Morgunblaðið - 20.11.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.11.1991, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1991 13 Opið bréf til stjórnar Hins íslenska kennara- félags og 32ja annarra eftir Heimi Pálsson Fyrrverandi félagar. Þið voruð þrjátíu og níu sem tók- uð þá ákvörðun 15. nóvember 1991 að Hið íslenska kennarafélag gengi úr Bandalagi háskólamanna, BHM, við fyrsta tækifæri, þ.e.a.s. þegar yfirstandandi fjárhagsári lýkur á hausti komanda. Sem formaður BHM hlýt ég að spyija ykkur um fáein atriði og þar sem svörin koma átta þúsund félögum í BHM við finnst mér eðlilegast að biðja Morg- unblaðið að spara ykkur sendingar- kostnaðinn með því að hýsa bréfa- skipti okkar. Um aðdraganda í ’fyrsta lagi hlýt ég að biðja ykkur að gera hreinskilnislega grein fyrir aðdraganda þessarar úrsagnar og tek til þrjú atriði. Það eru liðin tvö ár síðan allshetj- aratkvæðagreiðsla fór fram í félagi ykkar og niðurstaða varð sú að halda áfram aðild að BHM. Hvað hefur breyst síðan? Það er rétt rúmt ár síðan þáver- andi og núverandi formaður félags ykkar kom ásamt mörgum öðrum formönnum aðildarfélaga BHM á minn fund og fór þess á leit að ég tækist á hendur formennsku í sam- tökunum. Þá var um það rætt að nausynlegt væri að breyta ímynd háskólaborgarans, vinna að eflingu menntunarinnar og . virðingu menntamanna. Engin leið var að skilja þær samræður öðru vísi en svo að rætt væri um næsta kjör- tímabil stjómar BHM, þ.e.a.s. til haustsins 1992. Þá yrði staðan skoðuð á nýjan leik. Hvað hefur breyst síðan? Það eru tveir mánuðir síðan for- maður ykkar, ásamt öðmm sem sæti eiga í aðalstjórn BHM, veitti formanni og varaformanni BHM fullt umboð til þess að ganga frá stofnun samtaka sænskra, norskra og íslenskra háskólamanna. Það var gert og BHM falin formennska í samtökunum fyrsta árið. Hvað hef- ur breyst síðan? Eða var verið að hafa okkur Ragnheiði Haraldsdótt- ur að ginningarfíflum? Um forsendur BHM Það em nokkur ár síðan gerð var stórfelld kerfisbreyting á Bandalagi háskólamanna. Um alllangan tíma hafði verið ágreiningur innan sam- takanna vegna þess að þar áttu aðild bæði launþegafélög ríkis- starfsmanna og mjög sundurleit félög þar sem jafnvel gat verið margt verktaka innan vébanda. Þetta þótti mörgum óeðlilegt og þess vegna var launamálaráð BHM gert að sjálfstæðu félagi, BHMR, en hlutverki BHM þar með breytt í að vera fyrst og fremst þverfagleg- ur umræðuvettvangur þar sem há- Heimir Pálsson „Þið voruð þrjátíu og níu sem tókuð þá ákvörðun 15. nóvember 1991 að Hið íslenska kennarafélag gengi úr Bandalagi háskóla- manna, BHM, við fyrsta tækifæri, þ.e.a.s. þegar yfirstandandi fjárhags- ári lýkur á hausti kom- anda. Sem formaður BHM hlýt ég að spyrja ykkur um fáein atriði og þar sem svörin koma átta þúsund félögum í BHM við finnst mér eðlilegast að biðja Morgunblaðið að spara ykkur sendingarkostn- aðinn með því að hýsa bréfaskipti okkar.” skólamenntað fólk úr ýmsum vís- indagreinum gæti hist til sam- ræðna, vettvangur þar sem hin akademísku sjónarmið greinanna væru ríkjandi og þar sem. hægt væri að vinna að eflingu háskóla- menntunar á íslandi. Undanfarna daga hafa heyrst alls konar raddir um það að BHM sé búið að gegna hlutverki sínu, aðrir aðilar hafi tek- ið við því. Og ég hlýt að spyija ykkur, vegna þess að ég veit að að þið eruð búin að grandskoða málið: Hvert eru hlutverk BHM farin? Og ef þau eru ekki farin eitthvert, hvert eiga þau þá að fara? Þessum spurningum hljótið þið að geta svarað því ykkur var mæta ve) ljóst að úrsögn ykkar úr BHM hefði það í för með sér að samtök- in gætu ekki lengur kallast heildar- samtök háskólamanna, auk þess sem rekstrargrundvöllur þeirra væri brostinn. Um kennara og háskólamenntun Það eru ekki ýkja mörg ár síðan barist var fyrir lögverndun kenna- rastarfsins. Hún var tryggð með lögum frá Alþingi. í allri þeirri bar- áttu voru aðeins höfð uppi ein rök: Klifað var á því að kennarastarfið krefðist akademískrar fagrnenntun- ar. Hefur aldrei hvarflað að ykkur að það geti verið álitshnekkir fyrir stétt ykkar þegar þið lýsið því yfír að þið teljið ekki brýnt að eiga sam- leið með