Morgunblaðið - 10.03.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.03.1991, Blaðsíða 2
Skólastarfið kynnt Morgunblaðið/KGA I Heyrnleysingjaskólanum var glatt á hjalla í vikunni þegar nemendur skólans héldu kynningu á því sem þeir hafa verið að gera á opinni viku í skólanum, 4. til 8. mars. Þema vikunnar var landbúnaður og fóru krakkarnir meðal annars í heimsóknir þar sem þeir kynntu sér ullarvinnslu, matvælaiðnað, ylrækt og fleira er tengist landbúnaði. Á opna deginum sýndu krakkamir meðal annars föt sem þeir fengu að láni hjá Álafossi og Pijónastofunni Tinnu í Kópavogi en þangað fórum þau í heimsókn. Þá var foreldrum og öðru venslafólki barnanna boðið að bragða á sýnishom- um af mjólkur- og kjötafurðum úr heimsóknunum. Ódýrara að gangsetja ekki verksmiðjumar - segir Þorsteinn Gíslason formaður stjórnar SR SÍLDARVERKSMIÐJUR ríkisins hafa farið mjög illa út úr þeirri loðnuvertíð sem nú er senn á enda. Forráðamenn SR segja þetta lélegustu vertíð í manna minnum og ódýrara hefði verið að gang- setja aldrei verksmiðjurnar. Eina Ijósið í myrkrinu er hin endurnýj- aða verksmiðja á Seyðisfirði sem lofar mjög góðu. „Vertíðin hefur komið hörmulega út. Þetta er engin vertíð fyrir verk- smiðjurnar. Þær eru stórar og það þarf mikið hráefni til að halda þeim gangandi. Samkeppnin um hrá- efnið, sem Iítið er af, hefur verið meiri en venjulega og verðið sem greitt er fyrir loðnuna er allt of hátt fyrir verksmiðjurnar miðað við afurðaverð. Þeim sem selja hráefnið veitir sjálfsagt ekkert af því sem greitt er fyrir það, þó svo það sé of hátt fyrir okkur,“ segir Jón Reyn- ir Magnússon, forstjóri Síldarverk- smiðja ríkisins. Síldarverksmiðjurnar eiga engin skip en eru með samninga við nokk- 'ur' "um' áð' þáú' léggf u'p'p" 'a'flá' hjá þeim. Verksmiðjur SR eru fjórar, á Siglufirði, Raufarhöfn, Reyðarfirði og Seyðisfirði. „Mestur hluti loðnunnar var veiddur langt frá okkar stöðum. Það er því ýmislegt sem eykur á erfið- leikana og voru þeir þó nægir fyr- ir. Léleg vertíð bættir því gráu ofan á svart,“ sagði Jón Reynir. Verksmiðjan á Seyðisfirði var nýlega endurnýjuð og var kostnaður vegna þess rúmlega 500 milljónir, eðá um 100 milljónum meiri en áætlað var. Verksmiðjan er mjög fullkomin og þar á að framleiða gæðamjöl. „Það er framtíð í þessari verksmiðju, svo fremi að hráefni "s"e rýfir'hénðf,r‘ ‘ságðf Joh'Réýmr.’ „Þetta hefur verið léleg vertíð fyrir okkur, sú lélegasta í manna minnum. Vertíðin bjargar engu og það hefði verið ódýrara fyrir okkur að starta aldrei verksmiðjunum, en menn lifa alltaf í voninni og þess vegna voru þær settar í gang. Þetta kemur verr. út en að fá ekki neitt. Eina ljósið í því myrkri sem umlyk- ur mjöliðnaðinn er verksmiðjan á Seyðisfirði. Hún lofar mjög góðu,“ segir Þorsteinn Gíslason, formaður stjórnar SR. Aðspurður um hvort SR hefði lagt fé í Vöku, skip Eskfirðings, sagði Þorsteinn að SR hefði á und- anförnum árum veitt um tíu aðilum fyrirgreiðslu gegn því að þeir fengju hráefni. „Fyrirgreiðslan sem Esk- firðingur fékk ér hliðstæð því sem við höfum veitt öðrum,“ sagði Þor- "steinn. Morgunblaðið/PPJ Pétur Jónsson, Sveinn Einarsson og Valur Andersen við nýju Pi- per Chieftain vélina við komuna til Reykjavíkur. Ný flugrél keypt til Vestmannaeyja VALUR Andersen flugmaður í Vestmannaeyjum festi nýverið kaup á níu farþega Piper Chi- eftain flugvél í Bandaríkjunum og kom nýja vélin, sem hefur einkennisstafina TF-VEV, til Reykjavíkur á