Morgunblaðið - 20.11.1991, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.11.1991, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. NOVEMBER 1991 Héctor Bonilla í hlutverki grímumannsins dularfulla í mexikósku myndinni Afhjúpunin. Mexíkóskir kvikmyndadagar: Afhjúpunin - „La ley- enda de una máscara” Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Handrit og leikstjórn José Buil. Aðalleikendur Héctor Bonilla, Damián Alcásar, Gina Morett, Héctor Ortega. 95 mín. Enskir skýringartextar. Mexíkó 1989. Þegar „Grímuklæddi en- gillinn”, frægasti fjölbragða- glímumaður, teiknimyndasögu- hetja og kvikmyndastjama Mex- íkó fellur frá, er drykkfelldum blaðamanni fengið það erfiða verkefni að kynna sér einkalíf mannsins á bak við grímuna. En kappinn tók hana aldrei ofan opinberlega en lifði öðru lífí grímulaus. Það drífur margt á daga hins smávaxna og vínholla í rannsóknarblaðamennskunni, hann fær m.a. að kynnast því heldur betur að þessi þjóðhetja og fyrirmynd ungra manna í Mexíkó er illskeyttur glæpamað- ur með manndrápara sem sína hægri hönd. Og eru grímumenn- irnir frekar tveir en einn. Myndin fylgir ekki vana- bundnum söguþræði heldur er hún á köflum á mörkum draums og veruleika og oftar en ekki er efniviðurinn í teiknimyndastíl fjarri raunveruleikanum. Þetta skilar sér upp og ofan til áhorf- andans við ysta haf. Mörg atrið- in eru dágóð, flest bles'sunarlega fyndin - en spaugið er jafnan í fyrirrúmi - önnur útá þekju. Enda flokkast Afhjúparinn frek- ar með tilraunamyndum en hefð- bundnum. Leikurinn er undan- tekningarlaust góður, einkum hjá Alcásar í hlutverki blaða- mannskækilsins sífulla, harla óvenjuleg rulla það. Eins og myndin öll sem færir manni heim sanninn um að þeir brugga margt misjafnt í Mexíkó. Tossar verða hetjur Kvikmyndir Amaldur Indriðason Ungir harðjaxlar („Toy Sold- iers”). Sýnd í Regnboganum. Leikstjóri: Daniel Petrie jr. Framleiðandi: Jack E. Freed- man. Aðalhlutverk: Louis Gos- set jr., Sean Asting, Wil Whea- ton, Keith Coogan og Denholm Elliot. í bandarísku hasarmyndinni Ungir harðjaxlar gera kólumbísk- ir eiturlyfjabarónar innrás í bandarískan drengjaskóla og taka drengina þar í gíslingu. Þeir vilja föður forsprakka síns lausan úr fangelsi. Innan skólans eru nokkr- ir óknyttapiltar í stöðugu stríði við yfirvald hverskonar og kól- umbískir hryðjuverkamenn eru þar ekki undanskildir. Strákarnir mynda andspymu- hóp gegn hryðjuverkamönnunum og koma upplýsingum til land- gönguliðanna í kringum skólann og grípa til vopna þegar þess gerist þörf. Ef maður lítur framhjá heldur döprum boðskap myndarinnar, sem hefur algera tossa upp til skýjanna, hugsar ekki alltof sterkt til þess hvort strákar í grunnskóla geti yfirleitt valdið vélbyssu hvað þá drepið með köldu blóði og vík- ur frá sér efasemdum um að þeir geti átt við fjarstýrðar stórbombur án þess að sprengja sig í loft upp - forsendurnar í hasarmyndum eru ekki allar jafn traustar - stendur eftir ágætis hasarmynd sem heldur manni vel við efnið. Sögusviðið er sannarlega nýst- árlegt og leikstjórinn, Daniel Petrie yngri, hefur lag á að halda uppi hraða í frásögninni og spennu sem fær mann til að gleyma annmörkum í handriti. Agætis leikarahópur hjálpar hon- um að gera hryðjuverkamennina að hinum verstu fólum sem við fáum strax í byrjun að vita að svífast einskis til að fá kröfum sínum framfylgt. Hasarinn er fag- mannlega framkvæmdur og spennandi og myndinni tekst það sem hún setur sér, að bjóða uppá frambærilega afþreyingu. Hliðarsaga segir frá mafíósa, sem Jerry Orbach leikur, er á son í skólanum og reynir að fá hann lausan í gegnum glæpatengsl sín með hörmulegum afleiðingum. Öllum þeim kafla er reyndar frek- ar ofaukið og er hann síst til að auka trúverðugleikann. Helsta stjarnan í myndinni er Louis Gossett yngri (ef frá er tal- inn breski leikarinn Denholm Elli- ott) en hlutverk hans er heldur rýrt því honum er