Morgunblaðið - 10.03.1991, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.03.1991, Blaðsíða 44
varða i /V i Landsbanki i íslands Banki allra landsmanna Bögglapóstur um ollt lond PÓSTUR OG SÍMI MORGUNBLAÐffl, AÐALSTRÆTI 6. 101 REYKJA VÍK TELEX 2127, PÓSTFAX 6H1S11, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTÍ 85 SUNNUDAGUR 10. MARZ 1991 VERÐ I LAUSASOLU 100 KR. Árekstur í ísafjarðarhöfn: Miklar skemmdii’ á Guðbjarti TOGARINN Guðbjartur frá Isafirði stórskemmdist aðfara- nótt laugardags, þegar færeyski rækjutogarinn Olympic Champi- on sigldi á hann í Isafjarðarhöfn. Engin slys urðu á mönnum. Mál- ið er í höndum lögreglunnar á ísafirði og er ekki búið að taka ákvörðun um sjópróf. Færeyski togarinn, sem er rúm- lega 1.200 lestir, var að fara út, en bakkaði á ísfirska togarann, sem er um 400 tonn, og kramdi hann ,f upp að bakkanum. Hörður Guð- bjartsson, skipstjóri, sagði við Morgunblaðið að togarinn hefði lent á bakborðssíðu Guðbjarts. Höggið hefði verið mjög mikið og skemmd- irnar gífurlegar, m.a. hefði gangur- inn í miðju skipi mjókkað um 30 til 50 cm og skipið allt gengið til. „Þetta er tugmilljóna tjóii og hefur slæm áhrif, því augljóst er að skip- ið verður frá í langan tíma,“ sagði Hörður. Hörður taldi að taka þyrfti skipið í tvennt og smíða nýjan helming, því skemmdirnar væru það miklar. Það væri ekki sjófært og því þyrfti að fara fram bráðabirgðaviðgerð á staðnum. Tekinná 118 km hraða í Artúnsbrekku Morgunblaðið/Árni Sæberg Davið Oddsson varaformaður Sjálfstæðisflokksins flytur ræðu sína á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í gær. Davíð Oddsson varaformaður Sjálfstæðisflokksins: Nú er staður og stund til þess að velja á milli manna DAVÍÐ Oddsson varaformaður Sjálfstæðisflokksins sagði í ræðu sinni sem hann flutti á landsfundi eftir hádegi í gær að allt ætti sinn tíma og hann væri ekki í minnsta vafa um að nú væri staður og stund til þess að velja á milli manna á nýjan leik. I því vali væru menn ekki að kjósa með neinum og heldur ekki á móti nein- um. „Menn eru að kjósa eins og þeir halda að þjóni hagsmunum Sjálfstæðisflokksins best, þegar til framtíðar er horft,“ sagði Davíð Oddsson. TVEIR ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur í Reykjavík seint á föstudags- kvöld og voru báðir sviptir ökuleyfi. Bifreið annars mældist á 118 km hraða í Ártúnsbrekku, en þar er hámarkshraði 60 km, og hinn ók á 108 km hraða á Gullin- brú, en þar er 50 km hámarks- hraði. Davíð rakti ástæður þess að hann ákvað að gefa kost á sér í formannskjöri. Hann sagði m.a.: „Hefði ég eitt stundarkorn trúað því, að stærsti lýðræðisflokkur landsins ætti ekki innri styrk, þor Meiri afli Barkar en á síðustu loðnuvertíð FLESTAR áhafnir loðnuskip- anna kvarta undan lélegri vertíð. Áhöfnin á Berki NK 122 frá Neskaupstað kvartar þó ekki því skipið hefur landað um 18 þúsund tonnum af loðnu sem er meiri afli en á síðustu vertíð. „Þetta hefur gengið ágætlega hjá okkur. Við erum komnir með rúm 18 þúsund tonn og eigum einn túr eftir. Þetta er meira en við fengum á síðustu vertíð,“ sagði Hálfdán Hálfdánarson stýri- maður á Berki í samtali við Morg- unblaðið í gær. Börkur var á siglingu út af Þistilfirði á leið til heimahafnar með fullfermi, um 1.250 tonn, en þar hefur skipið landað öllum 'sínum afla. Þeir á Berki voru fljót- ir að fylla skipið í þessum túr, aðeins um tólf tíma. Loðnuna fengu þeir á miðunum