Morgunblaðið - 10.03.1991, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.03.1991, Blaðsíða 6
6 FRETTIR/INNLENT MQRGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1D. MARZ ,1991 Dæmi um að menn gangi með afsagaða haglabyssu á sér AFBROTUM hefur fjölg'að mikið hér á landi að undanförnu. Líkamsmeiðingar verða sífellt hrottafengnari og svo virðist sem hluti fólks gangi með ýmiskonar vopn á sér. Hópur fíkniefnaneyt- enda stækkar stöðugt og neytendurnir verða sífellt yngri að árum. „Það er alveg Ijóst að ákveðnum tvennt, annars vegar afbrot fíkni- brotum, svo sem þjófnuðum og líkamsárásum, er að fjölga. Mér vitanlega er ekki til nein athugun á tengslum þessara afbrota við fíkniefnaneytendur þannig að ég get ekkert sagt um hvort fjölgun afbrota megi rekja til fíkniefna- neyslu,“ segir Björn Halldórsson lögrelgufulltrúi, sem starfar í fíkni- efnadeild. „Ofbeldi meðal fíkniefnaneyt- enda hefur aukist mikið á undan- fömum- árum enda hefur hópurinn stækkað. Ástæður ofbeldis eru margvíslegar en aðallega tengist ofbeldið því að menn standa ekki við gerða samninga um greiðslu eða dreifingu efnis. Einnig er al- gengt að verið sé að hræða menn frá því að kjafta frá eða refsa mönnum fyrir að kjafta frá,“ segir Bjöm. Á síðasta ári komu 418 aðilar við sögu fíkniefnalögreglunnar. Þar af höfðu 282 komið við sögu áður en 137 komu við sögu fíkni- efnadeildar í fyrsta sinn. Lang- stærsti hópurinn er á aldrinum 18 til 21 árs, en sá hópur var þriðji stærstur árið 1989. Þá var stærsti hópurinn á aldrinum 22 til 25 ára. „Yngsti neytandinn sem við höf- um haft afskipti af og ég man eftir er 13 ára og síðan er þetta fólk allt upp í sextugt. Það er ljóst að bein tengsl em milli ýmissa brota sem eru í rannsókn hjá RLR, auðgunarbrota og líkamsárása til dæmis, og fólks sem við emm að meðhöndla fyrir fíkniefnabrot. Þessi tengsl hafa ekki verið skoðuð en æskilegt væri að gera úttekt á þeim,“ segir Bjöm. Líkamsmeiðingar, bæði meðal fíkniefnaneytenda og annarra af- brotamanna, hafa færst í vöxt og þær eru grófari og fólskulegri en áður. Bjöm lagði áherslu á að ekki væri hægt að skipta afbrotum í efrtaneytenda og hins vegar ann- arra afbrotamanna. Hann sagði að þessir hópar sköruðust veru- lega, það væm til afbrotamenn sem aldrei notuðu fíkniefni og líka fíkniefnaneytendur sem gera aldr- ei neitt annað af sér, en lang- stærsti hópurinn liggur saman. „Við vitum um tilvik þar sem líkamshlutar fólks, til dæmis tenn- ur, nef, rifbein, puttar og tær, em brotnir. Svo veit ég dæmi þess að handarbak var allt útbrennt eftir að drepið hafði verið í mörgum sígarettum á því. Þeim einstaklingi var verið að refsa fyrir að bera á annan, sem síðan leiddi til að hann var handtekinn. Það þekkist líka að skorið sé í menn og reyndar em ýmiskonar vopn orðin algeng. Hnífar og önn- ur eggvopn em mikið notuð til að ógna með og skotvopn færast í vöxt. Við höfum fengið fimm skota haglabyssu sem búið var að saga framan af og taka axlaskeftið af þannig að hún var ekki nýtanleg til veiða. Ó1 var á henni þannig að hægt var að bera hana undir frakka án þess að hún sæist. Síðan var hægt með einu handtaki að láta hana detta fram í höndina og þá er hún tilbúin til notkunar. Það er greinilegt að verið er að búa til morðvopn og ekkert annað. Með þetta vopn var gengið um bæinn, sjálfsagt ekki til að nota, heldur til að skapa sér ákveðna ímyriö," segir Björn. Björn sagði að hass væri langal- gengasta fíkniefnið hér á landi. „Það er búið að vera hér á mark- aði í yfir tvo áratugi og hefur öðl- ast fastan sess. Amfetamín, kók- aín og LSD em einnig á markaði hér en ekki eins mikið. Heróín hefur nánast