Morgunblaðið - 19.04.1990, Side 53

Morgunblaðið - 19.04.1990, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRIL 1990 53 DALLAS Fall er fararheill Jack Scalia heitir einn af heimilis- vinum íslendinga í framhalds myndaflokknum Dallas. Hann er einnig aðalnúmerið í öðrum vikuleg- um þætti, Wolf, sem ríkissjónvarpið sýnir. Það styttist í að Scalia, sem leikur Nicholas Pearce, elskhuga og viðskiptaráðunaut Sue Ellen, verði ritaður út úr þáttunum og sést síðast til hans í Dallas þar sem hann steyp- ist fram af svölum á háhýsi. Þetta var m.a. gert í því skyni að leysa hann frá störfum fyrir framhalds- þættina um fyrrum lögguna Wolf sem er harðsoðinn en miskunnsamur samverji. Scalia vissi að hann var að fara út á hálan ís, því að framleiðendur Wolf-þáttanna höfðu ekki meiri trú á þeim en svo að þeir settu hann af stað um leið og önnur stöð, framleið- andi Roseanne-þáttanna, tefldi fram trompi sínu, sjálfri Roseanne. En það merkilega gerðist, að Wolf spjaraði sig ágætlega og kannanir sýndu að hann vann hægt og bítandi á og velgdi Roseanne vel undir uggum. Þökk sé Scalia segja þeir fyrir vestan haf, því að hann þykir bæði greind- ur, bráðmyndarlegur og meira en í meðallagi frambærilegur leikari. Og svo eru þættirnir vandaðir og hefur )að sitt að segja. Jack Scalia í hlutverki Úlfsins. Morgunblaðið/Agnes Jóhannsdóttir Bros Mörtu og Haraldar I þætti Hermanns Gunnarssonar, Á tali, hefur í vetur verið keppt um „Bjartasta brosið 1990“. Hermann hefur fengið sendar myndir af brosandi fólki og í gær var tilkynnt hver hlyti verðlaunin, Leica- myndavél. Þau hreppti Agnes Jóhannsdóttir. Myndina tók hún af barnabörnum sínum, Haraldi og Mörtu, síðastliðið haust. Agnes sagði að dóttir sín, Soffía, hafi sent myndina í keppnina án sinnar vitund- ar og stuttu síðar hefði hún birst á skjánum í þætti Hermanns. Hermann hringdi svo í Agnesi og tilkynnti henni úrslitin. Mikilvæg undirstaða -felst í þessu litla hylki Ef líkama þinn vantar réttu bætiefnin er hætt við að ýmislegt fari úrskeiðis. Hvernig gengur að vakna á morgnana? Hvað með námsgetuna, þrekið, skapið, hárið, húðina og negiurnar? f>ú getur tryggt líkamanum rétta undirstöðu með Magnamín bætiefnahylkjunum. Taktu góða Magnamínlotu - með morgunmatnum og vertu tilbúin í vorverkin. Magnamín með morgunmatnum - treystir undirstöðuna. : t ■ 1. ;l íii2 i- BRflun rakvélar í miklu úrvali. Tilvalin FERMINGARGJÖF handa ungum herrum. Verð frá kr. 1.980,- FERMINGARTILBOÐ: rakvél 3012 í pakka með öndvegis armbandsúri á aðeins kr. 6.900,- Verð áður kr. 10.340,- PFAFF Borgartúni 20 og Kringlunni S: 26788 S:689150 Og betri raftækjaverslanir um land allt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.