út af Dýra- firði. „Það er orðin löng sigling heim og ætli þetta verði ekki um 40 tíma stím að þessu sinni, enda er hálfgerð bræla,“ sagði Hálfdán. Börkur á leið inn með fullfermi. Hann sagði vertíðina hafa verið ágæta hjá þeim á Berki. „Við kvörtum ekkert enda erum við með tvo kvóta og fengum einnig tvo leitartúra í upphafi vertíðar- innar,“ sagði stýrimaðurinn á Berki. Finnbogi Jónsson, fram- kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar á Neskaupsstað, sagði að þeir væru búnir að taka á móti um 35 þús- und tonnum af loðnu sem væri mun rninna en undanfarnar vert- íðir. Á síðustu vertíð tók fyrirtæk- ið á móti tæplega 100 þúsund tonnum. Finnbogi sagði að aflaverðmæt- ið á Berki væri trúlega um 80 milljónir króna og út frá þeirri tölu mætti gera ráð fyrir að há- setahluturinn væri um 12 hundruð þúsund. og þrek til að velja milli manna, sem forystu eiga að gegna, hefði ég aldrei til slíks vals stofnað.“ Davíð sagði að framboð hans hefði komið fram á réttum tíma: „Mitt framboð var ekki tilkynnt opinberlega fyrr en kjör allra landsfundarfulltrúa hafði átt sér stað í friði og spekt í öllum félögum flokksins, hvar sem er á landinu. Slíkt val fór því fram, án þess að til nokkurra átaka þyrfti að koma eða nokkur eftirköst yrðu af því vali. Til að tryggja þá ró og þá samstöðu mátti framboðið ekki koma fram fyrr.“ „Sjálfstæðisflokkurinn þarf að lítá til margra átta. Hann vill aldr- ei missa sjónar á því, að hann er flokkur landsins alls, hann kallar til allra þeirra íslendinga, sem una vilja frelsi, sem vilja gefa fólkinu tækifæri, sem vilja efla kjark og þor hvers einstaklings og virkja þann kraft, sem í hverjum manni býr. Hann er ekki fiokkur til þess eins að slá skjaldborg um þá, sem betur mega sín. Þann dag, sem hann yrði þess háttar flokkur, hætti hann að vera fjöldaflokkur og ætti ekki lengur skilið að vera fjöldaflokkur," sagði Davíð. Davíð vék í máli sínu að samn- ingaviðræðum íslendinga við ríki Evrópu í samfloti við EFTA-ríkin. Hann sagði að auðvitað gengjum við til þeirra óhikandi og án minni- máttarkenndar. En á hinn bóginn gengjum við til þeirra með því sjálfstrausti, að við ættum þann kost að vera utan við Evrópu- bandalagið og það gerðum við fremur en þurfa að lúta einhveiju því, sem lífsafkoma okkar þyldi ekki eða sjálfstæðisvitund okkar mælti gegn. „Við göngum til þeirra með opnum huga, án þess þó að missa nokkru sinni sjónar á því, að auðlindir okkar til sjávar og lands mega ekki ganga okkur úr greipum undir neinum kringum- stæðum,“ sagði Davíð Oddsson. Sjá kafla úr ræðu Davíðs Oddssonar bls. 10. Líkamsárás á Suðurgötu RÁÐIST var á Dana um tvítugt á Suðurgötu í Reykjavík um klukkan fjögur aðfaranótt laugar- dags. Þrjú ungmenni, tveir menn og ein kona, á svipuð- um aldri, voru handtekin skömmu síðar og eru þau sterklega grunuð um verknaðinn. Árásarmennirnir voru í bíl. Þeii' réðust á Danann neðar- lega á Suðurgötu, skildu hann eftir á götunni og óku burt. Hann var fluttui' í lögregubíl á siysadeild, þar sem meiðsli voru könnuð. Þar sem Daninn var ekki talinn alvarlega slasaður fékk hann að fara heim um hádeg- ið í gær, laugardag. Málið er í höndum Rann- sóknarlögreglu ríkisins og er verið að kanna hugsanleg tengsl við aðrar árásir að und- anförnu. Þegar blaðið fór í prentun var ekkert nánaf hægt að segja um málið, en yfirheyrsl- ur stóðu yfir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.