Morgunblaðið - 20.11.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.11.1991, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1991 Ljósritunarvélar mikið úrval Keuter I nútímavi&skiptum dugar engin næstum því lausn. Aðeins hágæða tækni- búnaður sem endist og skilar verki sínu fljótt og vel. Verið velkomin í söludeild okkar að Síðumúla 23 og kynnið ykkur kosti Konica. Síðumúla 23-108 Reykjavík Sími: 91 - 679494 - Fax: 91 - 679492 Terry Waite, sem látinn var laus úr gíslingu í Líbanon á mánudag, og Robert Runcie, fyrrverandi erk- ibiskup af Kantaraborg, slá á létta strengi er gíslinn fyrrverandi kom til Englands í gær. Tengist lausn gíslanna Lockerbie-málinu? Lundúnum. Reuter. FJORUM dögum áður en stuðningsmenn Iransstjórnar í Líbanon létu tvo gísla lausa, Bretann Terry Waite og Bandaríkjamanninn Thomas Sutherland, virtust yfirvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi hreinsa írönsk og sýrlensk stjórnvöld af ásökunum um að þau hefðu staðið fyrir Lockerbie-sprengjutilræðinu svonefnda. Margir telja að þetta sé engin tilviljun og benda á að bresk og bandarísk stjórnvöld leggi nú mikla áherslu á bætt samskipti »ið Sýrlendinga og írani. íranir og Sýrlendingar hafa oft verið sakaðir um að hafa stutt hryðjuverkasamtök. Iranir eru mik- ilvægir í gíslamálinu vegna þess að þeir hafa haft mikil áhrif á hreyf- ingarnar í Líbanon, sem hafa hald- ið Vesturlandabúum í gíslingu, en Sýrlendingar vegna þess að þeir hafa bæði tögl og hagldir í landinu. Það er ekki nema um vika frá því stjórnarerindrekar í Beirút sögðu að hreyfingarnar í Líbanon vildu ekki láta gísiana lausa á með- an friðarviðræður araba og ísraela, sem íranir eru andvígir, væru enn í sviðsljósinu. Bresk og bandarísk yfirvöld birtu síðan sl. fimmtudag ákærur á hendur tveimur Líbýskum leyniþjónustumönnum fyrir að hafa komið sprengju fyrir í bandarísku farþegaþotunni, sem sprakk í loft upp yfir skoska bænum Lockerbie árið 1988 með þeim afleiðingum að 270 manns biðu bana. Sérfræðingar í starfsemi hryðju- verkasamtaka segja að íranir hafi fyrst beðið palestínsku hreyfinguna Alþýðufylkinguna fyrir frelsi Pal- estínu, PFLP-GC, sem stjómað er frá Sýrlandi, um að annast sprengjutilræðið en líbýska leyni- þjónustan hafi síðar tekið það að sér sem „undirverktaki”. Breskir og bandarískir embættis- menn hafa hins vegar alltaf sagt að þeir hafi engar sannanir fyrir því að önnur ríki en Líbýa tengist sprengjutilræðinu. Douglas Hurd, utanríkisráðherra Bretlands, sagði til að mynda á breska þinginu að rannsakað hefði verið hvort PFLP hefði staðið fyrir tilræðinu en ekk- ert komið fram sem benti til þess. Ættingjar fórnarlamba tilræðisins Lockerbie-málið: Líbýumenn segj- ast hafðir til blóra Nikosíu, Lundúnum. Reuter. LIBYUMENN sögðu í gær að Bretar og Bandaríkjamenn hefðu not- að þá sem „blóraböggla” til að fá gísla í Líbanon lausa með því að saka þá um að hafa sprengt bandaríska farþegaþotu í loft upp yfir skoska bænum Lockerbie árið 1988. Þetta voru viðbrögð líbýskra stjórnvalda við því að Terry Waite og Thomas Sutherland voru látnir lausir úr gíslingu í Líbanon á mánu- dag. „Markmiðið með þessum ásök- unum hefur nú loksins komið í Ijós. Líbýumenn voru hafðir til blóra í því skyni að semja um lausn vest- rænna gísla,” sagði í frétt Ifbýska sjónvarpsins. „Líbýumenn, sem eru saklausir af hryðjuverkum, geta fallist á að gegna hlutverki blóra- bögguls í þessu máli á meðan það stuðlar að því að saklaust fólk er W\ HutaVAih ‘iunmi • leyst úr haldi og aðilar, sem eru okkur kærir, eru hreinsaðir af til- hæfulausum ásökunum,” sagði sjónvarpið ennfremur og vísaði þar til yfirlýsinga breskra og banda- rískra embættismanna um að ekk- ert bendi til þess að íranir og Sýr- lendingar séu viðriðnir sprengjutil- ræðið. Líbýustjórn fól á mánudag dóm- ara að kanna hvort verða ætti við kröfu Breta um framsal tveggja Líbýumanna, sem hafa verið ákærð- ir fyrir sprengjutilræðið. VESTRÆNIR GISLAR I LIBANON Að neðan sjást nöfn þeirra vestrænu gísla. sem enn eru í haldi í Libanon eftir lausn Bretans Terry Waite (var i haldi i 1.663 daga) og Banda- rikjamannsins Thomas Sutherland (2.354 dagar) IAR 1987 1988 1989 1990 1991 Terry Anderson (Bandaríkjunum) HlkhlTT'.'H'Ji Alberto Molinari' (Italíu) raa Joseph James Cicippio (Bandaríkjunum) Alann Steen {Bandaríkjunum) Heinrich Strubig (Þýskalandi) Thomas Kempner (Þýskalandi) Reulen