Morgunblaðið - 20.11.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.11.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1991 19 Morgunblaðið/Þorkell Ragnhildur Stefánssdóttir myndhöggvari stendur við lágmyndina af Þorbirni Sigurgeirssyni, sem staðsett er í húsi Raunvísindastofnun- ar að Dunhaga 3. Raunvísindastofnun un Háskólans 25 ára Afhjúpuð lág-mynd af Þorbirni Sigurgeirssyni prófessor Á ÞESSU ári eru 25 ár liðin frá upphafi Raunvísindastofnunar Há- skólans. Var þessara tímamóta minnst siðastliðinn þriðjudag, 12. nóvember. Þorsteinn I. Sigfússon prófessor, stjórnarformaður stofn- unarinnar, setti hátíðina. Einnig var afhjúpuð lágmynd af Þorbirni heitnum Sigurgeirssyni prófessor stofnunarinnar. í ávarpi Þorsteins I. Sigfússonar prófessors, kom fram að Raunvísind- astofnunin var reist fyrir fjárframlag Happadrættis Háskólans og gjöf frá Bandaríkjastjórn. Stofnuninn sé nú rammi utan um rannsóknir í eðlis- fræði, efnafræði, jarðeðlisfræði, jarðfræði, landafræði, reiknifræði og stærðfræði við Háskóla íslands. Starfsmenn stofnunarinnar séu um eitt hundrað talsins og þáttur þeirra stór í ritsmíðum og nýsköpun innan Háskóla íslands. Þorsteinn sagði einnig frá gjöf, sérhæð við Víðimel, sem stofnuninni hefði fyrir nokkru borist frá dánar- , sem var einn liclsti frumkvöðull búi Björns Jóhannessonar. íbúðin verður innréttuð sem gestaíbúð fyrir fræðimenn sem koma til rannsókn- ardvalar hér á landi. Þakkaði Þor- steinn öllum velunnurum stofnunar- innar, m.a. Eggert V. Briem, sem við er kenndur sjóður til eflingar rannsóknum. Það var frú Þórdís Þorvarðardótt- ir, ekkja Þorbjörns Sigurgeirssonar, sem afhjúpaði lágmyndina, en það var Ragnhildur Stefánsdóttir, mynd- höggvari, sem gerði myndina. Eftir að boðið hafði verið upp á kaffi hélt Leó Kristjánsson prófessor erindi um Þorbjörn Sigurgeirsson. Sög’iir eftir Elísabetu Jökulsdóttur komnar út VITI MENN, nýstofnuð bókaút- gáfa, hefur gefið út bókina, Rúm eru hættuleg, eftir Elísabctu Jök- ulsdóttur. I bókinni eru átta sjálf- stæðar sögur, sem tengjast inn- byrðis. Á bókarkápu segir: „Einu sinni voru níu systur sem fóru að heim- an. Þegar þær hittust fyrir tilviljun seinna höfðu þær sína sögu að segja. Sögur um blíðu, grimmd, drauma, dóp, ást, forvitni, stöðnun, ofbeldi, brúarsmíði, hatur, skipa- ferðir, óskastundir, regnbogafugl og karlmenn. Ein ein systranna kom ekki í leit- irnar.” I bókinni eru átta blýantsteikn- ingar eftir Söru Jóhönnu Vilbergs- dóttur. Bókarkápu gerði Snorri Ægisson. Rúm eru hættuleg er kilja, 157 bls. að stærð. Bókin er blýsett og trukkprentuð hjá Prent- berg hf. Elísabet Jökulsdóttir Ljóð Einars Svanssonar ÚT ER komin Ijóðabókin Undir stjörnum og sól eftir Einar Svansson, framkvæmdastjóra Fiskiðjunnar Skagfirðings hf. á Sauðárkróki. Þetta er fyrsta bók höfundar og hefur að geyma 49 ljóð. Nokk- ur ljóðanna birtust á sínum tíma í tímaritinu Lystræningjanum. Kápumyndina gerði Svanur Jó- hannesson, faðir höfundar og félagi í Jam-klúbbnum. Bókin er 96 bls., prentuð hjá Félagsprent- smiðjunni/ bundin hjá Félagsbók- bandinu Bókfelli en dreifingu ann- ast íslensk bókadreifing. Höfund- ur er útgefandi bókarinnar. Einar