Morgunblaðið - 10.03.1991, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.03.1991, Blaðsíða 30
éo morgúMbíáðiéí Tt/. frfÁR^Ml ATVINNUAUGi ÝSINGAR Lítil kaffistofa Leitum að konu til að sjá um rekstur á lítilli kaffistofu í Glæsibæ. Hentugt fyrir eina eða tvær til að skapa sér tekjur af eigin rekstri með sölu á kaffi og meðlæti. Svör sendist auglýsingadeild Mbl., merkt: „Glæsibær - 74“, fyrir kl. 16.00, þriðjudag. Atvinna óskast Iðnrekstrarfræðingur, með reynslu úr sjávarút- vegi, óskar eftir starfi strax hjá traustu og fram- sæknu fyrirtæki. Er 38 ára, áreiðanlegur og metnaðargjarn og tilbúinn að vinna mig upp. Upplýsingar Lsíma 91-82719. Véliðnfræðingur sem hefur 4. stig Vélskólaprófs og sveins- próf í rennismíði óskar eftir vinnu. Tilboð sendist í pósthús Garðabæjar, póst- hólf 126, fyrir 22. mars. Mosféllsbær Fóstrur óskast til starfa við Dagvistarheimili Mos- fellsbæjar. Um er að ræða störf á leikskólan- um Hlaðhömrum og barnaheimilinu Hlíð. Leikskólinn Hlaðhamrar er þriggja deilda leik- skóli með aldursskiptum deildum. Barnaheimilið Hlíð er blandað heimili með einni leikskóladeild og þremur aldursskiptum dagheimilisdeildum. Starfshlutfall og vinnutími skv. samkomu- lagi. Um er að ræða ráðningu frá 1. júní eða 1. september 1991. Laun eru skv. kjarasamn- ingi Fóstrufélags íslands og Launanefndar sveitarfélaga. Hér er um að ræða störf, sem eru tilvalin fyrir þá, er vilja vinna með börnum í fögru og friðsælu umhverfi. Allar frekari upplýsingar veita Halla Jörundar- dóttir, forstöðumaður Hlíðar, sími 667375, Lovísa Hallgrímsdóttir, forstöðumaður Hlað- hamra, sími 666351, og félagsmálastjóri í síma 666218. Félagsmálastjóri. Starfskraftur óskast Starfið felst í umsjón með lager. Við leitum að duglegum og samviskusömum manni/konu, sem hefur skipulagshæfileika og frumkvæði. Nákvæmni í starfi, snyrti- mennska og jákvæðni ásamt samstarfslipurð eru kostir sem við metum mikils. Enskukunn- átta æskileg. Handskrifaðar umsóknir, ertilgreini m.a. ald- ur, menntun og starfsreynslu, skulu berast auglýsingadeild Mbl. fyrir kl. 16 nk. þriðju- dag, merktar: „Lager - 11132“ Umsóknum verður svarað símleiðis fyrir vikulok. Ræstingar Óskum að ráða fólk til ræstingastarfa í brauð- gerð. Upplýsingar á staðnum hjá verkstjóra. Brauð hf., Skeifunni 19. Iðntœknistofnun vinnur að tœkniþróun og aukinni fram- leiðni í íslensku atvinnulífi. Á stofnuninni eru stundaðar hagnýtar rannsóknir, þróun, rúðgjöf gœðaeftirlit, þjóti- usta, frœðsla og stöðlun. Áhersla er lögð ú hceft starfsfólk til að tryggja gceði þeirrar þjónustu sem veitt er. Tjónagreiningar Efnistæknideild Iðntæknistofnunar óskar að ráða starfsmann, sem hefur að baki tækni- og/eða efnisfræðimenntun á háskólastigi. Starfsmaðurinn mun sinna tjónagreiningum og efnisprófunum. Hann þarf að sýna frumkvæði og ábyrgð í starfi og hafa mikinn áhuga á viðfangsefn- inu. Góðra samstarfshæfileika er einnig kraf- ist. Starfið er gefandi og fjölbreytilegt og felur í sér mikla ábyrgð. Jafnt konur sem karlar eru kvattar til að sækja um starfið. Öllum umsóknum verður svarað og gögnum skilað. Umsóknir með upplýsingum um nám og starfsferil berist fyrir 20. mars. Páll Ólafsson verkfræðingur veitir nánari upplýsingar. Idntæknistofnun ■ I IÐNTÆKNISTOFNUN ÍSLANDS Keldnaholt. 