fimmtudagskvöld- ið. Það voru flugmennirnir Pétur Jónsson og Sveinn Einarsson _sem 'fIúgí'velmnTKéim,'énlírRéýl{javík- ur komu þeir eftir átta klukku- stunda flug frá Goose Bay í Kanada. Nýja vélin kemur í stað sjö far- þega Piper Navajo flugvélar, TF- VEL, sem hefur verið seld. Valur Andersen hefur rekið leigu- og sjúkraflugþjónustu frá Vestmanna- eyjum frá 1984. Auk nýju vélarinn- ar rekur Valur fjögurra sæta flug- vél af gerðinni Socata TB.10 Toþ- °2 FRÉTTIR/IIMÍMLENT EFTA - EB: ’ ‘ÁfORÖU^BLÁÖIÐ 'SÚNtínÖÁGtfR jð. MÁRZ' Véðl Engar umræður um sjávarútvegsmál á samningafundi Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins í Brussel. ENGAR tillögur um sjávarútvegs- mál voru lagðar fram af hálfu Evrópubandalagsins á fundi í samningahópi þeim, sem fer með frjáls viðskipti með vörur innan Ófærð á fjallvegum í GÆRMORGUN var hið versta veður á Steingrímsfjarðarheiði og var hún talin ófær eins og reyndar allir fjallvegir á Vest- fjörðum. Versnandi veður var á Fróðárheiði, færð í Stranda- sýslu voru farin að þyngjast og sömu sögu er að segja af fjall- vegum á Norðurlandi. Flug til ísafjarðar féll niður á laugar- dagsmorgun vegna veðurs. Gott veður var á Vesturlandi og Suðurlandi austur á Reyðarfjörð og ekkert að færð. Hins vegar var far- ið að þyngjast á miili Fljóta í Skaga- firði og Siglufjarðar og ekki talið fært nema jeppum og stórum bílum, en að öðru leyti gteiðfært um Skagafjörð. Þungfært var um Öxnadal og Öxnadalsheiði, en veru- lega snjóaði í Eyjafirði á laugar- dagsmorgun. Fært var til Ólafs- fjarðar, mjög vont veður var á Víkurskarði, en fært um Dals- mynni. Eitthvað var farið að þyngj- ast á heiðum í Þingeyjarsýslum, en fært á láglendi. Þokkalegasta færð var á Austurlandi og fært um Fjarð- arheiði og Oddsskarð. evrópska efnahagssvæðisins (EES). Tillögur EB um sjávarútvegsmái hafa verið í undirbúningi innan bandalagsíns í nokkra mánuði og til stóð að leggja þær fram í byijun þessa árs. í síðasta mánuði boðaði aðalsamningamaður EB, Horst Krenzler, að tiilögumar yrðu annað- hvort lagðar fram á fundi samninga- hóps 1, sem var á föstudag eða á fundi yfirsamninganefndarinnar, sem verður 21. mars í Brussel. Heim- ildamenn innan framkvæmdastjórn- arinnar telja takmarkaðar líkur á því að samkomulag náist innan EB um tillögumar fyrir þann tíma. Þær vom til umræðu á fundi fastafulltrúa aðildarríkja EB í síðustu viku. Mjög skiptar skoðanir eru meðal aðildarríkjanna um hvernig eigi að leysa þann hnút, sem sjávarútvegs- málin em í þannig að hægt verði að taka málið fyrir. Endanlega verða það framkvæmdastjórar EB eða trúnaðarmenn, sem afgreiða tillög- urnar og verði ágreiningur á milli þeirra ræður einfaldur meirihluti í atkvæðagreiðslu. Framkvæmdastjórnin er hins veg- ar bundin af samningsumboði sínu, en það gerir ráð fyrir að innan EES verði samið utn sjávarútveg á gmnd- velli þeirrar reglu að fyrir aðgang að mörkuðum komi aðgangur að fiskimiðum. Heimilt er samkvæmt umboðinu að taka tillit til yfirgnæf- andi hagsmuna einhvers ríkis. Það er hins vegar óljóst hversu langt má koma til móts við slíka hags- muni en að öllum líkindum á þessi grein við í málefnum, íslendinga. Grindavík: Eigandi játar íkveikju EIGANDI Arnars RE 212 sem brann í smábátahöfninni í Grindavík 25. febrúar síðastlið- inn hefur játað að hafa kveikt í bátnum. Grunsemdir vöknuðu um að ekki væri allt með felldu um upptök brunans og því var Rannsóknarlög- regiu ríkisins falin rannsókn