Morgunblaðið - 10.03.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.03.1991, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR/YFIRLIT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. MARZ 1991 ERLENT INIMLENT Landsfund- ur Sjálfstæð- isflokksins LANDSFUNDUR Sjálfstæðis- flokksins hófst ,í Laugardalshöll á fimmtudag. Alls sitja rúmlega 1.400 manns fundinn. Maður fannst látinn við Bankastræti 28 ára gamall maður, Úlfar Úlfarsson, fannst látinn á tröpp- um við bakdyr Bankastrætis 14, aðfaranótt sunnudags. Er talið að manninum hafi verið ráðinn bani en enginn hefur verið handtekinn vegna málsins. Ráðist var á mann við Hverfisgötu sömu nótt og tel- ur lögreglan að tengsl kunni að vera á milli þess og mannslátsins. Kærum vegna líkamsárása í borg- inni hefur fjölgað um 50% frá síðasta ári. Búnaðarbankinn kaupir Hótel ísland Búnaðarbankinn hefur keypt Hótel ísland af Ólafi Laufdal veitingamanni, ásamt húseignum hans og lóðum við Aðalstræti og Túngötu. Börn Ólafs hafa stofnað hlutafélög um rekstur Ólafs og leigja Hótel ísland til sjö ára. Kaupverð Hótels íslands er 847 milljónir en brunabótamat eignar- innar er 1.490 milijónir kr. Kröfur EB um veiðiheimildir við ísland Framkvæmdastjórn Evrópu- bandalagsins telur að þær kröfur sem settar verða fram um veiði- heimildir í samningum við ríki Fríverslunarbandalags Evrópu eigi ekki ekki síður við um ísland- smið en fiskimið Norðmanna og Svía. Viðskipti við Sovétmenn utan rammasamninga Slippstöðin á Akureyri hefur gert útgerðarfýrirtæki í Litháen tilboð í endurbyggingu á verk- smiðjuskipi fyrir um 300 milljónir kr. Fyrirtækin Marel hf., Traust- verksmiðja hf. og Kvikk hf. hafa selt vélar til Sovétmanna að und- anförnu og eru þau viðskipti utan rammasamninga íslands og Sov- étríkjanna. Fulltrúar Álafoss hf. fóru um helgina til Moskvu til viðræðna um áframhaldandi við- skipti. Verktakar vilja flýta framkvæmdum Stjóm Verktakasambands ís- lands hefur gert tillögu um að flýta verklegum framkvæmdum opinberra aðila vegna frestunar á framkvæmdum í tengslum við nýtt álver. Hafa fulltrúar sam- bandsins sent forsætisráðherra og borgarstjóra erindi þessa efnis, þar sem lögð eru til ýmis verkefni fyrir 4-5 milljarða króna sem unn- in verði á þessu ári. Samkomulag um álverstillögu Samkomulag hefur tekist með stjórnarflokkunum um framhaid álmálsins og var þingsályktunar- tillaga lögð fyrir Alþingi í vik- unni. Er stefnt að afgreiðslu máls- ins á yfirstandandi þingi. Leikurum sagt upp Sex leikurum og þrémur öðrum starfsmönnum hefur verið sagt upp við Þjóðleikhúsið. Stjóm og trúnaðarmannaráð Féiags íslenskra leikara hefur mótmælt uppsögnunum. ERLENT Órói breið- ist út í Irak Haft var eftir Dick Cheney, vam- armálaráðherra Bandaríkjanna, á föstudag að óeirðir sem bmtust út í írak snemma í síðiistu viku og beinast gegn stórn Saddams Husseins virtust vera að breiðast út. Það em aðallega heittrúar- menn Shíta sem beitt hafa sér í uppreisninni og barist við lýðveld- isvörð forsetans. íranar hafa verið sakaðir um að að standa á bak við uppreisnina, en þeir neita því harðlega. Vestrænum frétta- mönnum hefur verið skipað að hafa sig á brott frá írak og gmnar stjórnarandstæðinga þar í landi að ógnaratburðir séu uppsiglingu. Eistar og Lettar vilja sjálfstæði Niðurstöður kosninganna sem fram fóru í Eistlandi og Lettlandi á sunnudag vom birt aðfararnótt mánudags. í Lettlandi vom 73,1% kjósenda fylgjandi sjálfstæði og 24,8% á móti. Kjörsókn var 88,4%. í Eistlandi var kosningaþátttaka heldu minni eða 82,8%. Þar voru 77,8% fylgjandi sjálfstæði. Ana- tolíjs Gorbunovs, forseti Lett- lands, lét svo ummælt þegar at- kvæði höfðu verið talin að úrslit kosninganna ættu að færa so- véskum stjórnvöldum heim sann- inn um nauðsyn þess að breyta afstöðu sinni til Eystrasaltsríkj- anna. Siumut hélt sínu Grænlenski