Morgunblaðið - 10.03.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.03.1991, Blaðsíða 17
• ' MORGUNBLAÐIÐ ■ SUNNUDAGUR 'IO'.'OTARZ 1991 8^7 SJÁIFSTÆDIS- FLOKKFRINN ER Á MÓTIVPPBYGG- INGIIGRUNNSKÓLA - segir menntamálarádherra „Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík er á móti uppbyggingu gi’unnskóla og vill ekki taka þátt í þeirri fram- sýnu stefnu, sem við hðfum verið að móta,“ segir Svavar Gestsson menntamálaráðherra um þá um- sögn, sem skólamálaráð Reykjavík- urborgar hefur samþykkt. Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki kosta til aukn um fjánnunum til skól- ans. Hann vill hafa frið til þess áð vera hér með 1.200 til 1.400 barna- skóla og hann vili ekki hafa skólamál- tíðir. Fyrir utan þetta eru einkaaðilar að heimta það að leggja niður Náms- gagnastofnun. Gefið er í skyn að sú stofnun sé ekki starfi sinu vaxin. Ekki er krafist endurbóta á að- stöðu hennar með auknum fjármunum, heldur er talað um hana með þeim hætti að það er greinilega vilji þeirra að hún verði lögð niður í núverandi mynd. Síðan er um að ræða kvartanir yfir því að skólam- ir skuli ekki fá að skattleggja foreldrana eftir eigin höfði. Þessi umsögn skólamálaráðs lýsir almennum fjandskap skólayfir- valda Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í garð menntamálaráðuneytis- ins sem birst hefur aftur og aftur allan þann tíma síðan ég tók við sem ráðherra menntamála," segir Svavar. Að sögn ráðherrans er jafnrétti barna til náms mikilvægur þáttur og því vart hægt að hugsa sér að færa skólamálin alfarið yfir á hendur sveitarfélaganna. M.ö.o. á það ekki að bitna á börnunum . hvort þau búa í fátæku eða ríku sveitarfélagi. Á hinn bóginn segist ráðherrann vera sammála því að það eigi að vera sem mest sjálf- stæði innan hvers skóla og það er einmitt það sem unnið hefur verið að innan ráðuneytisins á síðustu misserum. laga um grunnskóla sem mennta- málaráðherra lagði fram á Alþingi seint á síðasta ári. Stefnt er að því að hið nýja frumvarp verði að lögum á yfirstandandi þingi. Meðal helstu breytinga má nefna að samstarfs- nefnd menntamálaráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga er fengið stærra hlutverk. Henni er einkum ætlað að gera áætlun um hvernig markmiðum um einset- inn skóla, lengri og samfelldari skóladag, skólamáltíðir o.fl. verði náð. Lagt er til að fræðsluráð fái nýtt hlutverk, m.a. með hliðsjón af breyttri verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, lagt er til að ráðin verði samstarfsvettvangur skóla og sveitarfélaga í fræðsluumdæmun- um. Samkvæmt frumvarpinu eiga 9 fulltrúar sæti í fræðsluráði sem skipaðir eru að loknum hverjum sveitarstjórnarkosningum. Fjórir fulltrúar eru kjörnir af sveitar- stjórnum eða samtökum sveitarfé- laga í hlutaðeigandi fræðsluum- dæmi, fjórir af samtökum kennara og skólastjórnenda í umdæminu og fræðslustjóri sem jafnframt er formaður fræðsluráðs. Fulltrúi for- eldra á rétt til setu á fundum fræðsluráðs með málfrelsi og tillög- urétti. I frumvarpinu er lagt til að kosning skólanefnda fari fram sam- kvæmt sveitarstjómarlögum. Fræðsluskrifstofum og fræðslu- stjórum er ætlað ákveðnara hlut- verk, s.s. um skólaþróun, kennara- ráðningar og eftirlit með skólum og skólastarfi. Bætt er inn nýrri málsgrein sem kveður á um að kennsla skuli vera ókeypis og að nemendur skuli fá námsbækur í skyldunámi sér að kostnaðarlausu. I 4.