máls- ins. Að sögn Sigurðar Ágústssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns í Grinda- vík leiddi hún í ljós að bensín hafði verið notað tíí verksins og í yfir- heyrslum hjá RLR viðurkenndi eig- andinn síðan að hafa kveikt í bát sínum. Hann bar, að hann hefði verið kominn í fjárhagskröggur vegna bátsins og því ætlað að losa sig við hann. FÓ n ji ■ + Utflutningsverðmæti saltsíldar 1,2 milljarðar á þessari vertíð Tífalt meiri framleiðsla á roðflettum saltsíldarflökum en í fyrra SALTAÐ var I rúmlega 122 þúsund tunnur af síld í vetur og áætlað útflutningsverðmæti er 1,2 milljarðar króna. I fyrravetur var saltað í rúmar 240 þúsund tunnur og útflutningsverðmætið var 1,8 milljarðar króna, að sögn Einars Benediktssonar framkvæmdastjóra Síldarútvegs- nefndar. Áætlað útflutningsverðmæti saltaðrar og frystrar sildar á þessari vertíð er samtals um 1,9 milljarðar króna, eða rúmlega 400 milljónum minna en á síðustu vertíð. „Áfram verður unnið að því að Sovétmenn standi við gerðan samn- ing við okkur um kaup á 50 þúsund tunnum af saltsíld,“ segir Einar Benediktsson. „Hins vegar verður ekki hægt að salta meira af síld í vetur, þar sem fítuinnihald síldarinn- ar er komið hiður fyrir þau mörk, sem kveðið er á um í samningum. Ef Sovétmenn ákveða að standa við þennan samning yrðum við því að salta þá síld á næstu vertíð.“ Mest var saltað á Eskifírði á þess-' ari vertíð, eða í rúmlega 19 þúsund tunnur, én saltað var í rúmlega 18 , þúsund tunnur í Grindavík og á Höfn í Homafirði. Um metsíldarsöltun hefði verið að ræða á þessari vertíð ef samníngar hefðu tekist á svipuðum nótum og undanfarin ár um framleiðslu fyrir Rússlandsmarkað en þangað hafa verið seldar 150-200 þúsund tunnur af saltsfld undanfarin ár fyrir um einn milljarð króna á ári. Hins vegar jókst framleiðslan fyrir alia aðra markaði á þessari vertíð. Það bygg- ist fyrst og fremst á aukinni fram- leiðslu á roðflettum flökum en þau hafa verið í þróun hjá Síldarútvegs- nefnd frá árinu 1985. Framieiðsla á roðflettum saltsfld- arflökum var tíu sinnum meiri í vet- ur en í fyrravetur en tæplega tvöfalt hærra verð fæst fyrir roðflett flök en hefðbundna saltsíld. Meira hráefni þarf til söltunar á flökum en tii hefð- bundinnar síldarsöltunar og þar með fæst betri nýting á síldarafla lands- manna, að sögn Einars Benedikts- sonar. „Stærstu markaðslönd okkar nú eru Svíþjóð, Finnland, Danmörk og Pólland," upplýsir Einar. Hann segir að lokun Rússíandsmarkaðar nú gefi tilefni til að íslendingar ieggi aukna áherslu á að Evrópubandalagið af- nemi tolia á saltsíld og-edikverkaðri sfld héðan. „Stórir markaðir eru fyrir saltsíld og edikverkaða síld í Evrópubanda- lagslöndunum en okkur hefur gengið illa að selja þangað vegna hárra tolla en þeir eru 10-20% eftir tegundum. Árið 1989 var sfldameyslan í Vestur-Þýskalandi til dæmis 250 þúsund tonn upp úr sjó en það er um 30% af fískneyslu þar. Danir hafa aðallega keypt af okkur full- verkaða síld, sem er í háum verð- flokki, en síldameyslan í Danmörku var 30 þúsund tonn upp úr sjó árið 1989,“ segir Einar Benediktsson. Islendingar hafa verið stærstu út- flytjendur á saltsíld í heiminum en Kandamenn hafa verið í öðm sæti og Norðmenn í þríðja. í Sovétríkjun- um er 90% af saltsíldarneyslunni í rússneska lýðveldinu en Sovétmenn eru stærstu saltsfldarframleiðendur í heimi. Pólveijar eru í öðm sæti en Islendingar í þriðja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.