öðrum háskólaborgurum í faglegri umræðu? Eða er það kannski sannfæring ykkar að þið séuð best komin ein á báti? Eg get ekki að því gert að mér sýnist róður á þeirri bátkænu geti orðið nokkuð áfallasamur á næst- unni. Það liggur á borðinu að „al- þjóðavæðing” (internationalisering) evrópskra háskóla sé brýnt með til- komu Evrópusamfélagsins. Er það skoðun ykkar að þá sé best að ís- lenskir háskólaborgarar sitji með hendur í skauti og bíði þess sem verða vill? Eða getur verið að þið hafið ekki hugleitt hvernig þið ætl- ið að standa að málum þegar þar að kemur? Hvaða afstöðu ætlið þið t.d. að taka til samsetningar há- skólaprófa ef þróunin verður í átt til „skyndibita-menntunar” (sand- wich-education) þar sem menn tína saman bita úr ýmsum áttum og safna einingum til lokaprófa. Kynni þetta ekki, svo dæmi sé tekið, að varða kennarastéttina nokkru? Að lokum: Um sparnað Talsmaður ykkar í Ijölmiðlum hefur haldið á loft þeim rökum fyr- ir úrsögn úr BHM að það væri þröngt í búi og þyrfti að spara. Mér er kunnugt um að starfshátta- nefnd sú sem lagði fram einhvers konar drög að úrsagnartillögunni gerði jafnframt ráð fyrir að gjöld félagsmanna lækkuðu til muna og þá m.a. um sjötíu og fimm krónum- ar sem hver þeirra greiðir til BHM á mánuði. Mér er líka kunnugt um að þessi lækkun félagsgjaldanna var ekki samþykkt á þingi ykkar heldur samþykktuð þið að láta BHM-gjaldið renna til HÍK. Þið hækkuðuð m.ö.o. framlag hvers ein- staks félaga til rekstrar stéttarfé- lagsins. Og ég hlýt að spyija: Er ekki ofurlítið falskur tónn í þessari sinfóníu? Eða hvað? Ég bíð svara. Höfundur er formaður Bandalags háskólamanna. Talaðu við ofefeur um þvottavélar Talaðu við ofefeur um ofna /O'. G fRPÍf: Mits. IVImele Jóhann Ólafsson & Co SUNDABORG 13 ■ 104 REYKJAVlK ■ SlMI 688 588 Jóhann Ólafsson & Co SUNDABORG 13 -104 REYKJAVÍK ■ SÍMI 688 588 RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR Húsbyggjendur Þeim húsbyggjendum, sem þurfa á rafmagnsheimtaug aó halda í hús sín í vetur, er vinsamlegast bent á að leggja inn umsókn um hana sem allra fyrst til þess aó unnt sé að leggja heimtaugina áður en frost er komió í jörðu. Gætið þess að jarðvegur sé kominn í sem næst rétta hæð þar sem heimtaug verður lögð og að uppgröftur úr húsgrunni, byggingarefni eða annað hindri ekki lagn- ingu hennar. Heimtaugar verða ekki lagðar ef frost er komið í jörðu, nema gegn greiðslu þess aukakostnaðar sem af því hlýst. Jafnframt bendir Rafmagnsveitan á aó inntakspípur heim- tauga fyrir einbýlis- og raðhús skulu ná út fyrir lóðamörk. Nánari upplýsingar eru gefnar á heim- faugaafgreidslu Rafmagnsveitunnar, Suóurlandsbrauf 34, i sima 604600. ERT ÞU AÐ FARA TIL ÚTLANDA? Viltu sofa lengur og njóta þæginda? Veist þú hvað leigubfll kostar til Keflavíkurfiugvallar? Samkvsemt sértilboði leigubílastövanna é Reykjavíkursvæðinu kostar 4ra farþega bíll kr. 3.800,- og 5-8 farþega bíll kr. 4.600,-. Ef bílinn þarf að sækja farþega á fleiri en einn stað, þá er greitt 200 kr. gjald fyrir hvern aukastað. Þetta segir þér að gjaldið tii flugstöðvarinnar getur verið frá 575 kr. og uppí 3.800 kr. á mann eftir því hve margir farþegar eru. Athugið! Þér er að sjáifsögðu heimilt að greiða eftir mæli, telur þú það hagstæðara, sem getur verið í vissum tiifellum, þegar dagtaxti er í gildi. Næst þegar þú ferð til útlanda, taktu þá bíl á völlinn og njóttu þægindanna. Það er ódýrara en þú heldur! BSH BÆJARLEIÐIR HREYFILL 650666 33500 685522 BSR BORGARBÍLASTÖÐIN 611720 22440 F4966ELM Sambyggður ofn/ örbylgjuofn Yfir-undirhiti, blástur, grill og snúningsgrill. Full sjálfhreinsun, kjöthitamælir, spegilútlit, örbylgjuofn, tölvuklukka og tímastillir. FIM 6 Ofn Yfir-undirhiti, blástur, grill og snúningsgrill, full sjáífhreinsun, stálútlit, tölvuklukka og tímastillir. F3805ELM Ofn Yfir-undirhiti, blástur, grill og snúningsgrill, fituhreinsun, svart eða hvítt spegilútlit, tölvuklukka með tímastilli. O F 4805 ELX Ofn Yfir-undirhiti, blástur og grill, fituhreinsun, svart eða hvítt glerútlit, tölvuklukka með tímastilli. Funahöfða 19 sími 685680 ilííllilitós.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.