allan tímann haldið utan við hasarinn. Drengja- hópurinn er hér í aðalhlutverki og stendur hann sig ágætlega í heildina. Ungir harðjaxar er ólikindaleg á margan hátt en stendur fyrir sínu sem hasarmynd og góð af- þreying. Þýðingin var hvorki betri eða verri en gengur í bíóhúsunum. A einum stað kemur fram að fað- ir eins drengjanna sé formaður samtaka veitingahúsaeigenda („Bar Association”) en hlýtur að eiga að vera lögmannasamtaka. Firrtur Fríslendingur Otto III. Sýnd I Háskólabíói. Leikstjóri, handritshöfundur og aðalleikari: Otto Waalkes. Þriðja myndin um Hafnfírð ... nei, Fríslendinginn Ottó er nú komin í Háskólabíó og fyrir þá sem á annað borð dýrka manninn og fínnst allt sem hann gerir og stendur fyrir fyndið, er hún ómissandi í Ottómyndasafnið. Jafnvel þótt sumt detti út í þýðingu (stundum dettur textinn reyndar alveg út) og Ottó sé örugglega fyndnastur á móður- málinu er margt bráðhlægilegt við Ottó III sem allir ná og höfð- ar til flestra. Eins og gengur eru brandaramir misgóðir, sumir hitta í mark, aðrir ekki en þeir bestu fá þig til að hlæja af hjart- ans list. föJ Sá þýski Otto Waalkes fyllir að nokkru leyti upp í tóm sem Woody Allen skildi eftir sig þeg- ar hann gerðist „alvarlegt” kvik- myndaskáld. Og þótt Ottó eigi langt í land með að ná Allen eru brandararnir hans margir skemmtilega vitfírrtir, kringum- stæðumar yndislega fáránlegar og persónan sjálf kostugur undirmálsmaður iðulega í dular- fullum árekstri við ill öfl. af furð- ulegum toga. Vondu kallarnir í Ottó III eru viðskiptajöfrar sem vilja leggja land furðulega Fríslendingsins undir flugbraut fyrir flugvélar fínar, sem koma til með að verða alger samgöngubylting. Ottó er eina hrukkan á planinu því hann býr í turni á miðju flatlendinu þar sem brautin á að vera og tefur framkvæmdir. í ljós kemur að Frísland allt er í hættu og aðeins bróðir Ottós, búsettur í Flórída, getur bjargað því. Þang- að heldur Ottó í vonarferð. Bandarísk poppmenning fær sinn skerf í þetta sinn. Ottó trufl- ar upptökur á „Miami Vice” og bestu atriði myndarinnar eru tvö stutt atriði þar sem Ottó stælir poppgoðið Michael Jackson í „Thriller” og „Smooth Crimina” af eftirminnilegu innsæi. Þá er minjagripagerð í Fríslandi einkar áhugaverð og svo mætti lengi telja. í allt er myndin ágætis skemmtun og það verður að segj- ast eins og er að Ottó vinnur á með hverri mynd. Ottó IV getur ekki og má ekki vera langt und- an. 'J iil • U iiiffiÍiiiiiiliiÍÍiiiiílfliíiilUililHÍiiiiitíiiliiíiiiil Fyrsta sólóplata Egils Ólafssonar: Listrænn metnaður Hljómplötur Sveinn Guðjónsson Það er skammt stórra högga á milli hjá Agli Ólafssyni á listabraut- inni og má segja að hann vinni þar hvern sigurinn á fætur öðrum. Flestum ber saman um að hann sýni afbragðsgóðan leik í hlutverki Olafs konungs Tryggvasonar í kvik- myndinni „Hvíti víkingurinn” og nú hefur hann sent frá sér hljómplötu, sem að mínu viti er ein sú besta sem út hefur komið hér á landi í mörg herrans ár. Egill er höfundur allra laga og texta á plötunni, ‘ann- ast söng og leikur á hljómborð og er sama hvar borið er niður: Verkið ber listrænum metnaði hans glöggt vitni, fagmennskan hvarvetna í fyr- irrúmi og hvergi snöggan blett að finna. í rauninni er óþarfí að hafa um þetta fleiri orð. En mönnum til nán- ari glöggvunar skal hér stiklað á stóru um innihald plötunnar „Tifa tifa”, sem hefur svo sannarlega annað og meira að geyma en hefð- bundna dægurtónlist. Sumum kann að fínnast einhver laganna fullþung og má það vissulega til sanns vegar færa. En platan er í heild sinni þannig gerð að hún verður betri við hverja hlustun. Sumt minnir á þjóð- legar Þursastemmur, annað sver sig í ætt við kvikmyndatónlist með frönsku harmonikkuívafi og rússn- eskum kósakkatilbrigðum, svo sem í laginu „Herf’ upp hugann”, og eitt lagið að minnsta kosti er í dæmigerðum Stuðmannaanda, „Ekkert þras”, sem notið hefur tals- verðra