Morgunblaðið - 03.12.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.12.1991, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1991 r Raögreiðslur Póstsendum samdægurs $WöWtABWÍ«OT60 — Síim 12ÍM5 FYRIRLiGGJANDI Þ. ÞORGRIMSSON & CO Ármúla 29 Bj örgiinar s veit vam- arliðsíns tuttugu ára eftir Friðþór Kr. Eydal í dag er tuttugu ára afmæli björgunarsveitar varnarliðsins, „56th Air Rescue Squadron” á Keflavíkurflugvelli. Farsælt starf björgunarsveitarinnar er flestum landsmötjnum að góðu kunn og þess að vænta að þeir samgleðjist björgunarsveitarmönnum yfir þessum merka áfanga. Björgunarstörf á vegum Banda- ríkjamanna á íslandi eiga sér þó mun lengri sögu, eða allar götur til komu bandarísks herliðs hingað til lands fyrir rúmum fimmtíu árum og því við hæfi að gera stuttlega grein fyrir þessari starfsemi á þessum tímamótum. Flotar og flugherir Breta og Bandaríkjamanna héldu uppi unr' fangsmikilli flugstarfsemi til loft- vama, kafbátaleitar og vemdun skipalesta frá íslandi í heimsstyij- öldinni síðari. Að auki var Kefla- víkurflugvöllur mikilvægur hlekk- ur í þeirri keðju flugvalla er tengdu saman flugleiðina yfir norðanvert Norður-Atlantshaf um Kanada, Grænland og íslands til Bretlands- eyja. Á þessari flugleið, sem opnuð var sumarið 1942, lá stöðugur straumur hei-flugvéla fram yfir stríðslok. Fljótlega kom í Ijós þörf- in á sérútbúnum björgunarflugvél- um sem veitt gátu aðstoð flugvél- um á þessari leið og tekið þátt í leit og björgunaraðgerðum á úthaf- inu. I flestum tilfellum var notast við venjulegar eftirlitsflugvélar t.d. Hudson, Liberator og Katalína sem höfðu annars þann starfa að veija skipalestir ágangi þýskra kafbáta. í stríðslok var farið að nota sérút- búnar flugvélar, sem ekki höfðu annað hlutverk, til þessara starfa. Herflugvélar voru einnig notaðar til sjúkraflutninga innanlands, fyrst og fremst fyrir herlið banda- manna sem taldi mest næstum 50.000 manns og hafði aðsetur vítt um landið. íslendingar nutu í mörgum tilfellum einnig góðs af þessari starfsemi eins og til dæmis er Katalína flugbátur bandaríska flotans sótti fárveikt bam til Pat- reksfjarðar í aftakaveðri og flutti á sjúkrahús í Reykjavík. Forseti íslands sæmdi fyrir nokkrum árum flugmann vélarinnar heiðurspen- ingi fyrir frábært afrek þótt langt væri liðið. Er bandaríska herliðið hélt frá íslandi árið 1947 og bandarískt verktakafyrirtæki tók við rekstri Keflavíkurflugvallar var stofnað þar útibú frá sjöttu flugbjörgunar- sveit bandaríska flughersins sem aðsetur hafði í Massachusetts. Þetta útibú var rekið af bandarísk- um borgaralegum starfsmönnum í samræmi við Keflavíkursamning-{ inn og nefndist „Civilian Flight, 6th Air Rescue Squadron”. Þessi sveit starfrækti nokkrar SB-17 björgunarflugvélar, en það voru B-17 sprengjuflugvélar sem breytt hafði verið í þessu skyni. Meðal annars báru þessar flugvélar tré- bát undir búknum sem sleppa mátti í sjóinn með aðstoð fallhlíf- ar. B-29 sprengjuflugvélar voru einnig útbúnar á þennan hátt, en báru stærri bát úr áli. Björgunar- flugvélar af þeirri gerð voru ekki staðsettar hér á landi. Þess má geta að nokkrir íslenskir flugmenn störfuðu sem aðstoðarflugmenn á þessum flugvélum á þessum árum og einnig störfuðu íslenskir flug- virkjar að viðhaldi þeirra á Kefla- víkurflugvelli. Þessi starfsemi miðaðist við það Ljósmynd/MagnÚ8 Ólafsson SH-19 þyrla og C-54 flugvél á Keflavíkurflugvelli sumarið 1954. Ljósmynd/Friðþór Kr. Eydal HH-3E Jolly Green Giant tekur eldsneyti á flugi frá HC-130 Herkúles. að fljúga til móts við og fylgja inn til lendingar flugvélum sem áttu í erfiðleikum á flugleiðinni yfir haf- ið. Fæstar flugvélar gátu flogið með farþega ofar veðrum á þessum