-10. bekk er í frumvarpinu mið- að við hámark 28 nemendur í stað 30 og í yngstu bekkjunum er gert ráð fyrir 22 nemendum sem há- marksnemendafjölda í stað 30 áður. Valddreifing Gildandi grunnskólalög eru að stofni til frá árinu 1974. I greinar- gerð með frumvarpinu segir að valddreifing sé eitt einkenna frum- varpsins. Foreldrar, kennarar og einstakir skólastjórnendur séu oftar kvaddir til verka en í gildandi lög- um. Komi það m.a. fram í auknum verkum og ábyrgð fræðslustjóra, fræðsluskrifstofa og skólastjórn- enda. En sitt sýnist hverjum um ágæti nýjunga. Frumvarpið hefur verið sent hinum ýmsu hagsmunaðilum til umsagnar á síðustu vikum og mánuðum og fram hafa komið skiptar skoðanir. Samband ís- lenskra sveitarfélaga og Skólamála- ráð Reykjavíkurborgar hafa hvort um sig mælt gegn samþykki frum- varpsins. Steinrunninn skóli Skólamálaráð borgarinnar segir að hinn íslenski grunnskóli sé í mörgu steinrunninn og úr takti við það mannlíf er nú er á Islandi. Jafn- framt segir í umsögn þess: „Hið nýja grunnskólafrumvarp virðist að mati skólamálaráðs færa sumt til betri vegar frá því sem nú er," t.d. áætlun um lengingu skóladags hjá yngri nemendum. Samt eru margir þættir sem valda áhyggjum því frumvarpið breytir í litlu veigamikl- um liðum, svo sem þeim að skapa skólunum svigrúm og aðstæður til þess að þroskast og þróast hver á sína vísu í því umhverfi sem þeir starfa. Til þess að svo megi verða er yfirstjórn og samkrull ríkis og sveitarfélaga á þeim vettvangi ekki vænlegt til þess að skapa þær að- stæður sem þarf til þess að skóla- starf geti blómstrað. Til þess að skapa þennan grundvöll þarf yfir- stjórn skólans að styrkjast og fjár- hagslegt sjálfstæði hans að aukast að mun. Farsælt skólastarf byggist m.a. á því að grunnskólinn fái að þróast innan frá. Að hver skóli móti sína eigin skólanámskrá í sam- ræmi við það umhverfi og þær að- stæður sem hann starfar í.“ Tveir herrar Samkvæmt lögum um verka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga, sem samþykkt voru á Alþingi í fyrra, skal stofnkostnaður grunn- skóla greiðast af sveitarfélögum. Grunnskólafrumvarpið gerir ráð fyrir að sveitarfélög greiði einnig sjálf allan annan rekstrarkostnað grunnskóla, en laun vegna kennslu og stjórnar, námsráðgjafar og starfa í skólasafni skulu greiðast úr ríkissjóði. I umsögn frá skóla- málaráði Reykjavíkur og borgar- stjóra segir: „Skólamálaráð telur ofangreinda aðgreiningu á yfir- stjórn grunnskóla beiniínis geta staðið farsælu grunnskólastarfi fyr- ir þrifum. Samkvæmt frumvarpinu ber skólastjórnendum áfram að þjóna tveimur herrum, ríki og sveit- arfélagi. Slíkir stjórnunarhættir hafa hvergi reynst farsælir. Innra starf skóla og aðbúnaður nemenda þurfa að sjálfsögðu að haldast í hendur svo vel fari. Því er nauðsyn- legt að yfirstjórn þessara þátta sé á einni hendi. Dreifing fjármagns frá ríki til grunnskóla fer nú eftir heildarfjölda nemenda í skólahverfi. Með sama hætti gæti verið unnt að skipu- leggja beinar greiðslur áfram til sveitarfélaga í hlutfalli við heildar- fjölda nemenda. Um leið væri unnt að taka tillit til sérstöðu smærri byggðarlaga og umbuna fyrir aukið samstarf þeirra á milli. Með þessum hætti skapast grundvöllur fyrir aukið fjárhagslegt sjálfstæði skól- anna sem er eftirsóknai'vert. Samskiptaleiðir Einnig er rétt að benda á að samskipti íbúa á hveijum stað eru mun greiðari við sveitarstjórn en ríkisstjórn. Líklegt er að þjónusta og