aldrei sést hér á landi, en nágrannalönd okkar eiga við mikið vandamál að etja vegna þess. Þar er mikið um innflytjend- ur frá Asíu og vandamálið er með- al annars rakið til þess. Krakk höfum við ekki séð og ég tel að það sé ekki komið á markað,“ seg- ir Björn. Morgunblaðið/Þorkell Björn Halldórsson með hluta þeirra vopna sem gerð hafa verið upptæk. Þarna má meðal annars sjá stórar sveðjur, byssu og flug- beitta öxi. n » . . , M Morgunblaðið/Bernhard Jóhannesson Garðyrkjuskolanemar við glertinslu. Að koma groðurhús- um í lag er Borgarfirði. VEÐRIÐ hefur verið aldeilis frábært til að laga gróðurhúsin sem skemmdust í rokinu í byrj- un febrúar. Það hafa margar hjálpfúsar hendur verið fram- boðnar til að hjálpa til. Vinnan við að tína upp glerbrot er ótrú- lega mikil og ekki hægt að nota neitt nema hendurnar. Elstu bekkirnir úr Kleppjárnsreykja- skóla lágu ekki á liði sínu frek- ar en vinir og vandamenn sem koma og hjálpa þegar tími gefst. Vel gengur að koma nýjum plöntum til og koma þeim plöntum út sem skemmdust ekki í rokinu, þó er um þriggja vikna seinkun á þeim plöntum og um tveggja mán- aða seinkun hjá þeim sem þurfa að sá aftur. Ekki er allt gler enn komið en það er nóg að gera samt hjá garðyrkjubændum í Borgar- firði. Nokkrir nemendur úr garðyrkju- skóla ríkisins í Hveragerði mættu einn sunnudag til að hjálpa til og þá var þessi mynd tekin. Það lá vel á þessum fríða hóp úr garð- yrkjuskólanum og einnig var hol- lenskur vinnumaður mættur en hann tók sumarfríið strax og dreif sig til íslands til að tína gler og kiijaði með garðyrkjuskólanum okkar fag „að koma gróðurhúsunum í lag er okkar fag“. - Bemhard. Halldór Blöndal: Óháð dagblað á Norðurlandi HALLDÓR Blöndal, alþingismað- ur, vill vinna að þvi að stofnað verði opið hlutafélag um óháð dagblað á Norðurlandi. Þetta kemur fram í Bréfi frá þing- manni, sem hann gefur út. I bréfinu, sem Halldór stendur sjálfur að útgáfu á, tekur hann á fimm öðrum málum. Hann segir að þrátt fyrir ósamkomulag innan ríkis- stjórnarinnar um stærri mál eins og álmálið stefni hún að því að halda velli þó hún hafí takmarkaðan metn- að og óljós markmið. Hann reifar samningaviðræðurnar við Evrópu- bandalagið, segir að byggðastefna hafi brugðist og íjallar um landsfund Sjálfstæðisflokksins, þar sem loka- orðin eru að Sjálfstæðismenn séu fullsæmdir af formanni sínum, „hvor sem kjörinn verður, Þorsteinn Páls- son eða Davíð Oddsson". Tillögur um flýtingu framkvæmda; Aherslan er lögð á að skapa mörg störf STJÓRN Verktakasambands íslands hefur sent forsætisráðherra og borgarstjóranum í Reykjavík tillögur um að flýta ýmsum fram- kvæmdum, þar sem ekki verði úr virkjanaframkvæmdum vegna álvers í sumar. Fjármálaráðherra hefur kynnt svipaðar hugmynd- ir og Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ hefur lýst sig fylgjandi aðgerðum af þessu tagi. Þessir aðilar vilja að í sumar verði fram- kvæmt ýmislegt sem ráðgert hefur verið, en tímasett síðar, jafn- vel ótímasett. Þetta verði gert í þeim tilgangi að tryggja atvinnu eins og fram kemur í tillögu Verktakasambandsins, sem vill velja framkvæmdir sem krefjast hlutfallslega mikils mannafla, miðað við heildarkostnað, og hægt er að ráðast í með skömmum fyrir- vara. Landsvirkjun áætlaði að fram- kvæma fyrir um 80 milljónir dollara á þessu ári við álversvirkj- anir, að sögn Halldórs Jónatans- sonar forstjóra. Það jafngildir um 4.500 milljónum króna. „Þetta er auðvitað allt fallið um sjálft sig, ef svo má segja. Það er búið að draga í land með allar þær fram- kvæmdir sem voru fyrirhugað- ar, miðað við að hægt væri að undirrita samn- inga við Atlantsál á þessu vori eða snemma