Morgunblaðið - 03.12.1991, Síða 43

Morgunblaðið - 03.12.1991, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1991 43 Albína Thordarson ala við björgunarstörf. Ekki eru 12 farþegasæti í Dauphin-þyrlu Land- helgisgæslunnar þó að þau komist í hana. Bandarískur þyrluflugmað- ur, sem lengi flaug björgunarþyrl- um fyrir flotann, sagði eitt sinn við mig: „Það hefur aldrei komið fyrir að skipbrotsmaður hafi afþakkað björgun vegna þess að hann hafi þurft að sitja á gólfinu á leiðinni heim.” Það sem björgunarþyrla þarf fyrst og fremst að hafa er afl, burð- argeta og stöðugleiki í vondum veðrum. Enginn hefur séð ástæðu til að geta þess að Sikorsky Jayhawk og Black Hawk geta athafnað sig við björgunarstörf í 11 vindstigum. Það var krafa bandarísku strandgæsl- unnar við hönnun vélanna. í hvaða vindhæð getur Super Puma athafn- að sig? Það hefur hvergi komið fram. Fátt skiptir meira máli við björgunarstörf á íslandi og íslands- miðum. Ef við tökum fullt mark á yfirlýs- ingum íslenskra sérfræðinga í fjölmiðlum undanfama daga hljót- um við að kenna í bijósti um banda- rísk stjómvöld. Þau gera út þyrlur í þúsundatali, fleiri en nokkur ann- ar aðili á Vesturlöndum. Bandarísk stjómvöld frétta nú frá íslenskum sérfræðingum að Sikorsky-björgun- arþyrlur, sem þau töldu þær öflug- ustu í heimi, séu óbrúklegar til björgunarstarfa á sjó. Það hlýtur að vera þeim mikið áhyggjuefni að vita af tugum eða hundruðum af þessum þyrlum á flugi yfir sjó á jafn ólíkum stöðum og Ástralíu, Spáni og Alaska. Útlendingum lær- ist vonandi loksins að spyija ís- lenska sérfræðinga ráða áður en þeir festa kaup á hátæknibúnaði eins og þyrlum. í vor skiluðu sérfræðingar skýrsl- ur eftir kynnisferð til þriggja landa á vegum fjármálaráðuneytisins. í henni kom fram ýmsar staðhæfing- ar um eiginleika og getu þeirra þyrlutegunda sem þeir kynntu sér í ferðinni. Það er umhugsunarvert að 10. febrúar 1984 sendu sömu sérfræðingar frá sér skýrslu um þyrlukaup sem lögð var til grund- vallar við kaupin á Dauphin-þyrlu Landhelgisgæslunnar. Sem dæmi um vinnubrögðin á þeirri skýrslu má nefna, að þar segir að Dauphin þyrlan geti sótt 7 skipbrotsmenn 160 mílur á haf út og flutt þá til lands. Höfundum skýrslunnar var þá þegar bent á að þessi staðhæfing væri fjarri lagi, en þær ábendingar voru hafðar að engu. Ekki er ýkja langt síðan að fréttir bárust um það frá Landhelgisgæslunni að þessi sama þyrla hefði sótt einn mann rúmlega 150 mílur á haf út og hefðu rnennirnir ekki mátt vera fleiri til þess að hún næði til baka. Það væri lærdómsríkt fyrir þá, sem þurfa að treysta nýju skýrslunni, að lesa skýrsluna frá 1984. Eftir þessar athugasemdir er kominn tími til að benda á nýjar og betri leiðir. Hvernig væri að sér- fræðingar, sem dæma nýju þyrlur varnarliðsins óhæfar til björgunar- starfa við íslandsstrendur, fengju að prófa þær hér við land? Væri ekki rétt að leita eftir því að allir flugmenn Landhelgisgæslunnar fengju að prófa að fljúga þeim við okkar aðstæður? Hvernig væri að finna ísingu á íslandi og sannreyna hvort þyrlan hefur góðan afísingar- búnað eða ekki. Það skilar meiru en að velta því fyrir sér hvað „known moderate icing” eða „for- cast moderate icing” þýðir á ís- lensku. Ég þykist vita að sérfræð- ingum okkar standi öll þessi tæki- færi til boða, ef um er beðið. - Þetta er leið aukinnar þekkingar og leið til að eignast hlutdeild í reynslu annarra þjóða. Ekkert nema ný þekking skilar okkur fram á veginn. Ef við höfum lag á að sam- eina þekkingu annarra þeirri reynslu, sem til er í landinu, getur okkur gengið vel. Eftir tíu ára reynslu í þyrlu- rekstri, hef ég mikla trú á þyrlum til björgunarstarfa. Ég hef líka mikla trú á björgunarsveitum lands- ins. Það er aðeins þegar allir vinna saman, sem besti árangur næst. Enginn getur sagt fyrirfram eða eftir á hvað hefði gefist best. Þegar hætta skapast, á að tjalda öllu, sem til er. Vonandi tekst að finna þessum háværu þyrlumálum farsælan far- veg án þess að menn láti tilfinning- ar bera skynsemina ofurliði. Höfundur hefur stundað þyrlurekstur 110 ár og er umboðsmaður Sikorsky hér á landi. -----------------------1 | TOSHIBA ORBYLGJUOFNAR I FYRIR VEITINGASTAÐI I | OG MÖTUNEYTI j | I Einar Farestveit&Co.hff. BORGABTUNI28, SÍMI622901. LdA 4 stoppar vM dyroar ER1500ET sterkir og kraftmiklir ofnar TOSHIBA KAFFI MARINQ góöa kaffið í rauðu dósunum frá MEXÍKÓ Skútuvogi 10a -104 Reykjavík - Pósthólf 4340 - Sími 686700 - Telefax 680465 OBKIN/SlA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.