Morgunblaðið - 20.11.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 20.11.1991, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. NOVEMBER 1991 33 Sigríður Jónsdótt- ir - Minning Fædd 11. júní 1907 Dáin 11. nóvember 1991 I þessum mánuði eru 40 ár liðin frá því er við fluttum í nýtt hús við Melhaga 6. Á hæðinni fyrir ofan okkur fluttu þá einnig Sigríður og maður hennar, Helgi Magnússon deildarstjóri í Landsbanka Islands. Okkur langar með þessum línum að minnast Sigríðar og þakka fyrir að hafa fengið að kynnast þeim ágætu hjónum, en Helgi lést 1961 á besta aldri og hefur það verið Sigríði mikill missir. Hún bjó síðan ein í íbúð sinni, en þau hjón voru barnlaus. Aldrei bar neinn skugga á sam- veru okkar í húsinu. Sigríður var einstaklega heimakær og sjálfri sér næg. Listelsk var hún, áhugasöm og fjölhæf á því sviði. Hún lék á píanó, málaði, vann ýmislegt úr leðri og fékkst einnig við tréskurð svo eitthvað gé nefnt. Börnin okkar urðu fljótt hænd að Sígríði og þótti gaman að skreppa upp til hennar. Alltaf hafði hún eitthvað að sýna þeim eða gefa og með hæglátu, virðulegu fasi sínu ávann hún sér vináttu þeirra og virðingu. Um hver jól gaf hún þeim jólagjafir og var auðséð að hún valdi gjafir sínar af mikilli alúð. Síðar voru það barnabörnin sem gjafa hennar nutu en þau fóru fljótt að venja komur sínar í undraheima Sigríðar eins og foreldrar þeirra áður. Þó Sigríður hafi verið orðin 84 ára er hún lést, þá sá hún alveg um sig sjálf fram undir það síð- asta. Halidóra, svilkona Sigríðar, var hennar nánasta vinkona og reyndist henni umhyggjusöm alla tíð, stoð og stytta er þörf var á. Síðasta æviár sitt naut Sigríður mjög góðrar þjónustu fyrir aldraða frá Reykjavíkurborg. Gott er til þess að vita að fólki sé þannig gert kleift að búa á heimili sínu fram á elliár þó heilsan sé eitthvað farin að gefa sig. Sigríður mat það mik- ils. Eins og líf hennar var, hljóðlátt og kyrrt, bar andlát hennar að eft- ir stutta sjúkdómslegu. Við sendum Halldóru og fjöl- skyldu samúðarkveðjur og munum sakna Sigríðar á loftinu. Anna, Hannes og börnin. í dag er útför vinkonu okkar, Sigríðar Jónsdóttur, Melhaga 6 í Reykjavík. Sigríður, eða Sigga Jóns eins og hún var ávallt kölluð meðal vina sinna, fæddist í Hafnarfirði 11. júní 1907 og var því á 85. aldursári er hún lést. Foreldrar Siggu voru hjón- in Jón Jónasson, skólastjóri í Flens- borg, og kona hans, Valgerður Jensdóttir. Þau eignuðust, auk Siggu, þtjá syni, en tveir þeirra, Jens og Kjartan, dóu ungir, Jens árið 1913, aðeins níu ára, og Kjart- an 1928, þá 18- ára að aldri. Þriðji bróðirinn, Jónas, var að mestu alinn upp á Akureyri, en hann andaðist 1938, þá 33 ára að aldri. Hann lét eftir sig eiginkonu og dóttur sem báðar eru látnar fyrir mörgum árum. Faðir Siggu lést einnig á unga aldri árið 1914, aðeins 38 ára gamall, en þa var hún aðeins 7 ára. Móðir hennar, Valgerður, sem einnig var kennaramenntuð, tók þá við skólastjórn Flensborgarskóla og stýrði honum um árabil. Hún varð fyrst kvenna skólastjóri á íslandi. Sigga ólst upp með móður sinni í Hafnarfirði á fyrri hluta þessarar aldar, á þeim tímum sem 20. öldin var að hefja innreið sína. Kjörin voru knappari þá en nú og kröfurn- ar vissulega minni og þegar venju- legri skólagöngu sleppti var ekki um annað að ræða en fara að vinna fyrir sér. Sigga vann um árabil hjá Landsímanum í Hafnarfirði sem talsímastúlka,_ en réðist síðar til Landsbanka íslands sem þá var með útibú í’Hafnarfirði. Þár'starf- aði hún m.a. sem gjaldkeri um skeið. Við bankaútibúið starfaði ungur glæsilegur maður, Helgi Magnússon frá Eskifirði, Magnús- sonar Erlendssonar frá Eyri í Reyð- arfirði. Þau felldu hugi saman og giftu sig í október 1936. Helgi var þá bankaútibússtjóri. Þegar Landsbankinn lagði niður útibúið í Hafnarfirði fluttu þau til Reykjavíkur og starfaði Helgi við aðalbankann frá þeim tíma. Þau bjuggu á nokkrum stöðum í Reykjavík, en 1951 byggðu þau, ásamt samstarfsmönnum í bankan- um, á Melhaga 6 og áttu þar heima frá þeim tíma. Árið 1939 byggðu þau sér lítinn sumarbústað á fögrum stað við Lögberg ofan Rauðhóla. Á þeim tíma voru íjarlægðir mældar með annarri mælistiku en nú, og að fara úr Reykjavík að Lögbergi var ferða- lag. Þangað gekk strætó kvölds og morgna og þarna voru þau flest sumarleyfi og jafnvel heilu sumrin. Mann sinn missti Sigga, langt um aldur fram, 1961. Þeim varð ekki barna auðið. Eftir það bjó Sigga ein á Melhaganum. Sumarbú- staðinn seldi hún 1971, enda var þá orðið erfitt fyrir hana að halda honum við vegna skemmdarvarga, nálægðin við höfuðstaðinn hafði minnkað. Sigga var ákaflega gáfuð og heilsteypt manneskja, hún var ekki allra, henni var ekki lagið að liggja á skoðunum sínum. Hún hafði áhuga og skoðanir á flestum hlut- um, hún var víðlesin og bráðgreind en fyrst og síðast var hún listamað- ur af guðs náð. Þessa gáfu sína fór hún afar vel með, og bar í raun mikla virðingu fyrir henni. Það að hafa ekki á yngri árum fengið tæki- færi til að þroska þennan hæfileika sinn háði henni, og síðar þegar augnsjúkdómur fór að angra hana varð hún smátt og smátt að haétta þessu föndri eins og hún kallaði það. Sigga skar út í tré og leður, batt inn bækur og málaði myndir. Hún hafði yndi af tónlist, lék á píanó og fleiri hljóðfæri ef svo bar undir. Lög og tónverk samdi hún þó það færi ekki hátt. Allt sem hún gerði var svo hárfínt og hnitmiðað, fágað og stílhreint, en þó svo látlaust og venjulegt. Þannig var Sigga. Hún hafði yndi af börnum þótt hún bæri ekki gæfu til að eignast þau eða um- gangast daglega. Smátt og smátt fór heilsu hennar að hraka.og i september sl. var svo komið að hún gat ekki lengur búið ein. Þá lá leiðin á ný í Hafnarfjörð sem hún, þrátt fyrir áratuga búsetu •í Reykjavík, taldi alltaf sinn bæ. Hún andaðist í St. Jósefsspítala 11. nóvember sl. sátt við guð og menn. Útför hennar er frá Hafnarfjarðar- kirkju í dag. Megi algóður guð vera sál henn- ar náðugui. Hjörg og 'rii(*odór Hlöndal. 30% RAUNIÆKKUN FLUTNINGSGJALDA ER STAÐREYND! Markvissar aðgerðir starfs- manna EIMSKIPS til hagræð- ingar ásamt fjárfestingum fé- lagsins í nýrri flutningatækni og fullkomnum skipum hafa á síðustu 5 árum skilað að meðal- tali um 30% raunlækkun á flutningsgjöldum. Frumkvæði, aðhald og virk þátttaka viðskiptavina okkar hefur verið okkur hvatning og kveikt nýjar hugmyndir varð- andi leiðir til að ná fram þessari lækkun. Við óskum öllum viðskipta- vinum og starfsmönnum fé- lagsins til hamingju með þann mikla árangur sem þegar hefur náðst. Höldum áfram á sömu braut! 1986 1987 1988 1989 1990 1991 jan/ág Meðalflutningsgjöld í stykkjavöru Visitölur m.v. verölag jan/á 1991 á föstu verðlagi m.v. byggingarv. 1986 =100 EIMSKIP VIÐ GREIÐUM ÞÉR LEIÐ I 3HU OSIIKC3;

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.