Morgunblaðið - 10.03.1991, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.03.1991, Blaðsíða 8
MORGU»«DAaBÓr*WÍfMRZ !991 á A * 1F\ A er sunnudagur 10. mars, miðfasta, 69. dag- U-l\.VX Urársins 1991.ÁrdegisflóðíReykjavík kl. 1.43ogsíðdegisflóðkl. 14.27. Fjara kl. 8.20 ogkl. 20.46. Sólarupprás kl. 8.05 og sólarlag kl. 19.12. Myrkur kl. 20.00. Sólin er í hádegisstað kl. 13.38 ogtungliðí suðri kl. 9.03. (Almanak Háskóla íslands.) Leitið Drottins, meðan hann er að finna, kallið á hann meðan hann er nálægur. (Jes. 55, 6.) ÁRNAÐ HEILLA O pTára afmæli. Næstkom- Ou andi þriðjudag, 12. mars, er 85 ára frú Marta Guðjónsdóttir, Hörðalandi 24, Rvík. Hún tekur á móti gestum á afmælisdaginn i safnaðarheimili Bústaða- kirkju kl. 17-20. O í\ára. afmæli. Á morgun, O Vf 11- mars, er áttræður Kjartan Bergmann Guð- jónsson, Bragagötu 30, Rvík. Kona hans er Helga Kristinsdóttir. Hann er að heiman á afmælisdaginn. fT FVára afmæli. Á morgun, OU 11. þ.m., er fimmtug ur Hólmbert Friðjónsson, Tjaldanesi 7 í Garðabæ. Kona hans er Dagmár Mar- íusdóttir. Þau verða að heim- an á afmælisdaginn. pT /\ára afmæli. Næstkom- t)U andi þriðjudag, 12. þ.m., er fimmtugur Bogi Sig- urðsson, Þverárseli 4, Rvík. Kona hans er Marólína Arn- heiður Magnúsdóttir. Þau taka á móti gestum á heimili sínu á afmælisdaginn eftir kl. 17. fT / |ára afmæli. I dag, OU mars, er fimmti Stefán Ólafsson byggii meistari og verktaki, E Reykjahverfi, S-Þing. KROSSGATAN LÁRÉTT: — 1 kostnaður, 5 lýs, 8 fiskivaða, 9 maður, 11 bál, 14 aðgæti, 15 kon- una, 16 þyngdareining, 17 blóm, 19 hestar, 21 styrki, 22 súrmatur, 25 á jurt, 26 kveikur, 27 álygar. LÓÐRÉTT: - 2 spil, 3 borð- uðu, 4 getur neytt, 5 manns- nafns, 6 kostur, 7 sefa, 9 vatnselgur, 10 blíðast, 12 hugaðir, 13 hroka, 18 tryllta, 20 sukk, 21 samtenging, 23 tveir eins, 24 keyri. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: LÁRÉTT: - 1 vegum, 5 hunsa, 8 Njáll, 9 padda, 11 al- ger, 14 láð, 15 mikil, 16 aftan, 17 inn, 19 írum, 21 aðal, 22_ nánasti, 25 lóa, 26 æri, 27 rit. LÓÐRÉTT: — 2 efa, 3 und, 4 mjalli, 5 hlaðan, 6 ull, 7 ske, 9 pamfíll, 10 dúkkuna, 12 gataðir, 13 ranglát, 18 nóar, 20 má, 21- at,- 03- næ, 24 si. FRETTIR/MANNAMÓT FATAÚTHLUTUN á vegum Mæðrastyrksnefndar; fatnað- ur á fullorðna og börn verður á vegum nefndarinnar mánu- daginn kl. 15-18 á Hring- braut 116 (horni Hringbraut- ar/Vesturvailagötu. RÉTTARHOLT, bygginga- félagið, sem er aðili að bygg- ingu stórhýsis aldraðra í Bú- staðahverfi, heldur fund nk. miðvikudag kl. 20 í safnaðar- heimili Bústaðakirkju. Kynnt verður þjónustan við eldri íbúa í Bústaðahverfi sem verður til húsa í gamla Víkingsheimilinu. NORÐURBRÚN 1, félags- og þjónustumiðstöð aldraðra: Mánudag: Smíði ki. 9. Fram- haldssagan lesin kl. 19. Kl. 13; Bókaútlán, fótaaðgerðir, leikfími, leirmunagerð og hannyrðir. Enska kl. 1. Ferða- kynning með myndasýningu og danssýningu kl. 14.30 og kaffítími. KVENFÉL. Breiðholts. Næstkomandi þriðjudags- kvöld verður fundur í kirkj- unni kl. 20.30. Kaffikynning og spilað. FÉl. eldri borgara. í dag er opið hús í Goðheimum kl. 14. Frjáls spilamennska og dans- að kl. 20. Á mánudaginn er opið hús kl. 13-17 í Risinu við Hverfisgötu. Næstkom- andi þriðjudag verður bók- menntakynning, sem Hjörtur Pálsson annast. Hann kynnir Tómas Guðmundsson skáld, en Gils Guðmundsson og Guðrún Stephensen lesa úr verkum hans. BARNADEILD Heilsu- verndarstöðvarinnar v. Barónsstíg hefur nk. þriðju- dag opið hús fyrir foreldra ungra barna kl. 15-16. Sýnt verður ungbarnanudd — myndband. DÓMKIRKJUKAFFI er í dag í safnaðarheimili kirkj- unnar j Lækjargötu . 