vestræmr gislar i Libai 'Talmn af. sögðust hafa miklar efasemdir um þá yfirlýsingu. „Ég tel að tengist Sýrlendingar og Iranir málinu á einhvern hátt verði það ekki gert opinbert og menn þurfa aðeins að líta á stefnu George Bush í utanrík- ismálum til að skilja það,” sagði ein þeirra, bandaríska konan Susan Cohen. Talið er að lausn gfslanna á mánudag sé til merkis um að íran- ir og Sýrlendingar annars vegar og Bandaríkjamenn og Bretar hins vegar hafi áttað sig á að þeir þarfn- ist hvorra annarra meira en þeir hafa taiið á undanförnum árum. íranir þarfnast efnahagsaðstoðar vegna kreppu í kjölfar Persaflóa- stríðsins, sem stóð í áratug. Sýr- lendingar geta ekki lengur reitt sig á stuðning Sovétmanna og verða að taka þátt í friðarviðræðum við ísraela til að geta endurheimt Gólan-hæðii'nar. Hvorug þessara þjóða vill að framhald verði á gísla- málinu. Bandaríkjastjórn þarfnast aftur á móti Sýrlendinga vegna friðarum- leitana hennar í Miðausturlöndum og stendur í þakkarskuld við þá vegna þátttöku þeirra í stríðinu gegn írökum. Þá hefur breska stjómin lagt áherslu á bætt sam- skipti við Irani og tók nýlega upp stjórnmálasamband við Sýrland. Sovétmenn skutu niður DC-3 flugvél Stokkhólmi. Frá Erik Lidén, fréttaritara Mor^unblaðsins. SOVESK stjórnvöld viðurkenndu óvænt í fyrradag að sovésk hcr- flugvél hefði skotið niður sænska DC 3- flugvél, sem var í njósna- leiðangri fyrir sænska herinn yfir Eystrasalti, milli Gotlands og hafnarborgarinnar Ventspils í Lettlandi, 13. júní 1952. Það var sovéska varnarmálaráðu- neytið í Moskvu sem viðurkenndi í fyrsta sinn, eftir margítrekaðar heimsóknir háttsettra embættis- manna Svía, að DC 3-flugvélin hefði verið skotin niður. í opinberri til- kynningu Sovétmanna sagði að þessi aðgerð hefði verið gróft brot á al- mennum venjum þjóðaréttar og að sovéskir leiðtogar færðu aðstandend- um flugliðanna átta, sem allir létu Kf.'A í árásinni. samúðarkveðjur sínar. -------^---- New York: Verðlækk- un á hluta- bréfum í Wall Street New York. Reuter. VERULEGT verðfaU varð í kauphöllinni í New York í gær og ollu því enn sem fyrr áhyggj- ur af ástandinu í bandarísku efnahagslífi. Varð það síðan til að valda verðlækkun á mörkuð- um í Evrópu og Austur-Asíu. Síðastliðinn föstudag féllu hluta- bréf í Wall Street verulega í verði en á mánudag hækkuðu þau aftur. Verðlækkunin hélt hins vegar áfram í gær, nam um tveimur pró- sentum, og gerði betur en að vega upp ávinninginn frá í fyrradag. Er það haft eftir verðbréfasölum, að í raun sé um að ræða leiðréttingu og aðlögun markaðarins að efna- hagsástandinu og ekki að vænta neins hruns. Stefnan sé þó heldur niður á við. Það, sem olli fyrst og fremst, voru fréttir um, að hallinn á viðskiptum Bandaríkjanna við útlönd hefði aukist í september en ekki minnkað eins og við hafði ver- ið búist. Hlutabréf á evrópsku mörkuðun- um lækkuðu nokkuð í kjölfarið og mest í París, sem stafar einnig af skyndilegri vaxtahækkun í Frakk- landi á mánudag. í Tókýó lækkuðu hlutabréf dálítið en hækkuðu aftur á móti í Hong Kong og Sydney. Er það rakið til hækkunarinnar, sem varð í Wall Street á mánudag og því viðbúið, að þau eigi eftir að lækka. Rússland: Litlar líknr á að Honeck- er fái hæli Bonn. Reuter. NÍKOLAJ Fjodorov, dóms- málaráðherra Rússlands, sagði í samtali við þýska fjölmiðla í gær, að litlar líkur væru á því að Erich Honec- ker, fyrrum leiðtogi austur- þýska kommúnistaflokksins, fengi pólitískt hæli í Moskvu. Fjodorov sagði að beiðni Honeckers um pólitískt hæli, sem mun hafa verið komið til Sovétstjórnarinnar, yrði tekin til athugunar. Hún byggði á veikum grunni og mætti allt eins gera ráð fyrir að honum yrði fljótlega vísað úr landi, lík- lega innan einnar viku. Stjórnvöld í Bonn vilja að Honecker verði framseldur svo hægt verði að láta hann svara til saka í Þýskalandi fyrir dráp á fólki sem gerði tilraun til þess að komast yfir Berlínarm- úrinn og hið rammgerða járn- tjald á landamærum þýsku ríkj- anna. Míkhaíl Gorbatsjov Sovétfor- seti hefur lagst gegn því að Honecker verði framseldur og hefur því skorist í odda í þessu máli milli hans og Borís Jeltsín Rússlandsforseta. Í fyrradag sagði Helmut Kohl kanslari Þýskalands að deila forsetanna um Honecker væri óviðeigandi og sagðist Kohl myndu skerast leikinn og biðja Gorbatsjov að taka tillit til sjónarmiða Þjóð- veija.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.