stjórnarflokkurinn Siumut hélt óbreyttu hlutfalli þingsæta, eða 11 af 27, í þing- kosningunum á þriðjudaginn var. Talið er víst að flokkúrinn muni taka upp stjómarsamstarf við vinstriflokkinn Inuit Ataqatigiit sem vann eitt þingsæti og er nú með fimm þingmenn. Hörð bar- átta á sér nú stað innan Siumut milli Lars Emils Johansens, formanns Siumut, og Jonathans Motzfeldts, formanns landstjómarinnar, um stjórnarforystuna. Það var þröng á þingi á al- banska bátnum Lirija þegar hann sigldi inn í höfnina í Brindisi á Suður-Ítalíu á fimmtudag. Reyna að hindra fjöldaflótta Kommúnistastjórnin í Albaníu reynir nú alit hvað hún getur til að hindra straum flóttamanna frá landinu til Ítalíu. Helsta hafnar- borg landsins, Durres, var sett undir stjórn hersins á fimmtudag og ijöldasamkomur vom bannað- ar í nokkrum bæjum og borgum. Um 12.000 Albanir, margir hverj- ir svangir og peningalausir, hafa komið til Ítalíu á undanförnum dögum og ákváðu þarlénd stjóm- völd að senda flesta þeirra til baka. Bretland: Æviminningar Kings- leys Amis velqa athygli St. Andrews. Frá Guðmundi H. Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. ÆVIMINNINGAR sir Kingsleys Amis rithöfundar, sem komu út í þessari viku, hafa vakið verulega athygli fyrir bersögli og vægðar- leysi höfundarins við vini sína. Sir Kingsley Amis er einn kunn- asti rithöfundur Breta, sem nú er uppi. Hann hefur ritað gamansögur og háðsádeilur og þykir í hópi enjöll- Air Europe ábarmi gjaldþrots London. Keuter. BRESK flugmálayfirvöld hafa lýst því að þau hyggist draga til baka starfsleyfi næst stærstu ferða- skrifstofu landsins International Leisure Group (ILG). Fyrirtækið er stórskuldugt og hafði áður far- ið fram á greiðslustöðvun vegna skorts á reiðufé. ILG á m.a. og rekur flugfélagið Air Europe. Persaflóadeilan og almennur sam- dráttur í ferðaviðskiptum hefur kom- ið mjög hart niður á ILG auk þess sem einn af helstu hluthöfum félags- ins, svissneska fjárhaldsfyrirtækið Omni Holding AG, hefur nýlega far- ið fram á greiðslustöðvun. Skuldunautar Air Europe hafa þegar gert fjárnám í mörgum af hin- um 37 flugvélum félagsins af ótta við að verða af kröfum sínum komi til greiðslustöðvunar. Flugfélagið varð að aflýsa öllum flugum sínum sl. föstudag. Alls starfa 2.000 manns hjá Air Europe og flutti félagið 3,5 milljónir farþega á síðasta ári. ustu stílista á enska tungu. Hann varð fyrst frægur á sjötta áratug aldarinnar fyrir söguna „Lucky Jim“. Rithöfundurinn hefur aídrei legið á skoðunum sínum um hvað sem vera skal nema ijölskyldu sína. í æviminningum hans er hann opin- skár að vanda um þekkta menn og óþekkta, sem hann hefur mætt á lífsleiðinni, og hlífir engum. Kaflar úr bókinni hafa birst að undanförnu í The Sunday Times. Höfundurinn talar illa um nánast alla í æviminningunum. Á því eru þó nokkrar mikilvægar undantekn- ingar. Ein er Margaret Thatcher, fyrrum forsætisráðherra, sem hann segir einhvetja fegurstu konu er hann hafi séð um ævina. Thatcher aðlaði sir Kingsley. Sir Kingsley hefur raunar sagt að sig dreymi blautlega reglulega en rekkjunautar hans séu aðeins tveir; Elísabet drottning og Margaret Thatcher. Það sem sir Kingsley segir um ýmsa stjómmálamenn er sumt varla prenthæft, sérstaklega það sem hann segir um Tony Benn, vinstri- sinna og þingmann Verkamanna- flokksins. Hann segir einnig að Enoch Powell, fyrrverandi þingmað- ur og ráðherra íhaldsflokksins, sé „léttgeggjaður". Malcolm Mugg- eridge, rithöfundur og sjónvatps- maður, sem lést fyrir nokkru, hafi verið hundlatur og hæfileikalaus og Dylan Thomas, velska skáldið sem drakk sig til dauða, hafí verið sér- staklega ógeðslegur maður, sem háfi svikið og stolið frá vinum sínum Kingsley Amis. Myndin var tekin þegar Amis voru veitt Booker- verðlaunin árið 1986. og migið á gólfið hjá þeim. Þá segir Amis að Ieikarinn Kenneth