vinsælda í útvarpsstöðvum að undanförnu. Tvö laganna á þess- ari plötu nálgast það að vera klass- ísk listaverk að mínum dómi, titil- lagið „Tifa tifa” og lokalagið „Það brennur”, sem Egill syngur ásamt Sigrúnu Hjálmtýsdóttur. Guðrún Gunnarsdóttir syngur einnig með Agli í nokkrum laganna og gerir það vel, sem og Edda Borg í laginu „Sigling”. Um hljófæraleikinn á þessari plötu er ekki nema gott eitt að segja, en hann annast auk Egils, Asgeir Óskarsson á slagverk og trommur, Kristján Edelstein á gít- ar, Haraldur Þorsteinsson bassa, og Szymon Kuran fiðlu, og auk þeirra í einstökum lögum Þórður Árnason gítarleikari, Tómas M. Tómasson bassaleikari, Rúnar Vil- bergsson fagottleikári, Guðrún Th. Sigurðardóttir sellóleikari, Árni Sc- heving á harmonikku og Hilmar Örn Hilmarsson á hljómborð. Allt þetta fólk skilar góðu verki. Með þessari plötu skipar Egill sér í fremstu röð lagasmiða í íslenskri dægurtónlist, sem ekki þarf að koma á óvart í ljósi fyrri verka hans á því sviði. Hins vegar kom það mér dálítið á óvart hversu góð- ur textahöfundur hann er, en text- arnir á þessari plötu eru með besta móti á íslenskan mælikvarða, lipur- lega ortir, með heilbrigðri hugsun og meiningu. Hljómgæði plötunnar eru í háum gæðaflokki, svona eins og til að kóróna verkið í heild sinni. Það er sannarlega ástæða til að óska Agli Ólafssyni til hamingju með þessa plötu enda hefur hann með útgáfu hennar rennt’ styrkum stoðum undir þá skoðun mína og margra annarra, að þar fari Iista- maður af guðs náð. Morgunblaðið/Amór Jöfn og góð þátttaka er í Michell-tvímenningskeppni Bridssambands- ins sem spiluð er hvert föstudagskvöld. Þar mæta yngri og óreynd- ari spilarar og etja kappi við gamla harðsnúna jaxla. Meðfylgjandi mynd var tekin á dögunum. Brids Umsjón Arnór Ragnarsson. Bragi og Sigtryggur Reykjavíkurmeistarar Bragi Hauksson og Sigtryggur Sig- urðsson urðu Reykjavíkurmeistarar í tvímenningi 1991 en 36 pör spiluðu um titilinn um helgina. Bragi og Sigtryggur höfðu mjög vænlega stöðu í lokaorrustunni og þrátt fyrir afar vonda setu í síðustu umferðinni stóðu þeir félagar uppi sem sigurvegarar. Lokastaðan: Bragi Hauksson - Sigtryggur Sigurðsson 221 EiríkurHjaitason-JónHilmarsson 217 Sævar Þorljömsson - Karl Sigurhjartarson 210 Jón Baldursson - Aðalsteinn Jörgensen 198 Gunnl. Kristjánsson — Hróðmar Sigurbjörnss. 197 Sveinn R. Eiríksson - Svavar Bjömsson 189 Guðmundur Sveinsson - Valur Sigurðsson 176 SverrirÁrmannsson - MatthíasÞorvaldsson 164 Spiluð voru 3 spil milli para. Keppnisstjóri og reiknimeistari var Kristján Hauksson. Bridsfélag Breiðfirðinga Farið er að síga á seinni hlutann í aðalsveitakeppni félagsins en búnar eru 12 umferðir af 15 í keppninni. Sveit Árna Loftssonar hefur enn góða , foprstp í I rá na-s(u f itiiiii að hún nái að vinna mótið. Staða efstu sveita er þannig: . Árni R. Loftsson 255 Jón Stefánsson 232 Gróa Guðnadóttir 217 ÓskarÞráinsson 201 Guðmundur Kr. Sigurðsson 195 Haukur Harðarson 191 Næsta keppni félagsins verður þriggja kvölda jólatvímenningur með tölvuútreikningi. Veitt verða sérstök jólaverðlaun í lok keppninnar fyrir efstu sæti. Kauphallarmót Bridssambands Islands 1991 Annað Kauphallarmót BSÍ verður haldið á Hótel Loftleiðum helgina 30. nóv.-l. dés. nk. Mótið verður með sama sniði og síðásta ár. Pörin verða seld á uppboði og verður lágmarksboð 10.000 kr. Miðað er við að hámarks- þátttökufjöldi sé 32 og er þátttöku- gjald á par 10.000. Uppboð paranna verður á laugardagsmorgun og síðan hefst spilamennska kl. 13.00. Keppnis- stjóri verður Agnar Jörgensson og reiknimeistari Kristján Hauksson. Kauphöll verður síðan starfrækt á staðnum þar sem hægt verður að versla með pör eða hluta úr pörum eftir því hvað í boði verður á hveijum tíma. Skráning í mótið er þegar hafin hjá Bridssambandimi í síma 689360 i ilí íim i fií 101 riiTliiiiiilí i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.