Morgunblaðið - 20.11.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.11.1991, Blaðsíða 32
32 MORGUNgLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1991 # B1ACK& R® s ÖFLUGAR OG ENDINGARGÓÐAR HANDRYKSUGUR BUCKG.DECKER handryksugur. Fást í öllum helstu raftækja- verslunum og stórmörkuðum. SBRBAR SKEIFAN 8 - SÍMI812660 Sólveig Lúðvíks- dóttir - Minning Fædd 1. júlí 1905 Dáin 9. nóvember 1991 í dag, 20. nóvember, verður gerð frá Fossvogskirkju jarðarför tengd- amóður minnar Sólveigar Lúðvíks- dóttur. Sólveig var fædd á Húsavík þann 1. júlí 1905. Foreldrar hennar voru Lúðvík Friðriksson frá Hléskógum í Höfðahverfi og Guðfmna Jónsdótt- ir kona hans, frá Reykjahlíð í Mý- vatnssveit. Þau eignuðust fjórar dætur; Huldu, Þórunni, Sólveigu og Jenný. Yngsta dóttirin, Jenný, lifir ein þeirra systra. í byrjun þessarar aldar var ekki ríkidæmi fyrir að fara hjá alþýðu- fólki. Við fimm ára aldur fór Sól- veig úr foreldrahúsum að Ytri- Neslöndum í Mývatnssveit. Þar gekk henni í móðurstað um tíma sæmdarkonan Halldóra Stefáns- dóttir. Sólveig dvaldi á þessum frið- sæla stað til níu ára aldurs. Að bemskuárum liðnum átti Mývatns- svéit ávallt hug hennar, þótt hún byggi lengst ævinnar á öðrum stöð- um. Hér kom fleira til, í Reykjahlíð búa og höfðu búið ættingjar hennar um langan aldur. Frá þessum unaðsreit í Mývatns- sveit fór Sólveig til foreldra sinna, sem þá voru flutt til Akureyrar og dvaldi hún þar unglingsárin. Frá Akureyri lá leiðin í Kvennaskólann á Blönduósi og þaðan til Reykjavík- ur. Sumarlangt vann hún á búi Thors Jensens á Korpúlfsstöðum, en þar kynntist hún Siguijóni Danivalssyni. Þau kynni leiddu til hjúskapar og bjuggu þau lengst af í Reykjavík og um skeið í Kópavogi. Siguijón var ættaður úr Skaga- firði, búfræðingur að mennt. Hann stofnaði með öðrum Bifreiðastöð íslands og rak um árabil. Siguijón starfaði lengi hjá Ferðaskrifstofu ríkisins og síðar framkvæmdastjóri Náttúrulækningafélags íslands í Hveragerði. Siguijón var mikill hugsjóna- og framkvæmdamaður. Árshátíðir og mannfagnaðir HðTEI. 18 <ÐM S. 11440 HITACHI SLÍPIROKKAR •125-180 mm« • 5 gerðir • • Léttir - Sterkir • • Rofar vel staðseftir • •Verðfró 12.880.-* VÖLUSTEINNhf Faxofen 14, Simi 679505 Umboðsmenn um allt land. Þeim hjónum varð tveggja barna auðið, Erlu, sem gift er undirrituð- um, og Erni. Öm lést af slysförum á fjórða ári. Sólveig og Siguijón bjuggu í farsælu hjónabandi í um þijátíu ár eða þar til Siguijón lést árið 1958. Á fyrstu hjúskaparárum þeirra Sólveigar og Siguijóns bjó Þóra, þá barn að aldri, systurdóttir Sól- veigar, hjá þeim hjónum um tíma. Ætíð síðan hefur verið afar kært með þeim frænkum og hefur Þóra hlúð að Sólveigu, sem besta dóttir. Á árum síðari heimsstyijaldarinnar bjuggu þær systur, Sólveig og Jenný og fjölskyldur þeirra, undir sama þaki. Með þeim systrum og venzlafólki þeirra hefur ætíð verið náin vinátta. Fyrir um fjörutíu ámm bar fund- um okkar Sólveigar fyrst saman, er ég fékk augastað á Erlu dóttur hennar. Mér virtist í fýrstu þessi friðarspillir henni lítt að skapi, þar sem einkadóttirin átti í hlut. Ég þekkti þá ekki hlédrægni hennar né lund. Þetta viðmót átti eftir að breytast og höfum við Solla, eins og hún var kölluð af vinum, búið í nábýli um þijátíu ár. Þar hefur gagnkvæm virðing setið í fyrir- rúmi. Sólveig var ekki allra, en við nánari kynni var hún einlæg, vina- föst, kímin og glaðvær