Griffith, sem lék aðalhlutverkið í kvikmynd- inni „Lucky Jim“, sé „rótarleg hund- stunga“. Ýmsir aðstandendur þeirra manna, sem nefndir eru í bókinni, hafa borið brigður á minni höfundar- ins. Enoch Powell segist til dæmis aldrei liafa séð hann. Richard Ingr- ams, vinur Malcolms Muggeridge, segir drykkjuskap sir Kingsleys hafa rænt hann minninu og gert hann bitran. Leikarinn Kenneth Griffith segir að sér þyki vænt um ummæli sir Kingsleys enda sé hann viti bor- inn maður og hann taki mark á skoð- unurri rithöfundarins. Sjálfur segist sir Kingsley Amis ekki vera að ná sér niðri á kunningjum sínum og jafna gamlan ágreining. Hann sé aðeins að segja góðar sögur, sem hann vilji ekki að gléymist. Finnland: Vangaveltur um forsetaefni skyggja á þingkosningarnar FINNAR ganga um næstu helgi að kjörborði til þess að kjósa nýtt þing. Samt má segja að kosningabaráttan hafi naumast farið af stað. Nokkrir stjórn- málaskýrendur telja líklegt að kjörsókn verði sú lakasta í hálfa öld, þ.e. innan við 70%. Atkvæðagreiðsla utan kjör- staða hefur hafist en helstu deilumál flokkanna eru ekki enn til umfjöllunar í fyrirsögn- um dagblaða og kvöldfrétta- tíma sjónvarpsins. Hins vegar vakti það athygli þegar birtar voru fréttir þess efnis að kona að nafni Eeva Kuuskoski-Vik- atmaa væri samkvæmt skoð- anakönnun líklegust til að verða kosin forseti árið 1994! Kuuskoski-Vikatmaa hefur undanfarna mánuði raskað ró þeirra karla sem hingað til hafa þótt sigurstranglegastir í forsetakosningunum. Kalevi Sorsa en fylgi Kuuskoski-Vikatmaa, en nú hefur hann tapað forskotinu. Borgaralegu flokkarnir hafa alltaf átt erfitt með að finna sam- eiginlegt forsetaefni. Þess má geta að Kuuskoski-Vikatmaa er þingmaður Miðflokksins en var áður í hægri flokknum. Hún hefur hins vegar ekki verið talin form- legt forsetaefni miðflokksmanna. Flokkurinn stefnir að því að bjóða fram Paavo Vayrynen, fyrrver- andi flokksformann, en hann er í augum margra kjósenda jafn mik- ill kerfiskari og Sorsa. Enda hefur fylgi hans í skoðanakönnunum verið mun lakara en fylgi Eevu Kuuskoski-Vikatmaa. Áhrifamikið forsetaembætti Þrátt fyrir að þjóðþing Finna fari samkvæmt stjórnarskrá landsins með æðsta vald í landinu hefur forsetinn mun meira vald en í flestum Evrópuríkjum. Kjör- tímabil Finnlandsforseta er sex ár. Þrátt fyrir langa umræðu hef- ur stjórnarskránni enn ekki verið breytt þannig að endurkjör for- seta hafi verið takmarkað eins og til dæmis í Bandaríkjunum, þar sem forseti má gegna embætti aðeins í átta ár samfleytt. Af því að Finnlandsforseti skipar ríkis- stjóm, sem að vísu á að njóta stuðnings meirihluta á þinginu, og stjómar samskiptum Finna við aðrar þjóðir hefur vald hans orðið með ólíkindum. Þar að auki hefur forseti takmarkað neitunarvald varðandi lagasetningu og má ákveða þingrof. Mauno Koivisto forseti mun sennilega ekki gefa kost á sér til endurkjörs. Koivisto er jafn- aðarmaður og þóttu það miklar fréttir er vinstrimaður var kosinn forseti þó að meirihluti lands- manna hafi með einni undantekn- ingu kosið hægri meirihlúta á þjóð- þingið frá því landið varð sjálf- stætt. Jafnaðarmenn reyna að halda forsetaembættinu í sínum hönd- um með því að bjóða fram Kalevi Sorsa, þingforseta og fyrrverandi flokksformann. Þar að auki hefur Sorsa starfað bæði sem forsætis- ráðherra og utanríkisráðherra. Gallinn er sá að Sorsa nýtur ekki persónulegra vinsælda eins og Koivisto á sínum tíma. Hann er fyrst og fremst talinn kerfiskarl og þar að auki einn af þeim sem voru fremstir í flokki í stjórn- málum á tímum Uhros Kekk- onens, fyrrverandi forseta, en þeir tímar eru nú að mati margra Finna jafn skuggalegir og tími Leoníds Brezhnevs í Sovétríkjun- um. Fyrir hálfu ári var fylgi Sorsa nokkrum prósentustigum hærra BAKSVIP frá Lars Lundsten í Helsinki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.