sumars," segir Hall- dór. Áætlað hefur verið að undir- búningsframkvædir verði fyrir 800 milljónir. Fari svo, verður frestað framkvæmdum fyrir um 3.700 milljónir króna. Verktaka- sambandið metur það til fækkun- ar um 270 ársverk, sem samsvari 400 til 500 störfum við fram- kvæmdirnar. Áherslur í tillögum Verktaka- sambandsins eru á mannaflafrek- ar framkvæmdir fyrir 4 til 5 millj- arða króna og er þar metið að þær veiti 1.000 til 1.500 störf. Samkvæmt upp- lýsingum frá Verktakasamband- inu kostar ársverk í verktakaiðn- aði að jafnaði um fjórar milljónir króna, en fer upp í um 15 milljón- ir. Meðal framkvæmda sem veita hlutfallslega mörg störf miðað við kostnað eru byggingar. í byrjun þessa árs lýsti Ás- mundur Stefánsson þeirri skoðun sinni, að auka þyrfti aðrar fram- kvæmdir ef ekki yrði virkjað af krafti í sumar. í samtali við Morg- unblaðið áréttaði hann þessa skoðun sína. „Það er rökrétt að bregðast við með því að auka aðrar framkvæmdir í staðinn fyrir þær sem frestað hefur verið og ég tel mjög skynsamlegt að það verði gert. Ég vil hins vegar ekki leggja mat á hvaða framkvæmdir eigi að ráðast í, það má alltaf deila um það,“ sagði hann. Þegar ljóst varð að Landsvirkj- un frestar virkjanaframkvæmdum sagði Gunnar Birgisson formaður Verktakasambandsins að auka bæri framkvæmdir á vegum ríkis og Reykjavíkurborgar, án þess það væri nánar útfært. Skömmu síðar kynnti Ólafur Ragnar Grímsson fyrir ríkisstjórninni hugmyndir um ákveðnar fram- kvæmdir sem hægt væri að flýta, fyrir alls tvo milljarða króna. Nú hefur Verktakasambandið kynnt ákveðnar tillögur og er þar að finna sömu atriði og fjármála- ráðherra kynnti, en allmörg til viðbótar. Lagt er til að flýta al- BflKSVlÐ eftir Þórhall Jósepsson Fjármögnun flýtingar fram- Reykjavíkur- Ríkis- Aðrar kvæmda borg sjóður leiðir Bein framlög Erlend lán 500 1.000 1.000 L500 Flugleiðir hf. 500 500 1.500 2.500 1.000 5.000 skv. hug- myndum verktaka- sambandsins mennum verkefnum í vegagerð, byggja flugskýli á Keflavíkurflug- velli, ýmsar hafnarframkvæmdir, byggja sjóvarnargarða á Suður- ströndinni, flýta framkvæmdum við Egilsstaðaflugvöll, byggja verkmenntaskóla á Akureyri, gera við Þjóðminjasafnið, ljúka við Þjóðarbókhlöðu, endurbyggja á Korpúlfsstöðum, flýta fram- kvæmdum við ýmis umferðar- mannvirki á höfuðborgarsvæðinu og byggja Tónlistarhús. Verktakasambandið hefur lagt fram hugmynd um fjármögnun og kostnaðarskiptingu, sem sést á myndinni. Flugleiðir hf. eru þar með, þar sem lagt er til að byggt verði flugskýli félagsins á Keflavíkurflugvelli. í tillögum Verktakasambands- ins eru talin upp nokkur atriði, sem sögð eru ávinningur flýting- ar, auk.atvinnutækifæra: — ýmsar brýnar framkvæmdir kæmu fyrr að gagni og gætu skil- að arði. — atvinna „heilsársmanna“ verði tryggð á árinu. — dregur úr atvinnuleysi skóla- fólks í sumar og þar með útgjöld- um vegna námslána á næsta skólaári. — dregur úr áframhaldandi fólksflótta frá landinu. — jöfnun framkvæmda af þessu tagi stuðlar að því að hægt verði að halda jafnvægi í efnahagsmál- um á þessu og næsta ári. — rekstrarskilyrði í verktaka- iðnaði myndu batna og þar með samkeppnisgeta fyrirtækjanna gagnvart erlendum fyrirtækjum. — framkvæmdakostnaður ein- stakra verkefna verður lægri en búast má við ef þær verða unnar á næsta ári eða síðar vegna þess mikla framkvæmdaáiags sem þá er fyrirsjáanlegt. framkvæmdakostnaður virkjana og álvers verður lægri ef álagi sem annars yrði á næsta ári yrði dreift á þetta ár. — sala á nýjum íbúðum myndi glæðast á ný vegna aukinna um- svifa í þjóðfélaginu og vaxandi bjartsýni manna.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.