tíma. Ef allt um þryti gætu björg- unarflugvélamar varpað niður bát- um og björgunarbúnaði til nauð- staddra kæmi til nauðlendingar á hafínu. Eftir stofnun varnarliðsins í maí 1951 starfrækti bandaríski flug- herinn SB-17 flugvélamar áfram á Keflavíkurflugvelli í tæp tvö ár uns 53. flugbjörgunarsveit flug- hersins tók við og leysti þær af hólmi með Gmmman SA-16 Albat- ross flugbátum og Sikorsky SH- 19D þyrlum sínum. Á þessum árum tóku Albatross flugbátar við hlutverki SB-17 og SB-29 flugvél- anna við leit og björgun fjarri landi ásamt því að fylgja flugvélum sem áttu í erfiðleikum. Þeir gátu þó ekki lent á úthafínu frekar en aðr- ir flugbátar nema í undantekning- artilfellum. Til þess er sjólag oft- ast nær of slæmt eins og sannað- ist í nær hvert sinn sem Katalína- flugbátur bandaríska flotans, sem aðsetur höfðu á íslandi á stríðsár- unum; reyndu lendingu á opnu hafí. I lang flestum tilfellum lösk- uðust þessir flugbátar í Iendingu. Þyrlum björgunarsveitarinnar, sem voru tiltölulega skammdrægar á þessum árum, var ætlað að sinna verkefnum umhverfís Keflavíkur- fiugvöll og á landi eftir því sem þörf þætti. Þyrlumar, sem gátu tekið 10 farþega auk tveggja flug- manna eða 8 sjúklinga á börum „Á þeim tutlug-u árum sem sveitin hefur starf- að hér á landi hafa starfsmenn hennar bjargað 250 mannslíf- um auk þess að aðstoða við sjúkraflutninga, leiðbeina flugvélum sem átt hafa í erfiðleik- um og veita aðra aðstoð sem óskað hefur verið í fjölmörgum tilvikum.” ásamt sjúkraliða, voru notaðir með góðum árangri hér á landi fram til ársins 1963. Árið 1955 tók bandaríski flug- herinn í notkun nýja gerð björgun- arflugvéla sem var sérstaklega endurbætt útgáfa af C-54 Skym- aster. Þessar flugvélar nefndust SC-54 Rescuemaster og voru m.a. búnar aukaeldsneytisgeymum, stórum kúptum útsýnisglugga á hvorri hlið auk gúmmíbjörgunar- báta og öðrum neyðarbúnaði fyrir 160 manns sem varpa mátti niður til nauðstaddra. Fyrsta björgunar- flugvél flughersins af þessari gerð var send til íslands og leystu þess- ar flugvélar Albatross flugbátana smátt og smátt af hólmi í björgun- arsveitum flughersins. Árið 1954 hafði björgunarsveit- in á Keflavíkurflugvelli á að skipa fjórum SA-16 Albatros flugbátum, þremur SH-19 þyrlum ásamt einni C-54 björgunarflugvél. Ári síðar eru flugbátamir orðnir fimm en fjöldi annarra flugvéla óbreyttur. I desember árið 1959 eru einungis tvær björgunarþyrlur á Keflavíkur- flugvelli en SC-54 flugvélarnar orðnar íjórar. Landherinn sem hafði aðsetur á Keflavíkurflugvelli til ársins 1960 réð yfír tveimur þyrlum af sömu gerð til annarra nota. Á síðari hluta sjötta áratugarins var rekstur björgunarsveita banda- ríska flughersins tekinn til gagn- gerðrar endurskoðunar með það fyrir augum að mæta kröfum tímans með tilkomu nýrrar tækni í flugi og hernaði. Þetta leiddi af sér endurskipulagningu starfsem- innar og kaup á nýjum björgunar- flugvélum sem teknar voru í notk- un á öndverðum sjöunda áratugn- um. Helst litu menn á þann kost að stór flugvél eins og C-130 Her- kúles herflutningavélin, sem þá var verið að taka í notkun, bæri smærri flugvél sem sleppa mætti á flugi og taka aftur eftir að minni flug- Ljosmynd/Baldur Sveinsson SH-19 þyrla og sjúkrabíll Rauða krossins á Reykjavíkurllugvelli á sjötta áratugnum. Þessi ákveðna þyrla, sem bar nafnið Whirl-O-Way, var önnur tveggja af þessari gerð sem urðu fyrstu þyrlur til að fljúga yfir Atlantshaf. Þetla gerðist árið 1953 er flogið var frá Bandaríkjunum til Þýskalands um ís- lands. Hún kom fljótlega að þessu sögulega flugi loknu til staffa á íslandi og bar teikningu af flugleið- inni yfir hafið á búknum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.