í vinahópi. Hún talaði umbúðalaust um það sem fór miður að hennar mati, en festi jafnframt augu á björtu hliðar lífsins. Böm okkar Erlu, fimm að tölu, hafa alist upp við þá sérstöðu að hafa ömmu innan seilingar öll bernsku- og æskuárin sín. Hlunn- indi sem því miður alltof fá börn njóta í þjóðfélaginu í dag. Amman var vakin og sofin við velferð barn- anna og sást oft ekki fyrir í gjaf- mildi sinni og fórnfýsi. Góðar stund- ir átti fjölskyldan í Smiðshúsi þar sem mættust fimm ættliðir. Sólveig var yfirleitt við góða heilsu og létt á fæti. Hún veiktist skyndilega af heilablæðingu og andaðist stuttu síðar á St. Jósefs- spítala í Hafnarfirði, þann 9. þessa mánaðar. Við hjónin viljum færa hjúkrunarfólki spítalans þakkir fyr- ir einstaklega góða umönnun við Sólveigu. Við sem stöndum yfir moldum Tiutanct/ Heílsuvörur nútímafólks Gullfallegur salur til leigu í Fossvoginum hentugur fyrir erfidrykkjur. • SEM-hópurinn. Sími 67 74 70 Sérfræíingar í blómaskreyfingum / vid öll tækifæri blómaverkstæði OMNNA^ Skólavörðustíg 12 á horni Bergstaðastrætis sími 19090 Sólveigar í dag, minnumst sam- fylgdar og sólskinsstunda á liðnum árum. Blessuð sé minning um góða konu. Manfreð Vilhjálmsson Lét ei glys né böl sig blekkja, beint hún gekk og veik ei spönn, „ meyja, kona, aldin ekkja upplitsdjörf og prúð og sönn. (Matthías Jochumsson) í dag er til moldar borin ástkær móðursystir mín, Sólveig Lúðvíks- dóttir, en hún andaðist á St. Jós- efsspítala í Hafnarfírði 9. nóvember sl. eftir stutta sjúkrahúslegu. í dag drúpum við höfði í þögn og sorg er við kveðjum hinztu kveðju yndis- lega ljúfa konu sem sárt er saknað. Minningarnar hrannast upp þeg- ar litið er um farinn veg. Sólveig fæddist á Húsavík, dóttir hjónanna Guðfinnu Sólveigar Jónsdóttur frá Reykjahlíð í Mývatnssveit og Lúð- víks Friðrikssonar frá Hléskógum í Höfðahverfi. Solla var næst yngst fjögurra systra, þeirra Huldu, Þór- unnar, sem eru löngu látnar og svo Jennýar, móður minnar, sem var yngst. Hvort sem það var vegna lítils aldursmunar eða annars þá var einstaklega kært alla tíð með þeim systrum og mikill samgangur með fjölskyldum þeirra. Solla gekk að eiga Siguijón Danívalsson frá Litla Vatnsskarði í Laxárdal í Austur Húnavatnssýslu árið 1928. Siguijón vann í fjölda ára á Ferðaskrifstofu ríkisins. Einn- ig var hann einn af frumkvöðlum Náttúrulækningafélags íslands og fyrsti framkvæmdastjóri þess og lifði það að sjá draum sinn rætast í byggingu heilsuhælis þess í Hvera- gerði. Hann lézt árið 1958, langt um aldur fram. Þeim Sollu og Sigur- jóni varð tveggja barna auðið; Erlu, sem fæddist 1929 og Arnar, sem fæddist 1945. Þau hjón urðu fyrir mikilli sorg, er þau misstu einkason- inn í bílslysi aðeins fjögurra ára gamlan. Á þessum tíma bjuggu þau í vesturhluta Kópavogs og þá var nú heldur stijálbýlla en þar er í HARÐPLAST LITIR OG MUNSTURí HUNDRAÐA ÁRVÍK ÁRMÚL11 - REYKJAVÍK • SlMI 687222 • TELEFAX 68729S --rH-n-; i I ' "I-rr—i": I' ( dag. Foreldrar mínir áttu hinsvegar sumarbústað í austurhluta Kópa- vogs þar sem ljúfar minningar eru tengdar fögrum sumrum æskuár- anna. Þá var oft skokkað yfir hoit- ið á'milli heimilanna eða hjólað. Og ekki fór maður erindisleysu til Sollu frænku, hress og endurnærð- ur bæði andlega og líkamlega hvarf maður á braut frá henni hveiju sinni. Það var oft gestkvæmt á heimili þeirra og þá var gjarnan sungið og spilað á píanó. Þar átti