14a. Kaffisalan hefst kl. 15 að lok- inni messu í kirkjunni. Það eru konur í kirkjunefnd Dóm- kirkjunnar sem annast kaffi- söluna. Þá verða á boðstólum' handunnar páskaskreytingar. ITC-deildir í Rvík. Mánu- dagskvöldið heldur ITC-deild- in Eik fund á Hallveigarstöð- um kl. 20.30. Fundurinn er öllum opinn. Uppl. gefur Inga s. 612046. ITC-deildin Kvist- ur heldur gestafund í Holiday Inn kl. 20. Olga Hafberg s. 35562, gefur nánari uppl. Fundurinn er öllum opinn. KVENFÉL. Grindavíkur heldur fund á mánudags- kvöldið í Festi kl. 20.30. GERÐUBERG. Félagsstarf aldraðra. Mánudag kl. 9, fóta- aðgerðir, hárgreiðsla. Leik- fimi kl. 11. Hádegishressing. Kl. 13, kóræfing. Þá verður spilasalurinn opinn (brids/vist), silkimálun og keramik. Kl. 14, Guðrún Stefánsóttir tannfræðing- ur, fræðir um tannhirðingu, líka gervitanna. Kaffitími kl. 15.30 og danskennsla. KVENFÉL. Kópavogs. Annað kvöld kl. 2Ö verður vinnufundur félagsins kl. 20 í herbergi félagsins. Unninn verður ungbarnafatnaður fyr- ir Rauða kross íslands. Nk. þriðjudagskvöld verður spiluð félagsvist í félagsheimili bæj- arins og bytjað að spila kl. 20.30. Spilakvöldið er öllum opið. KR-konur halda fund nk. þriðjudagskvöld í félagsheim- ili KR kl. 20.30. KVENFÉL. Grensássóknar heldur aðalfund sinn mánu- dagskvöldið kl. 19.30 og hefst með borðhaldi. FRAMFARAFÉL. Seláss- og Árbæjarhverfis heldur að- alfund sinn nk. þriðjudags- kvöld í Árseli kl. 20.30. Auk venjulegra. .fundarstarfa. fer. fram á fundinum kynning á nýju íþróttahúsi Fylkis. KiRKJUSTARF ÁRBÆJARKIRKJA: Fé- lagsstarf aldraðra: Fótsnyrt- ing á mánudögum, tímapant- anir hjá Fjólu. Leikfimi þriðjudaga kl. 14. Hárgreiðsla alla þriðjudaga hjá Hrafn- hildi. Opið hús í Safnaðar- heimiiinu miðvikudag kl. 13.30. Fyrirbænastund í Ár- bæjarkirkju kl. 16.30. Mæður og feður ungra barna í Ar- túnsholti og Árbæ, opið hús í safnaðarheimili Árbæjar- kirkju þriðjudag kl. 10-12. Halldóra Einarsdóttir verður með páskaföndur. BÚSTAÐAKIRKJA: Æsku- lýðsfundur í dag, sunnudag, kl. 17. GRENSÁSKIRKJA: Æsku- lýðsfundur í kvöld kl. 20. HALLGRÍMSKIRKJA: Kvölbænir með lestri Passíu- sálma á morgun, mánudag, kl. 18. NESKIRKJA: Æskulýðs- starf unglinga mánudags- kvöld kl. 20. Þriðjudag: Mömmumorgunn. Opið hús fyrir mæður og börn þeirra kl. 10-12. Æskulýðsstarf 12 ára og yngri kl. 17. FELLA- og Hólakirkja: Fundur í kirkjunni þriðjudaga kl. 14. SELJAKIRKJA: Mánudag: Fundur KFUK, yngri deild, kl. 17.30, eldri deild kl. 18. Æskulýðsfundur kl. 20. SELTJARNARNES- KIRKJA: Æskulýðsfundur í kvöld kl. 20.30. Opið hús fyr- ir 10-12 ára mánudag kl. 17. SKIPIN REYKJAVÍKURHÖFNÍ í dag eiga að koma inn til löndunar á Faxamarkað Stef- án Örn og Skagfirðingur. Á mánudag er Brúarfoss vænt- anlegur að utan og Kyndill af strönd. ORÐABOKIN Dvelja — dveljast Nýlega var ég minntur á. það, að menn virtust al- mennt ekki gera sér grein fyrir þeim mun, sem er í raun á notkun so. að dvelja og dveljast annars vegar og svo aftur á so. að flytja og flytjast, þ.e.a.s. ekki er gerður munur á svonefndri ger- mynd og miðmynd sagna. Er þá talað um að dvelja, þ.e. notuð gm., þar sem ætti að vera mm. dveljast. Að þessu sinni skal litið sérstaklega & so. að dvelj- a(st). Oft bregður fyrir setningu sem þessari: Hann dvaldi í Reykjavík tvo vetur. Nú er það svo, að germyndin að dvelja merkir að tefja eða hindra, draga á langinn. Talað er um að dvelja fyr- ir e-m, þ.e. tefja e-n. Gm. dvelja táknar þá m.a. það að hafa stutta viðdvöl á e-m stað, en mm. dveljast hins vegar að eiga þar alllanga dvöl, jafnvel alla ævi. Því er í ofangreindu dæmi rétt að segja: Hann dvaldist í Reykjavík tvo vetur. Hafi hann hins veg- ar tafið þar mjög stutt, er eðlilegra að segja sem svo: Hann dvaldi í Rvík eina nótt eða jafnvel í tvo daga. Mm. dveljast merkir í reynd það að hafast við á e-m stað. Hafi einhver verið á sama stað alla ævi, á að segja, að hann hafí dvalizt þar alia ævi, en alls ekki dvalið, þar sem- gm. dvelja táknar einmitt skamman tíma. - JAJ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.