112 Reykjavík Slmi (91) 68 7000 Bókhald (338) Traust og öflugt útgerðarfyrirtæki vantar sjálfstæðan og reyndan bókara. Starfið: Dagleg umsjón bókhalds. Tölvubókhald. Krefst búsetu á staðnum. Við leitum að manni með: Viðskiptafræðimenntun eða reynslu af bókhaldi. Sem á auðvelt með að umgangast fólk. Frumkvæði, áhuga og festu. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðningamiðlunar Ráðgarðs merktar: „338“ fyrir 16. mars. Nánari upplýsingar veitir Adolf Ólason í síma 679595. RÁÐGARÐURHE STJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF NÓATÚN 17 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 68 66 88 Verkstjóri Óskum eftir að ráða verkstjóra í fiskrétta- verksmiðju vora í Þorlákshöfn, sem mun hefja starfsemi innan skamms. Fullgild réttindi fyrir freðfisk nauðsynleg. Upplýsingar um starfið veita Gísli Erlendsson í síma 91-673595 og Haraldur Jónsson í síma 91-54803. Sjávarréttirhf., Unubakka 21, 815 Þorlákshöfn. sími 98-33446. Kynningarstörf Vegna mikillar eftirspurnar óskum við eftir umsækjendum á skrá, sem vilja taka að sér kynningarstörf fyrir hin ýmsu fyrirtæki í öllum helstu verslunum innan Reykjavíkursvæðis- ins. Oftast er um fimmtudaga, föstudaga og laugardaga að ræða. Áhersla er lögð á snyrti- mennsku og þægilega framkomu. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9-15. Skóla^ordustig la - 101 Reyk/avik - Simi 621355 ||j PAGVIST BARIVA Laus staða Staða umsjónarfóstru við dagvistarheimili Dagvistar barna er laus til umsóknar. Umsækjandi skal hafa lokið fóstruprófi. Framhaldsmenntun eftir fóstrunám áskilin. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, berist til skrifstofu Dagvistar barna fyrir 15. mars næstkomandi. Upplýsingar um starfið veitir deildarstjóri fagdeildar á skrifstofu Dagvistar barna, Hafn- arhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277. FJÓRÐUNGSSJÚKR AHÚSIÐ lod Á AKUREYRI Aðstoðarlæknar ■Lausar eru nokkrar stöður aðstoðarlækna við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Um er að ræða „blokkarstöður" fyrir kandid- ata. Ráðið er í stöðurnar til eins árs í senn. Stöðurnar veitast frá 1. júlí 1991 eða fyrr eftir samkomulagi. Umsóknir sendist framkvæmdastjóra sjúkra- hússins, Inga Björnssyni. Umsóknarfrestur er til 1. apríl 1991. Nánari upplýsingar veitir Geir Friðgeirsson, læknir, í síma 96-22100. Hjúkrunarfræðingar Laus er til umsóknar staða aðstoðardeildar- stjóra á handlækningadeild F.S.A. Um er að ræða fullt starf sem veitist frá 15. apríl 1991. Umsóknarfrestur er til 28. mars nk. Upplýsingar gefa deildarstjóri, Rósfríður Káradóttir, og hjúkrunarframkvæmdastjóri, Svava Aradóttir, í síma 96-22100. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Starfskraftur óskast Starfið felst aðalega í tölvuskráningu. Umsækjandi þarf að hafa góða vélritunar- kunnáttu og þekkja til tollskýrslugerðar. Við leitum að duglegum og metnaðarfullum manni/konu sem vinnur af samviskusemi. Enskukunnátta nauðsynleg. Handskrifaðar umsóknir er tilgreini m.a. ald- ur, menntun og starfsreynslu skulu berast auglýsingadeild Mbl. fyrir kl. 16 nk. þriðju- dag, merktar: „T - 11133“ Umsóknum verður svarað símieiðis fyrir vikulok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.