Solla ríkan þátt, því hún var mjög tónelsk og hafði sérstaklega mikla unun af að spila og syngja gömlu góðu lögin. Einna minnisstæðastar voru mér heimsóknir Þorsteins Valdimarssonar, ljóðskálds, sem var mikill vinur þeirra hjóna. Á þessum árum bjó amma mín, Guðfinna, á heimilinu og var henni, blessuninni, það mikið hjartans mál að við, ung- dómurinni, lærðum guðsorð og góða siði. Hún var búsett hjá dóttur sinni og tengdasyni til hinztu stundar, en hún lézt árið 1957. Um 1960 byggðu þau Erla og Manfreð, maður hennar, sér einbýi- ishús á Álftanesinu með dyggri aðstoð tengdaföður Erlu, sem var mikill listamaður. Solla lagði sitt af mörkum til að þetta mætti tak- ast. Það kom svo að sjálfu sér að Solla tók að sér daglegan rekstur heimilisins og varð hinn fasti punkt- ur í tilveru fjölskyldunnar sem fór nú smám saman stækkandi. Barna- börnunum fimm unni hún umfram allt í lífinu og ekki síður barna- barnabörnunum þremur. Fyrir ári síðan bættist svo einn liðurinn enn í afkomendaskarann, iítill Daníval, sem yljaði langalangömmu sinni um hjartaræturnar með sirini léttu lund. Eftir að börnin voru komin til vits og ára og minna var að gera í hús- inu gerði Solla sér lítið fyrir og réð sig sem ráðskona hjá vinafólki sínu á nesinu, þeim Auðbjörgu og Finni, syni hennar, á Vestri Skógtjörn. Fyrir nokkrum árum eignaðist Solla sitt eigið lítið hús, sem byggt var sem eins konar annexía við stóra húsið, Smiðshús, og hún hafði lengi látið sig dreyma um. Eitt var það sem Solla lét eftir sér. Hún lagðist í siglingar þegar dró að stórafmælum hennar. Á fimmtugsafmælinu sigldi hún til Gautaborgar með gömlu Heklu ásamt eiginmanni og tengdaforeldr- um Erlu að heimsækja dóttur sína og tengdason, sem þá var þar við arkitektanám. Erindið var nú ekki síður að skoða nýja sólargeislann, fyrsta barnabarnið og litta nöfnu, sem þá var á fyrsta ári. Á sextugs- afmælinu kom þessi elska fjúgandi, alein og svo til mállaus til Stokk- hólms að heimsækja okkur Grétar, sem vorum þar við nám og störf. Það var yndislegt að fá hana í heim- sókn, svo jákvæða ogglaða á hveiju sem gekk. Hún ferðaðist með okkur suður um alla Evrópu og hreifst af öllu því stórbrotna sem fyrir augu bar. Sérstaklega man ég hve heilluð hún var af öllum fínu gos- brunnunum sem sáust svo víða í hinum gömlu menningarborgum álfunnar. „Það væri sko munur að sjá einvheija slíka heima,” sagði hún. „Nóg er nú vatnið.” Á sjötugs- afmælinu heimsótti hún systurdótt- ur sína, Þóru Hallgrímsdóttur, sem var henni alla tíð sem kærasta dótt- ir. Hún bjó þá um tíma með fjöl- skyldu í Harrisburg í Pennsylvaniu. Með þeim ferðaðist hún alla leið suður til Flórída að heimsækja syst- ur okkar, Þórunni, sem býr þar með fjölskyldu. Á áttræðisafmælinu var Solla hætt öllum ferðalögum í bili en hélt þess í stað sinni stóru fjöl- skyldu og nánum ættingjum veizlu, sem við nú minnumst með þakk- læti um heiðurskonu og kæra frænku. Hún var orðin meira en sátt við lífið, var reyndar farin að þrá að komast til sinna ástkæru, sem hún var fullviss um að biðu hennar hinum megin. Hún var sátt við að fara sína hinztu ferð, þá ferð sem hún er nú lögð upp í, þá leið sem við öll eigum eftir að feta á eftir henni, hvert um sig, þegar kallið kemur. Við Grétar vottum fjölskyldunni í Smiðshúsi samúð okkar. Blessuð sé minning hennar. Ingibjörg llaraldsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.