlega er. þetta heldur mikil súrmjólk, en hún er mis- þykk. Notið hana samkvæmt því. 4. Hnoðið saman. Fletjið þykkt út með kökukefli og skerið með kleinuhjóli eða hníf. Skerið rifur í hverja kleinu og snúið upp á. 5. Hitið plöntufeiti og matarolíu saman í potti. Feitin þarf að vera vel heit. Setjið smábita af kleinu- deigi ofan í til að.aðgæta hitann. Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON Snúið kleinunum við í pottinum og bakið báðum megin. Hæfilegt er að baka 6-8 kleinur í einu. 6. Setjið kleinurnar á eldhús- pappír sem soga feitina í sig. Athugið: Plöntufeiti er mjög hörð feiti og ekki holl, því er betra að nota matarolíu með henni. Það gefur svolítið annað bragð, en aðferðin er sú sama. Báðar gúrkuuppskriftirnar eru úr bók minni „Minna mittismál". Gúrkuréttur 1 meðalstór gúrka 1 dl fljótsoðin hrísgijón 2 dl veikt. saltvatn 'A lítil paprika, græn eða rauð 1 egg ’/< tsk. salt saman við eggið nýmalaður pipar 10 sm biti pepperonipylsa (mjó áleggspylsa). 1. Þvoið gúrkuna, kljúfið að endilöngu, skafið síðan nokkuð af gúrkukjötinu úr með teskeið. Geymið það sem þið tókuð úr gúrkunni. Það er gott ofan á ost eða með kotasælu. 2. Afhýðið laukinn, saxið smátt. Setjið saltvatn í pott og látið sjóða. Setjið lauk og hrísgijón út í og sjóðið skv. leið- beiningum á pakkanum. Látið síðan standa í lokuðum potti í 5 mínútur að suðu lokinni. 3. Takið steina úr paprikunni, takið af henni legginn og skerið hana í litla bita. Setjið saman við gijónin. 4. Setjið eggið í skál og setjið salt og pipar út í. Hrærið út í gijónin. 5. Kljúfið pylsuna að endilöngu, skerið síðan í örþunnar sneiðar og setjið saman við gijónin. 6. Setjið gijónin í rifuna á gúrkuhelmingunum. Þrýstið vel niður svo að það tolli vel á. 8. Hitið bakaraofn í 190°C, blástursofn í 170°C, setjið í miðj- an ofninn og bakið í 20 mínútur. í örbylgjuofni í u.þ.b. 5-6 mínút- ur, enn þá verður gúrkan ekki mjúk. Radísu/gúrkusalat 1 dós hrein jógúrt 1 msk. sítrónusafi safi úr ‘A appelsínu 20 radísur 1 meðalstór gúrka 3 græn epli 1. Setjið jógúrtina í skál, hræ- rið sítrónusafa og appelsínusafa út í. 2. Þvoið radísurnar, skerið af þeim rót og kál. Skerið síðan í örþunnar sneiðar með ostaskera. 3. Þvoið gúrkuna, skerið sömu- leiðis í örþunnar sneiðar með osta- skera. 4. Afhýðið eplin, skerið í 4 bita, takið úr þeim kjarnann, skerið þvert í þunnar sneiðar. 5. Blandið ávöxtum og græn- meti í skál, hellið jógúrtsósunni yfir og blandið saman með tveim- ur göfflum. 6. Leggið filmu eða disk yfir skálina, látið standa í kæliskáp í 1 klst. en berið þá fram með kjöti eða fiski. OPNUNAli ifJATTO SUMARDAGINN FVRSTA - FÖSTUDAG - LAUGARDAG - SUNNUDAG OITÐ FRÁ KL. 10 - 17 ALLA DAGANA COMBICAMP TJALDVAGNAR I tilefni opnunar TÍTAN HF. er 4% afsláttur af Combi Camp tjaldvögnum á meðan hátíðin stendur. HbJeanneau seglshútur sillinger gúmmíbátar GLEÐILEGT SIIMAR TÍTANhf LÁGMÚLA 7 SIMI 84077 £ snehkjur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.