uppbygging skólastarfs í sveitar- félögum verði fremur í samræmi við áherslur íbúanna ef yfirstjórn grunnskólanna væri í þeirra hönd- um í stað þess að hafa allt undir hatti ríkisins." Skólamálaráð segir að margt annað í frumvarpinu veki efasemd- ir: „Með tilliti til gildis þess að hver skóli móti sína eigin skólanámskrá leggur grunnskólafrumvarpið stein í götu skólanna til að ná því marki: Það er enn á valdi námsgagna- stjórnar að taka ákvörðun um hvaða námsgögn standi nemendum skól- anna til boða. Skólamálaráð ítrekar að það geti ekki verið á valdi einn- ar stofnunar að hafa nægilega fjöl- breytni í framboði í námsefni. Þar að auki kemur fram tvískinnungur um námsgögnin þar sem orðið skyldunám er ekki skilgreint. Frum- varpið viðurkennir valgreinar ekki sem óijúfanlegan hluta viðmiðunar- stundarskrár." V erðlagseftirlit I frumvarpinu kemur fram að skólagjöld í einkaskólum skuli háð samþykki menntamálaráðuneytis- ins. Skólamálaráð telur það í hæsta máta óeðlilegt að ráðuneyti hafi með höndum verðlagseftirlit á þeirri þjónustu sem einkaskólar bjóða upp á. Ráðuneytisins sé fyrst og fremst að meta og hafa eftirlit með því skólastarfi sem þar fer fram sem og í öðrum skólum. Verkefni mennt- amálaráðuneytis eigi fyrst og fremst að tengjast heildarstefnu- mótun og eftirlitshlutverki. Það eigi að setja kröfur um aðstöðu og menntun grunnskólanema og stuðla að skólaþróun. Sjálfstæði sveitarfélaga í umsögn stjórnar Sambands ís- lenskra sveitarfélaga kemur fram að allmikill misbrestur sé á því að ríkisvaldið og löggjafínn virði rétt og sjálfstæði sveitarfélaganna í ljósi þess að grunnskólarnir séu sam- starfsverkefni ríkis og sveitarfé- laga. Stjórnin telur sig ekki geta mælt með frumvarpinu í óbreyttri mynd, þar sem mörg ákvæði þess eru í andstöðu við nýsamþykkt verkaskiptalög, er auka áttu sjálfs- forræði sveitarfélaga. í núverandi mynd dregur frumvarpið úr ákvörð- unarvaldi sveitarfélaga og skerðir sjálfsforræði þeirra í skólamálum. „Stefnumörkun um einsetningu og heildstæðan grunnskóla er að sönnu jákvæð, en framkvæmd hlýtur þó að fara eftir aðstæðum á hvetjum stað og getu sveitarfélaga til fram- kvæmda. Þau mál hljóta því að vera í þeirra valdi ekki síður en rík- isins. I greinargerð með frumvarp- inu er því haldið fram, að allir skól- ar geti orðið einsetnir eftir 10 ár með svipuðu framkvæmdafé og lagt er fram á þessu ári. Þessi staðhæf- ing virðist því miður byggð á afar Aðalfundur AFS á íslandi verður hald- inn í Kvennaskólanum í Reykjavík sunnudaginn 10. mars nk. kl. 14.00. Þegar venjulegum aðalfundarstörfum lýkurverða kaffiveitingar og síðan talar Bridget Nianji, gesta- kennari frá Zimbabwe. Félagsmenn eru hvattir til að mæta. AFS Á ÍSL4ND1 Alþjóðleg fræðsla og samskipti FERMINGARSKÓRNIR ’91 Teg. 172 Teg. 170 Efni: Leður Litur: Svartur Verð: kr. 5.695,-. Póstsendum. 5% staðgrafsl. 173 Oomus Modtca S. 18519. sími689212 Royal Jardin dcl Mar er eitt fjeirra frábæru íbúöa- hótela á Mallorka sem feröraskrifstofan Atlantik býöur. Mvergi er til sparað. íbúöirnar eru glæsilegar, við hóteliö er frábær útivistaraðstaða, á jarðhæð eru loftkældar setustofur, veitinga- og danssalur. Við hótelið geta börnin unað í barnagarði með einka- sundlaug og leiktækjum. FERÐASKRIFSTOFA HALl^VEIGARSTlG 1 SÍMAR 28388 - 28580 _______________________________________:__________________________

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.