Morgunblaðið - 10.03.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.03.1991, Blaðsíða 10
' MORGÚNBLAÐIÐ’ SUWNUÖAGUR ÍÖ. MARZ 1991 H !io Davíð Oddsson á landsfundi í gær: Sjálfstæðisflokkurinn þarf að vera nógu sterkur til að verða hinum verst settu öflugt skjól — Hann er ekki flokkur til þess eins að slá skjaldborg um þá sem betur mega sín HÉR FER á eftir kafli úr ræðu þeirri sem Davíð Oddsson, vara- formaður Sjálfstæðisflokksins, flutti á landsfundi í gær: En þótt við getum horft með stolti yfir sögu flokks okk- ar í rúm 60 ár, bæði ný liðna sögu og þá sem lengi’a er frá, þá getum við ekki verið fyllilega ánægð með okkar hlut. Síðastliðin 20 ár hefur þessi stærsti flokkur landsins aðeins í 9 ár haft áhrif á ríkisstjórn, en verið settur hjá í 11 ár. Framsóknarflokkurinn hefur hins vegar setið í ríkisstjóm í sam- fellt tvo áratugi. Flokkur, sem hef- ur að jafnaði ekki nema hálft fylgi á við okkur. Það sem verra er, þá hefur Framsóknarflokkurinn í 12 ár af þessum 20 farið með forystu fyrir ríkisstjórn landsins, meðan Sjálfstæðisflokkurinn hefur aðeins haft stjómarforystu í fimm ár af tuttugu. Og versta andhverfan á því sem ætti að vera, er sú stað- reynd, að lítill afturhaldsflokkur með handónýtar hugsjónir eins og Alþýðubandalagið hefur undan- farna tvo áratugi setið lengur í ríkisstjórn en Sjálfstæðisflokkurinn eða í tæp 11 ár á móti okkar 9. Við erum í stjómmálum til að hafa áhrif. Við biðjum ekki um meiri áhrif en okkur ber, en þessar tölur sýna að okkur hefur ekki auðnast að hafa þau áhrif, sem úrslit kosn- inga hafa þó gefíð tilefni til, og sem samboðin eru stefnu og styrk Sjálf- stæðisflokksins. Við hljótum að horfa framan í þá staðreynd, að okkar hlutur hefur verið rýrari en við eigum að þurfa að sætta okkur við. Við blekkjum okkur ekki. En þó við ætlum ekki að blekkja okkur, þá skulum við heldur ekki setjast niður og sýta og gráta glötuð tækifæri. Við skul- um taka undir með Ólafi Thors, sem benti á, að fortíðin varðar miklu, nútíðin meiru, en framtíðin mestu. Við skulum sætta okkur við að vinstri menn hafí átt meiri hlut í fortíðinni en þeir áttu skilið, en við Frá setningu landsfundar sl. fimmtudag. Frá vinstri: Davíð 'Oddsson, Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Ingibjörg Rafnar. skulum heita því að Sjálfstæðis- flokkurinn eigi stærstan hlut í þeirri framtíð, sem við göngum til. Fyrirheitin berast frá þessum fundi Og það er einmitt hér á þessum fundi, sem við tökum fyrstu skref þeirrar göngu inn í framtíðina. Það er frá þessum fundi, sem fyrirheitin verða að berast út til landsins alls. Fyrirheit sem bera með sér, að sjálf- stæðismenn séu tilbúnir til að axla sína ábyrgð, tilbúnir til að sýna hvað í flokki þeirra býr, viljugir til verka og óhræddir til átaka. Við teljum að sterkur Sjálfstæðisflokk- ur sé þjóðinni nauðsyn. Andstæð- ingarnir segja: „Sterkur Sjálfstæð- isflokkur, er aðeins fyrir hina sterku." Þeim skjátlast enn. Slíkur flokkur á ekkert erindi með sjálf- stæðisstefnuna í farteskinu. Sjálf- stæðisflokkurinn verður að vera sterkur flokkur, nógu sterkur til þess að þeir, sem verr kunna að vera settir, fínni þar öflugast skjól- ið. Nógu sterkur til þess að þurfa aldrei að láta einstaka hópa, öfl eða áhrifaaðila segja sér fyrir verkum, ekki vegna þess að slíkir aðilar hafi ekki margt til mála að ieggja eða eigi ekki allt gott skilið og á þá þurfí ekki að hlusta, heldur vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn þarf að líta til margra átta. Hann vill aldrei missa sjónar á því, að hann er flokkur landsins alls, hann varaformaður Sjálfstæðisflokksins, kallar til allra þeirra íslendinga, sem una vilja frelsi, sem vilja gefa fólkinu tækifæri, sem vilja efla kjark og þor hvers einstaklings og virkja þann kraft, sem í hverjum manni býr. Hann er ekki flokkur til þess eins að slá skjaldborg um þá, sem betur mega sín. Þann dag, sem hann yrði þess háttar flokkur, hætti hann að vera fjöldaflokkur og ætti ekki lengur skilið að vera fjöldaflokkur. Aliar byggðir eiga Sjálf- stæðisflokkinn skilið Mig langar, góðir landsfundar- fulltrúar, að víkja hér aðeins að Reykjavík. Ég hef séð það í blöðum , Ástríður Thorarensen, Þorsteinn og heyrt það manna á meðal að undanförnu, að það sé lítill vandi að stjórna Reykjavík. Ekki veit ég hvaðan menn hafa það, en víst er að sú stjórnun vafðist fyrir vinstri mönnum, sem urðu að stórhækka alla skatta og álögur og sögðu þó við hver einustu áramót, að fjárhag- ur borgarinnar væri kominn á helj- arþröm og hrökkluðust svo burt undan okkar sókn. Við sem þá vor- um í stjómarandstöðu vildum öðru vísi stjórn. Við vildum ekki stjórn, sem læsti sig sífellt lengra niður í vasa borgaranna. Við vildum ekki lofa Reykvíkingum meiru en við gætum staðið við. Við fengum trún- SJÁ SÍÐU 12. Davíð Oddsson um framboð sitt við formannskjör: Trúi því að flokkurinn hafi þor og þrek til að velja á milli manna HÉR FER á eftir sá hluti ræðu Davíðs Oddssonar á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í gær, sem fjallar um framboð hans við formannskjör sem fram fer í dag: Góðu félagar og flokkssystkin. Ég kunngerði fyrir nokkru, að ég vildi gefa kost á mér í for- mannskjöri á þessum landsfundi. Ég vona að þið vitið, að slíka ákvörðun hefði ég aldrei tekið eða látið mér til hugar koma að taka, ef ég teldi minnstu líkur á því að hún gæti skaðað flokkinn. Sumir spytja: Er ekki hætta á því, ef kosið er nú á milli manna, að flokkurinn klofni í kjölfarið? Væru minnstu möguleikar á að slíkt gæti gerst, hefði mitt framboð aldrei komið fram. Hefði ég eitt stundarkom trúað því, að stærsti lýðræðisflokkur landsins ætti ekki innri styrk, þor og þrek til að velja milli manna, sem forystu eiga að gegna, hefði ég aldrei til slíks vals stofnað. Enn kunna sumir að spytja og hafa spurt: En af hveiju einmitt þessi tími? Svarið er: Vegna þess að það er rétti tíminn. Mitt framboð var ekki tilkynnt opinberlega fyrr en kjör allra landsfundarfulltrúa hafði átt sér stað í friði og spekt í öllum félögum flokksins, hvar sem er á landinu. Slíkt val fór því fram, án þess að til nokkurra átaka þyrfti að koma eða nokkur eftirköst yrðu af því vali. Til að tryggja þá ró og þá samstöðu mátti framboðið ekki koma fram fyrr. En er þessi tími ekki of nærri kosningunum sjálfum? Nei. Þvert á móti. Landsfundurinn er upphaf kosningabaráttunnar og á landsfundi skipum við einmitt mönnum og málefnum í þann far- veg, sem við teljum að best muni duga okkur í kosningunum. Það er brýnt að nýta þann byr, sem mannabreytingum getur fylgt, í þágu okkar allra í kosningabar- áttunni, sem framundan er. Allt á sinn tíma og ég er ekki í minnsta vafa um að nú er staður og stund til þess að velja á milli manna á nýjan Ieik. í því vali eru menn í rauninni ekki að kjósa með nein- um og heldur ekki á móti neinum. Menn eru að kjósa eins og þeir halda að þjóni hagsmunum Sjálf- stæðisflokksins best, þegar til framtíðar er horft. Sjálfstæðisfólk hefur löngum vitað hvað klukkan slær, og ég treysti því og trúi-; að það tímaskyn sé jafn óbrenglað og áður. Ég sagði í upphafi að þessi landsfundur væri mikilvægur, kannski einn sá mikilvægasti sem við höfum setið. Á þessum fundi strengjum við þess heit að lyfta vinstri syórnarokrinu af íslend- ingum. A þessum fundi heitum við því að enginn bregðist í barátt- unni sem framundan er. Við vitum að kosningaslagurinn verður stuttur og snarpur. Strax eftir að þessum fundi lýkur verður rás- merkið gefið og kosningabaráttan hefst. Við ætlum okkur ekki að sitja eftir í startinu. Við ætlum okkur ekki að draga af okkur í slagnum. Við ætlum ekki að slaka á er endamarkið nálgast. Það hlýt- ur að verða niðurstaða þessarar miklu samkomu að við göngum héðan af þessum fundi í einni órofa fylkingu, óvígur her 1.400 forystumanna Sjálfstæðisflokks- ins, sem tengjast þúsundum ann- arra sjálfstæðismanna um Iandið allt sterkum hugsjónaböndum. Og þegar þessi óvígi her forystu- manna flokksins kemur af þessum fundi, þá mega vinstri menn vara sig. Sóknarvilji og sigurvissa sjálf- stæðismanna mun sýna andstæð- ingum okkar og reyndar þjóðinni allri að trú okkar á málstaðinn er óbiluð, kjarkurinn og kraftur- inn er fyrir hendi, aflið til átaka er hjá Sjálfstæðisflokknum, sigur hans í vor verður sigur íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.