Svansson Sparisjóður Hafnarfjarðar: Fimmtán ára nemend- um kennt að fara með fé Steinunn Benediktsdóttir og Oddný Lárusdóttir leiðbeinendur á nám- skeiðunum. Á myndina vantar þriðja leiðbeinandann, Mjöll Flosadóttur. SPARISJÓÐUR Hafnarfjarðar heldur um þessar mundir nám- skeið um peningamál fyrir nem- endur í 10. bekkjum grunnskól- anna í Hafnarfirði. Slík námskeið hafa ekki verið haldin áður en um er að ræða sex kennslustund- ir þar sem farið er í öll helstu atriði sem tengjast fjármálum. Það er frjálst val nemenda að sækja námskeiðin og mæta þeir í frítíma utan stundatöflu í skóla. ■ Starfsmenn Sparisjóðs Hafnar- fjarðar sjá um kennslu á námskeið- unum og unnu þeir námsefnið, í samvinnu við skólanefnd grunn- skóla Hafnarfjarðar. Að sögn Steinunnar Benedikts- dóttur, leiðbeinanda og deildar- stjóra afgreiðsludeildar, hafa ungl- ingarnir sýnt námskeiðunum mik- inn áhuga. „Nemendurnir virðast hafa mikinn áhuga á þessum mál- um, námskeiðin eru vel sótt og þau spyija mikið,” sagði Steinunn í sam- taii við Morgunblaðið. „Við erum búin að fræða þau um mismunandi ávöxtunarleiðir og ætl- um að fara í ýmis atriði í sambandi við tékkareikninga, m.a. hvernig þau eigi að nota þá, hvað gerist ef þau fara yfir á tékkareikningunum og í hvetju þau geti lent ef þau misnoti tékkareikninga. Þeim verð- ur auk þess kennt allt um greiðslu- kort, farið verður í kaup og sölu á erlendum gjaldeyri og útlán, t.d. hvað það sé að gangast í ábyrgð á víxli eða skuldabréfi og á hveiju þau geti átt von ef þau lenda í van- skilum auk fjölmargra fleiri þátta,” sagði Steinunn. Það var samdóma álit þeirra nemenda sem blaðamaður Morgun- blaðsins tók tali að námskeiðin veittu þeim góða innsýn inn í flók- inn heim fjármálanna og gerði þá hæfari til að takast á við þau. „Við erum búin að læra mjög margt bæði um hluti sem við eigum eftir að þurfa að fást við daglega, eins og meðferð ávísanahefta og kreditkorta en líka um verðbréf, bankabækur og ýmis hugtök sem alltaf eru að koma fyrir en ekki allir eru vissir á hvað fela í sér eins og vextir, vísitala og margt fleira,” sagði Hrafnhildur Árnadóttir nem- andi í samtali við Morgunblaðið. „Þetta eru hlutir sem ekki eru kenndir í skyldunámskeiðum í skól- anum. Það er komið inn á þá í bók- færslu en gallinn er sá að það eru ekki næstum því allir í bókfærsiu,” bætti Ásdís Björk Pálmadóttir við. Björn Einar Ólafsson og Arnar Róbertsson sögðu það helsta kost námskeiðsins að þeir lærðu þar hvað hugtök, sem alltaf eru að koma fyrir í fréttum og daglegri umræðu, þýða. Um það bil 20 nemendur geta sótt tíma í senn og er fyrirhugað að halda fleiri námskeið á næstu vikum. Moi'gunblaðið/Arni Sæberg Björn Einar Ólafsson og Arnar Róbertsson. Asdís Björg Pálmadóttir, Hrafnhildur Árnadóttir og Nanna Kristín Jóhannsdóttir. Frá DIVIIMA MODEN blússur, jakkar, samstæðufatnaður, str. 36-46. Frá SEIDENSTICKER blússur, blússujakkar, str. 36-46. Frá JÁGER-GROTE peysur, gott úrval, str. 26-50 GARDEUR-dömufatna'ður gæðavara - tískuvara. Uáuntv Dömufatnaður verslun v/Nesveg, Seltjarnarnesi. Opið daglega frá kl. 9-18, laugardaga frá kl. 10-16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.